Pressan - 16.05.1991, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRBSSAN 16. MAÍ 1991
9
Að Austurmörk 2 í HveragerAi eiga
sjálfseignarstofnanir Gísla 169 fer-
metra af verálunar- og iðnaðarhúsi.
Buick Stillark 1985, önnur bifreiða í
eigu Grundar, fyrir utan hús forstjór-
ans að Hverahlíð 4 í Hveragerði.
og Áss eru því afar takmarkaðar.
Svo sem fyrr hefur komið fram er
engra upplýsinga að vænta frá að-
standendum Grundar og Áss um
„líknarsjóðinn" eða umfangsmikil
fasteignakaup þessara sjálfseignar-
stofnana. Ársreikningar með upp-
lýsingum um eignir, skuldir, tekjur
og gjöld liggja ekki á lausu. Sjálfs-
eignarstofnanir „eiga sig sjálfar" og
bera engar tilkynningarskyldur til
Hlutafélagaskrár, firmaskráa fógeta
eða til hins opinbera yfirleitt. Þó er
ljóst að stofnanir þessar eru meðal
eignamestu lögaðila landsins, með
eignir sem að líkindum liggja á bil-
inu 600 til 700 milljónir króna.
Nokkrar af fasteignum Grundar og
Áss í Hveragerði og Reykjavík.
Við Brávallagötu í
Reykjavík er Grund
skréður eigandi fast-
eigna númer 30,40,42,
44 og 50. Dætur Gísla,
Guðrún og Helga, eru
skráðar til heimiiis í
húsunum númer 40
(vinstri) og 44 (hægri).
að grípa til samþykktar forkaups-
réttar á fasteignum bæjarins og
hægði þá mjög á f járfestingum Gísla
í bænum. Samþykkt bæjarfélagsins
var ekki síst rakin til fjárfestinga
Gisla á Grund. Það verður af umtals-
verðum tekjum vegna skattfríðinda
þessara stofnana. Þær greiða ekkert
útsvar og aðstöðugjöld og takmörk-
uð fasteignagjöld. Ef einungis er lit-
ið til íbúðanna 48 má áætla að bæj-
arfélagið verði af fasteignagjöldum
upp á 2 til 3 milljónir króna á ári
vegna þeirra.
Stofnanirnar hafa á hinn bóginn
komið til móts við Hveragerðisbæ
með gjöfum. Þannig styrkti Ás ný-
lega kaup á slökkviliðsbíl og sl.
haust gaf stofnunin bænum rafstöð.
Ekki er því peningaskprti fyrir að
fara og þau gjöld sem Ás og Grund
eiga á annað borð að greiða eru allt-
af greidd á réttum tíma.
NÆR 500 VISTMENN -
AFAR LÁG DAGGJÖLD
Á Grund í Reykjavík og Ási i
Hveragerði eru rými fyrir tæplega
500 vistmenn. Stofnanirnar eru (ath
1987) reknar á daggjaldakerfinu.
Mat daggjaldanefndar fyrir þessar
stofnanir hefur alltaf verið lágt og
þó hafa þær aldrei sótt um svoköll-
uð halladaggjöld. Daggjöldin
eru/voru 33%—60% af því sem
gekk og gerðist hjá Hrafnistu í
Reykjavík og Hafnarfirði og svo
SÁÁ.
I heild voru daggjöldin hjá
Grund/Ási um 400 milljónir árin um
1987 og þótti viðmælendum á þeim
tíma furðulegt að Gísli gæti rekið
stofnanirnar fyrir svo lítinn pening
— hvað þá að eiga síðan pening til
að standa í umfangsmiklum fjárfest-
ingum. Þó var Gísli á þeim tíma með
um 30 prósent af öllu rými fyrir
aldraða.
Á síðasta ári greiddi Trygginga-
stofnun ríkisins Grund 210,6 millj-
ónir vegna langlegusjúklinga ein-
göngu og Ás fékk 67,6 milljónir. Tii
samanburðar fékk Hrafnista í
Reykjavík 334,8 milljónir vegna
langlegusjúklinga og Hrafnista í
Hafnarfirði 296,6 milljónir króna.
EKKERT EFTIRLIT -
SKATTGREIÐSLUR
TAKMARKAÐAR
Sjálfseignarstofnanir eins og
Grund og Ás falla ekki undir opin-
bert eftirlit. Flest allir svokallaðir
styrktar- og minningarsjóðir þurfa
staðfestingar við og lenda þá á
sjóðaskrá, en þar er Styrktarsjóð
líknar- og mannúðarmála ekki að
finna, heldur er um einkasjóð
Grundar að ræða. í sjóðaskrá er hins
vegar að finna Líknarsjóð íslands,
sem ekki deilir út fé, en á 3 milljóna
króna eignir á bók í Búnaðarbanka.
