Pressan - 28.01.1993, Síða 7
FIMMTUDAGUR PRiSSAN 28. JANÚAR 1993
7
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Undirréttar í forkaupsmáli í Vestur-Landeyjahreppi. Vísar
Hæstiréttur alfarið til forsendna Undirréttar, en þar kemur fram að Eggert Haukdal, oddviti og
alþingismaður, hafði ekki aflað upplýsinga frá nágröngj0ff?S§Íum, sem hann hélt þó fram í
gögnum málsins að hann hefði gert.
Ik
PRESSAN/JIM SMART
Eggert Haukdal, alþingismaður og oddviti
LAGÐIÚSÖNN GÖGN FYRIR
RABUNEYTIOG HERABSDOM
Nýlega staðfesti Hæstiréttur
dóm Undirréttar varðandi for-
kaupsrétt hreppsnefndar Vestur-
Landeyjahrepps á jörðinni Eystra-
Hóli. Undirréttur hafði feílt úr
gildi forkaupsrétt hreppsnefndar-
innar í þessu máli og vísaði
Hæstiréttur til forsendna Undir-
réttar í dómi sfnum. DV sagði frá
þessum dómi á laugardaginn en
undirréttardómurinn hefur haft
fordæmisgildi í forkaupsmálum
af þessu tagi og hefúr Hæstiréttur
rennt enn frekari stoðum undir
það.
Undirréttardóminn kvað upp
Kjartan Þorkelsson ásamt með-
dómendunum Allan Vagni
Magnússyni og Tryggva Gunn-
arssyni. Hæstiréttur var skipaður
Þór Vilhjálmssynu Garðari
Gíslasyni, Guðrúnu Erlendsdótt-
ur, Gunnari M. Gunnarssyni og
Haraldi Henryssyni.
Það sem er forvitnilegast í mál-
inu er aðferð oddvitans, Eggerts
Haukdals alþingismanns, við að
fá fram vilja sinn. Verður ekki
annað séð en hann hafi lagt ffam
gögn um upplýsingar, sem hann
þó hafði ekki aflað sér, bæði gagn-
vart landbúnaðarráðuneytinu og
Undirrétti. Eina vöm hans var að
hann hefði byggt á sögusögnum.
EGGERT FANN EKKINÁ-
GRANNANA SEM VITNAÐ
VARTIL
Eftir að ágreiningur kom upp
um kaup á jörðinni var málinu
skotið til landbúnaðarráðuneytis-
ins, sem er úrskurðaraðili í for-
kaupsmálum sem þessu. Þangað
sendi oddvitinn, Eggert Haukdal,
bréf þar sem hann segir: „Voru
þeir [nágrannarnir] sammála um,
að þeir æsktu ekki nábýlis við
kaupendur og var það e.t.v. ekki
að ástæðulausu. Afstaða nágrann-
anna var mikilvægt atriði í
ákvarðanatöku hreppsnefndar-
innar...“ Þetta vó þungt þegar
iandbúnaðarráðuneytið felldi úr-
skurð sinn, en samkvæmt upplýs-
ingum ffá Jóni Höskuldssyni, lög-
fræðingi ráðuneytisins, vannst
ekki tími til að kanna heimildir á
bak við þessar fullyrðingar. Sagði
hann að ráðuneytið hefði aðeins
28 daga til að íjalla um slík mál en
samkvæmt nýjum tiliögum væri
ætlunin að lengja ffestinn upp í 60
daga. Að öðm leyti vildi hann ekki
tjá sig um málið.
