Pressan - 28.01.1993, Síða 5
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. JANÚAR 1993
5
ir rotabú veitingahússins Þórscafé, þ.e.
hlutafélagsins Þórshallar, hefur verið gert
upp. Hlutafélagið var úrskurðað til gjald-
þrotaskipta í ágúst 1991 og reyndust sam-
þykktar kröfur tæplega 167 milljónir
króna. Upp í kröfurnar greiddust 4,2
milljónir, en þá er þess að geta að Lands-
bankinn eignaðist fasteign veitingahúss-
ins við Brautarholt fyrir nokkrum árum,
en nú hefur Reykjavíkurborg hana til af-
nota. Helstu aðstandendur Þórshallar
voru þeir Björgvin L. Ámason og Jón
Ó. Ragnarsson. Um leið og það félag var
tekið til skipta var Þórscafé hf. einnig úr-
skurðað tii gjaldþrotaskipta og lauk því
máli í apríl á síðasta ári. Þar fundust engar
eignir upp í 19,3 milljóna króna kröfur.
Alls námu kröfur í búin tvö því 186 millj-
ónum króna...
XT ótt íslenskir ráðherrar hafi neitað að
ræða við Efraim Zuroff, forstjóra Wie-
senthal-stofnunarinnar, gegnir ekki sama
máli um ríkissaksókn-
ara, Hallvarð Ein-
| varðsson. Ríkissak-
sóknaraembættið hefiir
gert ráðstafanir til að
taka á móti Zuroff eftir
helgina, enda málið
strangt til tekið á hans
könnu ef það verður að sakamáli fyrir
dómstólum...
islensku bókmenntaverðlaunin verða
afhent 1. febrúar næstkomandi. Eins og
flesta rekur minni til varð töluverður
ágreiningur um útnefninguna og telja þeir
sem til þekkja að reynt verði að komast
hjá hávaða við verð-
launaveitinguna sjálfa.
Er því hald manna að
Þorsteinn frá Hamri
hreppi hnossið þar sem
flestir eru sammála um
ágæti hans sem skálds.
Aðrir sem voru út-
nefndir og koma að sjálfsögðu til greina
eru Böðvar Guðmundsson, Ólafur
Gunnarsson, Gyrðir Elíasson og Vil-
borg Dagbjartsdóttir...
m síðustu helgi voru hlutabréf í
fstel hf., dótturfyrirtæki fsmars hf., aug-
lýst til sölu. Nánar tiltekið vill Þráinn
Hauksson, sölustjóri ístels, fara út úr fyr-
irtækinu og mun þar mestu ráða ágrein-
ingur um framtíðarstefnu þess. Heildar-
hlutafé fstels er 5 milljónir og á Þráinn
416 þúsund þar af, en stærsti eigandi er
enn að öðm leyti ísmar og þar af Reynir
Guðjónsson og Birgir Benediktsson.
Bréfin em enn óseld, en samkvæmt heim-
ildum okkar er ekki ólíklegt að hægt sé að
krefjast liðlega tvöfalds nafnverðs...
Athugasemdfrá
Hagskiptum
Sigurður örn Sigurðarson, annar Sig-
urðanna í Hagskiptum, hefur sent
PRESSUNNI athugasemd vegna fféttar
blaðsins 14. janúar sl. um málefni Ferða-
þjónustunnar og Sigurðar H. Garðars-
sonar.
f athugasemdinni tilgreinir Sigurður 1)
að röng sé sú fullyrðing blaðsins að 5
milljóna króna víxill hafi verið hagnýttur í
heimildarleysi af SHG, 2) að röng sé sú
fullyrðing að skuldir hafi verið skildar eft-
ir í Ferðaþjónustunni, þær hafi verið yfir-
teknar af kaupanda rekstrarins, 3) að
röng sé sú fuilyrðing að Ferðaþjónustan
sé nýstofhuð, hún hafi verið stofiiuð 1972,
og 4) að röng sé sú fullyrðing að bókhald
Ferðaþjónustunnar hafi verið í molum.
Svarritstj.
