Pressan - 16.05.1991, Side 16

Pressan - 16.05.1991, Side 16
16, FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. MAI 1991 Madur verdur að framkvæma ádur en madur fellur á tíma — segir útvarpsmadurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson í viötali um fjölmiöla, köttinn Tomma, knattspyrnufer- ilinn og allt það sem gerst hefur í þessu lífi. Hann er þegar buinn að koma gér fyrir á Borginni þegar blaðamaður birtist. Hann er einn í salnum og akýringuna á því má sjálf- sagt finna í því tónaflóði sem berst úr danssalnum. Ég sest og við leggjmw báð- ir við hlustir. Við erutn fljótir að komast að niður- stöðu — förum á annað kaffihús. Þorsteinn J. Vilhjálms- son útvarpsmaður var að ljúka síðasta laugardags- þætti sínum af þessu lífi. Það liggur beint við að spyrja hann hvort það sé líf eftir þetta líf? „Jú vissulega — þetta er bara spurning um ...“ — Ekki tala eins og stjórn- málamadur. „Allt í lagi. Jú vissulega, mér finnst lífið gott eins og Steinn Steinarr sagði ein- hvern tímann. Það er svo margt sem maður er að gera að það er yfrið nóg af verk- efnum." — Kemur þátturinn aftur á dagskrá? „Ég veit það ekki. Það verður bara að ráðast. Ég er lítið fyrir að skipuleggja hlut- ina. Eg verð að vinna á Dæg- urmálaútvarpinu í sumar og svo verður þetta bara að koma í ljós.“ — Talandi um Dœgurmála- útvarpiö — þid eru vodalega ánœgd med ykkur þar? „Við eða hlustendur?" — Ja, bœöi og, aöallega þiö. „Ég veit ekki alveg hvað þú átt við. Markmiðið er að taka hlutina af fullum krafti. Það ber að hafa í huga að við er- um ekki fréttastofa heldur bland í poka af „human inter- est“ og fréttaefni — stjórnmál og mannlíf — og við getum þar af leiðandi leyft okkur miklu meira heldur en venju- leg fréttastofa. Við erum ein- faldlega að reyna að búa til gott útvarp. Það hefur ekkert með sjálfsánægju að gera." — Stefán Jón — er hann þessi einrœöisherra sem hann segir stundum sjálfur aö hann sé? „Stefán Jón er besti stjórn- andi sem ég hef unnið hjá. Hjá honum er markmiðið það að koma því besta sem þú hefur í útvarpið, gera alltaf eins vel og hægt er og helst betur. Hann er fyrst og fremst mikill keppnismaður. Það kann ég vel við. Þegar maður er að undirbúa þátt sættir maður sig ekki við neitt nema besta efni sem völ er á.“ — Fá menn aö gera þaö sem þeim dettur í hug? „í Dægurmálaútvarpinu meinar þú — já, en það er alit rætt á fundum. Hugmyndir sem eru ekki nógu góðar eru bara skotnar í kaf þannig að stundum jaðrar við handa- lögmálum. Það er bara gott mál.“ SVITNA EKKI YFIR ÞVÍ HVORT RÁS 2 VERÐUR SELD — Eg ákveö aö slá á sjálfs- ánœgju ríksstarfsmannsins: En hvernig er þaö, má ekki bara selja Rás 2? „Menn verða fyrst að gera upp við sig hvað þeir vilja selja. Rás 2 er dreifikerfi vers- us starfsliðið." — En nú eru fyrirtœki oft seld og starfsfólkiö fylgir þá meö ef þaö vill eöa hœttir? „Við erum að tala um fleiri hundruð milljónir þarna." — Stórir og fjölmennir vinnustaöir hafa nú veriö seldir áöur. „Jú, jú, en hvort Rás 2 verð- ur seld eða ekki fæ ég bara engu um ráðið. Þetta er spurning um pólitík. Ég ligg að minnsta kosti ekki heima og svitna yfir því hvort Rás 2 verður seld eða ekki — engan veginn." Viö stoppum í smástund og gagnrýnum stjórnmál og misvitra stjórnmálamenn. — Erum alveg hrœöilega sam- mála þar. — Og allt í einu er- um viö farnir aö tala um út- varpsráö. — Já, segöu eitthvaö Ijótt um útvarpsráö. „Æi, nei. Útvarpsráð er svo undarlegt að ég get helst ekki talað um það. Ráðið hefur svo sem ekkert verið að angra mig en margar af ályktunum og ákvörðunum þess eru ægi- lega einkennilegar. En það er alveg undursamlegt að lesa fundargerðir þess.“ VANDRÆÐAGANGURINN Á BYLGJUNNI — Bylgjudagar þínir — segöu mér eitthvaö um þá? „Já, ég veit ekki hverju þetta frjálsræði í fjölmiðlum hefur skilað. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með það. Miðað við markmið og hugsjónir sem loguðu í brjóst- um þeirra sem byrjuðu á Bylgjunni þá varð lítið úr því • — Eg gríp frammí og spyr: Eiga fjölmiölamenn aö vera hugsjónamenn? „Annað er ekki hægt. Það verður að vera í þessu af öllu hjarta." — Er þaö ekki bara eins og flestum öörum störfum? „Jú kannski. En ég er í þessu af því ég held að ég haf i eitthvað að segja. Það er auð- vitað hugsjón út af fyrir sig.