Pressan


Pressan - 28.01.1993, Qupperneq 25

Pressan - 28.01.1993, Qupperneq 25
___________FIMMTUDAGUR PKESSAN 28. JANÚAR 1993_ LEIKHÚS MYNDLIST KLASSÍK 25 Þolir íslenskt leikhúsfólk ekki gagnrýni? bræður. Dæmi um góðan leikdóm er aítur á móti dómur Silju Aðal- steinsdóttur um sama verk.“ Ingunn: „Mér finnst ástæðu- laust að tína til einstaka leikdóma. Ef menn hins vegar fara í gegnum þá gagnrýni sem birst hefur í íjöl- miðlum það sem af eru þessu leik- ári, með ummæli mín hér að ofan til hliðsjónar, þá er fljótlegt að finna út hver skoðun mín er á þeim.“ Stefán: „Auðvitað væri það hægt. En ég legg ekki það mikið upp úr gagnrýni að ég leggi hana á minnið. Ég get verið sammála gagnrýnanda í grundvallarvið- brögðum hans gagnvart einhverri sýningu en fundist framsetning hans gjörómöguleg. Eða öfugt, þ.e. virt stíl og framsetningu gagn- rýnandans þótt ég sé fullkomlega ósammála skoðunum hans. Smám saman kynnist maður gagnrýnandanum gegnum skrif hans, smekk og viðhorf, þannig að maður finnur fljótlega hvort mað- ur á samleið með honum í afstöðu hans til leikhússins og leiklistar- innar. Fólk má aldrei ofmeta gagnrýn- endur eða gefa þeim of mikið vægi. Gagnrýnandi er aðeins einn einstaklingur úr stórum hópi áhorfenda. Eigin skoðun og upp- lifun áhorfandans er sá einn mæli- kvarði sem marktækur er. Góður gagnrýnandi getur þó bent áhorf- andanum á ákveðin atriði, sem hann hefúr ef til vill ekki áttað sig á, og getur þannig auðgað skilning hans á verkinu.“ Leikdómar gagnrýnenda valda iðulega miklum styr meðal leikhúsfólks - það er þegar gagnrýnandinn er ekki hrifinn af sýningunni. Þótt aðrar stéttir listamanna eigi það til að barma sér undan gagnrýnendum þá hafa þær hingað til ekki komist í hálfkvisti við leikhúsfólkið. Það er því eðlilegt að menn spyrji hvort leiklistargagnrýnendur séu svona miklu verri en gagnrýnendur annarra listgreina eða eins og spurt er í fyrirsögninni hér að ofan; hvort leikhúsfólkþoli ekki gagnrýni. PRESSAN leitaði álits þriggja leikhúsmanna, Sigurðar Hróars- sonar, leikhússtjóra Borgarleik- hússins, Ingunnar Ásdísardóttur leikstjóra og Stefáns Baldurssonar Þjóðleikhússtjóra á íslenskri leik- húsgagnrýni. Svörin fara hér á eft- ir. Sigurður: „íslenskt leikhúsfólk tekur fagnandi allri gagnrýni sem er faglega unnin og byggð á rök- um, og tekur neikvæðum en góð- um dómi betur en vondum já- kvæðurn." Ingunn: „Ég held að það sé ekki spurningin hvort íslenskt leikhúsfólk geti tekið gagnrýni eða ekki. Málið snýst um það á hvaða forsendum leikdómur er skrifað- ur. Gagnrýnendur verða að gera sömu kröfúr til sjálfra sín og þeir gera til þeirra sem þeir fjalla um. Leikhúsfólk þolir þá gagnrýni sem unnin er af fagmennsku og þekk- ingu á leikhúsinu og gildir þá einu hvort verið er að hæla verkinu eða lasta það. Ef færð eru skynsamleg rök fyrir fúllyrðingum held ég að menn hafi ekkert við leikdóma að athuga. Tilfinningar gagnrýnanda eiga ekki að ráða ferðinni í leik- dómi, heldur á hann að geta sett skoðun sína fram á grundvelli skynsamlegra og faglegra vinnu- bragða. Auðvitað er alltaf erfitt að fá slæma gagnrýni, en ef hún er vel rökstudd þá er ekkert við henni að segja." Stefán: „Jú, íslenskt leikhúsfólk er ótrúlega umburðarlynt gagn- vart gagnrýnendum og tekur um- fjöllun þeirra með jafnaðargeði, jafnvel þótt hún sé oft ómakleg og fjarri því að vera samboðin þeim metnaði og þeirri alvöru, sem leikhúsfólkið sjálft leggur starf sitt. En auðvitað lætur það sig hana mismiklu varða. Leikhúsfólki líkar misvel við gagnrýnendur og skrif þeirra á sama hátt og gagnrýnend- um líkar misvel við leikara, leik- stjóra og aðra þá, sem þeir fjalla um. Ég held að flest