Pressan - 30.05.1991, Blaðsíða 25
25
LISTAPÓSTURINN
Ljóð 12
íslenskra
skálda gefin
út á dönsku
Út er komin hjá Fiskers For-
lag í Kaupmannahöfn bókin
Ung Islandsk Lyrik/Ljóð
ungraskálda. Bókin inniheld-
ur ljóð 12 íslenskra skálda
bæði í danskri þýðingu Guð-
rúnar S. Jakobsdóttur og á ís-
lensku. í bókinni eiga ljóð
þau: Sigfús Bjartmarsson.
Kristín Ómarsdóttir. Sjón,
Gyrðir Elíasson, Bragi Ólafs-
son, Elísabet Jökulsdóttir,
Sveinbjörn I. Baldvinsson,
Anton Helgi Jónsson, Linda
Vilhjálmsdóttir, Magnús
Gezzon, Margrét Lóa og ísak
Harðarson. Það er Tryggvi
Ólafsson myndlistarmaður
sem myndskreytir bókina.
✓
Islensk
samtímalist
sýnd í virtu
galleríi í Köln
,Djass, popp, diskó, allt er þetta i uppáhaldi hjá mér," segir Ellen Kristjánsdóttir.
Sýning á íslenskri samtima-
lisl verdur opnud í Kölnischer
Kunstverein í Köln þann 7.
júlí. Sýningin er hluti stœrra
verkefnis á vegum 70 virtra
sýningarsala þar sem œtlun-
in er ad sýna samtímalist frá
átján Evrópulöndum. Pad
þykir mikill lieidur fyrir Is-
lendinga ad hinn virti sýning-
arsalur Kölnischer Kunstve-
rein skuli hafa vaiid íslenska
myndlist en sá stadur hefur á
undanförnum árum verid í
fararbroddi þýskra sýningar-
sala.
Undanfarin ár hefur borgin
Köln einnig verið í forystu-
hlutverki og um leið mið-
punktur samtímalistar í Evr-
ópu. Val listamanna á sýning-
una var í höndum dr. Mari-
anne Stockenbrand forstöðu-
manns Kölnischer Kunstve-
rein en hún nýtur mikillar
virðingar fyrir ferskar og at-
hyglisverðar sýningar. Á sýn-
inguna völdust verk eftir
Finnboga Pétursson. Tuma
Magnússon. Rögnu Róberts-
dóttur. Önnu Guðjónsdóttur.
Hrein Friðfinnsson. Ingólf
Arnarson og Kristján Guð-
mundsson.
Hingað til hefur verið erfitt
fyrir íslenska myndlistar-
menn að komast inn með
sýningar á mikilvæga sýning-
arstaði í Þýskalandi og gæti
sýningin því haft afgerandi
áhrif á kvnningu íslenskrar
myndlistar í Þýskalandi og er
um leið hvetjandi fyrir ís-
lenskt myndlistarlíf þar sem
frumkvæðið kemur alfarið
frá Þjóðverjum sjálfum. Það
er Listasafn íslands sem ann-
aðist undirbúninginn af ís-
lands hálfu.
Djasshátíðin skapar
vissa vorstemmningu
..Mér finnst áhuginn fyrir
djassi vera mjög mikill en
blödin heföu mátt kom meira
til móts viö okkur í kynning-
arstarfi fyrir og um hátíðar-
dagana," sagöi Ellen Krist-
j ■nsdóttir söngkona ísamtali
viö Listapóstinn en djasshá-
tíöin RúRek er nú í fullum
gangi og hófust herlegheitin
á Hótel Borg síöastliöinn
sunnudag. Þá léku meöal
annars Ellen Kristjánsdóttir
og Flokkur mannsins hennar
vid góöar undirtektir.
..Djasshátíðin skapar vissa
vorstemmningu og mér þótti
mjög skemmtilegt að koma
fram með tveimur ólíkum
hljómsveitum á opnuninni á
sunnudaginn."
En líturöu fyrst og fremst á
þig sem djasssöngkonu?
,,Nei, ég hef mjög fjöl-
breytilegan tónlistarsmekk,
djass, popp, diskó, allt er þetta
í uppáhaldi hjá mér. Það sem
ég fæ út úr söngnum veltur
fyrst og fremst á hljóðfæra-
leikurunum og lagavalinu."
Hvaö er framundan hjá þér
í sumar?
..Við ætlum að reyna að
spila eitthvað áfram í sumar
þ.e. ég og Flokkur mannsins
míns. Það stendur einnig til
að fara út og spila í septem-
ber undir nafninu Point
Blank sem er nafn á sólóplötu
Friðriks Karlssonar. Við mun-
um þá kynna efni plötunnar.
Síðan ætla ég ásamt Flokki
mannsins míns í hljóðver og
taka upp efni. Mezzoforte
starfar síðan áfram öfugt við
það sem margir virðast halda
og þeir eru að fara að gefa út
— segir Ellen Kristjánsdóttir í spjalli um tónlistina og sjálfa sig
plötu."
Er söngkonustarfiö fullt
starf?
,,Já, sem dæmi um það þá
á ég dóttur sem er sex mán-
aða en ég byrjaði að syngja
aftur þegar hún var tveggja
vikna. Það er alltaf eitthvað
að gerast. Mig langar mest til
að taka mér frí núna fljótlega
og sinna þessum þremur
dætrum mínum."
Nú varstu búsett ásamt
Mezzoforte í London. Lagö-
iröu sönginn alveg á hilluna
þarm tíma?
