Pressan - 28.01.1993, Side 13

Pressan - 28.01.1993, Side 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. JANÚAR 1993 13 HVERS VEGNA Hrynurfylgið af Sjálfstœðisflokknum f KJARTAN MAGNÚSSON, FORMAÐUR HEIMDALLAR, SVARAR Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst fylgi vegna þess að velmeg- un hefur minnkað í þjóðfélaginu. Flokkurinn leiðir ríkisstjórn, er hefur þurft að grípa til afar óvin- sælla en bráðnauðsynlegra að- gerða, sem fyrri ríkisstjórnir slógu sífellt á frest. Hann hefur lagt áherslu á að láta verkin tala en gefið áróðursmálum of lítinn gaum. Andstæðingum ríkisstjórn- arinnar hefur óneitanlega tekist vel upp við að gera lítið úr aðgerð- um hennar, blása upp þá ókosti sem niðurskurður ríkisútgjalda hefur í för með sér, en gera lítið úr kostunum jafnvel þótt þeir séu mun þyngri á metunum. Islendingar hafa lifað um efni fram á síðastliðnum árum. Fram til ársins 1991 var viðvarandi og sívaxandi ríkissjóðshalla mætt með brosi á vör og auknum lán- tökum. Fyrri ríkisstjórnir stuðl- uðu að æ meiri útþenslu ríkisins með ávísunum sem engin inn- stæða var í raun fyrir. Nú streyma gulu miðarnir inn. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar er að gera aivarlega tilraun til að binda enda á slík vinnubrögð. Hún hefur nú þegar náð þeim ein- staka árangri að minnka ríkis- sjóðshallann um næstum því helming og stefnt er að hallalaus- um fjárlögum á næsta ári. Það er ekki nema von þótt ýmsir hags- munahópar láti duglega í sér heyra við slíkar kringumstæður, en það er hollt að hafa hugfast að með niðurskurðinum er ríkis- stjórnin einungis að stemma tékk- heftið af. Ríkisstjórnin hefur þurft að taka víðar til hendi en í ríkisfjár- málum. Ákvörðun hennar um niðurskurð aflaheimilda hefúr án nokkurs vafa aflað h'enni mikilla óvinsælda, beint og óbeint. Þessi niðurskurður er meiri en ella vegna þess að fyrri ríkisstjórnir svikust um að sýna ábyrgð í um- gengni við þjóðarauðlindina. Þær þorðu það ekki vegna þess að þær vissu að slíkt hefði í för með sér lakari lífskjör þegar til skamms tíma er litið. Til allrar hamingju tók þessi ríkisstjórn langtíma- hagsmuni framyfir skammtíma- lausnir og ef til vill verður þessi ákvörðun til að bjarga þorskstofn- inum ffá algjöru hruni. Það háir ríkisstjórninni nokkuð að aðgerðir hennar einkennast um of af málamiðlunum. Margir kjósendur gera lítinn greinarmun á því hvort fjárlagahallinn er þrettán milljarðar eða sjö. Þessar tölur eru einfaldlega of stórar í þeirra huga til þess að þær skipti þá nokkru máli. Þeir eru líklega færri sem gera sér grein fýrir að með því einu að koma böndum á fjárlagahallann er unnið stórvirki. Erfitt atvinnuástand er vafa- laust ein helsta ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað fylgi. Slíkt þarf í rauninni ekki að koma á óvart. Slæmt atvinnu- ástand bitnar ætíð á stjórnvöldum hvort sem þeim er um að kenna eða ekki. Æ meiri ítök ríkisins í at- vinnulífí þjóðarinnar á undan- förnum áratugum hafa leitt til þess að margir hafa fyllst oftrú á ríkinu og telja að ríkisstjórnin geti leyst öll þeirra vandamál, bara ef „Það háir ríkisstjórninni nokkuð að aðgerðir hennar einkennast um ofafmálamiðlunum. Margir