Pressan - 28.01.1993, Qupperneq 2
2
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. JANÚAR 1993
U N D I R
Ö X I N N I
A! hverju
viltu ekki
hitta
Zuroff,
Þorsteinn?
„Hann fær viðtal við skrifstofu-
stjóra í dómsmálaráðuneytinu."
Telurðu það nóg?
„Ég tel það, fullkomlega, að
sjálfsögðu."
Er ekki málið þess eðlis, svo al-
varlegt, að ráðherra þurfi að
sinna þvt?
„Ég veit ekki hvert erindi hans
er. Það kemur (Ijós þegar hann
hefur átt þessar viðræður við
skrifstofustjórann."
Hann hefur svo sem úttalað sig
um það.
„Hann hefurengin gögn sent
eða annað og því er ekkert til-
efni til að hafa annan hátt á.
Þetta er mjög óvenjulegt, en
gögnin verða skoðuð og það
sem hann hefur fram að færa
með venjulegum hætti."
Gæti komið til greina að hitta
hann á síðari stigum?
„Það fer eftir því hvert erindi
hans er og hvað hann er að
leggja á borð fýrir ráðuneytið.
Það vitum við ekki enn."
Ráðherrar í öðrum löndum, svo
sem Bretlandi, Ástralíu, Eist-
landi og Litháen, hafa tekið á
móti honum í svipuðum mál-
um.
„Það getur vel verið. Þetta fer
allt eftir því hvert erindi hans er,
sem kemur (Ijós þegar hann
hefur átt þessar viðræður við
skrifstofustjórann."
Hefurðu einhverju að tapa?
„Nei, en ég skil heldur ekki
hvaða mál það er. Hann fær
viðræður við skrifstofustjórann í
ráðuneytinu og ég veit ekki
hvaða sjónarmið þetta er. Mér
vitanlega hefur hann heldur
ekki kvartað yfir því."
Mér skilst að hann hafi boðist til
að framlengja dvöl sina ef það
mætti verða til þess að þú sæir
þér fært að hitta hann.
„Það er auðvitað hans mál. Við
skoðum gögnin þegar þau
hafa verið lögð fram."
Hefur þetta verið rætt f ríkis-
stjórn?
„Nei."
Forsætis- og dómsmálaráðherrar
hafa neitað að hitta að máli Efr-
aim Zuroff, forstjóra Wiesenthal-
stofnunarinnar, sem hingað kem-
ur I byrjun næstu viku. Þorsteinn
Pálsson er dómsmálaráðherra.
F R E M S T
JÓN SIGURÐSSON. Vill stólinn hans Jóhannesar Nordals, en ekki fyrr
en að undangengnum stólaskiptum. KARL STEINAR GUÐNASON.
Hans bíður ráðherradómur eða stóll Eggerts G. Þorsteinssonar í
Tryggingastofnun.
LTTGANGA NORDALS
KEMUR RÓTI Á KRATA
Nú þegar ljóst er að Jóhannes
Nordal hættir sem Seðlabankayf-
irstjóri um mitt ár hafa vangavelt-
ur krata um mannatilfærslur hjá
flokknum fengið nýtt líf. Almennt
er talið víst að Jón Sigurðsson
verði eftirmaður Jóhannesar, en
hann vill þó ekki hverfa við svo
búið úr stjórnmálum og ekki fyrr
en að loknum nokkrum tilfærsl-
um í ráðherrastólum. Líklegasti
millileikurinn er nefndur að setja
Björgvin Vilmundarson í
Seðlabankann. Þá losnar banka-
stjórastaða í Landsbankanum og
er nafh Þrastar Ólafssonar með-
al annarra í þeirri umræðu. Þegar
Jón hverfur úr ráðherrastóli er
röðin komin að Karli Steinari
Guðnasyni að verða ráðherra og
tæki hann þá félagsmála- eða heil-
brigðis- og tryggingaráðuneyti.
Hann er reyndar líka oft nefndur
sem hugsanlegur effirmaður Egg-
erts G. Þorsteinssonar í for-
stjórastóli Tryggingastofnunar, en
Eggert verður 68 ára í sumar.
