Pressan - 28.01.1993, Page 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. JANÚAR 1993
E R L E N T
21
-f
Afdrifarík mistök
- -•> \V
Samkvæmt nýjum upplýsingum um af-
tökur í bandarískum fangelsum fer oft
ýmislegt úrskeiðis við framkvæmd
þeirra, þannig að hinir dæmdu hljóta
hægan og kvalafullan dauðdaga. Ýmsir
eru vongóðir um að viðhorf Bills Clinton
forseta til dauðarefsingar verði mannúð-
legra en fyrirrennara hans.
Stærstur hluti Bandaríkja-
manna er hlynntur dauðarefs-
ingu, eða 85 prósent þjóðarinnar.
Þeirra á meðal er vitanlega Biil
Clinton forseti, enda hefði honum
aldrei tekist að komast í forseta-
stól hefði hann mælt mót dauða-
refsingu. Clinton lét ekki sitt eftir
liggja í þeim málum sem ríkis-
stjóri Arkansas, en á meðan hann
gegndi því embætti staðfesti hann
25 dauðadóma og voru fjórir
glæpamenn teknir af lífi í embætt-
istíð hans.
Frá því dauðarefsingin var
heimiluð á ný í Bandaríkjunum
árið 1976 hafa 189 afbrotamenn
verið teknir af lífi. Á síðasta ári var
31 fangi líflátinn og nú bíða 2.700
glæpamenn dauða síns í banda-
rískum fangelsum. Flestar aftökur
hafa farið fram í Texas, 54 talsins,
en næst í röðinni kemur Flórída
með 29. Algengustu tólin sem
notast er við eru rafmagnsstóllinn
og dauðasprautan, en auk þess
eru afbrotamenn sendir í gasklef-
ann, skotnir eða jafhvel hengdir.
Þótt flestir Bandaríkjamenn séu
hlynntir dauðarefsingu eru ýmsir
sem finnst hún skelfileg, ómann-
eskjuleg aðferð til að refsa afbrota-
mönnum. Ekki bætti úr skák þeg-
ar upplýsingar um afdrifarík mis-
tök sem oft verða við aftökur
komu fram á sjónarsviðið í
Bandaríkjunum. Upplýsingar
þessar er að finna í bók eftir
Stephen Tombley nokkurn, en
hún er afrakstur mánaðalangra
rannsókna höfundar innan veggja
bandarískra fangelsa. Bókin hefur
vakið mikla athygli, en í henni er
dregin upp ljót mynd af fram-
kvæmd dauðarefsinga í Banda-
ríkjunum.
Margir fángar í
Bandaríkjunum hafa
hlotið hœgan og kvala
fullan dauða, m.a. í
rafmagnsstólnum.
STEIKTUR LIFANDI í RAF-
MAGNSSTÓLNUM
Frá 1976 hafa ótalmörg alvarleg
mistök átt sér stað við aftökur í
Bandaríkjunum. Árið 1991 var af-
brotamaðurinn Albert Clozza tek-
inn af lífi í rafmagnsstólnum í
Virginíufýlki. Rafleiðslur biluðu
þannig að tæki afstilltust, með
þeim afleiðingum að Clozza fékk
hægan, kvalafullan dauða. Þrýst-
ingurinn á höfuð hans áður en
hann lést var svo mikill, að augun
hrukku út og blóðið lak niður á
bringu. Fyrsta aftakan í Alabama
eftir 1965 var framkvæmd árið
1983. Þar dugði ekki minna en
þijú 1900 volta raflost til að binda
enda á líf glæpamannsins Johns
Evans í rafmagnsstólnum. f miðri
aftökunni bilaði hluti af rafskaut-
unum og sat Evans á milli lífs og
dauða í stólnum á meðan viðgerð
fór fram. Eldur stóð út úr höfði
hans.og öðrum fæti og tók aftakan
allt í allt 15 mínútur.
Walter Mercer, einn fjölmargra
afbrotamanna sem teknir hafa
verið aflífi í Bandaríkjunum.
Ein óhugnanlegasta aftakan
sögu Bandaríkjanna fór fram í
Flórída 1990, er síafbrotamaður-
inn Jesse Tafero var „steiktur" lif-
andi í rafmagnsstólnum. Vegna
mistaka starfsmanna sem stilltu
tækin rangt liðu sjö kvalafullar
mínútur þangað til fangelsislækn-
irinn gat staðfest dauða Taferos.
