Pressan - 28.01.1993, Page 8
8
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. JANÚAR 1993
segir fyrrum Eistlendingurinn Tzvi Partel í viðtali
við PRESSUNA. Hann segist hafa hitt íslenska ráðamenn
að máli vegna Miksons fyrir þrjátíu árum,
en þeir hafi ekkert aðhafst.
„Mikson er morðingi móður
minnar heitinnar og sálugrar syst-
ur minnar," sagði fyrrum Eist-
lendingurinn Tzvi Partel í samtali
við PRESSUNA nú í vikunni.
Móðir Partels og systir eru meðal
þeirra sem eistnesk vitni halda
fram að Evald Mikson hafi nauðg-
að og myrt þegar hann var foringi
í Omakaitse-sveitum þjóðernis-
sinnasumarið 1941.
f síðustu viku birti PRESSAN
hluta úr nýlegri grein í eistneska
dagblaðinu Esti Ekspress, þar sem
sagt var frá vitnisburði Hilka Mo-
oste (skírnarnafn hennar og ætt-
arnafn víxluðust í fyrri umfjöll-
im). Hún lýsti því hvemig Mikson
hefði niðurlægt og nauðgað konu
um fertugt og ungri dóttur hennar
að nágrönnum ásjáandi. Aðrir
Omakaitse-félagar tóku þátt í
nauðgununum, að sögn Mooste.
Konan var 39 ára gömul móðir
Partels, Leah að nafhi, og stúlkan
15 ára systir hans, Eva.
Partel er rúmlega sjötugur og
hefur búið í ísrael síðan 1939.
Bróðir hans og faðir flúðu Eist-
land þegar Þjóðverjar réðust inn í
landið og gengu til liðs við Rauða
herinn. Að stríði loknu sneru þeir
aftur, en komust þá að því að
Leah og Eva höfðu verið drepnar.
Nágrannar sögðu þeim að þar
hefði Mikson verið að verki. At-
burðirnir eru sagðir hafa átt sér
stað nálægt Tartú, þar sem Mik-
son ólst upp.
„Mikson var frægur knatt-
spymumaður og uppáhald allra á
þessum tíma,“ sagði Partel. „Ég
dáði hann sem hetju og fór á
hvem einasta fótboltaleik. En svo
drap hann móður mína og systur.
Nágrannarnir, kristið fólk, sáu
hvemig Mikson nauðgaði konun-
um og myrti á villimannlegan hátt
og síðan voru þær urðaðar ein-
hvers staðar í þorpinu. Bróðir
minn og faðir létu grafa þær ann-
ars staðar þegar þeir sneru aftur
sex árum seinna.
Móðir mín sálug átti skart-
gripaverslun og hafði sérstakt dá-
læti á hringjum. Hún átti poka
með fallegum hringjum sem hún
hafði eignast, en þeir rændu því
öllu af samviskuleysi, eftir að hafa
nauðgað þeim og drepið á hrotta-
legan hátt.“
BAÐ ÍSLENSKA RÁÐAMENN
AÐ AÐHAFAST í MÁLINU
Partel er skýr, ern og vel máli
farinn, en það má greina á mæli
hans að það tekur á að rifja upp
örlög fjölskyldunnar. Hann segist
áður hafa reynt að vekja athygli ís-
lenskra stjórnvalda á glæpum
Miksons, en án árangurs. Hann
segist til dæmis hafa hitt íslenska
ráðamenn í ísrael fyrir um það bil
þijátíu ámm, en þorir ekki að full-
yrða hvort þar var forseti fslands
eða ráðherrar á ferð.