,,Já við fórum allar eigin-
konur hljómsveitarmeðlim-
anna út með þeim. Það var
bara si svona ákveðið einn
dag og daginn eftir var pakk-
að niður í tösku. Við konurn-
ar bjuggum í mjög rólegu út-
hverfi en eiginmennirnir
voru ævinlega einhverstaðar
annarstaðar á þeytingi. Mér
leiddist í London og kunni
ekki þá að meta þessi róleg-
heit en horfi með söknuði til
þessa tíma núna. Ég var búin
að vera í mikilli lægð og var
ekki tilbúin til að fara að
syngja. Fyrir utan að ég söng
með hljómsveit sem ég
komst í tæri við gegnum aug-
lýsingu en það var ömurleg
og hallærisleg reynsla sem ég
vil helst gleyma. Ef ég hefði
verið lengur þarna úti er
hugsanlegt að ég hefði sótt
um í tónlistarskóla."
Hvarflaöi aldrei þér aö
leggja stund á klassískt söng-
nám?
,,Ég var í söngnámi hjá kín-
verskum prófessor við há-
skóla í San Francisco er ég
bjó þar hjá systur minni og
svo hef ég aðeins verið við-
loðandi það hérna heima
líka. Ég skal viðurkenna að
þegar ég heyri fallega sópr-
anrödd verð ég mjög hrifin.
Ég hlusta einfaldlega mjög lít-
ið á klassíska tónlist þó að
hún geti höfðað mjög mikið
til mín. Tæknin er hinsvegar
svo gerólík og mér finnst all-
ur þessi hljóðstyrkur oft
ónauðsynlegur af því að það
er búið að finna upp míkra-
fóninn," segir Ellen og glottir.
Finnst þér gróska í dœgur-
tónlist hérna heima?
,,Nei, mér finnst öllu heldur
mjög dauft yfir öllu og lítið
spennandi að gerast. Eg hef
kannski ekki verið nægilega
dugleg að sækja tónleika. Ég
hef að vísu sótt tónleika með
Sykurmolunum og mér finnst
þau alveg æðisleg. Svo er KK
með honum bróður mínum
alveg frábær hljómsveit," seg-
ir Ellen stolt.
Nú eruö þiö systkinin bæöi
viölodandi tónlist. Er þetta í
genunum eöa uppeldinu?
,,Ég hef aldrei hugsað það
þannig. Mamma hlustaði
mikið á tónlist og svo kannski
blundaði þetta í okkur."
Mig rámar í viötal viö þig í
Helgarpóstinum fyrir nokkr-
um árum. Þá komstu fram
meö svört sólgleraugu og
sagöist vera baráttuglaöur
kommúnisti?
,,Ha," segir Ellen eyðilögð á
svipinn. „Ég mundi kannski
ekki kalla mig kommúnista
en ég útiloka ekki að ég hafi
látið það flakka svona i hita
augnabliksins. En ég get sagt
þér það að ég er algerlega á
móti þessari ríkisstjórn. Hún
er algerlega óþolandi þessi
tilhneiging að þurfa alltaf að
skera niður hjá þeim sem
eiga minnst. Síðan finnst mér
húsnæðismálin fyrir neðan
allar hellur. Það kemur mér
alltaf undarlega fyrir sjónir
að ekki sé hægt að gera ráð
fyrir því að fólk geti leigt á
sanngjörnu verði. Svo finnst
mér illa búið að börnum í
þessu þjóðfélagi og þar koma
skólamálin fyrst upp í hug-
ann. Ég mundi vilja gera það
að tillögu minni að Ráðhúsið
verði flutt í Austurbæjarskól-
ann og börnin í Austurbæjar-
skólanum í nýja ráðhúsið.
Þeir sem hafa kynnt sér eitt-
hvað viðhald á Austurbæjar-
skóla ættu að skilja hvað ég á
við.“
Nú var útflutningur dœgur-
tónlistar eitt af áhugamálum
fyrrverandi menntamálaráð-
herra?
„Ef fólk hefur góða tónlist
fram að færa og vill koma
henni á framfæri í útlöndum
þá ætti það að ganga af eigin
rammleik. Annars er þetta
spilltur heimur og enginn leið
að sjá það algerlega fyrir. Það
er bara verst hvað það er mik-
ið af tónlistarsorpi í gangi.
Tónlist sem skýst upp á
stjörnuhimininn í dag en er
gleymd á morgun."
Eitthvaö aö lokum Ellen?
„Já, ég vil frið í heiminum.
Þau börn sem hafa upplifað
skelfingar stríðs ættu ekki að
þurfa að upplifa annað eins
aftur."
Fjórar heimsfrægar þungarokksveitir á útitónleikum í Kaplakrika í Hafnarfirdi
Stœrstu rokktónleikar sem
haldnir hafa veriö hérlendis
veröa í Kaplakrika þann 16'.
Iti.júní. Þar munu koma fram
fjórar erlendar hljómsveitir
og tvœr íslenskar.
Þungarokkhljómsveitirnar
sem koma fram eru Poison,
Slaughter, Quireboys. Hljóm-
sveitin GCD eru Bubbi Mort-
hens og Rúnar Júlíusson, þeir
íélagarnir hafa nýlega tekið
upp plötu saman og munu
fara í hringferð kringum
landiö í sumar og leika efni
hennar fyrir fólkið á lands-
byggðinni. Hljómsveitin Risa-
eðlan mun einnig skemmta
áhorfendum með sínum sér-
stæða söng, fyndni og hljóð-
færaslætti. Tónleikarnir sem
eru liður í dagskrá Listahátíð-
ar í Hafnarfirði eru að sjálf-
sögðu undir beru lofti, hefjast
á hádegi og standa fram á
rauða nótt.