í dóminum var málið hins veg-
ar rannsakað og eftir að báðir aðil-
ar fengu að kalla til vitni komst
Undirréttur að eftirfarandi niður-
stöðu: „...verður að telja sannað,
að stefndi [hreppsnefndin] hafí
ekki aflað sér upplýsinga um við-
horf nágranna Eystra-Hóls áður
en nefndin tók ákvörðun sína,
eins og stefndi hefur þó haldið
fram í bréfi til landbúnaðarráðu-
neytisins, dags. 15. nóvember
1988.“
VITNAÐITIL VIÐRÆÐNA
SEM EKKIFÓRUFRAM
I áðurnefndu bréfí var einnig
vitnað til viðræðna sem hrepps-
nefndin var sögð hafa átt við
kaupendur jarðarinnar. Um það
segir í dómnum: „Ágreiningur er
milli málsaðila um, hvort fúlltrúar
úr hreppsnefndinni og kaupendur
hafi rætt saman um ákvörðun
kaupenda áður en hreppsnefndin
tók ákvörðun sína. Telja verður,
með vísan til skýrslna aðila, að
ekki hafi verið sýnt fram á, að slík-
ar viðræður hafi átt sér stað... “
Þegar Eggert Haukdal var að
endingu spurður við skýrslutöku
hvort ákvörðun hreppsnefndar-
innar hefði fyrst og fremst verið
byggð á sögusögnum svaraði
hann: „Að hluta.“
í greinargerð stefnenda er enn-
fremur mótmælt þeirri fullyrð-
ingu Eggerts að Sigurði Reytiis-
syni, sem var sá aðili er hrepps-
nefndin vildi selja, hafi verið sett
skilyrði um hvernig hann hagaði
afnotum af jörðinni. Vitna stefn-
endur til framburðar Sigurðar
sjálfs og einstakra hreppsnefndar-
manna þar sem skýrt hafi komið
fram að honum hafi ekki verið
sett nein skilyrði af þessu tagi.
Virðist dómurinn taka mark á
þeim rökum í niðurstöðu sinni.
Næsta lítið virðist því standa eftir
af framburði Eggerts.
Eggert sagðist í samtali við
blaðamann sem minnst vilja tjá
sig um niðurstöðu Hæstaréttar,
enda teldi hann það mistök að
hafa látið málið fara áfram til
Hæstaréttar.
„Þarna má segja að hafi orðið
smámistök," sagði Eggert þegar
hann var spurður um málið.
Ef litið er í undirréttardóminn
vekur athygli að þarna eru ýmis
atriði í málflutningi ykkar sem
engin stoðfimnst fyrir, svo sem að
nágrannarnir hafi verið á rnóti
þessu?
„Þannig var það í upphafi, en
síðan var lagst á hluta þeirra og þá
breyttistþetta," sagði Eggert.
En af niðurstöðu dómsins má
ráða að þú hafir haldið fram
staðlausum stöfum?
„Ég vil nú ekki meina það, mið-
að við að við höfðum þetta frá
ákveðnum mönnum sem síðan
var snúið af veginum með látum
og hamagangi hinna.“
Voru þeir þáfengnir til aðfalla
frá réttumframburði?
„Þeir voru náttúrulega ekki
búnir að skrifa undir neitt. Þeir
sögðu okkur þetta bara munn-
lega. Svo hafði mikið að segja að í
Undirrétti sátu ungir lögmenn
sem vildu forkaupsréttinn feigan.
Þetta voru ungir menn sem vilja
frelsi en engin boð og bönn,“
sagði Eggert.__________________
Sigurður Már Jónsson
Sigurður Reynisson verktaki
ætlaði að ganga inn í kaupin
fyrir tilverknað Eggerts.
Gunnar H. Árnason, gjaldþrota fyrrum veitingamaður
Skrifaði ávísanir af reikningi
sem lokað var 1988
Ávísunin sem Gunnar notaði til að greiða Úða-
fossi. Umræddum reikningi í Múlaútibúi Lands-
bankans var lokað fyrir nær fimm árum.
Rannsóknarlögregla ríkisins
hefur verið beðin að rannsaka
ávísanaútgáfu Gunnars H. Árna-
sonar, fýrrum veitingamanns í
Evrópu og Casablanca. Sam-
kvæmt heimildum PRESSUNN-
AR hefúr Gunnar að undanförnu
gefið út fjölda ávísana úr tékk-
hefti, en viðkomandi reikningi var
lokað fýrir fimm árum eða 1988,
um svipað leyti og veitingahúsið
Evrópa var tekið til gjaldþrota-
skipta. Er talið víst að enn séu all-
nokkur blöð ónotuð úr heftinu.
Gunnar mun ýmist hafa notað
gamla tékkareikningsnúmerið eða
tilbúið númer. Samkvæmt heim-
ildum blaðsins hefúr Landsbank-
inn árangurslaust reynt að hafa
uppi á Gunnari til að fá ávísana-
heftið.
