Pressan - 28.01.1993, Síða 6

Pressan - 28.01.1993, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. JANIJAR 1993 F Y R S T & F R E M S T M E N N Ingi R. Helga Spilltari en austur-þýskir kommargátu þolað agsjslands Frá því að múrinn féll og kommúnisminn í kjölfar hans höfum við fengið að heyra hryll- ingssögur um grimmd og spill- ingu valdhafanna fyrir austan járntjald. Þeim virðist ekkert hafa verið heilagt. Þeir brutu bæði eigin lög heima fyrir og alþjóðleg lög í útlöndum. Þeir bundu trúss sitt við hryðjuverkamenn og aðra stórglæpamenn að vestan svo framarlega sem þeir sáu fram á að það gæti komið íbúum vestur- landa illa. Það var því einkennilegt að lesa viðtal við hann Inga R. Helgason í PRESSUNNI um daginn. Ingi varði sig þar fimlega gegn ásökun- um um að íslenskir sósíalistar hefðu fengið rússagull að austan. Það sem íslenskir sósíalistar hefðu gert þjóðinni, til góðs eða ills, hefði verið gert fyrir þeirra eigin peninga. Til að fullvissa lesendur um að svona hefði það verið sagði Ingi sögu frá árum sínum sínum sem gullkistuvörður sósíalista. Hann var þá blankur sem fyrr og vantaði pening til að keyra flokksmaskínu sósíalista áfram. Þótt það kunni að hljóma einkennilega í ljósi sambandsleysisins sem Ingi lýsti svo vel í viðtali datt honum í hug að hafa samband við flokksfélaga sína í Austur-Þýskalandi. Hann vildi fá þá til að auglýsa austur- þýskar vörur í íslenskum blöðum — og þá líklega sérstaklega Þjóð- viljanum. Og Ingi hafði hugsað málið lengra. Hann vildi að pen- ingarnir fyrir auglýsingarnar rynnu til pappírsfyrirtækis Sósíal- istaflokksins, sem síðan mundi deila peningunum á viðeigandi síður Þjóðviljans. En það einkennilega gerðist — að minnsta kosti hlýtur það að hafa komið Inga á óvart eftir lest- ur greina í Morgunblaðinu um streymi rússagulls til vestrænna kommúnistaflokka — að Austur- Þjóðverjarnir sögðu nei takk. Þeir kærðu sig ekki um svona dúbíus viðskipti. Þetta sagði Ingi í viðtalinu að væri endanleg sönnun þess að ís- lenskir sósíalistar hefðu enga styrki fengið að austan. Málið væri ekki að (slendingarnir hefðu sleg- ið hendinni á móti því heldur að Austur-Þjóðverjarnir hefðu ekki kært sig um svoleiðis drullumall. Fyrir þann sem lesið hefur um „Hvernig stendur á því að þaðfólk sem leit á Rauðu herdeildina sem banda- mann, veitti henni skjól, peninga og alla aðstoð aðra,fúlsaði viðfölsuðu auglýs- ingareikningunum hans Inga R.?“ leynimakk austur-þýskra stjórn- valda eftir að skjalageymslur þeirra voru opnaðar hljómar þetta sérkennilega. Hvernig stendur á því að það fólk sem leit á Rauðu herdeildina sem bandamann, veitti henni skjól, peninga og alla aðstoð aðra, fúlsaði við fölsuðu auglýsingareikningunum hans Inga R.? Erum við hér á Islandi kannski svo spillt (til dæmis eftir fréttirnar af auglýsingareikning- um Alþýðubandalagsins sem fjár- málaráðuneytið greiddi fyrir síð- ustu kosningar) að við getum ekki lengur skilið hversu alvarlegur glæpur slíkir reikningar geta ver- ið? Að þeir fái jafnvel glæpi Rauðu herdeildarinnar til að blikna? En hvað um það. Hingað til höfum við ekki mikið velt fyrir okkur siðferðislegri stöðu Inga R. eða annarra fjárgæslumanna stjórnmálaflokkanna. En þessi mælikvarði sem fannst