„Fyrir 30-35 árum voru ís-
lenskir ráðamenn í heimsókn í
4-5 daga í ísrael og hittu meðal
annarra Ben Gurion. Þegar ég
frétti að von væri á þeim fór ég
ffarn á að fá að hitta þá. Þegar ör-
yggiskröfum hafði verið fullnægt
gekk ég á fund manns, forseta eða
ráðherra, og sagði honum frá
Mikson. Ég lét hann hafa bréf og
eintak af bók Erwins Martinsons á
ensku. Ég bað hann að gera eitt-
hvað í málinu. Hann lofaði að
grennslast fyrir um það og lofaði
öllu fögm, en það varð ekkert úr
því. Ég heyrði aldrei í honum aft-
ur.“
Bókin, sem Partel nefhir, heitir
„Þjónar hakakrossins" og fjallar
um stríðsglæpi nasista í Eistlandi.
Hún kom út árið 1961. Ekki hefur
fengist staðfest hvaða ráðamaður
það var, sem Partel segist hafa hitt
að máli, en á þessum tíma vom fs-
lendingar þrisvar í opinberri
heimsókn í fsrael. Guðmundur í.
Guðmundsson utanríkisráðherra
fór þangað í ágúst 1960, en það
var áður en bók Martinsons kom
út. Bjarni Benediktsson forsætis-
ráðherra var í fsrael í byrjun sept-
ember 1964 og Ásgeir Ásgeirsson
forseti árið 1966 ásamt Emil Jóns-
syni utanríkisráðherra. Einhver
þeirra virðist vera sá sem tók við
gögnunum frá Partel og lofaði að
kanna málið.
Rétt er að hafa í huga að þetta
er eftir að mál Miksons kom fýrst
upp á íslandi árið 1961 í kjölfar
skrifa Þjóðviljans um það. Þá var
Bjarni Benediktsson dómsmála-
ráðherra og lýsti því yfir að ekkert
yrði aðhafst í máli Miksons, enda
væm ásakanirnar byggðar á upp-
lognum áróðri frá leyniþjónustu
Sovétríkjanna.
VILL MIKSON FYRIR RÉTT
„Ég hef reynt að láta réttlætið
ná fram að ganga, en án árang-
urs,“ segir Partel. „Ég er orðinn
ekkill og einstæðingur og varla
„Mikson varfrægur knattspyrnumaður og uppáhald allra á þessum
tíma," segir Tzvi Partel. „Ég dáði hann sem hetju og fór á hvern ein-
asta fótboltaleik. En svo drap hann móður mína og systur."
fær til stórra verka lengur eftir
hjartaaðgerðir. Það er mín eina
ósk að Mikson verði færður fyrir
rétt og dæmdur fyrir morðið á
ættingjum mínum. Ég mundi svo
sannarlega bera vitni um það sem
ég veit ef ég væri beðinn um það.
En trúlega verður ekkert af því
héðan af.
Ég hef ekki áhuga á skaðabót-
um eða peningum. Mikson á ekk-
ert annað skilið en að verða
hengdur á gálga fyrir það sem
hann gerði.
Þessi morðingi situr hins vegar
uppi á fslandi þar sem haldið er
hh'fiskildi yfir honum. Umheimin-
um virðist vera sama um það sem
gerðist, svo það gleður mig meira
en orð fá lýst að þið skulið sýna
málinu áhuga, máli milljóna
manna sem voru myrtir, máli
móður minnar og systur. Fólk á
að fá að heyra um þetta.“
Karl Th. Birgisson
Búnaðarbankinn í klípu:
Stungu af tll
Afrfku frá 47
millióna shuld
Búnaðarbankinn hefur birt
greiðsluáskorun til forráða-
manna hlutafélagsins Ballskák-
ar um að standa skil á samtals
47 milljóna króna skuld þeirra
við bankann. Bankinn á þó
takmarkaða möguleika á að fá
skuldina greidda, þar sem allir
stjórnarmenn Ballskákar, Gylfi
Snædal Guðmundsson, Guð-
rún Skarphéðinsdóttir, kona
hans, og Ruth Gylfadóttir,
dóttir þeirra, eru nú búsettir í
Suður- Affíku.