kjósendur gera lítinn greinarmun á því hvortfjárlagahallinn erþrettán milljarðar eða sjö. Þessar tölur eru einfaldlega ofstórar íþeirra huga tilþess að þœr skipti þá nokkru máli. Þeir eru líklegafœrri sem gera sér grein fyrir að með því einu að koma böndum á fjárlagahallann er unnið stórvirki. “ hún vilji, lfkt og hún hafi guðlegt vald. Þannig sé það ófrávíkjanleg skylda ríkisins að skapa og halda uppi atvinnu, fullkomnu heil- brigðiskerfi, dýru menntakerfi, námslánakerfi, landbúnaðarkerfi o.s.frv. Margir eiga ef til vill erfitt með að horfast í augu við að ríkið getur ekki sinnt öllum þeim verk- efnum, sem hefur verið hlaðið á það, með fullnægjandi hætti. Það var mögulegt að slá vandanum á frest þegar þjóðartekjur jukust ár frá ári, en svo er einfaldlega ekki lengur. Það hefur að verulegu leyti komið í hlut ráðherra Sjálfstæðis- flokksins að segja þjóðinni að ekki verði lengur lifað um efni fram. Það kostar atkvæði að segja að veislunni sé lokið og gúmmítékk- arnir búnir. Skoðanakannanir eru auðveld leið fyrir kjósendur til þess að láta óánægju sína í ljós. Ég á þó von á því að kjósendur verðlauni flokk- inn fyrir ábyrgð og festu þegar til kosninga kemur, enda sést best að ekki er margra kosta völ þegar eina úrræði stjórnarandstæðinga er að auka erlendar lántökur. Is- lenskir kjósendur láta ekki teyma sig í þær ógöngur aftur. STJÓRNMÁL Eflum einstaklinginn með samtökum Það voru fjöldahreyfmgar fólksins í landinu sem um síðustu aldamót sáðu fýrstu fræjunum að því sem við höfúm kallað velferð- arríki. Lestrarfélögin, ungmenna- félögin, samvinnuhreyfmgin, verkalýðsfélögin, bindindishreyf- ingin, kristileg félög ungra manna og kvenna og söfnuðir þjóðkirkj- unnar héldu uppi skemmtan og menningu og stuðluðu að um- önnun og umbótum. Markmið þeirra allra var að efla reisn ein- staklingsins með samtökum. Félagshyggjan sem óx upp af þessum fræjum varð mikill meið- ur en misfagur á að Iíta. Stjórn- málaflokkar tóku flestir eitthvert mið af henni og smám saman hófu bæjarfélögin og hið opinbera í öllum sínum myndum að yfir- taka viðfangsefni félagasamtak- anna. Stjórnmálamenn og emb- ættismenn, opinber ráð, nefndir og stofnanir afvopnuðu fjölda- hreyfingamar með því að ganga til móts við kröfur þeirra um mann- eskjulegra þjóðfélag, aukin rétt- indi á flestum sviðum og almenna velferð. Embættismenn velferðar- ríkisins gerðu flest betur en sjálf- boðaliðar frjálsu félagasamtak- anna á meðan framfara- og hag- vaxtarskeið stóð yfir ffá stríðslok- um ffam á síðustu ár. Á veltutím- um geta þeir breitt hulu yfir þá mótsögn að þeim ber bæði að standa með skjólstæðingum sín- um og ríkinu. Á aðhalds-, niður- skurðar- og samdráttartímum verður aftur á móti Ijóst að emb- ættismenn velferðarinnar eru fyrst og fremst handlangarar hins opinbera hvort sem þeim sjálfúm líkar það betur eða verr. Ofsnemmaofmildð Úr ýmsum áttum má nú heyra þau sjónarmið að hinar frjálsu hreyfingar fólksins hafi of snemma látið of mikið í hendum- ar á sérfræðingum og skrifstofú- mönnum hins opinbera. Sænski stjórnmálamaðurinn Bengt Gör- ansson, sem gegndi um skeið embætti menningarmálaráðherra og byrjaði félagsmálaferil sinn í