Pressan - 28.01.1993, Síða 3
FIMMTUDAGUR PHESSAN 28. JANÚAR 1993
3
J- ramhaldsaðalfundur fiskeldisfyrir-
tækisins Silfurstjörnunnar hf. í Öxarfirði
var haldinn á mánudaginn síðasta. Miklar
breytingar hafa nú orð-
ið á stjórn Silfurstjörn-
unnar, en Trausti Þor-
láksson, bifvélavirkinn
ffægi, hefur nú vikið úr
stjóm. Var það að kröfu
Byggðastofnunar sem
um leið skipti um sinn
mann í stjóminni, en Ingimar Jóhanns-
son gekk loksins úr henni. f staðinn kom
inn Óli Þór Ástvaldsson ffá Akureyri og
er hann stjórnarformaður. Trausti var
inni í stjóminni í krafti eignarhluts síns í
fyrirtækinu Fiskeldisþjónustunni hf. í
Kópavogi. Nú mun vera rætt um að leysa
það fyrirtæki upp þannig að einstakir
hluthafar þar fái hlut í Silfurstjömunni...
T>
JLJ yggðastofnunarmenn munu nú
loksins hafa verið búnir að missa þolin-
mæðina gagnvart Trausta Þorlákssyni
hjá Silfurstjömunni, því um leið og hann
vék úr stjóm var prókúruumboð tekið af
honum. Byggðastofnun mun hafa gert al-
varlegar athugasemdir við fjármálaum-
sýslu Silfurstjömunnar, en þar vom laun
og hlunnindi talin vega óvenjuþungt. Auk
þess mun hafa verið gerð athugasemd við
hvemig Trausti uppfyllti margra ára gam-
alt hlutafjárloforð sitt, en hann virðist
hafa gert það með láni frá Byggðastofnun.
Rætt er um að honum verði gert að end-
urgreiðaþað...
T
A. ryggingayfirlæknir Tryggingastofii-
unar, Bjöm önundarson, hefur verið í
fréttum vegna svonefnds valbrármáls.
Rifja má upp að í október 1991 hófst op-
inber rannsókn á skattaiegri meðferð
aukatekna tryggingalækna. Skattrann-
sóknarstjóri var með málið í rannsókn í
átta mánuði eða þar til í júní 1992. Emb-
iriiinn') Hiönií, Jónasar
Hallgrímssonar, prófessors og trúnað-
arlæknis Sjóvár-Almennra, og Atla Þórs
Ólasonar, trúnaðarlæknis VfS. í þessu
sambandi má geta þess að á milli áranna
1990 og 1991, eftir að opinber rannsókn
hófst, hefðu framtaldar tekjur Björns
hækkað úr 3,2 milljónum í rúmlega 6
milljónir yfir árið, um 2,8 milljónir eða 89
prósent. Stefán, aðstoðarmaður hans,
hækkaði á sama tíma úr 2,1 milljón í 5,6
milljónir, um 3,4 milljónir eða 161 pró-
sent. RLR hefur haft málið hjá sér í sjö
mánuði án niðurstöðu, jafnvel hreyfing-
arlaust með öllu, þrátt fyrir viðamikla
rannsókn Skattrannsóknarstjóra á undan.
Spurja menn sig hvemig Bimi og Stefáni
sé stætt á því að sitja áffarn í stólum sín-
um...
H,
.vað Bjöm Önundarson trygg-
ingayfirlækni varðar má einnig rifja upp,
að hann var skipaður í stöðu sína í janúar
1975 af þáverandi heil-
brigðisráðherra, Matt-
híasi Bjamasyni. Fjór-
ir læknar sóttu um
■stöðuna og hafði Bjöm
þá sérstöðu að fá einn
umsækjenda ekki eitt
einasta atkvæði í trygg-
ingaráði, auk þess að hafa minnstu
menntunina af umsækjendum. Matthías
lét slíkt ekki stöðva sig, en þeir Björn
þekktust úr útgerðarrekstri á Vestfjörð-
um frá því í upphafi sjöunda áratugarins,
en Björn sat í stjórn fyrirtækjanna Ás-
borgar og Fiskaborgar á Flateyri 1960 til
1962, þegar Matthías var forystumaður í
samtökum útgerðarmanna fyrir vestan...
s
iðanefhd Blaðamannafélags fslands
hefur úrskurðað í máli Santosar afrugl-
arasala gegn Ólafi Jóhannssyni, frétta-
manni Stöðvar 2. Taldi Siðanefnd að brot
Ólafs væri alvarlegt. f ffamhaldi af þessu
er rétt að minna á að langt er nú síðan
ákæruvaldið fékk til meðferðar kæru
vegna manna sem seldu sjóræningja-
myndlykla. Þrátt fyrir að nú sé rúmt ár
síðan rannsókninni lauk hefur engin
ákæra verið gefin út...
ÖFLUGRI • FJÖLHÆFARI • ÓDÝRARI -en nokkru sinni fyrr