1) f fféttinni var greint ffá því að örlög
téðs víxils væru til rannsóknar að beiðni
bústjóra, sem og örlög bókhaldsins. Ekk-
ert var fullyrt fyrirfram um niðurstöðu
rannsóknarinnar. 2) Augljóslega kemst
seint á hreint hvað keypt var og yfirtekið
þegar Sigurðamir seldu Svavari Egilssyni
Veröld en nafnbreyttu afganginum í
Ferðaþjónustuna, sem fór á hausinn og
fékk á sig 100 milljóna króna kröfur. Bæði
Svavar og fyrirtæki Sigurðanna sjálffa áttu
kröfur í þrotabú Ferðaþjónustunnar, fyrir
utan banka og aðra kröfuhafa. Salan fól
augljóslega ekki í sér hreint borð hjá selj-
andanum. 3) Það er grátbroslegur mál-
flutningur að segja að slitrurnar sem
Ferðaþjónustan samanstóð af hafi í raun
verið sama fyrirtækið og stofnað var fýrir
rúmum tuttugu árum — burtséð frá
kennitölum og nafnbreytingum. 4) í ffétt-
inni kemur fram að bókhald fyrirtækis
Svavars Egilssonar hafi reynst í molum,
ekki bókhald Ferðaþjónustunnar. Það
bókhald heffir aldrei borist bústjóra, sem
telur hugsanlegt að því hafi verið fleygt.
Leiðrétting
f síðustu PRESSU sögðum við frá því
að Páll Vilhjálmsson blaðamaður hefði
ráðið sig á Vikublaðið. Um leið fylgdu
með upplýsingar um hvar hann hefði
starfað áður. Þar var sagt að hann hefði
starfað á Þjóðviljanum, sem er rangt, Páll
var á Þjóðlífi. Biðjumst við velvirðingar á
mistökunum.
20% AFLSLÁTTUR Á HERBERGISÞRÆLUM
Nottambulo
fatastandur
■ Gæðohönnun
ítalskro arkitekta
DESfORM
Brautarholt 3-3. hæð, sími: 62 47 75
Vii prenlum ó boli og húfur
Eigum úrval af bolum m.a. írá Screen Stars
Vönduð vinna og gæði í prentun.
Langar og stuttar ermar, margir litir.
Hettubolir Húfur i mörgum litum.
Filmuvinnum myndir. Gerum tilboð í stærri verk,
Nýtt! Nýtt! Nýtt! Nýtt! Nýtt!
Komdu með Ijósmynd eða teikningu og við
Ijósritum myndina á bol eða húfu fyrir þig.
BIQL'UR
yegur
Sími 7 91 90 • Fax 7
ogur
-L\.vikmyndahúsaeigendum barst fyr-
ir skömmu bréf frá Heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkur þar sem segir að hljóðstyrkur
hafi reynst yfir leyfilegum mörkum (85
dB) við mælingu og er bent á að herða
þurfi eftirlit meðan á sýningum stendur. í
bréfinu er jafnffamt bent á mikinn sóða-
skap af völdum sælgætis og sælgætisum-
búða, en át þess þykir afar hvimleitt og
truflandi fyrir þá sýningargesti sem ekki
leggja sér það til munns. Er farið fram á
að eigendur kvikmyndahúsa setji upp
hvatningarspjöld sem leitt gætu af sér
betri umgengni, en að öðrum kosti verði
málinu vísað til heilbrigðisnefndar til
frekari ákvörðunar. Undir bréf þetta
skrifar Dagmar Vala Hjörleifsdóttir
heilbrigðisfulltrúi...
V
-I_iitt þeirra hlutafélaga sem annast
hafa veitingarekstur í Sprengisandshús-
inu við Bústaðaveg er Skyndir hf. Félagið
var tekið til gjaldþrotaskipta sl. júní og var
búið gert eignalaust upp fýrir skömmu.
Kröfur hljóðuðu upp á tæpar 15 milljónir.
Meðal stofnenda voru Eggert Bjarni Ól-
afsson og Gunnar Breiðfjörð, en undir
það síðasta var stjórnarformaður og
framkvæmdastjóri Yngvi Örn Stefáns-
son. 1 sömu andrá má nefna að hlutafé-
lagið Skjöldurinn hefur verið tekið til
skipta, en það rak Trúbadorinn við
Laugaveg og voru helstu aðstandendur
þeir Skjöldur Sigurjónsson og Franco-
is Louis Fons...
sjóngler ó tilboöi
i.. v*.rlgr... .im im— n M.. „
25% Afslattur
leri
Verslunln Gleraugaö býöur
vlðsklptavlnum sfnum 25%
afslött ó öllum gerðum
sjónglerja. f verslun okkar að
Suöurlandsbraut 50 bjóðum
vlö gott úrval umgjaröa ó
góðu verðl. Tllboðlð
tll 20. febrúar.
tS* GLERAUGAÐ
|ltrii|aa*«nlii
v/ Faxafen
i
■
Screansport-Eurosport
Alhliða þjönusta veitt af fagmönnum.
myndbandaaðstaöa
skemmtileguin völlum.
......WKnMKK Í V.W
Púttmót alla stinntidaga.
Vippaðstaða
Æfingaaðstaða
Ætingabásar með góðum
iwiiii ywnaiaBBaittf- y
;r æfingamottum.
- ■ ■ • . ' '
30m æfingabraut (Drive).