Pressan - 16.05.1991, Side 13

Pressan - 16.05.1991, Side 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. MAl 1991 13 Innanhússrannsókn hjá BYKO DBLDARSTJÚRIGRUNABUR IIM STÚRFELLDAIU FJÁRDRÁTT Forrábamenn BYKO, Bygg- ingavöruverslunar Kópa- vogs, rannsaka nú meintan fjárdrátt innan fyrirtœkisins. Grunur leikur á ad deildar- stjóri timburdeildar verslun- arinnar, Aðalsteinn Stein- þórsson, hafi dregiö sér um- Skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfestir úttekt PRESSUNNAR um heilsuhælið Tók hundruð milljóna oi Riikið af sjúklingum Skýrsla Ríkisendurskobun- ar um starfsemi heilsuhœlis Náttúrulœkningafélags ís- lands í Hverageröi kemur heim og saman viö úttekt PRESSUNNAR í síöustu viku. I skýrslunni kemur fram aö heilsuhœliö tók hundruö milljóna króna of mikiö af sjúklingum. Þessi gjöld voru síöan notuö til viöhalds fá- menns félags, NLFÍ, og eigna- uppbyggingu þess. Er rœtt um aö sjúklingarnir hafi end- urkröfurétt á hœliö vegna þeirra sérdaggjalda sem þeir voru rukkaöir um þvert ofan í lög og reglur þar um. Á árabilinu 1987 til 1990 má áætla að ofreiknuð dag- gjöld, sem innheimt eru af sjúklingum, hafi verið 122 milljónir króna, reiknaðar á verðlagi hvers árs. í skýrslunni er einnig rakið að óeðlileg tengsl eru á milli heilsuhælisins, sem rekið er sem sjálfseignarstofnun, og Náttúrulækningafélagsins. Sem dæmi um óeðlileg tengsl er nefnt að um sé að ræða sameiginlegan framkvæmda- stjóra, Eirík Ragnarsson, og sameiginlega kennitölu. Starfsemi heilsuhælissjóðsins er rakin en í hann renna aukadaggjöld sjúklinga en úr honum tekur Náttúrulækn- ingafélagið fé til fjárfestinga og starfsemi sinnar. Skýrsla Ríkisendurskoðun- ar er upp á 65 blaðsíður og þar eru rakin þau margvís- legu atriði sem stofnunin fann aðfinnsluverð. Má þar nefna lyfjamál hælisins sem eru ekki í samræmi við lög um lyfjadreifingu og lög um heilbrigðisþjónustu. Einnig er vatnssöluskatturinn gagn- rýndur harðlega og sömu- leiðis rekstur bifreiða hælis- ins og launakjör starfs- manna. Má sem dæmi nefna að einkabíll framkvæmda- stjórans hefur eytt bensíni fyrir sem svarar rúmlega 1000 krónum hvern einasta dag ársins í fyrra. Þá hefur heilsuhælið ekki greitt virðisaukaskatt af margskonar starfsemi sem tvímælalaust ber að greiða virðisaukaskatt af. talsveröar fjárhœöir, meöal annars meö beinum viöskipt- um viö byggingameistara. Forráðamenn fyrirtækisins eru að kanna hversu lengi meintur fjárdráttur hefur átt sér stað og um hversu háar upphæðir er að tefla, en grunur leikur á að um margar milljónir sé að ræða. Sam- kvæmt heimildum PRESS- UNNAR er ætlunin að reyna að leysa þetta mál innanhúss með endurgreiðslum frá Að- alsteini, en takist það ekki má búast við því að málinu verði vísað til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Stjórnendur BYKO vildu aðspurðir ekkert um málið segja. „Við veitum engar upp- lýsingar. Þetta er innanhúss- mál sem við ætlum ekkert að flagga," sagði Jón Helgi Guö- mundsson forstjóri BYKO. Hann sagði alls óvíst að málið færi til RLR. Sem fyrr segir leikur grun- ur á að Aðalsteinn hafi selt byggingameisturum efni beint. Þá er uppi grunur um að Aðalsteinn hafi tekið út efni til eigin þarfa, meðal annars vegna byggingar tveggja stórra hesthúsa. Að- spurður vildi Aðalsteinn ekk- ert um málið segja. Miðbæjarmarkað- ypinn hækkar um brjár hæðir Ragnar Þórðarson hefur sótt til bygginganefndar borg- arinnar um leyfi til aö byggja þrjár hceöir ofan á Miöbœjar- markaöinn, nánar tiltekiö Aöalstrœti 9. Miðbæjarmarkaðurinn er nú tvær hæðir. Hver hinna fyrirhuguðu viðbótarhæða er ríflega 500 fermetrar og viðbótin því alls yfir 1500 fer- metrar. Þessar fyrirhuguðu framkvæmdir eru athyglis- verðar í ljósi þess að mörg verslunar- og skrifstofuhús í Kvosinni standa auð. Timburvörudeild BYKO. Stjórnendur BYKO hafa vikið Aðal- steini Steinþórssy ni frá og rannsaka meintan fjárdrátt hans. Reyna á að leysa málið innanhúss en að öðrum kosti fer mál- ið til RLR. Ákæra gegn Eddu Slgrúnu Ólafsdóttur enn óalgreidd Embœtti ríkissaksóknara hefur enn ekki gefiö út ákœru á hendur Eddu Sigrúnu Ólafs- dóttur lögfrœöingi, sem kœrö hefur veriö fyrir aö féfletta fórnarlömb umferöarslysa. Brátt veröa