bindindishreyfmgunni, hefur haldið því fram að innan verka- lýðshreyfmgarinnar hafi lengi staðið átök milli sósíalísta sem höfðu almannahreyfingar að bak- hjarli og svokallaðra ríkissósíal- ista. „Lykillinn er sjötti áratugur aldarinnar. Við gjöldum það nú dýru verði að hafa tekið rangar ákvarðanir þá. Það var þá sem við litum svo á að ríkið, sveitarfélagið og verkalýðshreyfingin hefðu öðl- ast staðfesturétt í þjóðfélaginu. Við vildum nota þessi tæki til fé- lagslegra umbóta. En við festumst í neti þeirrar hugmyndaffæði sem sagði að hið opinbera ætti að taka við ábyrgðinni af einstaklingnum. Við hefðum átt að gera okkur grein fyrir að hið sameiginlega er á ábyrgð einstaklingsins í sam- vinnu við aðra einstaklinga. Við effirlétum ríkinu alla umönnun og keyptum okkur frjálsa frá ábyrgð á náunganum méð því að borga skatt. Þar með vikum við frá hinni sígildu hefð almannahreyfmg- anna, en kjarni hennar er sam- hjálp og kærleikur meðal félaga." Andsvar firá haegri og vinstri í okkar heimshluta er það nú tískukenning að ríkið eigi að af- sala sér umsvifum og völdum á báða bóga, útávið til alþjóðasam- taka og innávið til sveitarfélaga. Það er athyglisvert að andsvarið við þessu birtist í kenningum frá „Ríkið og markað- urinn nœgja ekki og þess vegna þarfal- mannasviðið að koma til, en því er œtlað aðþroska mynduga þjóðfé- lagsþegna sem taka fullan þátt í ákvörð- unum lýðrœðisríkis- ins. Kenningunni er stefntgegn þvífyrir- bœri í nútímanum sem stundum er kallað áhorfenda- lýðrœði. Þátttöku- lýðrœði er hinsvegar það sem koma skal. “ hægri og vinstri þar sem fram kemur þrá eftir fortíð sem á að hafa falist í samhjálp og samhygð í faðmi fjölskyldunnar og innan vé- banda félagasamtaka almennings. Hægriflokkar á Norðurlöndum hafa notfært sér félagsmálastefnu kaþólsku kirkjunnar og byggt á henni hugmyndafræði sem grein- ir á milli litla og stóra samfélags- ins. f hinu litla ríkir fjölskyldan al- völd, en í hinu stóra er fengist við heildarstjómun og utanríkismál. Frá vinstri flokkum hafa aftur á móti komið hugmyndir um að skipta athöfnum þjóðfélagsins í þrjú svið, það er að segja opinbera sviðið, markaðssviðið og al- mannasviðið. Hið opinbera hefúr með velferðarþjónustu sinni gert einstaklinginn óháðan fjölskyldu og atvinnurekanda en um leið hefur ríkið gert hann að óper- sónulegum viðskiptavini sínum. Markaðurinn getur að sínu leyti fullnægt þörfúm einstaklingsins í stóru og smáu en hann minnkar manneskjuna niður í neytanda. Ríkið og markaðurinn nægja ekki og þess vegna þarf almannasviðið að koma til, en því er ætlað að þroska mynduga þjóðfélagsþegna sem taka fullan þátt í ákvörðun- um lýðræðisríkisins. Kenning- unni er stefnt gegn því fyrirbæri í nutímanum sém stundum er kall- að áhorfendálýðræði. Þátttöku- lýðræði er hinsvegar það sem koma skal. Það er sameiginlegt með þess- um kenningum frá hægri og vinstri að þær vilja styrkja al- mannasviðið, litla samfélagið, á kostnað ríkisins og markaðarins. Samtök fólksins í landinu Ég er sannfærður um að á þeim þrengingartímum sem nú fara í hönd á Islandi mun reyna mjög á fjölskyldur og félagasamtök í landinu. Ég hef efasemdir um að hið opinbera muni reynast okkur sá haukur í