Pressan - 30.05.1991, Blaðsíða 28
28
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. MAÍ 1991
„Það er ekkert vafamál að
þessir kraftakariar okkar í dag
eru sterkustu menn sem hafa
verið til á Islandi.“ — Þannig
hljómar dómur kraftasérfræð-
inga landsins. Merkustu afreks-
kaflar Kraftasögu íslands eru
skráðir í dag því eins og mað-
urinn sagði: Ef það er eitthvert
Grettistak til í dag sem Jón Páli
getur ekki lyft þá hefur enginn
maður í Islandssögunni lyft
því. — Þar hafið þið það!
En talandi um Grettistök —
hvað með Gretti? Grettir Ás-
mundsson þætti víst bara
sæmilega hraustlegur náungi í
dag en ekkert meir. Það er
með öllu óvíst að hann fengi
starf sem dyravörður á veit-
ingastað í Reykjavík nútímans.
En er hægt að fara svona með
hann Gretti? Hann sem var helsta
átrúnaðargoð íslendinga, kynslóð
fram af kynslóð. Hélt lífi í þjóðinni
ásamt sauðkindinni. Varla, en
staðreyndin er sú að landnáms-
menn voru ekki miklir á velii.
Menn komust á spjöld sögunnar ef
þeir voru þrjár álnir á hæð eða
181 sm í metrakerfi nútímans. Slík-
ir menn þóttu ,,ægilegir“ að burð-
um. Grettir er talinn hafa verið
rúmlega 170 sm á hæð — tæplega
20 sm minni en Jón Páll Sigmars-
son. Sömu örlög bíða annarra
kraftamanna Islendingasagnanna
— þeir verða léttvægir fundnir í
samanburðafræði nútímans. Orm-
ur „sterki“ Stórólfsson þætti þó
ágætlega sterkur í dag og sömu
sögu má sjálfsagt segja um þá
feðga Egil og Skallagrím. Kraftar
Skallagríms voru þó tæpast þessa
heims því það var berserkjaeðli í
honum. í dag yrði hann sjálfsagt
sendur í lyfjapróf!
Ein af fáum kraftahetjum seinni
tíma íslandssögunnar var einnig
Þorgeir Jónsson í Gufunesi var það
sem i dag er kallað kraftatappi. Þessi
mynd sýnir það glögglega þar sem
hann sviptir sér miklu stærri manni
Siguröi Greipssyni á loft. Atvikið er
líklega sett á svið af þeim félögum.
grunaður um krafta annars heims
og jafnvel galdra en það er Snorri
á Húsafelli sem iifði nánast alla
18. öldina. Snorri var þjóðsagna-
persóna í lifanda lífi og minningin
um krafta hans hefur varðveist —
meðal annars vegna Húsafells-
hellnanna sem hafa verið mann-
dómsraunir síðan Snorri var og
hét. Þyngsta hellan er 186 kg á
þyngd og valda ekki nema sterk-
ustu menn henni. Þyngri steinn er
á Laufási í Eyjafirði sem vegur
278 kíló og átti meira að segja Jón
Páll í vandræðum með hann.
SIRKUSKARLAR OG
GLÍMUMENN
Það er síðan ekki fyrr en þegar
kemur fram á 20. öldina sem fram
spretta ærlegir kraftamenn. Að
þeim kveður á tvennan hátt: Ann-
ars vegar fyrir sirkustilburði sem
helst eiga heima í útlöndum og
hins vegar sem glímumenn. Þetta
skaraðist auðvitað á margvíslegan
máta.
Jóhannes Jósefsson, oftast
kenndur við Borg, dvaldist lang-
dvölum erlendis og sýndi fang-
brögð. Hann varð frægur hér
heima í upphafi aldarinnar og
vann meðal annars íslandsbeltið
1907. Skömmu síðar sama ár tap-
aði hann hins vegar fyrir Hall-
grími Benediktssyni í Konungs-
glímunni á Þingvöllum. Síðar hélt
Jóhannes út í heim þar sem hann
sýndi fangbrögð í ætt við
grísk-rómverska glímu. Jóhannes
náði að keppa í þeirri grein á
Olympíuleikum 1908 en féll úr
keppni „vegna meiðslá* eins og
hefur orðið hlutskipti margra ís-
lenskra íþróttamanna síðan. ís-
lendingum þótti mikið til um
heimsfrægð Jóhannesar sem sagð-
ur var byggja „ ... hina frægu
sjálfsvörn sína á íslenskri glímu".
Einnig var Jóhannes með ýmis
brögð á sýningum sínum sem
voru lík því sem hinn bandaríski
Houdini framkvæmdi.
Eftir 20 ára sirkuslíf kom Jó-
hannes heim og byggði Hótel
Borg þar sem hann var meðal
annars orðlagður fyrir útkastara-
störf sín.
BAÐAÐI SIG í
SEUALANDSFOSSI
Annað heljarmenni sem einnig
var áberandi í glímunni var Sigur-
jón Pétursson á Álafossi. Sigur-
jón var ósigrandi í glímunni um
langt skeið og voru sagðar af hon-
um margar kraftasögur. Varð hann
meðal annars frægur fyrir að hafa
gert tilraun til að baða sig í Selja-
landsfossi.
Annar kappi úr Mosfellssveitinni
var Þorgeir Jónsson frá Gufu-
nesi. Þorgeir var smár en knár
kappi. Hann var áberandi í glímu-
keppnum upp úr 1920 og einnig
keppti hann í kringlukasti og kúlu-
varpi. Hann átti meðal annars í 15
ár Islandsmet í hinni óvenjulegu
íþróttagrein „kringlukast með báð-
um höndum". — Og eins og Jó-
hannes varð hann frægur fyrir út-
kastarastörf sín en hann henti
mönnum út af Bárunni.