eftir hrun múrsins gefur okkur tilefni til að íhuga gaumgæfílega hverskonar menn þetta eru eiginlega. Js Lödusalan til Rússa dregur dilk á eftir sér Norðmenn veiða íslenskar lödur vrð Lófóten Islendingar hafa dáðst mikið að áhuga rússneskra togarasjómanna á að kaupa gamlar Lödur og taka með sér heim til Rússlands. Menn hafa lofsungið þetta framtak þeirra, enda virðist augljóst að hér sé um umhverfisvænar aðgerðir að ræða. í stað þess að horfa upp á Löduflök hér og þar um bæinn fara þau nú beint niður á höfn eft- ir að hafa þjónað eigendum sínum og síðan áleiðis til Rússlands. í Norður-Noregi er málum eins far- ið og hér á landi, nema hvað Norðmennirnir gefa Rússunum jafnan Lödurnar í stað þess að seljaþær. Nú berast hins vegar þær fréttir frá Noregi að þarlendir sjómenn séu ekkert allt of hrifnir af þessu Lödubraski íslendinga og landa sinna, þar sem komið hefur í ljós að Rússarnir taka ekki alla bílana með sér heim. Úr mörgum þeirra hirða þeir einungis varahlutina og kasta hræunum í sjóinn. Þessar aðfarir Rússanna valda nú norsk- um sjómönnum talsverðum vandræðum. Til dæmis fékk tog- arinn Tromsland tvær Lödur í veiðarfæri sín er hann var á veið- um í Barentshafi og olli það stór- skemmdum á veiðarfærunum. Að sögn Johns Arne Storhög, blaða- manns á Lofotposten í Norður- Noregi, munu atvik sem þessi hafa færst mjög í vöxt að undan- förnu. Ef svo heldur fram sem horfir blasir við stórt umhverfis- vandamál í Barentshafi, þar sem flestar Lödurnar hafa „veiðst". „Mig grunaði þetta alltaf,“ voru fyrstu orð Gísla Guðmundssonar, forstjóra Bifreiða og landbúnaðar- véla, þegar PRESSAN bar honum tíðindin. Hann bætti því við að sumir bílarnir sem þeir fengju væru handónýtir og því ekkert annað við þá að gera en hirða úr þeim varahlutina og losa sig svo við flakið. Því mætti svo ekki gleyma að Rússagreyin misstu einnig einhverja bíla í sjóinn í vondum veðrum. Þessir bílar væru oft á tíðum iausir á dekkjum skipanna og því erfitt að hemja þá í stórsjó. Aðspurður kvaðst Gísli telja að landsmenn ættu nóg eftir af gömlum Lödum til að selja Rússanum. „íslendingar eru ekki að verða uppiskroppa, enda er af svo miklu að taka. Bifreiðar og landbúnaðarvélar fluttu til dæmis inn um 2.500 bíla árið 1986 og 2.800 bfla 1987. Þá voru í landinu alls tíu þúsund Lödur. Því er enn af nógu að taka.“ Lödunum er skipað þétt í rússnesku togurunum. Skyldu þær komast alla leið til Rússlands eða enda þær í veiðarfærum norskra togara? Á L I T Stytting framhaldsskólanáms í brjú ár? örnólfur Thorlacius, rektor MH: „Það fer auðvitað mjög mikið eftir því hvernig að því er staðið. Út af fyrir sig er alveg hægt að stytta framhaldsskólann um eitt ár með því móti að skólaárið verði lengt í leiðinni. Það er spuming hvort réttu forsendurn- ar fyrir lengra skólaári séu ekki einmitt nú þegar atvinnuleysi er að aukast. Þegar rætt er um að stytta framhaldsskólanámið er margs að gæta; mánuðirnir að baki stúdentsprófinu í nágranna- löndum okkar eru ekki endilega færri þegar upp er staðið þótt árin séu færri. Það vill nefnilega stundum gleymast í umræðunni að nágrannaþjóðirnar eru með lengra skólaár. Annað sem gleymist oft er tungumálakennsl- an. Við ætlumst til þess að nem- endur okkar læri þrjú erlend tungumál. Á meðan við sláum ekki af þeirri kröfu þýðir það auðvitað aukaálag á skóíana. Það má benda á það að við erum á svipuðum grunni og þau lönd sem ekki hafa stórmál að móður- máli.