“ —■ Fjölmiölafólk er nú allt- af dálítiö gott meö sig? „Það er misjafnt. Sumir eru kannski í þessu til þess að vera aðalnúmerið í ferming- arveislum. Ég hef svo sem enga skoðun á því. Ég geri að minnsta kosti lítið af því að praktisera sjálfsánægju." — Þegar þú varst á Bylgj- unni — var lítiö um hugsjónir þar? „Nei alls ekki. Það var hús- fyllir af hugsjónum þar — allavega framan af. Vand- ræðagangurinn á Bylgjunni birtist í því að stjórnuninni þar er ábótavant. Menn hafa ekki gert upp við sig hvers- konar útvarpsstöð þeir vilja reka þar. Ég sat í nefnd með Stefáni Jökulssyni, Jóni Gúst- afssyni og einhverjum fleir- um tveimur árum eftir að Bylgjan byrjaði. Ég var ein- mitt að fletta í gegnum tillög- ur okkar um daginn og þær hafa örugglega ekki verið lesnar af neinum sem ræður á Bylgjunni." — Eru semsagt ennþá vandamál á Bylgjunni? „Tvímælalaust. Af hverju væri fólk annars að hringja frá Bylgjunni upp á Rás 2 og biðja um vinnu? Það segir manni að það sé eitthvað að. En ég er enn sömu skoðunar og þegar ég byrjaði á Bylgj- unni — hún hefur alla mögu- leika til að verða góð útvarps- stöð. En það þarf þá að vinna rétt að hlutunum." KÖTTURINN TOMMI OG HIN HARÐA FRÉTTAMENNSKA — Snúum okkur aö ööru — þú vannst einu sinni á DV og einhverra hluta vegna kemur kötturinn Tommi upp í hugann. „Já, Tommi fullvissaði mig um að hin harða frétta- mennska á ekki við mig. Ég er miklu spenntari fyrir smáu hlutunum, sem eru alveg á mörkum þess að vera frétt. — Eins og með köttinn Tomma. Það varð úr þessu hið allra skemmtilegasta mál. Þetta stóð í margar vikur. Við fór- um og mynduðum Tomma og kettlingana hans og ég bjó til mikinn félagslegan pakka um vandræði Tomma sem lét ekki læðurnar í vesturbæn- um í friði. Þetta var auðvitað skrítin frétt og skrítin frétta- mennska — ég verð fyrsti maður til að viðurkenna það.“ — Hvernig var aö koma til vinnu á morgnana og velta fyrir sér: Hvaö gerum viö viö Tomma í dag? „í einu orði sagt var það stórskemmtilegt." — En hvaö varö um Tomma? „Mig dreymdi hann einu sinni en að öðru leyti hef ég ekkert haft af honum að segja. Ég ætti kannski að leita hann uppi. Það gæti orðið gott efni í Dægurmálaútvarp- inu.“ SÉ EKKERT EFTIR FÓTBOLTANUM — En hvaö meö knatt- spyrnumanninn Þorstein J. Vilhjálmsson? Ættir þú ekki aö vera á leiöinni í atvinnu- mennskuna? „Ég skal segja þér eins og er, að ég er ekki nema rétt sæmilegur fótboltamaður. Ég held að minn frami hefði aldrei orðið meiri en hann þó varð. Mitt happ var að vera í góðu liði.“ — Þú ert þá búinn aö sœtta þig viö þaö í dag? „Já, ég hætti bara að spila fótbolta si svona og mér fannst það allt í lagi.“ — Þú ert þá ekki einn af þeim sem vœlir á fylleríum um þaö sem þú heföir getaö oröiö í knattspyrnunni? „Nei, nei, ég stend eftir með þetta um 50 leiki fyrir Fram og eitt, tvö sjálfsmörk. Já, ojg einn unglingalands- leik. Eg er bara ánægður með það. En í alvöru. Ég spilaði Evrópuleik, bikarúrslitaleik, varð íslandsmeistari, bikar- meistari og Reykjavíkur- meistari, ég veit ekki hvað oft. Ég var búinn að vinna allt og búinn að fá það út úr þessu sem mig langaði til. Mig lang- aði frekar að snúa mér að því að vinna í einhverju öðru og ná árangri þar heldur en að vera hálfur í fótboltanum og hálfur í einhverju öðru. Ég sé ekkert eftir fótboltanum — þetta var gaman á meðan á því stóð. Svo gerir maður eitt- hvað annað." AF MJÚKUM MÖNNUM — Mig hefur alltaf langaö til aö koma meö svona spurn- ingu: Ertu mjúkur maöur Þorsteinn? „Ég segi eins og stjórn- málamaður: Ég skil ekki spurninguna." Viötaliö tekur nú stuttan krók og viö rœöum um skemmtanalíf í þessu lífi og markmiö og leiöir þar. Þor- steinn fœr þó aö heyra aö hann sleppi ekki viö aö svara spurningunni. „Ég eiginlega veit það ekki. Ég held að ég sé bara nettmjúkur en ég hef aldrei velt því sérstaklega fyrir mér. Þetta er spurning held ég, um að koma fram við fólk af ákveðinni virðingu — hvort sem það er konan manns, barnið eða einhver annar. Ég geri bara mitt besta. Þetta er svipað og með lífið sjálft. Maður verður að gera sitt besta og framkvæma þá hluti sem maður vill gera, á meðan það er tími til, ekki sitja of lengi og spá í hlutina. Ég segi fyrir mig; ég verð að framkvæma hlutina áður en ég fell á tíma." Sigurður Már Jónsson •i' ....

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.