Pressan - 28.01.1993, Side 15

Pressan - 28.01.1993, Side 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. JANÚAR 1993 15 Hjálmar Hjálmarsson grínar að öllum líkind- um miklð í Sjónvarpinu á næstunni. Baharadrengurinn. fréhamaöurinn og Shitfi frahhinn „Mmm, ég vil ekkert um það segja,“ sagði Hjálmar Hjálmarsson leikari, aðspurður um það hvort hann væri hinn spaki fréttamaður Haukur Hauksson. PRESSAN hefur hins vegar öruggar heimildir fyrir því að Hjálmar bregði sér af og til í búning fréttamannsins Hauks, sem haldið hefúr uppi heiðri fréttastofu ríkisút- varpsins að undanförnu og sagt ferskari fréttir en margir kollegar hans. Margt er annars á döfinni hjá Hjálmari, því hann er nýjasti meðlimur glenshópsins sem halda mun uppi fjöri á Hótel Sögu í vetur. Auk hans verða þeir hálffyndnu hálfbræður, Halli og Laddi, í hópnum, auk Ólafíu Hrannar Jóns- dóttur og Björgvins Halldórssonar og fleira fólks. Leikstjóri er Björn G. Björnsson. Þetta mun vera í fimmtánda sinn sem spaugsýning verður sett upp á Hótel Sögu og í sjötta sinn sem Laddi er með. Þú virðisthafa nógaðgera Hjálmar? „Já, það er ekki laust við það. Um þessar mundir er ég að leika bakaradrenginn í Dýrun- um í Hálsaskógi og svo erum við Óskar Jónas- son að vinna saman að léttu glensi, sem á að birtast með Júróvisjónþáttum Sjónvarpsins. Og án þess að það sé komið endanlega á hreint, þá stendur til að við Óskar, ásamt Steini Ármanni og Davíð Þór, verðum með grínþátt í Sjónvarp- inu en hvenær, hvað og hvernig er alls óvíst. Auk þess fer ég með eitt af aðal- hlutverkunum í Stuttum fralcka sem frumsýnd verður innan mánaðar.“ Takið þið þá við af Spaugstofumönnum? „Það stendur ekki til að gera vikulega þætti, en við fáum engu að síður gott tækifæri." {yrirsætur utan í kep Það verða ekki færri en tuttugu ís- lenskar fyrirsætur frá umboðsskrifstof- unum Icelandic Models og Módel mynd sem leggja land undir fót um páskana til að taka þátt í alþjóðlegri fyrirsætukeppni sem fram fer á hinu kunna Waldorf Astoria-hóteli í New York. Keppni þessi er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og eiga þama fulitrúa ekki minni umboðsskrif- stofur en ENG models, Premiére, Vil- helmina og Pauline. Um þessar mundir er verið að velja tuttugu fyrirsætur, tíu karlmenn og tíu konur, til að fara utan og verður aldur keppenda nokkuð breiður. „Það verða ég, Snúlla og Bonni sem velja fyrirsæturnar sem fara utan. Fyrirsæturnar verða valdar úr hópi þeirra sem hafa verið á námskeiðum hjá mér að undanförnu," segir Kolbrún Aðalsteinsdóttir, einn af eigendum Módels myndar og nýlegur hluthafi í Icelandic Models, í samtali við PRESS- UNA. „Það má alls ekki líkja þessari keppni við fegurðarsamkeppni. í fyrir- sætukeppninni þarf fólk að hafa miklu meira til að bera en einungis útlitið. Fyrir- sæturnar þurfa að vera mjög vel gefnar, geta talað erlend tungumál, þær verða að líta hraustlega út og mega hvorki neyta fíkniefna né alkóhóls. Þær þurfa að hafa bein í nefinu og vita hvað þær vilja, enda krefst fyrirsætu- starfið þess. Verðlaun- in sem eru í boði eru ekki af verri endanum, því þær sem komast áfram eiga að öllum lfldndum von á góðum samningum.“ Fyrirsætukeppni þessi, sem kölluð hefur verið MAAI, er nú haldin í 33. sinn, en þetta er í fyrsta sinn j sem íslendingar eru j með. Kolbrúnu og fé- { lögum var boðin þátt- j taka í keppninni. „Það j styrkir stöðu samtaka j okkar verulega að taka j þátt í þessari þekktu Laufey Bjarnadóttir.j keppni.