Andlit hans var þá
orðið nær óþekkj-
anlegt vegna bruna-
sára. Margir aðrir
fangar hafa hlotið
sömu örlög og Ta-
fero í rafmagns-
stólnum í Flórída
síðustu ár. Einn
Eftirlæti skopmyndateiknara
Eitt allra vinsælasta fórnarlamb bandariskra skop-
myndateiknara er hinn nýi forseti, Bill Clinton, og vart
hægt að fletta bandarískum blöðum án þess að rekast á
skopmyndir af manninum sem nú gegnir æðsta embætti
þjóðarinnar. Einkum virðast húmoristarnir gera sér mat
úr hárgreiðslu forsetans, sem m.a. hefur verið líkt við
„hárgreiðslu bílasala", og hafa þeir útfært hana með
ýmsum hætti. Iblöðunum Baltimore Sun og Palm Beach
Post birtust nýlega teikningar afClinton sem draga upp
nýja og heldur óvenjulega mynd afforsetanum, en á
þeim likist hann einna helst risastórum, kinnamiklum
hamstri. Margir hafa gaman afslíkum skopstælingum en
þó eru aðrir sem ekki eru jafnhrifnir afsaklausu gríninu.
Siðavandur lesandi Atlanta Constitution bar til dæmis ný-
verið fram kvörtun við blaðið vegna afskræmingar skop-
myndateiknara þess á forsetanum og sagði meðal ann-
ars að nefhans minnti einna helst á getnaðarliml
þeirra er fjöldamorðinginn Ted
Bundy, en brunasárin á höfði
hans og fæti efdr rafskautin voru
svo mikil, að þegar líkið var fjar-
lægt losnaði kjötið frá beinunum.
KVALDIST í 25 MÍNÚTUR í
GASKLEFANUM
Ekki aðeins rafmagnsstóllinn
getur bilað við aftökur, því fjöl-
mörg óhöpp hafa átt sér stað í gas-
klefanum. Meðal þeirra sem þar
hafa mætt örlögum sínum er síaf-
brotamaðurin Aaron Mitchell,
sem tekinn var af lífi í Kalifomíu.
Gasleiðslurnar virkuðu ekki fylli-
lega og af þeim sökum tók aftakan
mun lengri tíma en ella. Mitchell
engdist froðufellandi um í stóln-
um og hjarta hans hætti ekki að
slá fyrr en eftir 12 mínútur.
Svipaða sögu er að segja af
morðingjanum Jimmy Lee Gray
sem tekinn var af lífi í gasklefan-
um í fangelsi í Missouri 1983.
Vimi að aftökunni hafa staðfest að
Gray hafi barist um á hæl og
hnakka í átta mínútur og slengt
höfðinu viðstöðulaust utan í
stólpa, áður en hann lyppaðist
niður í stólnum og gaf upp önd-
ina. Mistökin sem eiga sér stað í
gasklefum bandarískra fangelsa
bitna ekki alltaf eingöngu á hinum
dauðadæmdu. Þannig hafa bæði
starfsmenn og vimi stundum ver-
ið í stórhættu þegar gas hefur lek-
ið út úr óþéttum aftökuklefun-
umm, en þeir eru margir í lélegu
ásigkomulagi.
Flest óhöpp í tengslum við
dauðasprautuna hafa orðið í Tex-
as. Við aftöku morðingjans
Raymonds Landry árið 1988 kom
skyndilega gat á slönguna sem
leiða átti banvænt eitrið í hand-
legg hins dauðadæmda og spraut-
aðist það í allar áttir, m.a. yfir
starfsmenn fangelsisins og að-
standendur Landrys. Tæknimenn
ruku upp til handa og fóta og
skiptu um slöngu, á meðan
Landry engdist um í stólnum og
liðu 25 mínúmr áður en hann lést.
Á síðasta ári var fyrrum eiturlyfja-
neitandinn Billy Wayne White
tekinn af lífi í Texas. Það tók
starfsmenn fangelsisins 47 mínút-
ur að hitta á æð í handlegg
mannsins og lést hann ekki fyrr en
eftir níu mínútur.