horni sem við höfúm vanist síðustu áratugi. Við skulum líka horfa á það að þjóðfélögum getur farið aftur, þeim getur hnignað og þau geta orðið upp- lausninni að bráð. Þetta er okkur sem höfum lengi búið við stöðug- ar ffamfarir fjarlæg hugsun, en þó þurfúm við ekki lengra en til meg- inlands Evrópu til að sannreyna þetta. Ég er sannfærður um það að fé- lagsþroski okkar og styrkur frjálsra félagasamtaka í landinu, menning þeirra og hefð, er meiri en flesta grunar. Vísi ríki og bæj- arfélög frá sér verkefnum umönn- unar og samhjálpar munu þau ekki verða látin niður falla heldur verða haldið uppi af samtökum fólksins í landinu. Hötundur er tramkvæmdastjóri Alþýöubandalagsins. VIKAN SEM VAR , 21/1 Samskipsmenn og Eimskips- menn rifust um Grænlandssigl ingar og gerðu samvinnumenn viðskiptasiðferði einokunar- manna að umræðuefni. Eim- skipsmenn sögðu á móti að Samskipsmenn væru lengi að hugsa og lítið á þá að treysta síðan Landsbankinn eignaðist þá. Fram komu upplýsingar um að Landsvirkjun hefði tapað 1.800 milljónum í fyrra. Um leið birti DV niðurstöðu könn- unar sinnar á vinsældum stjórnmálamanna þar sem kemur fram að óvinsældir ráð- herranna aukast eftir því sem þeir gera meira. íslandsbanki spáði væntanlegu tap sínu með því að leggja veru- legar fjárhæðir á afskriftar- reikning. Bankinn ætlar að tapa milljarði fram í ágúst og telur sig hafa tapað milljarði í fyrra. Tapið mun hafa verið minnst á Iaugardögum og sunnudögum, þegar bankinn var ekki opinn. Bráðabirgðatölur um afkomu ríkissjóðs birtust og sýndu 7,2 milljarða halla. Islenskur skip- stjóri, Ragnar Ragnarsson, var skotinn til bana í Chile. 23/1 Tveir ungir menn á Hvolsvelli lentu undir óvenjulegri snjó- skriðu og björguðust með naumindum. Skriðan kom úr Hvolsfjalli, sem er aðeins 128 metrar á hæð, þannig að líklega er þetta minnsta snjóskriða í heimi. Byggðastofnun tilkynnti að hún vildi leita að bágstödd- um fyrirtækjum erlendis til að flytja heim og styrkja. Tuttugu ár voru liðin frá Vestmanna- eyjagosinu og þeir sem gleymdu að fara heim flykktust með Herjólfi til Eyja. Helgi ÓI- afsson varð skákmeistari Vest- mannaeyja 1973, enda sá eini sem mundi hvernig staðan var. Nemendur í Vestmannaeyjum gerðu aðsúg að heimíli sýslu- mannsins af því hann vildi ekki leyfa þeim að halda ball til að styrkja Hawaiiferð sína. Jón Sigu^son Mt áfram að berjast fyrir álinu í Ameríku og reyndi að fá amerísk stórfyrir- tæki til að sameinast. Sigurjón Sighvatsson ákvað að gerast meðframleiðandi að Stuttum frakka. Allt fór á^t í Kringlunni. Út- sölurnar nánast flutu í burtu eftir að vatnið tók að streyma niður úr loftræstikerfunum. Pirellimenn tilkynntu niður- stöður sínar um sæstreng sem gerir íslendingum kleift að selja orku til Evrópu. Bjartsýnustu menn segja að þetta geti orðið árið 2005. JóhannesNordal tílkynnti að hann ætlaði að hætta sem seðla- bankastjóri í haust og snúa sér að hugðarefnum sínum. Jón Páll Sigmarsson var jarðsung- inn að viðstöddu fjölmenni í Hallgrímskirkju. Samþykkt var á félagsfúndi að breyta Sölu- sambandi íslenskra saltfisks- framleiðenda í hlutafélag. Búrinn ^k^sins a að seljast.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.