Pressan - 30.05.1991, Side 8
8
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. MAl' 1991
Fjárfestingarfélag íslands heyr nú harða baráttu við
erfiða drauga úr fortíðinni. Ýmis áföll undanfarinna ára
flækjast fyrir félaginu og ber þar hæst 117 milljóna króna
tap á árinu 1989, að núvirði, vegna afskrifta hlutabréfa
og viðskiptabréfa í Vogalaxi. Á síðasta ári voru 15 millj-
ónir til viðbótar afskrifaðar vegna Vogalax.
Nýverið féll síðan undirréttardómur þess efnis að félag-
inu bæri að standa við sjálfskuldarábyrgð frá 1987 vegna
lána Framkvæmdasjóðs til Vogalax. Að óbreyttu þýðir
dómur þessi að félagið þurfi að greiða sjóðnum um 23
milljónir króna. Félagið hefur áfrýjað dómnum en ef mál-
ið tapast í hæstarétti hefur félagið tapað alls að núvirði
um 155 milljónum króna á Vogalaxi.
Arsreikningar Fjárfestingarfé-
lagsins 1985 til 1990 tala sínu máli
um reynsluna af |)áttt()ku í áhættu-
verkefnum. 1985 var tap ársins um
34 milljónir að núvirði. Fyrirtækið
afskrifaði áhættufé og kröfur upp á
um 25 milljónir króna vegna stofn-
unar fyrirtækisins Vogunar hf. Þar
fóru í vaskinn tilraunir til að endur-
reisa trésmiðjuna Víði. Næstu tvö ár
komu út með óverulegum hagnaöi
en hagnaður af reglulegri starfsemi
1988 varð um 24 milljónir.
65 MILUÓNA TAP Á 6 ÁRUM
Með því að sjálfur reksturinn 1989
skilaði núlli og að hátt í 120 milljónir
króna að núvirði í hlutabréfum og
viöskiptabréfum í Vogalaxi voru af-
skrifaðar kom árið út með tapi sem
nam yfir 50 prósent af veltu fyrir-
tækisins. Um leið lækkaði eigið fé
fyrirtækisins að núvirði úr 274 í 148
milljónir eða um 126 milljónir
króna.
I lok ársins 1989 hætti Gunnar
Helgi Hálfdánarson hjá fyrirtækinu
og við starfi hans tók Fridrik Jó-
hannsson. Á árinu 1990 vænkaðist
hagur fyrirtækisins talsvert sam-
kvæmt ársreikningi. Skammtíma-
skuldir drógust saman, verðbréfa-
sala jókst og launaútgjöld stóðu í
stað. Fjármagnstekjur voru vel um-
fram fjármagnsgjöld og loks juku
eigendur fyrirtækisins hlutafé þess
um 60 milljónir króna. Þó þurfti að
afskrifa enn 13 milljónir króna
vegna Vogalax og í heild yfir 15
milljónir króna. Á móti kom að fyr-
irtækið seldi eignir fyrir samtals 15
milljónir og á endanum kom árið út
með um 34 milljón króna hagnaði.
Þegar þessi sex ár eru reiknuö
saman hefur orðið alls um 75 millj-
ón króna hagnaður af reglulegri
starfsemi. En vegna afskrifaðra
áhættufjármuna og viðskiptakrafna
er raunveruleg útkoma hins vegar
um 65 milljóna króna tap.
23 MILLJÓNA REIKNINGUR
FRÁ FRAMKVÆMDASJÓÐI
Aftarlega í ársreikningi Fjárfest-
ingarfélagsins fyrir síðasta ár var að
finna stuttan kafla um ábyrgðir:
,,Á árinu 1987 samþykkti stjórn
Fjárfestingarfélags fslands að félag-
ið gengi í sjálfskuldarábyrgð vegna
lánafyrirgreiðslu Framkvæmda-
sjóðs til Vogalax hf. í árslok 1990
nam fyrirgreiðslan 19,8 milljónum
króna. Framkvæmdasjóður hefur
höfðað mál gegn félaginu fyrir bæj-
arþingi Reykjavíkur til greiðslu
skuldarinnar. Lögmenn og stjórn
Fjárfestingarfélags íslands telja að
ábyrgðin sé úr gildi fallin, þar sem
umrædd ábyrgðaryfirlýsing hafi
verið bundin ákveðnum lausnarskil-
yrðum og að hún félli niður þegar
framkvæmdum við fiskeldisstöð
Vogalax hf. lyki og nýtt mat um veð-
hæfni eigna Vogalax hf. lægi fyrir."
Dómur féll nýverið í máli þessu
Framkvæmdasjóði í vil. Samkvæmt
dómnum skal félagið greiða Fram-
kvæmdasjóði um 23 milljónir
króna. Við slíkt una núverandi
stjórnendur ekki og hafa áfrýjað
málinu.
