Pressan - 25.07.1991, Blaðsíða 12
12
PRESSAN - FERÐABLAÐ
Akranes og Borgarnes
Ástæðulaust að þeysa hjá garði
- vinalegir bæir sem hafa upp á ýmislegt að bjóða
Vesturland státar af ótalmörgum
skemmtilegum ferðamannastöð- um
og er reyndar eftirsótt sem slíkt. í
þessum fjórðungi eru nokkrir þéttbýl-
isstaðir þar sem gott er að koma, og í
sveitunum er víða falleg náttúra,
blómlegar sveitir, og góð ferða-
mannaþjón- usta, sem byrjað var að
þróa fyrir ekki svo löngu síðan, en
lofar góðu.
Akranes er handan flóans, aðeins í
20 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík,
en sé farið eftir bílveginum eru það
90 km. Eyjólfur sundkappi lék sér að
því á árum áður að synda milli bæj-
anna í ísköldum sjó og sterkum
straumum. Venjulegi farkosturinn á
þessari leið er þó Akraborgin sem
rennur skeiðið á sléttri klukkustundu.
Akranes er fádæma frægur knatt-
spymumannaog fiskimannabær, fríð-
ur kaupstaður á seinni árum og hefur
upp á sitthvað að bjóða ferðamönn-
um, þannig að óþarft er að aka
rakleiðis gegnum bæinn til annarra
staða.
Boðið er upp á skoðunarferðir á
Skaganum, farið er um bæinn og sagt
frá helstu byggingum, sögu staðarins
og hraðfrystihús heimsótt (ekki nánd-
ar nærri allir íslendingar' bafa komið
inn f hraðfrystihús!). Skemmtilegt
sögusafn bæjarins er skoðað. Þar er
m.a. hægt að sjá gömul ástabréf íbúa
fyrri tíma, skrautlegar dósir neftób-
akskarlanna, veiðiáhöld og þarna er
líka forláta Ford-bfll af T-módeli frá
1921. Og þama er síðast en ekki síst
Kútter Haraldur, byggður 1885 í
Englandi.
A Akranesi er boðið upp á báts-
ferðir hjá ferðaskrifstofu bæjarins,
Skagaferðum. Þar er Hótel Akranes
með franskan matsvein í sinni þjón-
ustu, einnig er Sumarhótelið Ósk
starfandi í sumar.
Borgarnes, bær Skallagríms á
Borg, er ævinlega snyrtilegur og
skemmtilegur að heimsækja. mikill
verslunarstaður með langa og merka
sögu. Það er eins á komið með Borg-
ames og fleiri ágæta staði, ferðafólk á
þar leið um en dokar ekki við til að
skoða staðinn og ágæti hans.
Við mælum með því að ferðafólk
skoði Skallagrímsgarð. Þar hét áður
Skallagrímsdalur og segir sagan að
þar hafi Skallagrímur verið heygður
með hesti sínum, vopmum og smíða-
tólum. Þar heygði Egill Skallagríms-
son einnig son sinn, Böðvar, sem
dmkknaði á Breiðafirði og varð dauði
hans tilefni þess að Egill rokti
Sonatorrek. 1 hinum fallega garði sem
senn er 60 ára gamall, er haugurinn
frægi.
í Borgamesi er ágæt útsýnisskífa,
sem gaman er að skoða, og þar er
byggðasafn og gott hótel þar sem
margir kjósa að gista eða njóta góðra
veitinga.
Borgames er miðpunkturinn í
blómlegu landbúnaðarhéraði og upp-
lögðum ferðamannaslóðum, enda em
Borgarfjarðardalir tilefni til langrar
viðdvalar hjá fjölmörgum ferða-
mönnum. Nú nýlega sýndu Borgnes-
ingar hvað í þeim býr í ferðamálum
og það svo um munaði. Þeir opnuðu
langfullkomnustu ferðamannaþjón-
ustu landsins við nyrðri brúarsporð-
inn á Borgarfjarðarbrú. HYRNAN er
geysilega vandaður ferðamannastað-
ur, þar fá menn nánast allt, sem þeir
þarfnast á ferðalaginu, fyrir bflinn og
sjálfan sig. Þar er meira að segja
sparisjóðsþjónusta, fullkomin kjör-
búð, landsins mesta úrval af góðum
ís, auk grillsteika, skyndibita og fl.