liönir 3 mánuöir frá því aö embœttiö fékk mál- iö frá rannsóknarlögregl- unni. Edda Sigrún var sem kunn- ugt er kærð eftir að nokkrir skjólstæðingar hennar kom- ust að því að talsvert vantaði upp á uppgjör á slysabótum til þeirra frá tryggingafélög- um í kjölfar umferðarslysa. Munaði í einstaka tilfellum hundruðum þúsunda króna á því sem tryggingafélög létu Eddu Sigrúnu í té og því sem hún skilaði í hendur skjól- stæðinga sinna. í umfjöllun PRESSUNNAR kom meðal annars fram að Edda Sigrún hefði sérhæft sig í innheimtu slysabóta af þessu tagi, hefði leitað uppi fórnarlömb umferðarslysa og jafnvel notið aðstoðar læknis í því sambandi. „Hann er of sáttfús af fjármálaráðherra ad vera og ég vona að hann láti af því,“ sagði Jón Magnússon. „Helsti veikleikl hans á fyrri ár- um var sá að taka of mikið tiilit til þeirra kenninga er kenndar eru við fijálshyggju,“ sagði Pálmi Jónsson. ,,Ég er ekki sammála honum um þau ráð sem hann notar en ég veit að hann hefur alla hæfileika sem til þarf í þetta embætti,“ sagði Geir Gunnarsson. „Ég veit ekki hvort honum þykir gaman að segja nei. Hann ánetjaðist frjálshyggjunni ungur og það fer ekki saman við stjórn efnahagsmála. Ég óttast um hag ríkisins ef frjálshyggjan fær lausan tauminn," sagði Páll Pétursson. Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins er fjármálaráðherra í rikisstjórn Daviðs Oddssonar. I rikisstjórn Þorsteins Pálssonar var hann iðnaðarráðherra. Friðrik hefur setið á þingi siðan 1978. „Ég þekki mjög fáa sem hafa jafn vönduð og góð vinnubrögð. Friðrik er ennfremur glöggskyggn og kann að greina aðalatriði frá aukaatriðum," sagði Jón Magnússon hæstaréttarlögmað- ur. „Sá af kostum hans er ég met mest er heiðar- leiki. Hann kemur ekki aftan að mönnum. Frið- rik er auk þess vel verki farinn og það veitir ekki af því í þessu starf i er hann gegnir nú. í persónu- legum samskiptum er hann góður félagi," sagði Pálmi Jónsson fyrrverandi ráðherra. „Frið- rik er einn sá ágætasti maður sem ég hef kynnst," sagði Geir Gunnarsson fyrrverandi alþingismaður. „Friðrik er giaðsinna og skemmtilegur náungi og hefur ágæta skapgerð samanber þegar hann kyngdi því þegar Davíð reif af honum víu-aformannsembættið sem hann hefur nú hreppt aftur," sagði PáU Pétursson al- þingismaður. „Með vaxandi reynslu hefur hann þokað frjálshyggjukenningunum til hliðar og tekur nú á málum af yfirvegun," sagði Pálmi Jónsson. Friðrik Sophusson fíármálaráðherra UNDIR ÖXINNI Þórarínn V, Þórarínsson framkvæmda- stjóri Virmu- veitenda- sambandsins — Á ekki að standa við gerða samninga en þeir kváðu á um að ef viðskiptakjör yrðu jákvæð sem þau eru myndu samningar verða endurskoðaðir? „I samningunum var miðað við tiltekna jákvæða þróun við- skiptakjara frá því samningar voru gerðir og til júní á þessu ári sem forsendu þess að hægt væri að hækka laun um 11 til 12 pró- sent á tímabilinu. Það mætti síðan ræða hvernig bati umfram þetta kæmi launafólki að sem bestum not- um. Það er okkar mat að það sé í þágu laun- þega að nýta þetta svigrúm fyrir næstu kjarasamninga til að treysta þann stöðug- leika í verðlagsmálum sem hefur náðst, með stígandi kaupmætti og að því viljum við starfa." — Einar Oddur sagði í ræðu sinni á aðalfundi að aðeins væri hægt að bæta kjör hinna verst stöddu í þjóðfélaginu með því að bæta al- mennan hag lands- manna eða þá í öðru lagi með almennu líknar- og mannúðar- starfi einstaklinga eða samtaka þeirra. Er Vinnuveitenda- sambandið þarna að beina láglaunafólki að súpupottum Hjálpræðishersins? „Þetta er útúrsnún- ingur. Það sem Einar Oddur er að draga at- hyglina að í sinni ræðu er að það sem skiptir okkur sem þjóð allra mestu máli er að treysta áfram stöðug- leika í verðlagsmálum með raunhæfum markmiðum hvað varðar launaþróun og þar með kaupmátt og hann benti rækilega á það að þar hafi öðrum reynst farsælast að sníða kjarabætur að raunverulegum af- rakstri atvinnulífsins sem þýðirað bæta kjör um eitt til tvö og hálft prósent á ári þegar vel gengur. ! Á aðalf undi VSÍ í vikunni lýstu for- svarsmenn vinnuveitenda því yf- ir, að þrátt fyrir viðskiptakjarabata væri óljóst um efndir fyrirheita um launahækkanir.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.