“ Hvemig jjármagnið þiðferða- kostnað allraþessara ungmenna? „Fyrirtækin Módel mynd og Icelandic Models kosta hann að hluta til sjálf, en svo eru ýmsir aðil- ar einnig tilbúnir að greiða hluta á móti okkur. Annars kostar farið ekki nema um 37.000 krónur, sem er ódýrara en flugmiði til Spánar.“ Áður en lagt verður upp í þessa stórferð til New York í aprfl munu Ice- landic Models senda þrjár stúlkur utan í keppni sem kölluð hefur verið Hawaiian Tropic-keppnin. Hún fer fram dagana 7. til 15. mars á Daytona Beach í Flórída. Þátttakendur hafa þegar verið valdir, þær Laufey Bjarnadóttir, Nanna Guðbergsdóttir og Árný Hlín Hilmarsdóttir. Keppni þessi byggist á því að velja stúlkur sem taka sig vel út í baðfötum. „Hawaiian Trop- ic-keppnin er mjög skemmtileg, en þar er mikið um ýmiskonar íþróttamót sem stúlkumar þurfa að taka þátt í og meðal annars keppt á bátum. Ekkert er sparað til verðlaunanna, en meðal þeirra eru hraðbátar, ferðalög og jafh- vel bflar.“ Hvaða möguleika eiga allar þessar íslensku fyrirsœtur? „Ég hef alltaf sagt að við eigum fal- legasta fólk í heimi. Það er ekki að ástæðulausu að íslenskar konur ná svona langt í fegurðarsamkeppnum er- lendis og það er heldur ekki að ástæðu- iausu að svona margar íslenskar fyrir- sætur eru á toppnum. Hér er hreint loftslag og heilbrigt líferni ástundað. Þessi 270 þúsund manna þjóð er sér- stök.“ Finnst öðrum það einnig? „Já, það er engin spurning." Við mælum meO ... sölu tyggigúmmís á bör- um bæjarins svo fleiri geti brosað. Það bætir andrúmsloftið. ... japönskum veitingastað til að matargerðarlistin í miðborg- inni fái loks á sig heimsborgar- brag. ...Marhaba nýja líbanska veitingastaðnum. Hann dregur ffam það besta í miðausturlenskri matargerð. ... magadanssveinum svo kvenfólkið fái líka eitthvað fyrir sinn snúð. Greindar ffamakonur. Þær sem leggja rækt við hugsjónir sínar og geta lifað af starfi sínu. Hér er að sjálfsögðu vitnað í Hillary Clinton sem unnið hefur að réttindabaráttu bama og uppskorið þriðjungi hærri laun en eiginmaðurinn fyrir vikið. Maður þakkar fyrir að konur eins og Nancy Reagan og Barbara Bush skuli ekki lengur vera í þessum háu valdastöð- um. Þær eru báðar tákn fyrir það sem hefur verið og er á hraðri útleið í hin- um vestræna heimi: ósýnilega konan. Þó er frú Bush ekki alveg eins langt úti og ffú Reagan, því ömmuímyndin er alltaf svolítið sæt. Punkturinn í mál- inu er sá að hægt sé að uppskera jafn- ágæt laun og frú forseti hefur með jaftilítilsvirtri vinnu og aðhlynning barna hefur hingað til talist. Þótt slíkir málaflokkar eigi enn nokkuð langt í land með að verða metnir að verðleik- um eru þeir þó ekki eins langt úti í kuldanum og áður. UN HVERJIR VORU HVAR Á hinum nýja líbanska veitingastað Marhaba, sem var opnaður í síðustu viku, var margt gesta á laugardags- kvöldið að reyna nýjungarnar. Til borðs sátu þar ásamt eiginkonum sínum þeir Ingólfur Sveinsson geðlæknir og Ei- ríkur Örn Arnarson sálffæðingur. Þeir félagamir vom léttir í lund og kátir þetta kvöld og tóku meðal annars léttan magadans ásamt hinni líbönsku maga- dansmær sem dansaði á milli borða við vægast sagt góðar undirtektir matar- gesta. Þar vom einnig þau hjónakom Bjöm Brynjólfur Bjömsson auglýs- ingagerðarmaður (bróðir Önnu Björns stórfyrirsætu) og Hrefiia Haralds- dóttirkennari. Fjör var á Bíóbamum á laugardags- kvöídið en þar stóðu við barinn og vom áberandi þau Gunnar Eyjólfsson leik- ari og Ásdís Thoroddsen leikstjóri. Þar var einnig dóttir Gunnars, Þorgerð- ur, sem er eiginkona Kristjáns Ara- sonar handboltakappa. Eiríkur