Mál Framkvæmdasjóðs gegn fé-
laginu ber með sér að þótt félagið
hafi verið langstærsti eigandi Voga-
lax hafi ríkt sambandsleysi milli
stjórnenda fyrirtækjanna, þótt fé-
lagið ætti tvo menn í stjórn Vogalax,
Hörð Jónsson og GunnarJ. Friðriks-
son.
VÉLRITUÐ EN
ÓUNDIRRITUÐ VIÐBÓT
Af texta ábyrgðaryfirlýsingarinn-
ar frá 30. júní 1987 má ráða að
ábyrgðin hafi átt að falla úr gildi
þegar framkvæmdum við stöðina
lyki þá um haustið og nýtt mat um
fullnægjandi veðhæfni lægi fyrir. En
málin þróuðust á óvæntan hátt sam-
kvæmt dómnum.
í september 1987 gaf stjórn Voga-
lax út nýtt skuldabréf til Fram-
kvæmdasjóðs og undirrituðu skjalið
stjórnarmenn Vogalax og Gunnar
MEÐ VEÐ í TÍVÓLÍINU
Tívóliið i Hverageröi. Fjárfestingarfélagið keypti bréf af Sigurði Kárasyni og
rukkar Ólaf Ragnarsson nú um 40 til 45 milljónir króna. Máliö situr fast fyrir
dómstólum.
/ fimm ár liefur Fjárfestingurfé-
higið leitast við að rukka Olaf
Ragnarsson lögfneðing, eiganda
tívólísins í Hveragerði um afhorg-
anir og vexti af skuldabréfum.
sem upphaflega voru í liöndum
fyrri eiganda tívólísins. Siguröar
Kárasonar. Tilraunir til samninga
hafu mistekist. Krafa í þrotalni
rekstraraðila típölísins, Skemmti-
garðsins hf, er vonlaus þar sem
fyrirtœkið er eignulaust. Krafa um
nauðungarsölu á fasteign tívólís-
ins, sem er í persónulegri eigu Ol-
afs, hefur setið föst fyrir dómstól-
um í nokkur ár. Fjárfestingarfé-
lagið leitast í máli þessu við að
innheimta 40 til 45 miUjónir
króna.
1985 voru gefin út 13 skuldabréf
á 1 milljón hvert þar sem Sigurður
er skuldareigandi en fyrirtæki
hans Skemmtigarðurinn sf. greið-
andi. Bréf þessi voru með veði í
tækjum og lóð tívólísins. Bréfin
keypti Fárfestingarfélagiö síöan af
Siguröi. Siguröurseldi Olafi Ragn-
arssyni lögfræðingi tívólíið, en af
einhverjum ástæðum mun Úlafur
hafa komið af fjöllum þegar bréf
þessi komu uþpá yfirboröiö. Hann
liafði hins vegar ráðist í að byggja
hús yfir lóðina og til að geta opnaö
nýjan skemmtigarö í fasteigninni
sá hann sig knúinn til að taka á sig
skuldbindingar vegna bréfanna.
Dæmið gekk ekki upp hjá Olafi
og í júlí 1988 var fyrirtæki hans,
Skemmtigarðurinn hf., tekiö til
gjaldþrotaskipta. Kröfur í búið eru
alls að núvirði um 220 milljónir.
Námu kröfur Fjárfestingarfélags-
ins 28,5 milljónum eða um 42
milljónum að núvirði.
Auk gjaldþrots krafðist félagið
þess áður að fasteignin á lóðinni
yrði seld á nauðungaruppboði.
Þaö flækir málið að Jóðin og fast-
eignin eru skráð á Ólaf persónu-
lega. Engu aö síður mun hafa ver-
ið gert einhvers konar samkomu-
lag sem fól í sér að veðin áður-
nefndu færðust yfir á fasteign Ol-
afs.
Annað og síðara nauðungar-
uppboð á eignumOlafs átti að fara
fram í ágúst 1988. en vegna mót-
mæla Ólafs var ákveðið að reka
sérstakt uppboðsréttarmál. í mál-
inu benti Olafur m.a. á að fasteign-
in geti ekki falliö undir uppboðs-
andlagið, því þegar skuldabréfin
komu til voru engar fyrirætlanir
uppi um að byggjaá lóðinni og síst
af öllu aö byggt yrði yfir hana alla.
Og að kaup Fjárfestingarfélagsins
á umræddum bréfum séu refsi-
verð, þar sem meöþeim hafi verið
brotin okurlög frá 1960.
Dómari í uppboðsrétti á Selfossi.
Þorgeir Ingi Njálsson. úrskurðaði í
september 1988 gegn Ólafi og þar
með að uppboðið skyldi fara fram.
Ólafur áfrýjaði niðurstöðu upp-
boðsréttarins til hæstaréttar. Þar
hefur málið ekki verið tekið fyrir.
Fasteignin er metin á alls 83 millj-
ónir en krafa félagsins er 40—45
milljónir króna. í bókhaldi þess er
krafan hins vegar bókfærð á 18
milljónir að sögn forstjóra félags-
ins.