Pressan - 28.01.1993, Side 19

Pressan - 28.01.1993, Side 19
f FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. JANÚAR 1993 19 Útvarpsviðtal á Bylgju nni Talbeitan fór með rangt mál f viðtali við Jóhann Jónas Ingólfsson á Bylgjunni síðastliðinn föstudag komu fram alvarlegar og rangar fullyrðingar sem PRESSAN sér sig knúða til að leiðrétta: 1. Jóhann segir það rangt hjá PRESS- UNNI að hann hafi verið dæmdur fyrir nauðgun. Það hafi ver- ið „kynferðisleg mis- beiting á konu“. Orða- lagið ætti að segja það sem segja þarf, en auk þess má vísa í hæsta- réttardóm í málinu. Hann tók undir þá skoðun undirréttar að Jóhann hefði klætt sof- andi konu úr fötunum og haft við hana samfarir gegn vilja hennar. Fyrir þetta hlaut Jóhann sex mánaða óskilorðsbund- ið fangelsi. 2. Jóhann segir PRESSUNA hafa hald- ið því fram að hann hafi verið dæmdur fyrir aðild að innflutningi á þremur kfló- um af hassi. Þetta er rangt. Þvert á móti hefur ítrekað komið fram í blaðinu að ekki er búið að dæma í málinu, þótt ákæra hafi komið fram 1 ágúst 1991 og ríkissaksóknari hafi ítrekað hana síðast- liðið vor. Þessar upplýsingar fengust síð- ast hjá Héraðsdómi fyrir nokkrum dög- um og var vísað í þær í síðasta blaði. 3. Jóhann segir PRESSUNA hafa full- yrt'að hann hafi samið við fíkniefhalög- regluna um ívilnun í hassmálinu gegn því að leggja gildru fyrir Stein Ármann Stef- ánsson í kókaínmálinu. Þetta er líka rangt. Hins vegar hefur PRESSAN marg- oft sagt að hann hafi farið fram á slíka ívilnun og við það stendur blaðið. Fyrir því liggur skýrsla fíkniefhadeildarinnar til Rannsóknarlögreglu ríkisins, svo og framburður Jóhanns sjálfs fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur. 4. Jóhann segist ekki eiga neina „sam- býliskonu" hvers nafii hafi verið notað til að stofna nýtt fýrirtæki til að taka við rekstri Hollenska verslunarfélagsins. PRESSAN stendur við þau ummæli að stofnandi Þokka hf., var Margrét Þ. Stef- ánsdóttir, sambýliskona Jóhanns J. Ing- ólfssonar, með sama heimilisfang og heimasíma. Jóhann hefur annast rekstur Þokka hf. síðan hann lauk afþlánun vegna nauðgunardómsins. 5. Jóhann segir rangt hjá PRESSUNNI að hann hafi hlotið tveggja ára skilorðs- bundinn dóm fyrir þjófhað. Þetta er rétt. Blaðið hefur tvívegis rakið afbrotaferil Jó- hanns. f fyrra sinnið var greint frá þremur þjófiiaðarmálum þar sem kæru var frest- að skilorðsbundið í tvö ár, en Jóhann dæmdur í tveggja og eins mánaðar fang- elsi fyrir hin brotin. í seinni samantekt varð þetta að „tveggja ára, tveggja mánaða og eins mánaðar“ dómum og skrifast á fljótfæmi blaðamanns. Blaðinu er ljúft að leiðrétta mistökin, enda engin ástæða til aðýkjaferiljóhanns. 6. Jóhann segir PRESSUNA eina fjöl- miðla hafa birt nafn hans og þó í fyrstu ekki hafa viljað það, öryggis hans vegna. Fyrra atriðið er rangt og nægir að nefha nafnbirtingu landsmálablaða. Að nokkr- um vikum liðnum sá PRESSAN hins veg- ar ekki ástæðu til nafnleyndar lengur, enda fullljóst að nafn Jóhanns var á allra vörum og sýnt að hann yrði kallaður fyrir undir nafrii sem vitni í opinberu sakamáli. Þar með voru rökin fyrir nafnleynd hald- laus og stuðst við nafnbirtingarvenjur blaðsins I þessu máli sem öðrum. Fullyrðingar Jóhanns um skipulega herferð á hendur honum eru fráleitar. Frétt PRESSUNNAR í síðustu viku fjall- aði um það, að konur sem fá dæmdar miskabætur í nauðgunarmálum eiga fárra kosta, og engra góðra, völ við innheimtu þeirra þegar nauðgarinn neitar að borga. Mál Jóhanns og viðbrögð hans voru þar tekin sem dæmi. Sú staðreynd að Jóhann hefur átt aðild að öðrum fréttnæmum sakamálum er því óviðkomandi. Ritstj. ■ w i 11 Amjbrojia Umboðs- og heildverslun Hólmgarður 34 • Slmi 680Ó30 Myndsendlr 687180 Nýja litalínan frá Fashion Bazaar er komin. Litir við allra hœfi. Útsölustaðir: Ingólfsapótek, Kringlunni Akureyrarapótek, Akureyri Hórgreiðslustofan Evita, Starmýri 2 Hórgreiðslust. Reykjavíkurvegi 16, Hafnarfirði Verslunin Mozart, Vestmannaeyjum Verslunin Mirra, Hvammstanga AII* TALAÐU VIÐ OKKUR UM BÍLASPRAUTUN Jóhann Jónas Ingólfsson var f viðtali við Hallgrfm Thorsteinsson á Bylgjunni á föstudaginn var. Þar fór hann með ósannindi um sakamál sfn og umfjöllun PRESSUNNAR um þau. BILALEIGUBILL I EINN SOLARHRING INNIFALDIR 100 KM OG VSK HLAÐBREKKU 2, SÍMI: 91-43300, FAX: 91-42837, V/BSÍ, SÍMI: 91-17570 •' ' WCBl'XIXf. Auðbrekku 14, sími 64 2141 HOGGDEYFAR öggdeyfarnir frá KYB eru viðurkenndir fyrir tæknilega hönnun, gæði og endingu. Þessir eiginleikar KYB högg- deyfanna skapa þægilegri akstur, betri meðferð og stjórn á bílnum; en umfram allt: - ÖRYGGI í UMFERÐINNI - KYB eru: Daihatsu Motor Co. Ltd. Fuji Heavy Industries Ltd. Hitachi Construction Co. Ltd. Isuzu Motors Ltd. Kawasaki Heavy Indistries Ltd. Komatsu Forklift Co. Ltd. Mazda Motor Co. Ltd. Mitsubishi Motors Corporation. Nissan Motor Co. Ltd. Sumitomo Heavy Industries Ltd. Suzuki Motor Co. Ltd. Toyota Motor Co. Ltd. Yamaha Motor Co. Ltd. Skeifunni 11 • Sími 679797 IL YIS TIL ÖRYGGIS Opið 8.00 - 19.00 virka daga. Opið laugar daga 10.00 - 13.00. 4

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.