Jóns- son sjónvarps-útvarpsmaður var þar einnig ásamt ffúnni, Katrínu Baldurs- dóttur. Flugfreyjufýrirsætan Anna Margrét Jónsdóttir var þarna í fylgd unnusta síns. Þama brá Hrafni Jökuls- syni einnig fyrir, Arnari Jónssyni, framkvæmdastjóra SUS, og Pálma Jónassyni blaðamanni. Á Café Romance var fullt út úr dyrum á laugardagskvöld. Edda Sigrún Olafsdóttir lög- fræðingur leit inn í örskamma stund. Þar voru einnig þær stöllur Sigrún Hauksdóttir í Sér og Valdís Gunnarsdóttir útvarps kona, Halldór Kristjánsson (Dóri í Kók) og Kristín Stefánsdóttir förðun- arff æðingur, Sigurður Hlöðversson og frú, Magnús Scheving, Norður- landameistariíþol- fimi, Unnur Steinsson feg- urðardrottning og eiginmað- urinn, Vil- hjálmur Skúlason, Sól veig Grétars dóttirfyrir- sæta, rithöfundurinn Thor Vilhjálms- son var meðal gesta svo og Helga Möller. Að snæðingi í Óperu sátu meðal ann- arra Brynja Sverris fyrirsæta og Brynja Nordquist, Halla móðir hennar, Magnús Ketilsson og Ró- bert Magnússon, Nanna Guð- bergsdóttir, Þorsteinn frá Hamri og Laufey Sigurðardótt- ir, Simbi og Björgvin Gíslason tónlistarmaður. . Á dömukvöldi sem fföken Dóra Einars hélt vinum sínum á Barrokk síðastliðið fimmtudagskvöld var meðal annars að finna þau Lindu Péturs- dóttur og Les og þau Lonnie og Ara Singh. Það myndaðist einhver lengsta bið- röð sem um getur fyrir utan Hressó um helgina. Svo löng var röðin að hún náði alla leið niður að Reykjavik- urapóteki. Þeir sem komust inn voru þó fjölmargir, til að mynda þau Sól veig Grétarsdóttir ásamt Herði, tilvonandi ektamanni sínum, og Simbi ásamt ffíðu föruneyti. Þá voruþarmættartil- vonandipopp- stjörnur lslands; Páll Rósinkrans og| Gunnar Bjarni ásamt hinum úr JetBlackJoe.Þ að sást til ferða Jonna Sigmars Veggfóðrara, Halls Ingólfs- sonar úr Bleeá- ing Volcano, Kristínar Ingva sýning- arstúlku, Ara Gísla Bragasonar stór- skálds, Baltasars Kormáks, hluta af stórsveitinni Júpíters, Pálma Guð- mundssonar af Bylgjunni, Magnúsar Þórðarsonar, inspector scholae, Guð- laugs Falk gítarleikara, Halls Krist- inssonar á FM og Ingvars Þórðarsonar, sem hlotið hefur viðurnefnið skemmt- anastjóri fslands. Á Hressó komu einnig þeir Helgi Gunnlaugs iSólog scelu og Róbert Arni Hreiðarsson lögmaður. Veikindavæl karlmanna. Alltaf þegar inflúensur hefla hina árlegu innreið sína er maður illilega minntur á hve illa hún leggst á þann helming mann- kyns sem löngum hefúr haft á sér sterkara-kyns-stimpilinn. Það er alltaf talað um að 40 stiga hiti hjá börnum samsvari 38 stiga hita hjá fúllorðnu fólki. Það er ekki alveg rétt, því 38 stiga hiti hjá karlmönnum er eins og í það minnsta 41 stigs hiti hjá börnum. Fái karlmenn nokkrar kommur verða þeir verri en veikustu böm og heimta stöðuga athygli, hlýju og aðhlynningu. Sumir verða meira að segja svo veikir af vægri innflúensu að þá dreymir manninn með ljáinn nótt eftir nótt. Þessihitasálar- kreppa karlmanna er reyndarffemur áhugavert rannsókn- arefni. En einhverra hluta vegna á maður voðalega erfitt með að skilja þetta með sterka kynið! „Ég veit svei mér ekki, en stundum velti égþvífyrir mér hvort ekki vteri ráð hjá þeim á PRESSUNNI að kíkja inn á vinnustaði þessafólks sem er alltaf í dálkinum hér til hliðar; Hverjirvoru hvar?Égsé ekki betur en sumt afþessufólki sé nánast alltafá börunum. Hvemig væri að búa til samskonar dálk ogskanna vinnustaðina á mánudagsmorgni? Það mœtti segja mér að sumir vœru þá ekki þar sem sumirœttu að vera."

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.