Pressan - 30.05.1991, Blaðsíða 15

Pressan - 30.05.1991, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. MAÍ 1991 15 Jón Hjaltalín Magnússon RÆDDIOM AD GREIDSLDR TIL FORMANNS HYRFD Litlar sem engar umrœdur urdu um reikninga Hand- knattleikssambands Islands á ársþingi þess sem fór fram í Keflavík um sídustu helgi. Eftir ad Ijóst var ad enginn Forstöðukonur í Hafnarfirði Heimta sömu kjör og Margrét Pála Forstödukonur leikskóla í Hafnarfiröi hafa gert kröfu til þess ad þœr fái ad njóta sam- bœrilegra kjara og bcejaryfir- völd hafa gert samkomulag um við Margréti Pálu Ólafs- dóttur leikskólastjóra á Garðavöllum, í kjölfar deilna við hana. PRESSAN greindi ítarlega frá deilum þessum í febrúar síðastliðnum. Margrét Pála sagði upp störfum sínum ásamt níu fóstrum leikskól- ans eftir að fjármálastjóri bæjarins hafði gert athuga- semdir við mikinn fjölda yfir- vinnustunda Margrétar í des- ember og janúar. Uppsagnir þessar voru síð-i ar dregnar tii baka eftir að samkomulag náðist, þar sem meðal annars var gert ráð fyrir sérstöku leikskólaráði, breytingum á meðferð reikn- inga og þvi að Margrét Pála færi í þriggja mánaða launað frí til að ganga frá gerð kvik- myndar og bókar um svo kallað ..kjörnunar-módel" leikskólans. Það módel felst m.a. í því að kynin eru aðskil- in stóran hluta dagsins. Bæj- aryfirvöld ítrekuðu stuðning sinn við þessa tilraunastarf- semi. Auk Garðavalla eru 6 eða 7 aðrir leikskólar í Hafnarfirði. Nú hafa forstöðukonur þar komist að þeirri niðurstöðu að í samkomulaginu felist gróf mismunun í launakjör- um. yrði til þess að bjóða sig fram gegn formanni félagsins Jóni Hjaltalín Magnússyni varð spennufall á þinginu og reikningar félagsins runnu í gegn. Pað verður að teljast dálítið óvenjulegt því að fjárhags- staða sambandsins er mjög slæm. Sagði til dæmis Örn Magnússon, formaður hand- knattleiksdeildar FH, að fé- lagið væri nánast gjaldþrota. Skuldir félagsins eru 45 millj- ónir króna og þar á meðal eru um 8 milljónir skamm- tímaskuldir sem gjaldfalla fljótlega. Pá gerðu endur- skoðendur félagsins athuga- semdir við að framtíðartekj- ur sambandsins væru margar hverjar bundnar vegna „veð- trygginga" lánardrottna í þeim. Þannig eru til dæmis tekjur vegna samninga við Sjóvá—Almennar hf., Islands- banka hf., Landsbanka ís- lands hf. og tekjur af lottóinu. Framtíðartekjum af þessu er búið að ráðstafa vegna núver- andi skulda. Litlar umræður urðu um greiðslur til formanns HSl en eins og kom fram í PRESS- UNNI fyrir viku þá námu þær hátt í tveimur milljónum Dómsmálaráðuneytið KANNAR BLABAÚTGÁFU LÖGREGLUMANNA Dómsmálaráðuneytið œtl- ar að láta kanna útgáfustarf- semi á vegum íþróttafélags lögreglumanna og sérstak- lega þá sem tengist málefn- um forvarna. PRESSAN greindi frá því í síðustu viku að íþróttafélagið hefði um- talsveröar tekjur af slíkri út- gáfustarfsemi um leið og ekk- ert rynni til forvarna afþví fé sem safnaðist inn. Hjalti Zóphóníasson, skrif- stofustjóri í dómsmálaráðu- neytinu, sagði i samtali við PRESSUNA að ýmsir aðilar sem störfuðu að forvörnum hefðu haft samband við ráðu- neytið í kjölfar greinarinnar