Pressan - 28.01.1993, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. JANÚAR 1993
11
haft þveröfug áhrif og valdið því
að maðurinn gangi enn harðar
fram en áður. Svona lagað lagast
aldrei af sjálfu sér og eina leiðin út
er að leita réttar síns með hjálp
réttra aðila.“ Jenný segir að hótan-
ir beri ævinlega að taka alvarlega
og kæra hvert einasta lítið atvik,
taka upp símtöl og halda jafnvel
dagbók. Gera hvaðeina til að afla
sér einhverra sönnunargagna.
Gerandinn ótrúlega útsmoginn
Markmiðið með ofsóknum er
alla jafna það að konur taki aftur
við fyrrum maka sínum eða sam-
býlismanni, sem finnst eðlilegt að
beita ofbeidi til að ná fram vilja
sínum, þótt alloft virðist tilgang-
urinn alls enginn og með öllu
óskiljanlegur. Yfírleitt þekkir ger-
andinn þolandann og er reyndar
afar sjaldgæft að um annað sé að
ræða. Það er nánast regla að áður
en til aðgerða kemur af hálfu
brotaþola hefur hann lengi reynt
að hafa gerðir gerandans að engu
og búið við stöðugt ónæði. Sumir
hafa látið slíkt háttalag líðast um
árabil áður en nokkuð er að gert.
Reynir þolandi að afstýra því með
einhverjum hætti og gerir jafnan
ítrekaðar tilraunir til að tala um
fyrir viðkomandi. Þrautalending-
in er að leita til lögreglu og eru
menn loks sóttir til saka ef nægi-
legar sannanir virðast liggja fyrir
athæli þeirra.
Þeir sem til þekkja eru almennt
á einu máli um að einungis lítill
hluti brota komi til meðferðar
dómsvaldsins og þau mál sem
lögreglan fær til meðferðar leysist
oftar en ekki með lögregluáminn-
ingu, þar sem brotaþoli hefur
sjaldnast í hyggju að sakfella við-
komandi og vakir eingöngu fyrir
honum að öðlast frið. Áminning
er hins vegar ekki refsing sem slík
en er þó skilyrði refsiábyrgðar og
saksóknar. Reynist hún duga til að
menn láti af hátterni sínu hefur
málið hlotið formlega afgreiðslu
þótt ekki hafi það leitt til dóms.
„Áminning stöðvar sjaldan
þann sem virkilega hefur í hyggju
að halda ofsóknum sínum áfram,“
segir Jenný. „AJgengt er því að h't-
ið sé að gert og ofsóknirnar fái að
viðgangast. Gerendur vita ná-
kvæmlega hvernig þeim ber að
haga sér svo sönnunargögn finnist
ekki, og því síður vitni. Það getur
þá jafnvel farið svo að þolandan-
um sé ekki trúað.“
Nálgunarbann mundi flytja
fjöll
Samtök um kvennaathvarf
lögðu á síðasta ári fram tillögu um
breytingar á hegningarlögum í
samráði við Tryggva Agnarsson
lögfræðing. í þeim fólst að svo-
kallað nálgunarbann (restriction
order) kæmi til viðbótar lagaregl-
unum sem þegar eru fyrir hendi,
sem felur í sér að sá er yrði sann-
anlega uppvís að ofsóknum ætti
yfir höfði sér dómsúrskurð, skil-
orðsbundinn að því leyti að í
ákveðinn tíma væri honum mein-
að að vera á ferli nálægt heimili,
skóla og öðrum þeim stöðum sem
þolandinn er mikið á. Brot á þess-
ari grein hegningarlaganna mundi
varða fangelsisvist. Dómsmála-
ráðuneytið hefur fyrirhugað að
skipa nefnd upp úr mánaðamót-
urn sem fjalli mun nánar um til-
lögurnar, en Jenný telur nálgunar-
bann stórt skref fram á við. Það
mundi ekki leysa vandann en væri
mikið öryggisatriði. „Það er mikill
skilningur hjá lögreglu á þessum
málum en þeir standa jafnráð-
þrota og aðrir því lagabókstafur-
inn, í þeirri mynd sem hann er nú,
virðist lítt fallinn til að taka rétti-