fólk, sem starfar í leikhúsi, taki allri gagn- rýni með fýrirvara." FÁ LEIKVERK SEM HÉR ERU SÝND ÞÁ DÓMA SEM ÞAU EIGA SKILIÐ? Sigurðun „Islenskir fjölmiðlar sinna vel því hlutveki að kynna verkefni leikhúsanna. Ég verð þó að hnýta því aftan við, að í saman- burði við erlenda leikhúsgagnrýni er sú íslenska því miður oft á mjög lágu plani. I ljósi þess hversu vel áhorfendur taka því sem íslenskt leikhús býður upp á, og hljóta um leið að viðurkenna að faglega sé unnið í leikhúsunum, þá eigum við sem þar störfum þá kröfu á gagnrýnendur að þeir rökstyðji dóma sína gaumgæfilega og sýni leikhúsunum sömu virðingu og þau sýna áhorfendum sínum.“ Ingunn: „Svarið tengist svar- inu við fyrstu spurningunni. Ef leikdómur er skrifaður af fag- mennsku og rök færð fyrir hon- um, þá fá ieiksýningar þá gagn- rýni sem þær eiga skilið. Það er mikil fagmennska í íslensku leik- húsi nú orðið og það gerir miklar kröfúr til sjálfs sín. Ef gagnrýni er unnin af þekkingu og skynsemi er hún samboðin leikhúsinu og leik- húsið samboðið henni. Ef aftur á móti umfjöllun um listir er byggð á tilfinningum og rökleysu, hvort heldur er á jákvæðum eða nei- kvæðum grundvelli, er slík um- fjöllun ekki marktæk." Stefán: „Sjaldnast finnst manni fjallað um leiksýningar hér af nægum skilningi, þekkingu, víð- sýni og ást á leikhúsi. En sem bet- ur fer gerist það einstaka sinnum. Góður gagnrýnandi þarf að huga að öllum þáttum leiksýningar: heildaráhrifunum og íjalla um þá sýningu sem hann sér, þær for- sendur sem hún er unnin út frá og rökstyðja skoðanir sínar. Hér er alltof lítið um að gagnrýnendur hafi innsýn í leikhúsvinnuna og þekki grundvallarlögmál leikhúss- ins. Það er líka gremjulegt hve gagnrýnendur hafa litla yfirsýn og átta sig þar af leiðandi ekki á neinu í stærra samhengi; stefnu leikhúsa, þroska- og þróunarferli einstakra listamanna, samhengi hlutanna. Gagnrýni er alltof oft skrifuð ofan frá og niður til þeirra sem um er fjallað. Svar mitt við spurningunni er því, að sýnmgar fái hér sárasjaldan verðskuldaða umfjöllun.“ Geturðu nefnt dæmi UM VONDAN LEIKDÓM f VETUR OG ANNAN SEM VAR GÓÐUR? Sigurður: „Það hafa margir góðir og margir vondir leikdómar Birst í íslenskum fjölmiðlum á þessu leikári og ég vil ítreka að það hefúr ekkert með það að gera hvort leikdómur er neikvæður eða jákvæður. En ef ég á að nefha tvö dæmi er eðlilegast að ég nefni þá tvo dóma sem standa mér næst í tíma og rúmi. Dæmi um vondan leikdóm er að mínu mati dómur Súsönnu Svavarsdóttur um Blóð- Algjört ólíkindatól segir Arnar Jónsson um Harold Pinter en Arnar er einn þriggja leikara í Húsverðinum k' ¥ / % A % ' \ ^ \. Pinter Jietdur áhorfenaum íspennu meðþví að tvinha sani- an atburðarás og samskipti á'afar sérkennilegan hátt iHús- verðinum, sem Pé-leikkápurinn setur upp í íslensku óper- umWEnginn veit á hverju hann á von. Leikritaskáldið Harold Pinter er meistari tungumálsins, snilling- ur í að segja margar sögur í einu. Hann er „algert ólíkindatól" eins og Arnar Jónsson Ieikari segir, en hann fer með eitt þriggja hlut- verka í Húsverðinum sem Pé-Ieik- hópurinn flytur í íslensku óper- unni og er eitt þekktasta verk Pinters; í senn áleitið, meinfyndið, grimmt og napurt. Leikstjórinn, Andrés Sigurvinsson, segir verk- inu best lýst með orðum höfundar sjálfs: „Það eru ekki alltaf skörp skil á milli þess sem satt er og þess sem ósatt er.