Pressan - 28.01.1993, Side 10
10
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. JANÚAR 1993
30 konur hafa leitað skjóls í Kvennaathvarfinu vegna ofsókna
HMVHUTUIBT
•FBELDI, NJRNIR,
INNBROTS
MORBMtaNII
PRESSAN/JIM SMART
Þolendur ofsókna
mega búa við skert
persónufrelsi, þjakaðir
af ótta og kvíða. Á
þeim hvílir sönnunar-
byrði tem erfítt reynist
að framfylgja þegar til
málaferiakemur. Of-
sóknir viðgangast því
og lítt er aðhafst þrátt
fyrir alvöru málsins.
Reynt hefur verið að
knýja á um lagabreyt-
ingar til að gera ger-
endum erfiðara fyrir
með að stunda iðju
sína.
Mikil aukning hefur orðið á
þeim íjölda kvenna sem leitað
hafa aðstoðar Samtaka um
kvennaathvarf vegna alvarlegra
ofsókna af hálfu fyrrum sambýíis-
manna og eiginmanna. Af 217
konum leituðu liðlega 30 konur
skjóls í athvarfmu árið 1991 vegna
ofsókna. Talan hækkaði til muna
á síðasta ári. Ofsóknir sem þessar
teljast til alvarlegra sakamála sem
þó reynist erfitt að færa sönnur
fyrir og eru sjaldan kærð. Þau eru
því mun algengari en opinberar
tölurgefatilkynna.
Vegna erfiðrar sönnunarbyrði
eru dómsmál fágæt, en í þessum
málum sem öðrum er í gildi hin
almenna regla að maður er sak-
laus þar til annað sannast. Þolandi
þarf því að afla sönnunargagna
með einum eða öðrum hætti svo
fella megi dóm í máli. f fram-
kvæmd reynist það afar erfitt og
neiti ákærði sakargiftum er um að
ræða staðhæfmgu gegn staðhæf-
ingu og málið andvana fætt;
grundvöllur kærumáls horfinn og
gerandi kemst upp með þann
ásetning að gera fórnarlambi sínu
lífið leitt með áframhaldandi of-
„Þetta eru engir pústrar á jafn-
réttisgrundvelli og álagið er svo
skelfilegt að vart er hægt að
lýsa því," segir Jenný Anna
Baldursdóttir hjá Samtökum
um kvennaathvarf.
sóknum. Ofsóknarþoli er oft
hjálparvana og skelfmgu lostinn
og þegar sýnt er að yfirvöld geta
lítt aðhafst í máli hans gefst hann
upp og aðlagast ástandinu.
Erfið sönnunarbyrði
Árið 1975 var kveðinn upp
dómur í Hæstarétti þar sem synj-
að var kröfu ákæruvaldsins um
gæsluvarðhald yfir manni sem of-
sótt hafði konu um langt skeið
með svo grófum hætti að um tíma
þurfti hún lögreglufýlgd. Svo langt
hafði hann gengið í aðför sinni að
það dugði honum að keyra ffarn-
hjá vinnustað konunnar til að
vekja með henni óhug. Maðurinn
starfaði á þeim tíma sem leigubíl-
stjóri og því vandkvæðum bundið
að meina honum akstur nærri
heimili hennar eða vinnustað.
Sönnun um ofsóknir var nánast
ómöguleg.
Mál þetta, sem hefur verið kall-
að „Málfríðardómurinn", hafði í
för með sér að ári síðar var refsi-
mörkum breytt. Upp frá því gátu
ofsóknir á hendur öðrum varðað
fangelsisvist, en hámark refsingar
fyrir breytingu hafði aðeins verið
sex mánaða varðhald. Var það
hækkað í sex mánaða fangelsi eða
varðhald í ótiltekinn tíma. Sönn-
unarbyrðin hélst hins vegar
óbreytt.
Að sögn Þóris Oddssonar vara-
rannsóknarlögreglustjóra er
sönnunarbyrði afar erfið og af
þeim sökum fari fá mál fyrir dóm-
stóla. „Jafnvel þótt kærur séu
margar í einstöku máli er megnið
af þeim ósannað þar sem ákærði
ber að öllu jöfnu af sér allar sakir
og sönnunargögn eru fá eða eng-
in. Dómari eða ríkissaksóknari
geta ekki sakfellt meintan geranda
ef sýnt þykir að það leiði til sýknu
fyrir dómi og hvorki liggja til
grundvallar sönnunargögn né
framburður vitna. Því er fátt sem
styður meint kæruefni.“ Þórir seg-
ir menn einkar snjalla í ofsóknar-
aðferðum sínum og takist í all-
flestum tilfellum að komast hjá
því að vera staðnir að verki. „Eftir
góða rispu nægir þeim oft að sýna
sig, en engin leið er að sanna
augnatillit eða andlitsgrettu."
Hann segir ennfremur að vand-
kvæðum sé bundið að koma við
eftirliti eða veita ofsóttri mann-
eskju vernd, þar sem hvorki sé
fyrir hendi mannskapur né fjár-
munir og þjóðfélagið að auki það
lítið að gerandi átti sig nær sam-
stundis á því að með gerðum hans
er fylgst. Hefur hann þá hægt um
sig rétt á meðan og hefur jaftivel
gaman af þegar hann sér að tilvera
fómarlambsins er komin á hvolf.
Engir pústrar á jafnréttisgrund-
velli
Hugmyndaauðgi gerenda virð-
ast fá takmörk sett. Sífelldar ógn-
anir um að gera illt, stöðugar sím-
hringingar, heimsóknir á vinnu-
stað eða skóla barnanna eru vel-
þekktar aðferðir. Algengt er einnig
að þolanda sé veitt eftirför eða
brotist inn á heimili hans og hann
beittur þar ofbeldi, líkamlegu eða
kynferðislegu. Jafnvel em hafðar í
frammi hótanir um að drepa
börnin, hengja móðurina eða
skera á háls; bæði beinar og
óbeinar morðhótanir. Birtingar-
myndir ofbeldisins geta einnig fal-
ist í branasárum og beinbrotum
og því að gæludýr séu drepin að
börnunum ásjáandi. Þau eru
einnig gjarnan vakin upp til að
horfa á þegar faðirinn beitir móð-
urina ofbeldi og dæmi eru um
gerendur sem hafa setið tímunum
saman með byssu við gagnaugað
meðan fjölskyldan fylgist með í
skelfingu. Þá hafa verið brögð að
því að menn skrái lögheimili sitt á
heimili konunnar effir skilnað að
borði og sæng og fær lögreglan lítt
að gert ef til átaka kemur inni á
heimilinu.
„Þetta eru engir pústrar á jafn-
réttisgrundvelli og álagið er svo
skelfilegt að vart er hægt að lýsa
því,“ segir Jenný Anna Baldurs-
dóttir hjá Samtökum um kvenna-
athvarf. „Dæmin sem nefnd hafa
verið hér á undan era engin und-
antekningartilvik, en ofbeldi í
sambúð kemur oft á undan sjúk-
legum ofsóknum. Er maðurinn þá
oftast búinn að sýna það sem í
honum býr og hvers hann er
megnugur. Það verkar mjög „vel“
á þolandann. Þessar konur búa
við stöðuga lífshræðslu og læra
hvemig á að haga sér til að komast
hjá aðgerðum af hálfu geranda.
Það er ein ástæða þess að konur
draga kæru sem þær hafa lagt
fram til baka í von um að þær fái
ffið. Slík eftirgjöf getur hins vegar