Um stólaskipti hefur ekkert
verið ákveðið enn, en Jón Bald-
vin Hannibalsson hefur látið
spyrjast að hann vilji helst „selja“
sjálfstæðismönnum utanríkis-
ráðuneytið fyrir annað hvort at-
vinnumálaráðuneytanna. Fyrir
Jóni liggur líka að skipa í sendi-
herrastöður á næstunni og hugs-
anlegt er að hann nýtti það í hró-
keringum. Þannig hefur verið
fleygt nafni Eiðs Guðnasonar
sem hugsanlegs sendiherra.
ENHVERÁÞÁ AÐ
ST|ÓRNA HAFNARFIRÐI?
Fari Jón Sigurðsson í stól Jó-
hannesar Nordals í Seðlabank-
anum losnar þingsæti fyrir Guð-
mund Árna Stefánsson, bæjar-
stjóra í Hafnarfirði. Og menn sem
þekkja til Guðmundar og Hafnar-
fjarðarkrata yfirleitt telja einsýnt
að þar á bæ dugi þingsætið ekki
eitt og sér, heldur þyki eðlilegt að
ráðherrastóll erfist einnig. En fari
svo að Guðmundur losi bæjar-
stjórastólinn þarf að fylla hann og
eru í því sambandi taldir líklegast-
ir bæjarfulltrúarnir Tryggvi
Harðarson og Ingvar Viktors-
son. Ekki er hægt að álykta að
konumar gefi sitt eftir, þær Jóna
Ósk Guðjónsdóttir, formaður
bæjarstjórnar, og Valgerður
Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
sem skipaði fjórða sætið.
EDDA SIGRÚN SAGÐI
ÁKÆRUVALDIÐ STJÓRN-
AST AF PRESSUNNI
Edda Sigrún Ólafsdóttir lög-
fræðingur er þessa dagana að
veija sig í Héraðsdómi Reykjavík-
ur vegna ákæru um skilasvik,
skattsvik og brot á bókhaldslög-
um. Lögmaður hennar, Viðar
Már Matthíasson, sagði við mál-
flutning að ákæra um skattsvik og
bókhaldsbrot væri réttlætanleg, en
umdeilanlegt væri að skilasvik
hefðu átt sér stað. Þar er nánar til-
tekið um að ræða að Edda Sigrún
er ákærð fyrir að hafa haldið eftir
tæplega 4 milljónum króna sem á
þriðja tug fórnarlamba umferðar-
slysa áttu að fá í hendurnar, en
hún hélt eftir. Samkvæmt ákær-
unni hélt hún eftir þessum fjár-
hæðum á tímabilinu frá maí 1988
til janúar 1990, en tók síðan að
greiða viðkomandi skjólstæðing-
um mismuninn upp úr júlí 1990.
Edda Sigrún er síðan ákærð fyrir
söluskattsundandrátt upp á 500
þúsund krónur að núvirði og fyrir
að hafa vantalið rekstrartekjur á
skattffamtali, sem ella hefðu leitt
til tekjuskatts- og útsvarsálagn-
ingar upp á 1,7 milljónir að nú-
virði. Edda Sigrún og Viðar Már
munu við málflutning hafa sakað
ákæruvaldið um að fara offari í
málinu og þá vegna áhrifa af
fféttaflutningi PRESSUNNAR.
JÓN BÖ SLÆR EIGIN MET
Við sögðum ffá því hér í haust
að Jón Böðvarsson hefði slegið
öll aðsóknarmet með námskeið-
um sínum í fornsögunum hjá
endurmenntunardeild Háskólans,
en þá skráðu sig um 160 manns á
eitt námskeið hjá honum. Nú er
Jón að undirbúa námskeið í Eglu
og eru hátt í 200 manns búnir að
innrita sig þótt innritunarfrestur
sé fráleitt liðinn. Engin augljós
skýring er á þessum óhemjumikla
áhuga á fornsögunum, nema þá
að landinn vilji brynja sig með
menningararfmum áður en flóð-
gáttir hinnar nýju Evrópu opnast
með EES í sumar.