og leitað skýringa. „Þeim finnst að þarna séu lögreglu- menn að stela þessu í eigin vasa — til íþróttastarfsemi í stað þess að þegar menn eru að vinna að þessum málum þá er þaö látið renna til mál- efnisins. Þeir virðast telja þetta löglegt en siðlaust," sagði Hjalti. — En höfðu lögreglumenn- Hlirrm irnir fengið einhver leyfi fyrir þessu? „Þeir spurðu okkur ekki og mér er til efs að þeir hafi spurt Böðvar. Þetta forvarna- blað er aíveg nýtt og kemur okkur í opna skjöldu," sagði Hjalti en bætti við að strangt til tekið hefði ekki þurft nein leyfi fyrir þessari útgáfu. Böðvar Bragason lögreglu- stjóri sagðist ekki vilja tjá sig um málið þegar haft var sam- band við hann. Jón Hjaitalín Magnússon. króna á síðasta ári. Það var Jón Hjaltalín sjálfur sem gerði þær að umræðuefni með því að segja að eðlilegt væri vegna þess að nú væri launaður framkvæmdastjóri hjá sambandinu að greiðslur til formanns og gjaldkera minnkuðu og hyrfu. Þessar greiðslur hafa ávallt mátt sætta gagnrýni innan HSÍ vegna þess að starf formanns er ólaunað samkvæmt lög- um. Á ársþingi HSÍ fyrir ári síðan í Reykjavík kom í Ijós að verktakagreiðslur til Jóns voru upp á 2,2 milljónir króna og var í kjölfar þess samþykkt að gjaldkeri og for- maður fengju laun án þessa að ákveðið væri hve há þau yrðu. Sýsluskrifstofan í Árnessýslu Vottalaun tjarmagna ferðalög starfsmanna Samkvœmt reglum svokall- aðs vottasjóös starfsmanna skrifstofu sýslumannsemb- oettis Arnessýslu renna votta- laun sem embœttið innheimt- ir til að standa straum af ferðakostnaði starfsmanna. Samkvœmt heimildum PRESSUNNAR fá um 20 starfsmenn embœttisins 60 til 70 þúsund krónur á ári hver úr sjóði þessum. íhlutfalli við stöðugildi. I vottasjóð renna vottalaun sem innheimt eru hjá emb- ættinu. Þau eru aðallega til- komin við fjárnám, lögtök og aðrar slíkar gjörðir. I iögum er gert ráð fyrir að vottar mæti á staöinn þar sem fjár- nám eða lögtök fara fram, en í sparnaðarskyni tíökast það ekki, heldur eru gjörðirnar vottaðar eftir á, af starfs- mönnum á skrifstofunum sjálfum. Þetta leiðir um leið af sér aö kostnaður vegna ' vottunar er hverfandi og launin því umdeilanleg. Samkvæmt reglum sjóðs- ins er hann gerður upp 1. september á ári hverju og tekjum hans skipt upp á milli starfsmanna. Stjórn sjóðsins á að kanna hvort áhugi sé fyr- ir hópferð aö hausti, en al- gengast er að starfsmenn fái sinn hlut greiddan út beint. Þeir sem farið hafa í ferðalag tólf mánuðina á undan upp- gjöri geta fengið greiddan út- lagðan kostnað af sínum hluta. Þannig geta starfs- menn framvísað reikningum úr sumarorlofi og fengið kostnaðinn greiddan að hausti. Samkvæmt reglunum hef- ur sjóðurinn þriggja manna stjórn og er henni skylt að „ávaxta fé sjóðsinseins vel og kostur er". Sjóöurinn er ávaxtaður í Selfossútibúi Is- landsbanka. „Hann er góður í samstarfi og samstarfsfólk hans ber honum vel söguna," sagði Friðrik Vagn Guðjónsson læknir. „Hann er hreinn og beinn, skemmtilegur í viðtali, hefur ákveðnar skoðanir og þorir að standa við þær," sagði Reynir Valdemarsson læknir, „Auk lækn- inga hefur hann sinnt forvarnastarfi af kappi