lega á málum. Þessi skilningur
breytir þó engu um fátækt úr-
lausna og ef breytingatillögurnar
ná ekki fram að ganga viðhelst
núverandi fyrirkomulag. Sam-
ræmd vinnubrögð lögreglu, lækna
og annarra mundu flytja fjöll, en
við verðum að átta okkur á að
þetta eru afbrot — ekki sam-
skiptaörðugleikar.“
Telma L. Tómasson
,Það er ekkert venju-
legt heilbrigt fólk sem
eyðir tíma sínum í að
úthugsa allan þatm
óþverra sem viðgengst \
Umálumsem Ægm
þessu oggeysi- 41
legt hugmyndaflug
þarftil áðupphugsa ’
allar leiðirnar sem
farnar eru. Ég bý við
stöðugan ótta oger
ávallt í viðbragðs-
stöðu.“
„Þetta er stöndugur
og fínn borgari"
- „og ég er stöðugt á varðbergi”
„Morðhótun fékk mig
loks til að kæra“
- segir rúmlega tvítug kona sem sætt
hefur kúgun og ofbeldi um árabil
„Ég hafði lifað við ofbeldi í
hjónabandi um árabil og margoft
haft ástæðu til að kæra manninn
minn fyrrverandi. Ég gerði það
hins vegar aldrei. Láttu kyrrt liggja
barnanna vegna, sagði ég við sjálfa
mig. Þvílík mistök,“ segir kona á
miðjum aldri sem við köllum
Ragnheiði. Hún kemur vel fýrir,
virðist sterkur einstaklingur og
ekki sjáanlegt að hún hafi búið við
ofbeldi og ofsóknir í langan tíma.
„Það þekkir mig enginn fyrir
sömu manneskju og kom í
Kvennaathvarfið fyrir nokkrum
árum. Þá þorði ég ekki út úr húsi;
svaf, grét, titraði og skalf í hálfan
mánuð, var í raun helsjúk mann-
eskja sem hafði logið og stundað
feluleik í langan tíma.“
Ragnheiður og eiginmaður
hennar voru vel efnuð, hann í
góðri stöðu, og engar gárur sýni-
legar á yfirborðinu. Annað bjó þó
undir. „Þegar ég braust út úr
þessu ástandi og hugðist byggja
mig upp að nýju hræddist mótað-
ilinn að upp kæmist um allan
þann óþverra sem viðgekkst í
sjúku hjónabandinu og upphófúst
þá ofsóknir á hendur mér. Ger-
andinn í mínu tiifelli er haldinn
óstjórnlegri eignarréttarsýki og
hann leitar allra leiða til að láta
mér og börnum mínum líða sem
verst og reynir að kvelja mig sem
mest. I upphafi átti að koma mér á
kaldan klaka fjárhagslega, en þeg-
ar það mistókst reyndi maðurinn
að neita mér um skilnað. „Hann
hóf að vekja hana upp að nóttu
með símhringingum og tók upp
þann sið að hanga fyrir utan
heimili hennar og hafa í hótunum
um að pynta hana og drepa. Hann
réðst á bíl hennar, skar á dekk og
vann á honum aðrar skemmdir.
Hann kom á vinnustað hennar og
sat fyrir börnunum í skólanum
þannig að þau voru með stöðugan
magaverk af ótta. Það gekk svo
langt að einu barnanna var rænt
oghaldið nauðugu.
„Barnaverndaryfirvöld brugð-
ust ekki við og þurfti fógetavald til
að endurheimta barnið,“ segir
Ragnheiður. „Ég finn fýrir reiði í
garð opinberra aðila, sérstaklega
forræðisdeildar barnaverndar-
nefndar, sem er fáliðuð og ekki
fær um að sinna málum sínum
sem skyldi. Það er með ólíkindum
þegar ofsóknir hefjast í gegnum
kerfið allt og deildir ráðuneytisins,
og þessar leiðir eru notaðar til að
knésetja mann og taka burt böm-
in. Það er allt fundið til og í stað
þess að veitt sé hjálp er ráðist að
manni. Það er mannlegt eðli að
snúast til varnar, en þessi vamar-
staða er ákaflega veik. Á stundum
reynist að vísu erfitt fyrir hið opin-
bera að sjá sjúkleikann sem liggur
að baki „prýðismanni" og mekt-
arborgara og því enn mikilvægara
að viðhafa vönduð vinnubrögð.
