Pressan - 16.05.1991, Side 25

Pressan - 16.05.1991, Side 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. MAÍ 1991 25 FriMk Sophusson og Sig- ritwr Nm Kristmunds- dóttir; pélitisklr and- staoMngar i oina sang. inga. Eöa kynntust Friðrik Sop- husson Sjáífstæðisflokki og Sig- ríður Dúna Kristmundsdóttir Kvennalistakona ekki einmitt þar? Pólitíkin virðist annars kynda ótrúlega undir ástinni, en oftar á milli flokkssystkina en andstæðinga. Þorsteinn Pálsson og Ingibjörg Rafnar kynntust gegnum pólitík og sömu sögu er að segja um Svavar Gestsson og Guðrúnu Ágústsdóttur, Geir Haarde og Ingu Jónu Þórðar- dóttur. Alveg hreint ótrúlegt, eins ósexý og pólitíkin er. En það eru fleiri dæmi um fólk sem kynnst hefur á ósexý vett- vangi. Ævar Kvaran spíritisti og Jóna Rúna Kvaran miðill kynnt- ust á mörkum þessa heims og annars, sem samkvæmt öllum heimildum er næstum algjörlega kynlaus. FRAMHJÁHALD Á VINNUSTAÐ Ef það er auðvelt að kynnast makanum á vinnustað, þá er ekki eins auðvelt að slíta hjóna- bandi á sama stað. Síst af öllu þegar ástæðan er sú að athygli makans hefur beinst að öðrum aðila á sama stað. Þekktasti ást- arþríhyrningur á vinnustað hér á landi í seinni tíð er án efa þeirra Jóns Óttars Ragnarssonr, Elvu Gísladóttur og Valgerðar Matt- híasdóttur og óþarfi að tíunda það frekar. En það er ekki eins- dæmi, þó fæstir verði fjölmiðla- matur. Ung kona hjá stóru fyrir- tæki hér í bæ þekkir þetta af eip . in raun. A Hún og eiginmaðurinn tilvon^ andi fóru að draga sig saman í 1 vinnunni og úr því varð sam- band, sem þeim tókst að halda leyndu fyrir vinnufélögunum í næstum hálft ár. „Viðbrögð þeirra voru mjög já- j kvæð þegar við sögðum frá því I og þetta var mjög skemmtilegur ] tími." Hann breyttist í martröð, nokkrum árum síðar, þegar eig- 1 inmaðurinn stofnaði til ástar- ’ sambands við aðra konu í vinn- unni. Og eins og oft vill verða þegar svo stendur á var eigin- konan síðust til að frétta af ótryggð eiginmannsins. Það er varla hægt að hugsa sér það pínlegra. „Það var mjög erfitt og ég fann mikið fyrir því, þó allir hafi komið vel fram við mig," segir hún. Það hefur aldrei komið til greina hjá þér að hætta? „Nei, það kom aldrei til greina, því mér leið vel á vinnustað." Hjónabandið endaði með skilnaði og „nýja konan" hætti á vinnustaðnum. En skyldi það ekki vera óþægilegt að vinna með sínum fyrrverandi? Ekki segir þessi kona, en ekki er ég viss um að allir gætu það. ENGRAR UNDANKOMU AUÐIÐ Þegar maður hugsar betur um það þá er kannski óvíst, að það borgi sig nokkuð að láta það eft- ir sér að leyfa daðrinu að ná i lengra en að vera bara daður. Því þó svo lostinn verði stundum að ást og eilífri hjónabandssælu þá er það ekkert garantí. Hvað ef hann ákveður nú eftir einnar nætur sælu, að binda endi á sambandið næsta dag? Kannski á hann kærustu eftir allt saman, er hræddur um stöðu sína í vinnunni, hefur áhyggjur af frammistöðu sinni eða þjáist ein- faldlega af sektarkennd. Það eða þá að þér líður þannig. Slíkt er ekki síst ólíklegt, ef vinnudaðrið hefur orðið að