Sjálfur var Gunnar tekinn til
persónulegra gjaldþrotaskipta í
desember 1989 og gerður eigna-
laus upp gagnvart kröfum sem að
núvirði hljóða upp á ríflega 80
milljónir króna. Litlum sögum fer
af því hvað Gunnar hefur gert
undanfarin ár, en síðustu daga
hefur hann verið að gefa út um-
ræddar ávísanir. 1 tilraunum sín-
um til að kría út vörur og þjón-
ustu hefur Gunnar sýnt mönnum
lánsumsókn upp á 250 þúsund
sænskar krónur í sænskum
banka, eða sem
svarar um 2,5
milljónum króna.
RLR hefur borist
5 þúsund króna
ávísun sem
Gunnar gaf út
vegna viðskipta
við fyrirtækið
Úðafoss og einn-
ig ' mun hann
meða) annars
hafa greitt fyrir
vörur hjá versluninni Nóatúni í
Kópavogi og hjá skyndibitastaðn-
um Bravó með nokkrum ávísun-
um af sama lokaða tékkareikn-
ingnum, sem var hjá Múlaútibúi
Landsbankans. Þá hefur biaðið
heimildir fýrir því að Gunnari hafj
verið neitað um viðskipti í Herra-
húsinu, þar sem hann hugðist
kaupa fatnað fyrir stórfé.______
Friðrik Þór Guðmundsson
Gunnar H. Árnason. Var gerður upp eignalaus í 80 milljóna króna
persónulegu gjaldþroti 1990.
Blöndal gerir sér engar grillur
um sjálfan sig og mikilvægi sitt
og er að því leytinu kærkomin
undantekning í ráðherraliðinu.
Hann týndist norður í Mý-
vatnssveit um helgina, en það
hvarflaði ekki að honum að
neinn mundi sakna hans, hvað
þá heldur efna til leitar að hon-
um þótt hann væri að þvælast
úti í fárviðri um miðja nótt.
Það reyndist rétt. Það var verra
með Tómaslnga Olrich, sem
var með í för. Halldór hélt að
það mundi enginn sakna hans
heldur. Það var líka rétt.
Haukdal var einu sinni öðrum
þingmönnum þjálfaðri í
hrossakaupum, en virðist nú
vera farið að fatast flugið.
Hann var orðinn svo vanur að
versla með atkvæði sitt á Al-
þingi að hann hélt að hann
kæmist upp með það líka sem
oddviti í hreppsnefnd Vestur-
Landeyjahrepps. En Hæstirétt-
ur komst að því að öfúgt við
þingmennina gilda landslög
um venjulega hreppsnefndar-
menn og því hefur hann nú
slegið á puttana á Eggerti
vegna afskipta hans af jarða-
kaupum þar eystra. Af þessu er
bara eina lexíu að draga: efþú
ætíar að misnota atkvæði þitt,
gerðu það á Alþingi, eins og
Stefánsson virðist hafa gert.
Hann kom inn á þing í nokkra
daga um daginn og greiddi at-
kvæði með EES-samningnum.
Nokkrum dögum seinna kem-
ur í ljós að Hafnarfjarðarbær á
inni tugmilljónir hjá Jöfnunar-
sjóði sveitarfélaga sem ekki
voru þar áður. Það þarf enginn
að halda því fram að þetta sé
tilviljun, en Guðmundur Árni
veit hvað hann er að gera, því
skammirnar lenda ekki á hon-
um, heldur á Jóhönnu Sigurð-
ardóttur, sem má ekki vamm
sitt vita frekar en
SIGHVATUR
Björgvittsson flokksbróðir
þeirra, þótt hann hafi nú
hækkað verðið á móðurlífs-,
eyrnabólgu- og yfirleitt öllum
læknisaðgerðum sem hugsast
getur. Það erþess vegna dveg
maklegt að pólitíski prísinn
skuli líka hafa hækkað á að-
gerðum ríkisstjórnarinnar,
sem hefúr aldrei verið óvin-
sælli. Hún er orðin eins og
gamall dráttarjálkur: skapstirð,
gagnslaus og þung á fóðrum,
en of kunnugleg og aumkunar-
verð til að slá hana af. Hins
vegar mundu fáir sakna henn-
ar. Ekki ffekar en Halldórs og
Tómasar Inga.