Mistök geta verið dýrkeypt.“
f tilfelli Ragnheiðar vom börnin
skilin að um tíma en nú á hún að
baki sex ára baráttu við fýrrum
eiginmann sinn, sem heldur
áffam ofsóknum sínum þrátt fýrir
að hafa hafið sambúð með annarri
konu, og telur Ragnheiður dæmi
sitt síður en svo einstakt. Hún seg-
ist smám saman vera að komast
yfir Jnæðsluna og að hún styrkist
með degi hverjum. Hún segir að
lögreglan hafi reynst sér vel.
„Þetta er ekki drukkinn róni sem
við er að eiga, heldur stöndugur
og fínn borgari bæði hvað þjóðfé-
lagsstöðu snertir og íjárhagsstöðu.
Hann kemur ákaflega vel fýrir og
við getum talið hann til „aristó-
kratanna“ hér í bæ. Lögreglan
stendur ráðþrota frammi fyrir
klækjum slíks ofbeldismanns þeg-
ar hann grætur, iðrast og ruglar
alla í ríminu, jafnvel þótt heimilið
sé eins og blóðugur vígvöllur og
bömin öll í uppnámi. Ég hef aldrei
kært hann því sönnunarbyrðin er
erfið og ég hef ef til vill stjómast af
kjarkleysi. Það þarf samvinnu
milli aðila sem eiga við mál af
þessu tagi. Þegar einstaklingur
kemur á sjúkradeild — greinilega
með áverka af mannavöldum og
búið að vinna á honum voðaverk,
en með ótrúlegustu lygar á tak-
teinum eins og ég bar fyrir mig —
ber lögreglu og læknum að grípa
inn í á einhvern máta. Manneskj-
an sjálf er svo dofin og skilaboðin
svo röng að henni dettur ekki í
hug að sinna sínum málum. Ein-
staklingur sem býr við þessar að-
stæður er í raun ósjálfbjarga."
Ragnheiður telur nálgunar-
bann eina úrræðið til að tryggja
börnum sínum og sér sjálfri frið
og áminning lögreglu hafi lítið að
segja. „Við höfum löngu slitið
samvistir og því er ekki lengur um
hjónaerjur að ræða. Línur eru
hins vegar óskýrar milli þess sem
álitið er opinbert mál og þess sem
talið er til einkamála. Ef maðurinn
bryti nálgunarbann þyrfti hann að
súpa seyðið af því og tæki ábyrgð
á því að trufla heimilislíf okkar.
Forhertur maður hlær að áminn-
ingu og hæðist að lögreglunni fyr-
ir það og því þarf að koma á regl-
um sem hindra menn í að stunda
iðju sína. Það er ekkert venjulegt
heilbrigt fólk sem eyðir tíma sín-
um í að úthugsa allan þann
óþverra sem viðgengst í málum
sem þessu og geysilegt hug-
myndaflug þarf til að upphugsa
allar leiðirnar sem farnar eru. Ég
bý við stöðugan ótta og er ávallt í
viðbragðsstöðu. Það er smánar-
blettur á þjóðfélaginu að þetta
skuli vera látið viðgangast. Eg hef
hins vegar trú á því að þessu
linni.“
Hún er rétt rúmlega tvítug en
hefur þó mátt þola ofbeldi og kúg-
un í mörg ár af hendi fýrrum sam-
býlismanns. Eftir samvistarslit
hefur hann margsinnis ógnað
henni og setið um heimili hennar.