Ekki aukast möguleikar
bankans á því að fá skuldina
greidda við þá staðreynd að
þvert gegn því sem kemur
fram í greiðsluáskorun bank-
ans er Ballskák hf. alls ekki
þinglýstur eigandi að þeirri
fasteign sem sett var að veði
vegna skuldarinnar.
Skuldin er samkvæmt
tveimur veðskuldabréfum,
sem Sláturfélag Suðurlands gaf
upprunalega út í september
1989. Annað bréfið var upp á
450 þúsund þýsk mörk en hitt
upp á 225 þúsund dollara.
Tveimur mánuðum síðar
var gerð nafnbreyting á bréf-
unum þegar nýr greiðandi tók
við þeim, Ballskák hf. Átti að
greiða bréfin með 15 jöfnum
greiðslum á 6 mánaða fresti, í
fyrsta sinn í september 1991.
Til tryggingar var tekið veð í 2.
hæð Grensásvegar 14. Sam-
kvæmt greiðsluáskoruninni er
það þinglýst eign Ballskákar.
Samkvæmt gögnum sýslu-
mannsins í Reykjavík er þetta
þinglýst eign Naustaborgar hf.,
sem nú ber nafnið Grensásveg-
ur hf., en um það félag hefur
verið fjallað í PRESSUNNI
vegna fjársvikamála. Forráða-
menn þess félags eru þeir Ág-
úst Fylkissott, Jón Magnússon
og Orn Karlsson. Félag þetta
keypti eignina af SS í ágúst
1991, en leigði hana mánuði
síðar Sigurði Erni Sigurðssyni
Hagskiptamanni, sem einnig
hefur verið til umfjöllunar í
PRESSUNNI.
Vanskilatilkynningum
bankans hefur í engu verið
sinnt.
Verði skuldin ekki greidd
eða um hana samið fyrir næstu
mánaðamót mun bankinn
krefjast nauðungarsölu á fast-
eigninni við Grensásveg.
„Mikson my
móður mína
og systur"
VIKAN FRAMUNDAN
28. janúar 1986 sáu milljónir
manna bandarísku geimfeijuna
Challenger springa í loft upp í
flugtaki. Meðal þeirra sem fórust
var gagnfræðaskólakennarinn
Christa McAuliffe, en til stóð að
hún héldi kennslustund fýrir
börn utan úr geimnum.
28. janúar 1935 varð fsland
fýrsta landið sem lögleiddi fóst-
ureyðingar.
28. janúar 1725 lést Pétur mikli
Rússakeisari, 53 ára að aldri.
29. janúar 1988 framdi óperu-
söngvarinn Dantcho Bantchev-
sky sjálfsmorð með því að kasta
sér af svölum Metropolitan-
óperuhússins í New York. Það
gerði hann á meðan á sýningu á
Macbeth eft ir Verdi stóð.
30. janúar 1933 varð Adolf
Hitler kanslari Þýska-
lands.
30. janúar
1948 var
indverski
mannréttindafrömuðurinn Ma-
hatma Gandhi myrtur.
30. janúar 1965 var Winston
Churchill jarðaður.
30. janúar 1973 komu Bítlarnir
fram 1 síðasta sinn opinberlega
en þá spiluðu þeir á þaki höfuð-
stöðva Apple-fýrirtækjasam-
steypunnar í London.
31. janúar 1943, fýrirnákvæm-
lega 50 árum, gáfust Þjóðverjar
upp fyrir Rauða hernum við Sta-
língrad. Mánuðina á undan
höfðu farið fram sérlega blóðug-
ar orrustur milli herjanna og er
talið að minnsta kosti 850 þús-
und þýskir hermenn hafi farist.
Svipaðar tölur hafa verið nefndar
um mannfall hjá Rússum.
1. febrúar 1790 kom hæstirétt-
ur Bandaríkjanna saman í
fyrsta skipti.
