Pressan - 25.07.1991, Blaðsíða 15

Pressan - 25.07.1991, Blaðsíða 15
PRCSSAN - FERDABLAÐ 15 Mývatnssvæðið Eínstök fegurð MÝVATN er óumdeilanlega ein af perlum landsins, og þangað flykkjast ferðamenn sumar hvert. Að jafnaði er sumarblíðan hvergi meiri en einmitt á Norðausturlandi og kannski allra mest við Mývatn. Hér leikur náttúran sannarlega á als oddi. Það sem af er sumri hafa sunn- lendingar að vísu fengið besta veðr- ið. en ekki kæmi á óvart að ágúst yrði Mývetningum hagstæður mán- uður. Mývetningar eru engir nýgræð- ingar í að taka á móti gestum. Sá „iðnaður“ hefur verið stundað- ur um áratugi í Reykjahlfð, og Hótel Reynihlíð var á tímabili stærst hót- ela á Norðurlandi. En þama er ekkert að vanbúnaði fyrir ferðafólk í gistimálum, og margir munu freista þess að tjalda, ef veður er gott. Annars er hægt að fá heimagistingu eða svefnpoka- pláss. Og á staðnum er góð sundlaug sem ferðamenn munu ugglaust nýta sér vel. Gróðurfar, fuglalíf og stórbrotin verk jarðelda fyrri tíma og vatnið sjálft með því mikla dýralffí sem þar er. Allt styður þetta að því að gera Mývatn ógleymanlegan ferða- mannastað. Á Mývatni er í raun svo margt að skoða að þar má dvelja dögum sam- an og stöðugt má skoða eitthvað nýtt og spennandi. Ferðaskrifstofur á staðnum bjóða ferðir á alla áhugaverða staði með góðri leiðsögn. Einnig er boðið upp á lengri ferðir, t.d. í Herðubreiðar- lindir og að Öskju. Meðal staða við Mývatn sem menn ættu að skoða vel eru Dimmu- borgir, einskonar höggmyndagarður sjálfrar náttúrunnar, þær urðu til í gosi fyrir 2000 árum. Amarbæli er sérkennilegur gervigígur, sömuleið- is Lúdent (eina íslenska orðið sem rímar á móti stúdent), en Lúdent er hringlaga gígskál austur af vatninu. Eldhraun rann 1729 í miklum um- brotum á svæðinu og færðu á kaf þijá bæi. Sauðahellir er steinsnar frá Reykja- hlíðarhverfinu, skoðunarverður staður. Og Höfði er afar sérkenni- legur hrauntangi, þar sem Héðinn heitinn Valdimarsson fyrrum forseti ASI og forstjóri Olíuverslunar ís- lands reisti sér sumarbústað, en gróður f því landi er með því mikil- fenglegasta sem sjá má hér á landi, að hluta til verk fyrri íbúa. Höfði er eigu sveitarfélagsins og er almenn- ingsgarður, ef frá er talinn sumarbú- staðurinn og lóð tilheyrandi honum. Við Mývatn er talsverð byggð og þar er iðnaður, m.a. hin fræga kísilg- úrverksmiðja sem vinnur efni úr þörungagróðri sem er á botni vatnis- ins. Unnið efnið er flutt til margra landa f 50 kílóa sekkjum, og er það notað til að sía ýmsa vökva, þar á meðal margar frægar bjórtegundir. Skammt frá fríývatni er Kröflu- virkjun sú fræga, og án efa munu ferðalangar skoða stöðvarhúsið að utan. GOÐAFOSS ÁSBYRGI ALDEYJARFOSS DETTIFOSS Veríö velkomin á félagssvæði okkar, sem býöur upp á marga fegurstu staði landsins Við bjóðum þjónustu okkar á HÚSAVÍK í: K.Þ. Matbæ (matvöruverslun) K.Þ. Miðbæ (fatnaður - ferðavörur - íþróttavörur o.fl.) K.Þ. Smiðjunni (vélavarahlutir - byggingavörur - verkfæri o.fl.) Söluskálanum Naustagili (matur - drykkur o.fl. o.fl.) í útibúum að: Fosshól við Goðafoss - Laugum, Reykjadal - Reykjahlíð við Mývatn - Ásbyrgi og Kópaskeri, sem öll veita ferðamönnum margvíslega þjónustu. ESSO þjónusta. KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.