“ , Svanhildur Kaaber, for- maður KÍ: námsárunum. En það er ástæða til að huga mjög vandlega að þessu áður en gerðar eru ein- hveijar breytingar, því breytingar í skólastarfi verður að byggja á grundvallaðri hugsun.“ Bjarki Péturss. form. Félags framhalds- Ragna Ólafs- dóttir, náms- ráðgj. við HÍ: „Framhaldsskólinn liggur undir því ámæli að búa menn ekki nógu vel undir háskólanám. Ef sú gagnrýni er réttmæt tel ég ekki rétt að fækka námsárum í framhaldsskólum. En því má ekki gleyma að ffamhaldsnám er einn- ig iðn- og verknám. Hvað varðar það að lengja þess í stað skólaárið verður mér hugsað til þeirrar lífs- reynslu sem unglingar hafa hing- að til getað notið afþví að fá tæki- færi til þess að reyna sig við margvísleg störf yfir sumartím- ann. En þessi atvinnutækifæri kunna þó að vera' að breytast í tengslum við aukið atvinnuleysi. Ég held að það sé nær að gefa unglingum náms- og þroskatæki- færi á sumrin í stað þess að fækka „Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki velt þessu mikið fyrir mér, en mér finnst hugmyndin um styttingu framhaldsskóla- náms góð. Hins vegar vil ég ekki að farin verði sú leið að stytta sumarleyfið á móti, heldur vil ég betri greiningu á námsefninu þegar í upphafi náms. Samfara þessu yrði að skera námsefnið niður. Ég tek það fram að ég er ekki á móti því að fólk læri svona mikið heldur tel ég það óþarft. Það er hugarfarið sem skiptir öllu.“ „Sá undirbúningur sem nem- endur virðast almennt hafa að loknu stúdentsprófi gefur ekki til- efni til að dregið sé úr honum. Ekki verða heldur allir fullorðnir á sama tíma, þ.e. fólk þroskast mishratt þannig að sumum veitir ekki af þessum fjórum árum. Ef tryggt væri að nemendur hefðu mögífleika á markvissu námsvali, þeir fengju meiri þjálfun í skipu- lögðum vinnubrögðum og undir- stöðugreinarnar væru efldar væri þriggja ára framhaldsskóli væn- legur kostur. Auk þess mætti hugsa sér að lengja skólaárið, sem kæmi sér jafnffamt vel þegar erf- itt er urn atvinnu fyrir nemendur að sumarlagi. Jafnframt getur það virkað hvetjandi í námi fyrir suma þegar markmiðið, þ.e. stúdentsprófið, er ekki eins langt undan.“ Börkur Han- sen, lektor við KHÍ: „Að sjálfsögðu get ég tekið undir þetta meginsjónarmið; í flestum nágrannaríkjum útskrif- ast nemendur sem stúdentar ári fyrr en hér á landi. Ef hægt er að kenna sama námsefni með því að nýta tímann betur er það leið sem á að fara. Hinsvegar held ég að það verði erfitt að búa svo um hnútana að það verði hægt að kenna á þremur árum sama námsefnið. Spurningin snýst því að miklu leyti um hvaða náms- þætti megi minnka eða leggja niður. Ef það er einfalt er málið leyst. Miklu vænlegra væri að stytta grunnskólann um eitt ár. Svigrúmið yrði miklu meira ef t.d. 7. bekkur yrði aðlagaður þeim 9 árum sem eftir yrðu í stað þess að hafa aðeins 3 ár til að spila úr. Það má líka skoða hvort ekki sé hægt að endurskipuleggja fyrstu árin í grunnskólanum svo þau leiddu til styttingar grunnskólans.“

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.