ein- hverju meiru í einu vinnustaða- teitinu. Því flestir kannast við daður á vinnustöðum og líka hvað af því getur hlotist í slíkum teitum. Ekki síst á stórum vinnu- stöðum. Á hvorn veginn sem það er, eða hvað sem gerst hefur, þá verður ekki horft fram hjá því, að þið eigið eftir að sjá hvort annað áfram á hverjum degi. Munurinn er sá að nú eru tilfinningarnar miklu flóknari en svo að vera einfaldur og heilbrigður losti. Og lostinn getur líka verið áfram til staðar. Munurinn er sá að minn- ingin gerir ekkert annað en und- irstrika hann og gera óþægilegri. Það versta sem hent getur í stöðunni er að þú viljir enda málið þarna, hann vilji meira. Fjandinn, nærvera hans gerir ekki annað en minna þig á hversu veiklynd og óhreinskilin þú ert. Viðbrögð hans geta gert ástandið ennþá verra. Ásakandi augnatillit, miðar með skilaboð- Inga Jóna ÞóréardóHir og Geir Haarde; hiHust i Huimdalli. um á skrifborðinu þínu og innan- húss símhringingar. Þú átt bók- staflega ekki sjens á að forðast hann. Ef þetta hljómar illa, bíddu þá þangað til hann verður reiður og vill hefnd. Það gæti byrjað hægt, eins og dálítið kul, sem áiur en þú veist af er orðið að kjarnorku- vetri. Vinnufélagarnir velta því fyrir sér hvers vegna hann sýni þér þetta fálæti, og það kemur að því að þeir frétta það. Frá vin- konu þinni í vinnunni, af því þú varst svo vitlaus af gaspra þessu í hana. Þú ættir að vita að slíkt endar alltaf með því að fara lengra, jafnvel þó það sé ekki illa meint. Þú getur þó huggað þig við það að hann hefur áreiðan- lega haft vit á aö þegja. Svo þeir fá bara að heyra þína útgáfu af sögunni. GÓÐ RÁÐ TIL AÐ LIFA MEÐ ASTINNIA VINNUSTAÐNUM í Hrakspár af þessu tagi eiga þó örugglega ekki eftir að draga úr þér kjarkinn, enda engin ástæða til. Ástarævintýri á vinnustað þurfa alls ekki að enda illa. En til að koma í veg fyrir ófarir er ágætt að hafa nokkrar reglur í huga: Ekki gera ráð fyrir því í upphafi að þetta sé aðeins einnar nætur ævintýri. Þú veist aldrei nema hann sé dauðskotinn í þér, eða eigi eftir að fá þig á heilann. Ekki segja orð um það vio stelpurnar í vinnunni. Jafnvel þó ein þeirra sé vinkona þín, er vissara fyrir þig að þegja um það. Þú getur nokkurnveginn treyst því að hann geri það, en vertu samt ekki of viss. Ef þú kemst að því að hann Stgrún Edda Bjömadóttir og Axel H. Jóhannesson kynntust á „SiMinni"; Skummunni við Muist- aravulli. Jkvar Kvaran ug Jána Rúna Kvaran; á mðrkum tvuggja huima. hefur blaðrað skaltu samt ekki segja neitt sjálf. Það kæmi kjána- lega út að gera það eftir á. Haltu ákveðinni fjarlægð í vinnutímanum, án þess þó að vera of formleg. Það er erfitt, sérstaklega ef þú verður ástfang- in eða bálskotin. En ef þú veitir honum of mikla athygli geturðu verið viss um að fólk fer að tala, jafnvel áður en nokkuð hefur gerst. Ef þú ákveður að binda endi á sambandið, gerðu það án allra láta. Fiskisögur fljúga hratt. Það þýðir þó ekki að þú ættir að hætta þér út í annað sam- band í vinnunni strax. Það gæti verið vissara að láta slíkt eiga sig næsta árið. Það