Hún kærði hann að lokum þegar
hann hótaði henni lífláti og fengu
hún og börn hennar lögreglufylgd
dagana á eftir. „f mínu tilviki var
sjaldan um að ræða gróft líkam-
legt ofbeldi, þótt hann væri stöð-
ugt að dangla í mig, toga í hár mitt
eða sparka til mín. Eg bjó hins
vegar við stöðuga kúgun af hans
hálfú. Ef ég kom hálftíma of seint
úr vinnu hófust yfirheyrslurnar:
Hvar hafði ég verið, við hvern
hafði ég talað og um hvað hafði
verið rætt, — hann var sjúklega
hræddur um að talað væri illa um
hann. Þá sjaldan ég fór á
skemmtistað var því haldið fram
að ég hefði verið með öðrum
mönnum og því hætti ég að fara
nokkuð. Aðeins einu sinni þurfti
ég að fara á slysavarðstofu illa
særð, en þá hafði ég barist heila
nótt og óttaðist að þetta væri mitt
síðasta. Ég var yfir mig hrædd en
kærði ekki og get vart lýst því
hvernig mér leið; ég var dofin og
sá enga undankomuleið. Þegar
svo er í pottinn búið tileinkar
maður sér hegðun sem gerir lífið
sem léttbærast og allt líf manns
stjórnast af sálarástandi gerand-
ans. Eftir átökin dó eitthvað innra
með mér, en ég reyndi ekki að
spyrna á móti aftur fyrr en ég
skildi endanlega við hann nokkr-
um árum síðar. Þá var hann, eins
og alltaf, fúllur samsæriskenninga
og taldi alla vera að vinna gegn
sér. Samkvæmt honum rættist
það allt eftir skilnaðinn og mér var
kennt um ófarimar.“
Stúlkuna, sem nefnd verður
Sólveig, skorti kjark til að „flýja“ á
eigin spýtur með börn sín og naut
við það aðstoðar bróður síns. Hún
mátti þola daglegar hringingar
fyrst eftir skilnaðinn þar sem
hann hafði í hótunum við hana.
Stundum kom hann. „Ég þorði
ekki fyrir mitt litla líf að taka
börnin mín og fara út í bíl af ótta
við að hitta hann á leiðinni niður
stigana. Hann hefði gengið frá
mér. Því var það sem bróðir minn
aðstoðaði mig og beindust lífláts-
hótanir gegn honum á eftir.
„Bróðir þinn verður ekki langlíf-
ur,“ sagði fýrrum sambýlismaður
minn, „þú átt eftir að sjá eftir
þessu.“ — Hann neytir mikils
áfengis og annarra vímugjafa og
líf hans gengur út á að afla sér
þeirra. Hann er því langoftast
undir áhfrifúm en það breiðir ekki
yfír þá staðreynd að maðurinn
þarf á hjálp að halda."
Maðurinn fýlgdist grannt með
Sólveigu og beið á stundum eftir
henni þegar hún kom heim.
Henni var nóg boðið þegar hann
sat fyrir henni í bíl hennar að
morgni dags og hótaði henni Iíf-
láti. Leitaði hún þá til lögreglu.
„Þetta var í fýrsta og eina skiptið
sem ég kærði hann,“ segir Sólveig.
„Hann hótaði mér morði oftar en
einu sinni og ég trúði að honum
væri alvara. Það kemur mér ekk-
ert lengur á óvart.“ Maðurinn var
þó ekki kallaður til yfirheyrslu fýrr
en fjórum dögum síðar og undrast
Sólveig tímann sem það tók að
kalla hann fýrir, en hún og börn
hennar nutu lögregluverndar dag-
ana á eftir.
„Þegar ég kærði varð honum
Ijóst að mér var alvara og hann lét
sér segjast. Börnin eru hins vegar
hrædd við hann og enn talar hann
auðmýkjandi bæði til mín og
þeirra. Hræddust er ég um að
hann komi börnunum að óvörum
og þau skil ég ekki eftir ein heima.
