Pressan


Pressan - 16.05.1991, Qupperneq 26

Pressan - 16.05.1991, Qupperneq 26
í gær kynnti Davíö Oddsson stööu ríkisfjármála fyrir prestafélaginu fyrir hádegi og Kiwanisklúbbnum Ægi eftir hádegi. Enn engar tillögur um aðgerðir í ríkisfjármálum Ætlnm að kynna hreppsnefnd Nesjahrepps málið í viknnni — segir Davíð Oddsson íslensku bændurnir í Kúrdistan Flóttamennirnir hafa fengið sig fnllsadda af þeim — bændurnir verða næst fluttir til Bangladesh Ingimundur Davíðsson, einn bændanna af Suðurlandi, sem eru framlag íslendinga til bar- áttunnar gegn hungri í heimin- um. Haraldur Indriðason, leigu- bílstjóri. Leigubílstjóri í Reykjavík Ókí fimmtán ár eftir að hann missti sjónina — komst upp þegar Sólvallagötunni var breytt í einstefnu 20. TOLUBLAÐ 2. ARGANGUR FIMMTUDAGURINN 16. MAl 1991 HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HUÓMAR STOFNAÐ 1990 Stór handritafundur í Danmörku Voru íslendingasögurnar argasta klám og sóðaskapur? Kaupmonnohöfn, ló.mof „Við Danir kölium ekki allt ömmu okkar í þessum málum, en ég verð að segja að ég átti erfitt með að lesa mig í gegnum þetta án þess að roðna," sagði Lise Nielsen handritasér- fræðingur í samtali við GULU PRESSUNA en Use hefur fundið áður óþekkt handrit af íslendingasög- unum í dönskum skjala- söfnum frá miðöldum. „Því miður virðast þessi handrit vera eldri en þau handrit sem við höfum þekkt áður. Þessi texti, sem oft á tíð- um er ekkert annað en arg- asta klám og sóðaskapur, virðist því vera nær frum- gerðinni en þeir textar sem við höfum þekkt. Þær sögur sem við höfum lesið eru rit- skoðuð seinna tíma verk,“ sagði Lise. 1 þeim brotum sem Lise þeirra var síður en svo fábrot- ið. „Jú, við höfum heyrt af þessum handritafundi," sagði Jónas Kristjánsson, forstöðu- maður Stofnunar Árna Magn- ússonar í Reykjavík. „Miðað við það sem ég hef heyrt þá tel ég ekki miklar líkur á að við krefjumst þess að fá þessi handrit heim. Þau eru best geymd í Istedgade, held ég.“ „Eg veit ekki, svei mér þá," sagði Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra, þegar GULA PRESSAN spurði hann hvort íslensk stjórnvöld myndu krefjast þess að fá handritin heim. „Við verðum að huga að því að íslendingasögurnar eru skyldulesning í grunn- skólunum. En ég held að sæmilega uppkomið fólk og víðsýnt verði ekki fyrir skaða af því að lesa þetta. Alla vega fannst mér nokkuð gaman að þessu,“ sagði ráðherrann. „Ég fer um leiö of þessi hand- rit koma hingað inn," sagði Jonas Kristjánsson, forstöðu- maður Stofnunar Árna Magn- ússonar. sýndi blaðamanni GULU PRESSUNNAR mátti lesa um bólfarir ýmissa fornkappa og af þeim má ráða að kynlíf Steingrímur J. Sigfússon At ostlíki eins og berserkur — segir í óopinberri œvisögu hans Reykjovfk, 15. moí „Steingrímur sat við skrifboröiö sitt og lét starfsmenn ráöuneytisins bera í sig pítsur. Honum var nákvæmlega sama Reykjovík, 16. mof Þorsteinn Pálsson Skipar Óla Þ. Guðbjartsson sem kokk á Litla Hrauni — mér fannst þetta mátulegt á hann, segir Þorsteinn fáránlegar stöður og hann náðaði meira að segja menn sem gjarnan vildu taka út sína refsingu. Mér finnst hann því eiga þetta skilið." „Ég segi nú ekkert annað en, Guð hjálpi föngunum," sagði Óli Þ. þegar GULA PRESSAN bar þetta undir hann. „Ég get svarið það og leitt eiginkonu mína fram til vitnis, að ég get ekki einu sinni soðið egg.“ Þorsteinn Pálsson dómsmálaróöherra skipaöi forvera sinn í starfi, Óla Þ. Guöbjarts- son, í stööu matreiöslu- meistara á Litla Hrauni, betrunarhæli ríkisins. „Mér fannst þetta gott á Óla,“ sagði Þorsteinn í sam- tali við GULU PRESSUNA. „Hann var að skipa ýmsa saklausa menn i aliskyns Óli Þ. Guðbjartsson, nýr kokkur á Hrauninu. hvað var á þeim svo fram- arlega sem þær væru með ostlíki." Þetta stendur meðal annars í nýrri óopinberri ævisögu Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi landbúnaðarráð- herra, sem Höskuldur Bald- ursson prentari hefur samið. Höskuldur, sem er nýgræð- ingur á ritvellinum, segir að bókin sé byggð á samtölum við fjölmarga starfsfélaga og vini Steingríms. „Það kom mér á óvart hvað fólkið var lausmálugt," segir Höskuldur, sem er þegar byrj- aður á annarri óopinberri ævisögu. Hann mun næst skrifa um Halldór Ásgríms- son. „Ég hef ekkert um þetta að segja annað en mér sárnar að þessi ameríski siður skuli vera kominn til íslands," isagði Steingrímur þegar GULA PRESSAN bar undir jhann fullyrðingar Höskulds í jbókinni. „Það er hins vegar [huggun ef Höskuldi hefur iekki tekist að troða upp á mig Voru ostlíkis-orgíur í ráðú- neytinu? öðru en ostlíkis-áti, þó það sé í sjálfu sér nógu alvarlegt." Juan Torres, talsmaður spænsku ríkisstjórnarinn- ar, segir íslenska skálann óborganlegan. Spánska ríkisstjórnin BÝBST TIL AB BORGA ÍSLENSKA SÝNINGAR- SKÁLANN Modrid, 15.moí „Við viljum fyrir eng- an mun missa íslend- inga af svæðinu. Við höfum séð teikningar af skólanum þeirra og þær eru alveg óborg- anlegar,** sagði Juan Torres, talsmaður spænsku ríkisstjórnar- innar í samtali við GULU PRESSUNA í gær. „Skálinn er einskonar saltfiskur sem á að tákna náttúruvernd og hollustu. Ég veit ekki hvaða hug- myndir íslendingar hafa um saltfisk, en okkur Spánverjum þykir þetta drepfyndið," sagði Torres. „Við viljum að þetta verði létt og skemmtileg heimssýning," sagði Torr- es og bað fyrir kveðju til íslendinga. Tölvur, prentarar, hugbúnaður, netbúnaður, samskiptakerfi, umbrotskerfi og alhliða þjónusta MICROTÖLVAN Suðurlandsbraut 12 - sími 688944

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.