Býðst til að borga
150 þúsunci svo
hægt sé að setja
Jóhartn í
í síðustu PRESSU var sagt frá
fórnarlambi „tálbeitunnar“, Jó-
hanns J. Ingólfssonar, sem ekki
hefur tekist að innheimta skaða-
bætur sem henni voru dæmdar
vegna nauðgunar. Sama dag og
blaðið kom út hafði maður nokkur
samband við lögffæðing stúlkunn-
ar, Valborgu Þ. Snævarr, fyrir hönd
annars manns sem ekki vildi láta
nafns getið. Sá kvaðst reiðubúinn
að færa stúlkunni 150 þúsund
krónur að gjöf, svo hún gæti lagt
fram tryggingu til að koma fram
gjaldþrotaskiptum á búi árásar-
mannsins.
„Þetta eru ótrúleg gleðitíðindi,“
sagði Valborg Þ. Snævarr. „Maður-
inn þekkir ekki stúlkuna og tengist
málinu ekki á neinn hátt. Honum
ofbauð einfaldlega hve staða stúlk-
unnar er veik, effir að hafa lesið um
mál hennar í blaðinu. Hann kvaðst
vilja leggja sitt af mörkum, ef það
mætti verða til þess að hægt væri
að ná fram réttlæti í málinu. Pen-
ingana er ég búin að fá í hendur og
þeim fylgja engir skilmálar. Þetta er
aðeins gjöf mannsins til stúlkunn-
ar.“
Valborg sagði að næsta skref í
málinu væri að gera úrslitatilraun
til fjárnáms. Ef það reyndist árang-
urslaust yrði því fylgt eftir með
beiðni um gjaldþrotaskipti á búi
Jóhanns. Nú væri ekkert því til fýr-
irstöðu að stúlkan gæti lagt fram
tryggingarféð, 150 þúsund krón-
umar, þökk sé ókunna manninum,
sem augljóslega lætur sig réttlæti
mikluvarða.
GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON. Væntanlegur þingmaður. Verður gerð krafa um ráðherradóm?
TRYGGVI HARÐARSON. Hann og Ingvar Viktorsson eru taldir líklegustu eftirmenn Guðmundar Árna f
Hafnarfirði. EDOA SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR. Heldur þvífram að ákaeruvaldið sé undir áhrifum af skrifum
PRESSUNNAR. JÓN BÖ. 200 manns hafa skráð sig á námskeið í Egiu.
PPLEIÐ
Jóhannes Nordal seðlabanka-
stjóri. Hann sýndi það í vikunni
sem hann tilkynnti að hann
væri að hætta, að ef hann segir
að vit sé f sæstreng til Evrópu
þá fær málið meira vægi.
1
Stjörnubíó. Hefur
verið með margar
af helstu metsölu-
myndunum und-
anfarið og bfður
með sýningu á
enn fleiri.
Davið A. Gunnarsson, forstjóri
Ríkisspítalanna. Hann skilaði
140 milljóna króna hagnaði á
síðasta ári. Það er ábyggilega
margfaldur hagnaður á við það
sem Hörður og hinir hlutafé-
lagaforstjórarnir geta státað af.
■s
m
i
Jón Sigurðsson
viðskiptaráð-
herra. Hann mun
fá stólinn hans
Jóhannesarog
jafnvel skipa sig
sjálfur.
Löggurnar.
Þær stækka
og vaxa i ál
þegar það
brýst út
millirfkja-
deila um
hverjir eigi
að sauma
búningana
þær.
Á NIÐURLEIÐ
Sigurður Hróarsson,
leikhússtjóri Borg-
arleikhússins. Slæm
krítfk er ekki svo
vond, en það er hins
vegar ófyrirgefan-
legt að fara til Eiríks
Jónssonaraðgráta
yfir henni.
Friðrik Sophusson fjár-
málaráðherra. Það er
eitthvað að fjármála-
ráðherra sem öll spjót
beinast að en mælist
þó ekki einu sinni I
óvinsældakönnunum.
Samskip. Það er í lagi að tapa
fyrir Eimskip en verra að gráta
það í heilsíðuauglýsingum.
Ing Björn Albertssor
þingmaður. Það
er eitthvað of-
sóknarbrjálæð-
islegt við að
taka það per-
sónulega þegar
sjálfstæðismenn
skipta honum út úr stjórr
Sementsverksmiðjunnar fyrir mann
úr Vesturlandskjördæmi.
Dyrhólaey. Hún missir ákveðinn sjarma nú þegar
hún er orðin tekjulind einhverra bænda. Næsti
bær við er að hún verði niðurgreidd.
I