Þegar síminn hringir á ég von á að
hann sé á línunni og er í sífelldri
spennu. Hann hefur alltaf getað
hrætt mig til að gera alla skapaða
hluti.“
Sólveig býr nú ein og er að
koma undir sig fótunum. Hún
hefur í þrígang þurft að leita í
Kvennaathvarfið en getur ekki
hugsað sér að stofna heimili með
öðrum manni enn sem komið er.
Hún notar öryggishnapp frá Secu-
ritas, sem veitir manninum
ákveðið aðhald. „Þetta heldur
honum ffá en ég er þreytt og reið
yfir því að hann skuli endalaust
geta látið allt hrynja í kringum
mig. Eina leiðin til að losna undan
honum er að hann fái dóm og láti
mig í fríði. Hart skal mæta hörðu
því samningar duga ekki. Ég finn
enga skýringu á því af hverju hann
lætur mig ekki í friði, en jafnffamt
reyni ég að svekkja mig ekki á for-
tíðinni, þar sem ég veit nú að það
má sleppa úr svona ástandi. Ég
skal berjast við hann svo lengi
sem ég lifi, því það er fullkomið
óréttlæti að hann geti rústað líf
heillar fjölskyldu og komist upp
með það.“
„Égskal berjast við
hann svo lengi sem
ég lifi, þvíþað er
fullkomið óréttlœti
að hann geti rústað
lífheillarfjölskyldu
og komist upp með
það.“
„Það er fyrst og fremst harka
sem gildiren aldrei reynist
hægt að semja og því finnst
engin sanngirni í þessu, ekk-
ert réttlæti."
Ilng ein-
stæð móðip
dæmigent
fonnanlamb
- segir Tryggvi
Agnarsson
lögfræðingur
„Oft er um brotaröð að ræða
og málið fer sjálfkrafa í gang
þegar kært er. Rannsókn máls-
ins er í höndum lögreglu, en
reynist ásakanir nægilega al-
varlegar tekur ríkissaksóknari
ákvörðun um hvort ákæra
verður lögð fram í málinu og
hvort það fer fyrir dómstóla.
Reynsla mín er að því kröffugri
sem andstaða þolandans er
þeim mun meiri reynist mót-
staðan vera. Ung einstæð móð-
ir er dæmigert fórnarlamb þótt
ofsóknir fyrirfinnist í öllum
þjóðfélagsstiganum, en upp-
gjöf getur reynst hverjum sem
er afdrifarík og ber þolendum
að leita aðstoðar hið fýrsta,
ýmist hjá Kvennaathvarfinu
eða hjá lögmanni. Aðstoð er af-
ar mikilvæg en ekki er síður
mikilvægt að þolandinn byggi
upp sjálfstraust," segir Tryggvi
Agnarsson lögmaður.
Aðspurður um álit sitt á
nálgunarbanni sagði hann: „Ég
vil fara ákaflega varlega í að
snúa sönnunarbyrðinni, en
með tillögu okkar er henni
hnikað ögn til. Þetta er nýtt
réttarúrræði sem bannar við-
veru á ákveðnum stöðum og
gefur möguleika sem við höf-
um ekki núna. Ef þessi laga-
breyting næði fram að ganga
mundi hún vissulega bæta
stöðu fórnarlambsins.“
Tryggvi segir að gerendur
verði venjulega uppvísir að
heilum flokki glæpa gagnvart
fólki og venjulegt fólk trúi því
vart að slíkt geti átt sér stað.
„Fólk skilur ekki hvernig „góði
eiginmaðurinn" getur fengið af
sér að stunda slík myrkraverk,
en þeir eru svo einbeittir í
óþverrabrögðum sfnum að
ekkert sem þeir gera getur tal-
ist eðlilegt. Mynd gerenda af
lífinu er allt öðruvísi en ann-
arra og lemja þarf raunveru-
leikann inn í þá með fjölda
kærumála. Það er fyrst og
fremst harka sem gildir en
aldrei reynist hægt að semja og
jví finnst engin sanngirni í
)essu, ekkert réttlæti. Sönnun-
arbyrðin er afleit, en mál ættu
að leysast með samstarfi og
skilningi.“