VONIR BUNDNAR VIÐ
CLINTON
f byijun janúar var bamamorð-
inginn Westley AUan Dodd tekinn
af lífi með hengingu í Washing-
tonfylki. Aftakan vakti athygli,
ekki sfst fyrir þær sakir að um var
að ræða fyrstu henginguna í
Bandaríkjunum í tæp þrjátíu ár.
Margir urðu til að hreyfa hávær-
um mótmælum og töldu þeir að
hengingin væri grimmileg aðferð
til að binda enda á líf afbrota-
manna. í kjölfarið færðist enn á
ný h'f í umræðuna um gildi dauða-
refsingar í Bandaríkjunum.
Innan mannréttindasamtak-
anna Amnesty Internartional
binda menn vonir við að afstaða
BiUs Clinton forseta til dauðarefs-
ingarinnar verði mannúðlegri en
fyrirrennara hans úr röðum repú-
blikana, Reagans og Bush. Þrátt
fyrir að 85 prósent þjóðarinnar
séu hlynnt dauðarefsingu vona
menn að Clinton taki vægar á
málum þeirra 2.700 dauðadæmdu
fanga sem bíða dauða síns í
bandarískum fangelsum. Hjá Am-
nesty International telja menn að
ekki sé annað hægt en Bandaríkin
endurskoði viðhorf sitt til dauða-
refsingarinnar. Eins og málum sé
háttað nú séu Bandaríkin hvað
þetta varðar nánast í „bandalagi"
með löndum á borð við íran og
Sýrland, þar sem brot á mannrétt-
indum séu daglegt brauð.
Helmut Kohl
án hímnigátu
Það sannaðist á dögunum, sem
margir hafa haldið ffarn í gegnum
árin, að Helmut Kohl, kanslari
Þýskalands, er gersneyddur allri
kímnigáfu. f nýlegum grínþætti í
þýska sjónvarpinu brá eftirherma
sér í gervi KoMs og hringdi í Eriku
Berger nokkra, en hún er eftirsótt-
ur kynlífsráðgjafi í Þýskalandi og
stjórnar eigin sjónvarpsþætti. Eft-
irherman, sem var nauðalík Kohl,
bar sig aumlega í símanum og
trúði kynlífsfræðingnum fyrir því
að „hann ætti í miklum erfiðleik-
um með samrunann“. Mönnum
þótti þátturinn almennt spaugi-
legur, ef frá er talinn kanslarinn
sjálfur sem var ekki skemmt. Kohl
gat engan veginn sætt sig við loðið
orðalagið og setti ofan í við sjón-
varpsstjórann. Kvað hann brand-
arann grófan og fór ffarn á að ekki
yrði fjallað um hans persónu á
neinn hátt í tengslum við kynlífs-
frömuðinn hispurslausa. Sjón-
varpsstjórinn var ekki sömu skoð-
unar, sagði atriðið ekki vera ann-
að en saklausa satíru og Helmut
Kohl yrði að eiga það við sjálfan
sig ef hann gæti ekki tekið gríni.
Cartland ver
Díönu
Barbara
Cartlander
eins og
flestir vita
vinsælasti
ástarsögu-
höfundur í
heimi og
kann hún
ýmsar að-
ferðir til að
koma ásta-
málunum í
lag, enda
þótt hún sé sjálf orðin vel roskin.
Cartland er stjúpamma Díönu
prinsessu og vel að sér í ástamál-
um og því kom það svo sem eng-
um á óvart þegar hún tók upp á
því að tjá sig opinberlega um sam-
búðarörðugleika Díönu og Karls
Bretaprins. Cartland lýsti því yfir
að hún vonaði innilega að sættir
tækjust á milli hjónanna og kvaðst
hún fyrst og fremst bera velferð
barna þeirra og breska konung-
dæmisins fyrir bijósti. Karl og Dí-
ana yrðu bókstaflega að taka sig
saman í andlitinu og koma hjóna-
bandsmálum sínum í lag. Cart-
land bar í bætifláka fyrir Díönu,
sem legið hefur undir mikilli
gagnrýni, og sagði konungsfjöl-
skylduna bera ábyrgð á því hvern-
ig komið væri. Það væri eins með
hana og Söru, fyrrum eiginkonu
Andrews prins, þeim hefðu aldrei
verið kenndir hirðsiðir og því væri
ekki að furða þótt þær kynnu ekki
að hegða sér eins og kóngafólk.