1. febrúar 1979 var knatt-
spyrnukappinn Trevor
Francis, fýrstur enskra
leikmanna, seldur fýrir
eina milljón punda. Það var
Nottingam Forest sem greiddi
þessa upphæð fýrir hann.
1. febrúar 1979 kom Ayatollah
Khomeini aftur til frans eftir
hafa verið 16 ár í útlegð.
1. febrúar 1981 varð Gro Harl-
em Brundtland fyrst norskra
kvenna til að verða forsætisráð-
herra.
2. febrúar
1852 var
fýrsta almenn-
ingssalernið
fýrir karlmenn
opnað á Bret-
landi.
2. febrúar 1970 lést nóbelsverð-
launahafinn Bertrand Russel.
2. febrúar 1979 lést Sid Vicious,
aðeins 21 árs að aldri. Sid, sem
lék á bassa í hljómsveitinni Sex
Pistols, mun vera frægasti ræfla-
rokkari allra tíma.
2. febrúar 1986 fengu konur í
fyrsta skipti kosningarétt í Liech-
tenstein.
3. febrúar 1468 lést Johann Gu-
tenberg, nú kunnur sem faðir
prentlistarinnar.
3. febrúar 1963 lést dægurlaga-
söngvarinn Buddy Holly í flug-
slysi.
3. febrúar 1969 varð Yasser
Arafat leiðtogi PLO, frelsissam-
taka Palestínuaraba.
3. febrúar 1989 lét P.W. Botha
af embætti forsætisráðherra Suð-
ur-Afríku.
AFMÆLI
28. janúar
Henry Morton Stanley fæddist
þennan dagárið 1841. Hann
vann sér það helst til frægðar að
ferðast inn í svörtustu Afríku til
að leita félaga síns, dr. Living-
stones.
Gunnþórunn Jónsdóttir,
ekkja Óla Kr. í Olís, verður 47
ára.
Jón L. Amalds ráðuneytisstjóri
verður 58 ára.
Karólína Guðmundsdóttir
verkffæðingur verður 38 ára.
29. janúar
Germaine Greer, rithöfundur
og femínisti, fæddist þennan dag
fyrir 54 árum.
Anna K. Jónsdóttir borgar-
málafrömuðurverður41 árs.
Ingvi I. Ingvason, forstjóri Raf-
ha, verður 49 ára.
30. janúar
Gene Hackman leikari verður
52 ára.
Ragnar Tómasson lögffæðing-
ur verður 54 ára.
Aðalsteinn
„ríki“ Jóns-
son á Eski-
firði verður
71 árs.
31.janúar
Frans Schu-
bert tónskáld fæddist þennan
dagárið 1797.
Phil Collins poppstjarna verður
42 ára.
Einar J. Gíslason í Fíladelfíu á
stórafmæli, verður sjötugur.
1. febrúar
Clark Gable kvikmyndastjarna
fæddist árið 1901.
Jón Ásgeirsson, formaður HSÍ,
verður 56 ára.
Ólafur Stephensen auglýsinga-
frömuður verður 57 ára.
2. febrúar
James Joyce rithöfundur fædd-
ist árið 1882.
Jusse Björling tenórsöngvari
fæddistárið 1911.
■ Pétur Pét-
ursson
læknir verð-
ur 46 ára.
Sveinn E.
Ulfsson,
veitingamað-
ur og verk-
taki, verður 43 ára.
Ólafur Björnsson, fyrrverandi
prófessor, verður 81 árs.
3. febrúar
Gertrude Stein, rithöfundur og
gagnrýnandi, fæddist árið 1874.
Jóhann Ágúst Sigurðsson
læknir verður 45 ára.
Hrafnkell
A. Jónsson,
varaþing-
maður og
verkalýðs-
frömuður,
verður 45
ára.
Böðvar Guðmundsson rithöf-
undur verður 55 ára.