Pressan - 28.01.1993, Page 23

Pressan - 28.01.1993, Page 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. JANÚAR 1993 23 Fátítt að skaðabætur í nauðgunarmálum innheimtist Engin áform eru uppi í dómsmálaráðuneytinu um að tryggja með einhverjum hætti að fórnarlömb kynferðisafbrota fái skaðabætur sínar greiddar. Ein af tillögum nauðgunarmála- nefndar var sú að ríkið hlypi undir bagga í slíkum málum. {síðustu viku fjallaði PRESSAN um mál stúlku sem dæmdar voru 200 þúsund krónur í miskabætur vegna nauðgunar íyrir þremur ár- um, en hefúr þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir lögfræðinga ekki tekist að fá bæturnar greiddar. Árásar- maðurinn hefur komið sér undan að borga og hefúr fjárnám reynst árangurslaust. Eina lögmæta leið- in sem eftir er að reyna er að krefj- ast gjaldþrotaskipta á búi manns- ins, en það hefur ekki verið unnt þar sem stúlkan er efnalítil og get- ur með engu móti lagt fram trygg- ingargjaldið, 150þúsundkrónur. Saga stúlkunnar er ekkert eins- dæmi. Eins og ffam kom í viðtali við Arnljót Bjömsson, prófessor í lögfræði við Háskóla íslands, í blaðinu í síðustu viku er það eins með öll skaðabótamál hér á landi, að ekkert í íslensku réttarfari tryggir að tjónþolar fái dæmdar bætur nokkum tímann greiddar. f skaðabótamálum er það fórnar- lambsins að ganga eftir því að fá bætur greiddar, þar kemur hið opinbera hvergi nærri. Vanda- málið er því tjónþolans, ef af ein- hverjum ástæðum tekst ekki að innheimta bætumar. ’ITLI.AGA NAUÐGUNAR- MÁLANEFNDAR í júlí 1984 skipaði þáverandi dómsmálaráðherra, Jón Helga- son, fimm manna nefnd sem hafði það hlutverk að kanna hvernig háttað væri rannsókn og meðferð nauðgunarmála hér á landi og gera tillögur um úrbætur 1 þeim efnum. Nefndin starfaði í fjögur ár og skUaði frá sér ítarlegri greinargerð, „Skýrslu nauðgunar- málanefndar", sem gefin var út af dómsmálaráðuneytinu 1989. Nauðgunarmálanefnd gerði ýmsar tiUögur um úrbætur í nauðgunarmálum, m.a. þá að rík- ið hlypi undir bagga og tryggði að tjónþoli fengi bætur sínar greidd- ar þegar árásármaðurinn reyndist eignalaus. f ályktun nefndarinnar segir að hún telji nauðsynlegt að Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður: „Sú hugmynd að koma á fót opinberum sjóði, sem tryggir þeim er verða fyrir árás greiðslu skaðabóta, er að mínu viti alls ekki fráleitur möguleiki." tryggt verði með einhveijum hætti að brotaþoli/kona fái þær bætur sem dómstólar dæma henni. Sárs- aukaminnsta aðferðin fyrir brota- þola sé sú að ríkið taki á sig að greiða slíkar bætur og endurkrefji síðan dómþola. Sanngjarnt hljóti að teljast að ríkið taki á sig þetta aukaómak og jafnframt áhættuna, ef svo skyldi fara að dómþoli reyndist ekki borgunarmaður fyr- ir bótunum. f stað þess að gera brotaþola/konu þá auðmýkingu að þurfa að rekast í innheimtu bóta sýni samfélagið með um- ræddri tilhögun ákveðna viður- kenningu á því að brotið hafi ver- ið alvarlega gegn henni og að það vilji stuðla að því í verki að hún haldi reisn sinni. AFBROTAMENN ÁN AT- VINNU í skýrslu nauðgunarmála- nefndar eru birtar niðurstöður könnunar á rannsókn og meðferð nauðgunarmála hér á landi. Rannsóknin nær yfir tímabilið 1. júlí 1977 til ársloka 1983 og tekur til skráðra brota. f þeim 126 mál- um sem könnunin nær til voru 114 karlar kærðir. Af þeim karl- mönnum var fimmti hver ekki í vinnu, sem er mjög hátt hlutfall, að því er segir í skýrslunni. Skráð atvinnuleysi í landinu á þessum tíma var 1 prósent. Ennfremur kemur fram í skýrslunni að aðeins 16 prósent hinna kærðu eru að hefja brota- feril sinn með þessum kynferðis- afbrotum, þar sem langflestir hafi áður verið skráðir fyrir afbrot s.s. nauðgun, önnur kynferðisafbrot, ofbeldisbrot eða önnur hegning- arlagabrot. Árásarmennirnir eigi því flestir að baki brotaferil, en mislangan. Loks kemur fram í skýrslunni að 7 prósent hinna kærðu eru talin eiga við ýmiss konar félagsleg eða geðræn vandamál að stríða. ENGRA LAGABREYTINGA AÐVÆNTA Engar upplýsingar hafa verið teknar saman um hvernig fórnar- lömbum vegnar við innheimtu miskabóta sinna. Þeir lögfræðing- ar sem PRESSAN ræddi við voru þó á einu máli um að í nauðgun- armálum hér á landi væri það í iangflestum tilvikum raunin að fómarlömbunum tækist aldrei að ntann rífa m úr yfir- Jfcegginu aða