er aldrei að vita hverju það gæti komið af stað, sæi hann til þín í daðri við aðra vinnufélaga. Mundu líka að yfirmenn eru ekki sérlega hrifnir af ástarsam- böndum á vinnustað (nema sín- um eigin). Þau hafa áhrif á vinn- una og þú gætir jafnvel misst hana. Ekki síst ef þú hefur álpast til að eiga í sambandi við yfir- mann. Ef ástarsambc.nd á vinnustað snýst upp í alvöru ættirðu að nuga að því að leita þér að nýrri vinnu. cf þú hefur þegar mikinn áhuga hugsaðu þig þá tvisvar um. Það eru of margar sætar stelpur á staðnum. Margrét Elísabet Ólafsdóttir || ■ er loks að komast endan- leg mynd á fyrirhugað stórhýsi Ár- vakurs, þ.e. Morgunblaðsins, í Kringluhverfinu. Upprunalega teikningu átti Gunnar Hansson heitinn, en hún olli taugatitringi vegna þess hversu lík byggingin myndi vera DV-húsinu við Þverholt, sem Gunnar teiknaði einnig. Nú hef- ur nýr uppdráttur verið samþykktur en hinn eldri felldur úr gildi. Höf- undur nýja uppdráttarins mun vera Helga Gunnarsdóttir, dóttir Gunn- ars heitins. Byggingin verður fjórar hæðir og ris, samtals 3.250 fermetr- ar, en enn vantar formlegt leyfi fyrir framkvæmdunum ... A ^^■uk Guðmundar Magnus- sonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Birgis ísleifs Gunnarssonar menntamálaráð- herra, hefur Þórólf- ur Þórlindsson, prófessor og nýlega frambjóðandi til rektors Háskólans, verið nefndur sem hugsanlegur aðstoð- armaður Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra... ótt borgarráð sé oft liðlegt þegar því berast beiðnir um styrki ýmiss konar er ljóst að það þýðir ekki að biðja um hvað sem er. Þann- ig synjaði ráðið nýverið erindi Ólafs Axelssonar hæstaréttarlögmanns um fjárstuðning vegna málflutn- ingskeppni laganema í Finnlandi, beiðni Ásgeirs Ásgeirssonar og Halldórs Más Sverrissonar um fjárstuðning vegna þátttöku í billi- ardmóti í Indlandi, beiðni Félags ís- lenskra rannsóknarlögreglumanna um fjárstuðning vegna ráðstefnu um brunavarnir og erindi 10 ára MR stúdenta varðandi lagfæringu á lóð og umhverfi skólans ... að er hreint með ólíkindum hvað Arnór Guðjohnsen knatt- spyrnukappi er seinheppinn. Síðast- liðið haust var hann með uppsteit við for- ráðamenn And- erlecht, meðal ann- ars út af launamál- um, sem endaði með því að hann hrökklaðist frá fé- laginu eftir margra ára veru þar. í vetur varð Anderlecht síðan Belgíu- meistari. Arnór fór til Bordeaux í Frakklandi. Skömmu eftir komu hans þangað varð félagið gjaidþrota og Arnór hefur ekki fengið greidd laun frekar en aðrir leikmenn liðs- s A^amþykkt skipulag borgarinnar gerir meðal annars ráð fyrir mjög takmarkaðri bílaumferð um Aðal- stræti og Austurstræti, þannig að tala má um lokun þessara gatna. Ekki eru allir hrifnir af þessum áformum. Meðal annars hefur Gunnar Felixson framkvæmda- stjóri Tryggingamiðstöðvarinnar í Moggahúsinu ritað borgarstjórn bréf þar sem gerðar eru athuga- semdir við lokun Aðalstrætis. Tryggingamiðstöðin telur að lokun- in geti dregið úr viðskiptum og skaðað fyrirtækið . ..

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.