Pressan - 25.07.1991, Blaðsíða 4

Pressan - 25.07.1991, Blaðsíða 4
4 PRESSAN - FERÐABLAÐ KORTAVERSLUN LANDMÆUNGA ÍSLANDS LAUGAVEGI 178 * SÍMI: 680 999 LUMAR ÞU A GÖMLUM KORTUM ? Gömul korl gela verið skemmtilegir safngripir, en að sama skapi slæmir ferðafélagar. Ný korl tryggja örtlggl og órangursríkl ferðalag. Landmælingar íslands bjóða öll nýjustu kortin aflandinu, auk heimskorla og innrammaðra korta fyrir skrifstofur og heimili. Atlavík AFTUR ÚTI- SKEMMTUN Frá því 1988 hefurekki verið hald- in formleg útihátið í Atlavík, þar sem á árum áður voru fjölsóttustu útihá- tíðir Verslunarmannahelgarinnar. En nú hefur orðið breyting á, Ungmenna og íþróttasamband Austurlands efnir til veglegrar hátíðar að þessu sinni. Jónas Jóhannsson framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir að nauðsynlegt hafi verið að hvíla svæðið en nú eigi að fara af stað aftur. „Þetta er hátíð sem ætluð er sem breiðustum hópi. Þama verða fimm hljómsveitir þær Sue Ellen, Ýmsir flytjendur, Berg- mál, Stemmning, og Itrekun sem all- ar leika fyrir dansi. Þá verða haldnir hljómleikar, valin verður Ungfrú Atlavík, svo verður söngvarakeppni og tendraður verður varðeldur," sagði Jónas. Þá munu koma fram Héraðsvísna- vinir, haldin verður danssýning og fleira eftir því sem ástæður og veður leyfir. Jónas segir að þeir séu ekki að stefna að stórhátíð þeir yrðu ánægðir með 2000 gesti og skemmtikraftamir séu allt heimafólk. Ekki þarf að fjöl- yrða um náttúrufegurðina í Atlavík og varla er hægt að hugsa sér yndis- legri stað en skóginn í góðu veðri. Ýmsir frægir gestir hafa heimsótt hátíðimar í Atlavík og frægastur allra er væntanlega bítilinn Ringo Starr sem skemmti þar fyrir nokkrum ár- um. Vestmannaevjar GÖMUL OG GRÓIN HÁTÍÐ Að venju verður haldin mikil hátíð í Vestmannaeyjum um þessa verslun- armannahelgi, sjálf þjóðhátíð Eyja- skeggja. Knattspymufélagið Týr stendur fyrir hátíðinni að þessu sinni. Heimamenn gera ráð fyrir að allt að 10 þúsund gestir komi á hátíðina sem haldin hefur verið nánast sam- fellt fráárinu 1901. Að þessu sinni verður notað nýtt svið og nýjar búðir sem íþróttafélög- in Týr og Þór eiga í sameiningu. Meðal þeirra sem sjá munu um skemmtiatriðin á þjóðhátíðinni verða Þorgeir Andrésson óperusöngvari og Jónas Ingibergsson píanóleikari. Hljómsveitimar E1 Puerco, Ennisrak- aðir, Mömmustrákar, Mórall, Ný dönsk, G.C.D., Hljómsveit Geir- mundar Valtýssonar og Ríó tríó koma fram. Þá skemmta þeir Eyjólf- ur Kristjánsson, Ómar Ragnarsson, Sverrir Stormsker, Bubbi Morthens og Jóhannes Kristjánsson eftirherma. Þá má nefna að þeir eyjamenn bjóða upp á bjargsig, kvöldvökur, flugeldasýningu og varðeld. Hátíðin verður formlega sett á föstudags- kvöldið og verður stanslaus dagskrá fram á mánudagsmorgun. Að sögn heimamanna er hápunktur hátíðar- innar jafnan á sunnudagskvöldið í brekkusöngnum þegar þúsundir manna taka saman lagið svo ómar um allar eyjamar. Galtalækur SKEMMTUN ÁN ÁFENGIS Ungtemplarar standa um Verslun- armannahelgina fyrir bindindismóti í Galtalæk í 31. skipti. Dagskráin er sérstaklega sniðin að þörfum og ósk- um fjölskyldunnar og mótshaldarar segja að allt kapp verði lagt á að há- tíðin fari fram án þess að áfengi sé haft við hönd. Meðal skemmtikrafta á hátíðinni verða hljómsveit Ingimars Eydal, sem leikur fyrir dansi auk þess sem hljómsveitin sér um Galtalæ- kjarkeppnina sem er söngvakeppni yngri mótsgesta. Aðrar hljómsveitir eru Busamir frá Stykkishólmi. Soro- cide. Sjáumst í Sundi, og hljómsveit- in Timburmenn mun sérstaklega skemmta yngstu kynslóðinni. Þá vera til viðbótar tvær unglingahljómsveit- ir sem halda munu tónleika. Þeir Spaugstofumenn munu koma á svæðið og skemmta á tveim kvöld- vökum auk þess að sjá um bama- skemmtun á sunnudeginum. Þá koma á mótið Bjössi bolla og Trúðurinn snargeggaði. margverðlaunaðir dans- arar frá dansskóla Jóns Péturs og Klöru og sönghópurinn Raddbandið. Ökuleikni er á dagskrá og hjólreiða- keppni Bindjndisfél. ökumanna, rat- leikur í umsjá Magnúsar Ólafssonar,

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.