og verið duglegur að koma fræðslu til almennings og hjúkrunarfólks," sagði Olafur Oddsson héraðslæknir. „Hann er samviskusamur og hæfur í starfi. Hann gleymir ekki að hugleiða fjármálahlið læknavísindanna og hans ákvarð- anir taka oft mið af því án þess að það komi aö neinu leyti niður á fagmennskunni." sagði Guð- mundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvar Akureyrar. „Við þekkj- um Pétur frá námi og starfi og hann er duglegur. samviskusamur. með ríka réttlætiskennd og strangheiðarlegur." sögðu þeir Olafur H. Oddsson og Friðrik Vagn Guðjónsson. .v-« IfllÍÍ „Mér er engin Iaunung á því að þau um- mæli sem hann lét falla um vaxtarræktar- fólk eru bæði óábyrg og ómakleg,“ sagði Val- björn Jónsson varaformaður Félags áhuga- manna um vaxtarrækt. „Það getur komið mönnum í koll að segja skoðanir sínar um- búðalaust,“ sagði Guðmundur Sigvaldason. „Hann kemur mér fyrir sjónir sem ábyrgð- arlaus maður sem hefur ærumeiðingar í flimtingum. Hann ætti frekar að taka koll- ega sína í læknastétt fyrir,“ sagði Valbjörn Jónsson. „Framkoma hans kann stundum að virðast hrjúf og orðbragðið hressilegt eins og hann á kyn til,“ sögðu þeir Friðrik Páll Vagnsson og Olafur H. Oddsson. Pétur Pétursson læknir Petur Petursson læknir a Heilsugæslustoð Akureyrar hefur veriö i fréttum undanfariö vegna yfirlýsinga sinna um vaxtarræktarfólk. UNDIR IÖXINNI Jóhanna Sigurðar- dottir félaasmála- — Er ríkisstjórnin ekki að koma aftan að fólki með því að hafa vaxtahækkanir á lán- um Byggingasjóðs ríkisins afturvirkar7 „I fyrsta lagi finnst mér gæta mjög mikils miskilnings þegar ver- ið erað ræöa um aftur- virka vexti. Þessir vextir munu bætast ofan á lánin frá fyrsta júlí og koma því til greiðslu á næsta gjald- daga sem er í ágúst. Það er því ekki um að ræða afturvirkar vaxtahækkanir í bók- staflegum skilningi. Fólk mun einfaldlega greiða hærri vexti af þeim afborgunum sem eftir eru af láninu. I annan stað eru ákvæði í þessum samningum sem kveða á um að vextir séu breytilegir. Síðast en ekki síst verður hluta af þessum upp- hæðum skilað aftur til fólks sem hefur lágar eða meðal tekjur í formi vaxtabóta." „Ég hefsíðastliðin ár staðið gegn vaxta- hækkunum vegna þess að ég vildi koma á kerfi sem tæki högg- ið af fólki með lágar meðaltekjur. Það kerfi er nú komið í formi vaxtabóta. Fólk sem hefurlágar eða meðal- tekjur mun sam- kvæmt þessu bera tvö til þrjú prósent raun- vexti." — Er ráðgert innan stjórnarinnar að koma eitthvað til móts við það fólk sem hefurþurft að bera af- föll í húsbréfakerfinu? „Þeir sem voru að selja íbúðir þurftu að bera mikil afföll sam- kvæmt gamla kerfinu. Kaupendur þurftu einnig að bera afföll þegar þeir þurftu að fjármagna kaupin að stórum hluta hjá bönk- um eða lífeyrissjóðum. Þá spurði enginn hvort það yrði bætt. Það mun hinsvegar skýrast fljótlega hvort og þá með hvaða hætti verð- ur hægt að skoða þessi afföll sem vaxta- gjöld sem þá kæmu til álita við úthlutun vaxtabóta. Vaxtahækkanir á lán Bygginga- sjóðs rikisins hafa sætt harðri gagnrýni og þykja riðla áætlunum fólks.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.