úeim 5 saman í bunka nii í ivflc Örn Clausen hæstaréttarlögmaður: „Menn sem láta sig í það að nauðga konum eru auðvitað mjög mikið brenglaðir og ekki við því að búast að þeir geti staðið í skilum." Arnmundur Backman hæstaréttarlögmaður segist þekkja ákaflega mörg dæmi þess að fólk hafi gefist upp á að reyna að innheimta skaðabætur vegna tryggingargjalds fyrir gjaldþrotaskiptum. innheimta skaðabætur sem þeim væru dæmdar. Árásarmennirnir væru í langflestum tilvikum eignalausir afbrotamenn og því sjaldnast sem tjónþolum tækist að hafa eitthvað upp úr krafsinu. Þær upplýsingar fengust hjá Ara Edwald, aðstoðarmanni dómsmálaráðherra, að á þessari stundu væri ekki verið að vinna að breytingum verðandi trygg- ingu bótagreiðslna í þá veru sem nauðgunarmálanefnd gerði til- lögu um. „Á síðasta þingi var samþykkt breyting á kafla al- mennra hegningarlaga um skírlíf- isbrot, sem var ein af tillögum nefndarinnar. Sem stendur eru engin áform uppi um lagabreyt- ingar er lúta að nauðgunarmál- um, sem tryggja tjónþolum greiðslu skaðabóta.“ Margir eru þeirrar skoðunar að hér á landi sé réttur fórnarlamba nauðgara fyrir borð borinn. Arnljótur Bjömsson prófessor hefúr bent á það hér í blaðinu, að á Norðurlöndum eru til opinberir sjóðir sem tryggja að þeir sem verða fyrir tjóni vegna líkamsárásar fái skaðabætur greiddar þegar hinn skaðabóta- skyldi reynist ekki geta borgað bæturnar. SKÝRSLUNNISTUNGIÐ UNDIRSTÓL Jónatan Þórmundsson, pró- fessor í lögfræði við Háskóla fs- lands, var formaður nauðgunar- málanefhdar. í samtali við PRESS- UNA kvaðst hann ekki getað dulið vonbrigði sín með það að engar ráðstafanir hefðu enn verið gerðar til að tryggja tjónþolum greiðslu skaðabóta í nauðgunarmálum. „Tillaga nefndarinnar um að ríkið taki á sig ábyrgð í þessum málum hefur ekki fengið náð fyrir augum ráðamanna þjóðarinnar. Vissu- lega er það dapurlegt þegar fag- fólk hefur unnið í fjögur ár að ítar- legri úttekt á málinu og svo er engu líkara en skýrslunni hafi ver- ið stungið undir stól.“ Arnmundur Backman hæsta- réttarlögmaður sagði í samtali við blaðið að býsna oft sköpuðust vandamál við innheimtu miska- bóta í nauðgunarmálum þar sem árásáraðilinn ætti engar eignir. Örþrifaráðið væri þá að fara ffam á gjaldþrotaskipti í búi afbrota- mannsins, en nýjar reglur um himinhátt tryggingargjald hefðu orðið til þess að torvelda mörgum að fara þá leið. „Eitt af afrekum þessarar ríkisstjórnar er að nú er krafist 150 þúsund króna trygg- ingargjalds fyrir skiptakostnaði ffá skiptabeiðanda í stað nokkur þúsund króna áður. Þetta hefur í fór með sér að venjulegt fólk, sem hefur ekki úr miklu að moða, á ekki fyrir tryggingunni og getur því ekki sótt rétt sinn. Ég þekki ákaflega mörg dæmi þess að fólk hafi bókstaflega gefist upp á að reyna að innheimta skaðabætur vegna þessa.“ OPINBER SJÓÐUR EKKI FRÁLEITUR MÖGULEIKI örn Clausen hæstaréttarlög- maður sagði mjög sjaldgæft að það tækist að innheimta skaða- bætur 1 nauðgunarmálum. „Mjög oft eru þetta menn sem ekkert eiga og mín reynsla er sú að í lang- flestum tilfellum eru þeir ekki borgunarmenn fyrir skaðabótun- um. Menn sem láta sig í það að nauðga konum eru auðvitað mjög mikið brenglaðir og ekki við því að búast að þeir geti staðið í skil- um. Ég get þó engan veginn fallist á þá hugmynd að stofnaðir verði opinberir sjóðir hér sem tryggi greiðslu bóta, líkt og er á Norður- löndum. Auðvitað er það stórt vandamál að menn fái ekki bætur sínar greiddar, en í máli sem þessu eru góð ráð dýr. Burtséð ffá því er það skoðun mín að í öllum skaðabótamálum á íslandi séu bætur skammarlega lágar og refs- ingar oft á tíðum allt of vægar.“ Að sögn Jóns Steinars Gunn- laugssonar hæstaréttarlögmanns eru árásarmenn í langflestum til- fellum ekki borgunarmenn fyrir einu eða neinu. „Menn sem ráðast á samborgara sína og valda þeim tjóni á sál og líkama eru oftast nær aumingjar og jafnónýtir á öllum sviðum. Að annast kröfugerð fyrir fórnarlömb slíkra manna er mál sem afskaplega erfitt er við að eiga. Sú hugmynd að koma á fót opinberum sjóði, sem tryggir þeim er verða fyrir árás greiðslu skaðabóta, er að mínu viti alls ekki ffáleitur möguleiki. Það er að minnsta kosti ekkert að því að kanna málið.“ Bergljót Friðriksdóttir

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.