Það er einmitt í ævisögu Þor-
geirs í Gufunesi sem við heyrum
af næstu kraftahetju íslendinga
Gunnari Salómonssyni. Þeir fé-
lagar hittust einhverju sinni og af
því að frásögnin er í ævisögu Þor-
geirs þá hafði hann að sjálfsögðu
betur í kraftakeppni þeirra í milli.
En Gunnar á sér óvenjulega
sögu. Hann náði nefnilega að gera
Torfi Ólafsson — stærstur og loðn-
astur — frægur fyrir Snickersát.
krafta sína að atvinnu. Hann ferð-
aðist um erlendis og var með
kraftasýningar undir heitunum
Úrsus eða Íslands-Björn. Hann
beygði járn, braut steina, reif síma-
skrá Kaupmannahafnar í fernt,
lyfti bílum, reif spilastokka, setti
höfuðið í dauðsmannssnöruna og
rak nagla í gegnum spítu með
höndunum einum.
Allt þetta byrjaði með því að
Gunnar fór í glímusýningarferð á
Ólympíuleikana í Berlín 1936 en á
þeim árum sendu íslendingar fjöl-
menna sveit glímumanna á alla
Ólympíuleika í von um að koma
glímunni inn sem keppnisgrein.
Gunnar snéri ekki aftur fyrr en 17
árum seinna og það þrátt fyrir að
hafa skilið eftir konu og sex börn
á íslandi.
íslendingar fylgdust alla tíð með
afreksverkum Gunnars úr róman-
tískri fjarlægð. Þá vakti ekki síður
ánægju meðal landans að Gunnar
bauð alltaf upp á rammíslenska
glímu í sýningum sínum. Dró
hann vanalega einhvern áhorf-
anda úr salnum upp á svið —
spennti glímubelti á hann og
skellti honum síðan í gólfið. Og
talandi um áhorfendur á sýning-
um hans þá má rifja upp atvik það
þegar Kristmann Guðmundsson
skáld birtist öllum á óvart upp á
sviðið á sýningu í Hveragerði og
lék það eftir kraftamanninum að
rífa símaskrá — væntanlega Kaup-
mannahafnar.
Gunnar var reyndar af frægri
kraftamannaætt því bræður hans
voru þeir Lárus Salómonsson og
Pétur Hoffmann Salómonsson.
Lárus var mikill glímumaður og
sömuleiðis sonur lians Ármann
Lárusson. Héldu sumir því Iram
að Lárus hefði verið mun sterkari
en Gunnar. Frægð Péturs Hoff-
manns var hins vegar annars eðlis
en hann háði fræga orrustu í Sels-
vör og gaf út minnispening og
póstkort um það í þeirri orrustu
taldi Pétur sig hafa drepið fjölda
manna en sagnfraeðingar hafa
ávallt þráast við að staðfesta það.
Kannski vegna þess að engar lög-
regluskýrslur eru til um atburðinn.
FRJÁLSÍÞRÓTTA-
HETJURNAR TAKA VIÐ
í lok sjötta áratugarins þegar
Gunnar féll frá voru komnar ann-
ars konar kraftahetjur. Kúluvarpar-
inn Gunnar Huseby var þá orð-
inn margfrægur enda tvöfaldur
Evrópumeistari. Gunnar var nátt-
úrubarn sem fyrst vakti athygli
fyrir hreysti þegar hann tók í heilu
hersveitirnar úr hernámsliði
bandamanna á stríðsárunum. Á
eftir honum komu aðrir kappar
eins og Guðmundur Hermanns-
son og ekki síst Hreinn Hall-
dórsson sem fékk viðurnefnið
„Strandamaðurinn sterki". Hreinn
komst í fremstu röð þó hann kast-
aði nánast á kröftunum einum.
Síðan hafa kraftagreinar frjálsra
íþrótta, kastgreinarnar, nánast ver-
ið eins og þjóðaríþróttir íslend-
inga.
Á þessum árum var farið að
togna úr íslendingum og er til
þess tekið að meðalhæð íslend-
inga hækkaði um eina 5 sm á ár-
unum 1920 til 1955. Um ieið hefur
þyngd okkar sterkustu manna
aukist sem birtist meðal annars í
því að þyngdarflokkum hefur
fjölgað.
Á sjöunda áratugnum fara síðan
að koma fram kraftamenn sem
þjálfuðu sig með aðstoð lyftinga.
Þar fóru í fararbroddi menn eins
og Óskar Sigurpálsson, Guð-
mundur Sigurðsson, Friðrik
Jósepsson og Gústaf Agnars-
son. — Og lyftingamenn settu
„Ég hef ekki tapað i krók en ég veit auðvitað ekki hvernig myndi fara í viður-
eign við þá Jón Pál, Hjalta og Magnús," sagði Njáll Torfason sem meðal annars
hefur unnið sér til frægðar að draga fjóra Skóda með þessum putta. Vest-
fjarðaskelfirinn var viðurnefni Njáls sem hefur reynt fyrir sér sem krafta-
skemmtikraftur og rífur þá gjarnan símaskrár og lætur brjóta steina á magan-
um á sér. Fyrir ættfræðinga má geta þess að Njáll er sonur Torfa Bryngeirsson-
ar stangastökkvara.