Sjálfseignarstofnanir sem starfa á
vettvangi sjúkramála fá sérmeðferð
hvað skatta varðar. Nánar tiltekið
eru Grund og Ás undanþegin tekju-
og eignaskatti hvað ríkið varðar og
útsvari hvað sveitarfélög varðar.
Einnig er afar takmarkað hvað þess-
ar stofnanir greiða af fasteignagjöld-
um og ekki greiða þær aðstöðu-
gjöld. Skattgreiðslur af umfangs-
miklum rekstri og eignum Grundar
Rekstur Gísla
Sigurbjörnssonar á
elliheimilunum
Grund og Ási hefur
hlaðið upp 600
milljón króna
eignaveldi á undan-
förnum áratugum.
Eignirnar eru á
nafni sjálfseignar-
stofnunar, sem er
skattfijáls og eftir-
litslaus stofnun.
Þrátt fyrir það nota
Gísli og fjölskylda
eignir hennar til
eigin nota. Gísli og
íjölskylda hans
neita að gefa upp-
lýsingar um hvern-
ig þetta eignaveldi
hefur hlaðist upp,
en líkast til er hér
kominn uppsafn-
aður hagnaður af
því að reka sjálf-
stæða stofnun á
daggjöldum frá
ríkinu.
^Eins og fram hefur komið ætia
framsóknarmenn að fara að for-
dæmi stjórnarmálaflokkanna í Bret-
landi og úthluta
nokkrum þing-
mönnum sínum
ímynduðum ráð-
herrastólum í svo-
kölluðum skugga-
ráðuneytum. Ef
marka má úthlutun
framsóknarmanna á ráðherrastól-
um þá er Steingrímur Hermanns-
son formaður flokksins hættur við
að hætta í pólitík nema það hafi
aldrei staðið til. Að minnsta kosti
hefur verið haft eftir Páli Péturs-
syni formanni þingflokksins að
Steingrímur verði talsmaður flokks-
ins í utanríkismálum og efnahags-
málum ...
V,
araformaður Framsóknar-
flokksins, Halldór Ásgrímsson
fyrrverandi sjávarútvegsráðherra,
verður áfram tals-
maður flokksins í
sjávarútvegsmálum,
en auk þess verður
hann fulltrúi flokks-
ins í fjárhags- og við-
skiptanefnd og þar
með sérstakur tals-
maður fiokksins í skattamálum ...
u
■ wMeira um skuggaráðuneyti
Framsóknarflokksins. Guðmundur
Bjarnason fyrrverandi heilbrigðis-
ráðherra verður aðal talsmaður
flokksins í fjármálum ríkisins, að
skattamálunum undanskildum. Og
Jón Helgason frá Seglbúðum, fyrr-
verandi landbúnaðaráðherra, verð-
ur sem fyrr talsmaður flokksins í
landbúnaðarmálum. Póll Péturs-
son verður hins vegar áfram for-
maður þingflokks og því ekki með
neinn sérstakan ráðherrastól í
skuggaráðuneytinu, nema ef vera
skyldi stól samstarfsráðherra Norð-
urlanda...
að hefur gustað um nýja Þjóð-
ieikhússtjórann Stefán Baldurs-
son, þótt ekki hafi hann ennþá tek-
ið formlega við stöð-
unni. Brottrekstur
nokkurra leikara og
leikstjóra hefur vak-
ið reiði marga vina
viðkomandi. Ekki
eru þó allir ósáttir
við aðgerðir Stefáns.
Fjórða deild leikara, sem eru laus-
ráðnir leikarar, hafa skrifað honum
bréf, þar sem þeir lýsa yfir stuðningi
sínum við hann. Meðal þeirra sem
skrifa undir bréfið eru Pálmi
Gestsson og Jóhann Sigurðar-
son...
l PRESSUNNI í síðustu viku sagði
að Þröstur Ólafsson yrði aðstoðar-
maður Jóns Baldvins Hannibals-
sonar utanríkisráð-
herra, en Þröstur
hefur sinnt sérverk-
efnum fyrir ráðherr-
ann síðustu mánuði.
Þetta mun hins veg-
ar ekki vera frá-
gengið og er Birg-
ir Dýrfjörð því enn aðstoðarmaður
og mun jafnvel verða það áfram ...