Pressan - 25.07.1991, Blaðsíða 11
PRESSAN - FERDABLAÐ
11
Sparí'
dagar
og
heílsU'
teiti
- skemmtilegar nýjungar
framundan hjá Hótel Ork
í Hveragerði
Hótel Örk í Hveragerði er í dag
rekið af mikilli fyrirhyggju - kannski
talsvert meiri en gerist og gengur
með fyrirtæki á íslandi. Ferðablaðið
hafði samband við Ingu Bimu Dun-
gal, markaðsstjóra Hótel Arkar og
spurði hana hvað væri á döfinni. I
ljós kom að hjá Hótelinu er löngu far-
ið að huga að atburðum næsta vetrar.
Sumarið hefur gengið með ágætum,
og senn líður að hausti og færri ferða-
mönnum. Dagskrá hótelsins í haust
og næsta vetur er fullmótuð - og sér-
lega skemmtileg. Hótelinu hefur tek-
ist að búa til aðlaðandi möguleika
fyrir þá sem vilja losna við spennu og
streitu um miðjan vetur, jafnvel
aukakílóin, og það án þess að að
þurfa að kosta mjög miklu til.
En lítum aðeins á það sem nú er
framundan á Hótel Örk. Án efa verð-
ur þar eitthvað við flestra hæfi. Takið
eftir að verðlag er allt að færast í „út-
lent horf‘, reyndar kosta hótelin hér á
landi minna en samsvarandi hótel í
nágrannalöndum okkar.
Sparidagar í miðri viku í Hótel
Örk verða haldnir svokallaðir Spari-
dagar í miðri viku frá 18. nóvember,
og síðan aftur allan marsmánuð.
Þrautreyndur ferðagarpur og eld-
klár gleðskaparmaður úr Kerlinga-
fjöllum, Sigurður Guðmundsson, sér
um að engum leiðist. Fyrir fjórar
gistinætur, morgunmat, kvöldverð og
fjölbreytta dagskrá, kvöldvökur og
dans auk göngu- og kynnisferða
borga hópar rétt um 12 þúsund krón-
ur, sem er hreint ekki hátt gjald.
Hátíðleg um jólin Fyrst hótela ætl-
ar Örkin að bjóða upp á jól á íslensku
hóteli, .e.a.s. boðið er upp á sérstaka
5 og 10 daga jólapakka fyrir þá sem
gjaman vilja dvelja í góðum félags-
skap yfir hátíðamar. Margir em ein-
mana og vilja án efa hitta fyrir annað
fólk. Jafnvel þótt svo sé ekki, þá vilja
margir losna við ,.umstangið“ af jóla-
haldinu. en láta dekra við sig í stað-
inn.
Boðið verður upp á vandaða há-
tíðadagskrá. Hópar fá stærri pakkann
á 27.400 krónur og þann minni á
13.200. einstaklingar borga lítið eitt
meira.
Heilsuteiti eftir jólin Eftir allar
jólasteikumar munu landsmenn
margir hverjir hafa gott af svolítilli
heilsudagskrá. Hótel Örk mun þá
bjóða til Heilsuteitis, eins og það er
kailað. Þar verður boðið upp á 3, 5 og
7 daga námskeið á vægu verði. Axel
Guðmundsson frá Grönn. mun kenna
fólki að takast á við hina hvimleiðu
matarfíkn.
Námskeið hans hafa tekist frábær-
lega vel síðustu tvö árin.
Námskeiðin heita „Aldrei aftur
megmn!“ og gagnast reyndar öllum
þeim sem vijja hyggja að hollustu-
samlegu mataræði. Þá mun Björg
Ólínudóttir. slökunarkennari. leið-
beina fólki um hreyfingu og slökun.
An efa mun hennar þáttur verða þátt-
takendum til mikilla bóta um langa
framtíð. Þá verður að sjáifsögðu al-
menn líkamsþjálfun á dagskrá.
starfsfólk frá Gym ‘80 sér um þá hlið
mála. létta líkamsþjálfun og líkams-
rækt með tækjum.
V’