Austfirðir
Elstu
jarðmyndanír
landsíns
og þar er oft að fá besta sumarveðrið
Án efa munu margir landsmenn
halda til Austfjarða um helgina, ekki
síst ef veðurfræðingar lofa góður
veðri. Takið eftir að fjallgarðar Aust-
fjarða, frá Vopnafirði í norðri til
Homafjarðar í suðri, eiga það sam-
eiginlegt frá jarðfræðilegu sjónarmiði
að teljast til elstu jarðmyndana ís-
lands og eru hliðstæða mikils hluta
Vestfjarða. Austfirðir em að miklum
hluta til úr hörðu og góðu blágrýti,
sem hlaðist hefur upp í tfmanna rás
og myndað þykkan stafla jarðlaga. Á
AustQörðum telja vfsindamenn að
ekki sé lengur um eldvirkni að ræða.
Samkvæmt landrekskenningunni hef-
ur þetta svæði rekið til austurs frá
hinu virka jarðeldabelti.
Um fjöll og fimindi Austfjarða
þykir nokkuð hrikalegt að aka, sum-
um er um og ó, aðrir hafa gaman af.
Þau em sannarlega rismikil fjöllin,
800 til 1200 metra há. aðskilin af
djúpum dölum og fjörðum, landslag
sem jöklar síðasta ísaldarskeiðs
skópu. Af þessum er Reyðarfjörður
mestur fjarðanna, en inn í hann norð-
anverðan skerst Eskifjörður.
Elstu jarðlög Austfjarða em við
Gerpi, skammt norðan við mynni
Reyðarfjarðar, við austasta odda
landsins. Aldur þessara jarðlaga er
talinn vera 13 milljónir ára.
Hið gamla berg Austfjarða býður
upp á ýmislegt óvænt.
Steinar þar em með öðm og skraut-
legra móti en víðast hvar ger- ist hér á
landi. Mjög víða á fjörðunum finnast
svokallaðir geislasteinar í blágrýtinu,
en Teigarhom við Bemfjörð er þekkt-
asti fundarstaður slíkra kristalla hér á
landi. Austfirskir steinar geta verið
með ýmsu móti, margir afar fallegir,
og má skoða þá m.a. í Steinagarði
Petm Sveinsdóttur í Sunnuhlíð á
Stöðvarfirði.
Fjallakaffi á Hólsfjöllum
Strandir
HRIKALEG
FJALLASÝN
Strandaskoðun er einn af áhuga-
verðu möguleikunum fyrir ferða-
fólk, sérstaklega þá sem heillast af
hrikalegum fjöllum. Af þeim er nóg
norðarlega á Ströndunum. Frá
Hrútafjarðarbotni er landslagið
fremur rólegt, lágir ásar og fjöll. en
norðan Hólma- vfkur og allt norður
í Ingólfsfjörð er landslagið stórskor-
ið og hrikalegt. og gerist ekki öllu
tilkomumeira á landi hér.
Vegir norður að Eyri við Ingólfs-
fjörð em yfirleitt heldur slakir, en
Strandavegur að sunnanverðu og til
Hólmavíkur oftast með miklum
ágætum og fara batnandi ár frá ári.
Á Ströndum hefur talsvert verið
gert til að taka almennilega á móti
ferðamönnum. í Djúpuvík, þar sem
Hrafn Gunnlaugsson tók hina
meistaralegu kvikmynd sína, Blóð-
rautt sólarlag. er nú starfrækt hótel -
meira að segja allan ársins hring.
Það verður ekki annað sact en að
þar er skemmtilega staðið að verki
hjáungum hótelhöldumm staðarins.
Þeim var ekki spáð góðu í byrjun.
en vel hefur ræst úr hjá þeim.
Djúpavík er líka skemmtilega
draugalegt þorp. minningar liðinna
stórveldisára em þar á hverju strái. -
en sjómenn hafa þama sumardvöl
og róa á miðin og koma inn með
þann gráa undir kvöld og landa við
bryggjumar.