“ f Húsverðinum segir frá ri'eim- ur bræðrum og flækingi nokkrum sem annar þeirra tekur upp á sína arma. Bræðurnir eru hvor sín hliðin á sama peningnum en inn- koma umrenningsins kemur ann- arri vídd til skila og óvæntar uppákomur vekja spumingar sem áhorfandanum einum er ætlað að svara. Persónurnar berjast um völd og yfirráð með tungumálið að vopni, eru ýmist niðurlægðar, teknar í sátt, hafnar á stall eða á grimmúðlegan hátt velt úr sessi, en galdur verksins segir Arnar leynast í samskiptum persónanna þriggja. „Hver finnur þá merk- ingu sem hann vill; það sem sést á yfirborðinu segir ekki alla söguna, en höfúndi tekst einstaklega vel að halda áhorfendum í spennu með því að tvinna saman atburðarás og samskipti á afar sérkennilegan máta. Það er yndislegt að leika í verki eftir Pinter og óskaplega gaman að fara með texta sem þennan, í sannleika sagt lætur hann mann ekki í friði.“ Á móti Arnari leika þeir Hjalti Rögnvaldsson og Róbert Árn- finnsson, sem báðir léku í „Heim- komu“ Pinters sem flutt var árið 1988. Róbert verður sjötugur á ár- inu en Arnar varð fimmtugur ekki alls fyrir löngu og að auki mun hann eiga þrjátíu ára leikafmæli, en hann lék í fyrsta sinni í Gísl árið 1963. Aldurinn segir Arnar efla sig og megi að því leyti líkja sér við gamalt vín. „Leiklistm er erfið og flókin kúnst og tekur ævrna að ná henni svo vel fari. Ég held ég skáni nokkuð með aldrinum.“ Húsvörðurinn er ekki eina verkið sem Pé-leikhópurinn færir upp á þessu ári og hefur hann í hyggju að sýna tvö íslensk verk í júnímánuði, annað eftir Árna Ib- sen en hitt eftir Kristínu Ómars- dóttur. MYNDLIST ® Japönsk sam- tímalist nefnist Isýning sem stendur yfir á Mokka, þar sem gefur að líta verk eftir sjö jap- anska samtímalistamenn. • Hólmfríður Sigvalda- dóttir sýnir verk sín í Gallerii Sævars Karls. Sýningin ber heitið Kyrr form. • Birgir Andrésson & Þór Vigfússon opna sýningu á verkum sínum í Nýlistasafn- inu á sunnudag. • Portið nefnist nýr sýning- arsalur sem opnaður hefur verið á neðri hæð Myndlistar- skólans í Hafnarfirði. Þrír lista- menn sýna um þessar mund- ir verk sín í Portinu; þau Bragi Ásgeirsson, Guðjón Ketilsson og Þórdís Alda Sigurðardóttir. • Haraldur Jónsson sýnir | lágmyndir og skúlptúra í Gerðubergi. Verkin eru rýmis- verk, unnin úr ólíkum efnum en viðfangsefnin eru gegnsæi og takmörk. Opið mdnudaga til fimmtudaga kl. 10-22, föstudaga kl. 10-16 og laugar- daga kl. 13-18. • Skoskir grafíklistamenn, 26 talsins, sýna verk sín í Geysishúsinu og er sýningin hluti af menningarhátíðinni Skottís, skosk-íslenskum menningardögum. Opið dag- lega kl. 10-18. • Guðmundur Karl hefur opnað fyrstu einkasýningu sína hér á landi á Kaffi Splitt. Verkin eru 15 myndasam- stæður unnar með tölvu. • Erlingur Jónsson, mynd- höggvari og lektor í Osló, hef- ur opnað sýningu í húsnæði Bílakringlunnar í Keflavík. Þar gefur að líta 107 verk unnin með margvíslegri tækni og ýmis efni, s.s. málm, tré og stein. • lan Hamilton Finlay, listamaðurinn skoski, sýnir j verk sín á Kjarvalsstöðum á menningarhátíðinni SKOTTfS, skosk- fslenskum menningar- dögum. Á sýningunni gefur að líta myndverk Finlays, nokkra neonskúlptúra og lit- skyggnur af Stonypath-garð- inum í Lanarkshire. • „Outsider USA". Banda- rísk utangarðslist í Hafnar- borg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar. Sýn- ingin hefur verið sett upp víða um Norðurlönd. • Ásmundur Sveinsson. Ásmundarsafni stendur yfir | ningin Bókmenntirnar í list smundar Sveinssonar. Opið alla daga kl. 10-16. % • Harpa Björnsdóttir sýnir um þessar mundir myndverk sín í Slunkaríki á (safirði. Verkin eru öll unnin með blandaðri tækni. Sýningunni lýkur á sunnudag. SÝNINGAR | H|t Kaj Franck. Sýn- f i^Ming á listiðnaði eftíi f J^Bhönnuðinn finnska á^^BNorræna húsinu. Þar gefur að lita glervörur, borð- búnað, skrautmuni og ýmsa nytjahluti. Opið daglega kl. 14-19. • Nýútskrifaðir arkitektar sýna lokaverkefni sín í Ás- mundarsal. Um er að ræða sex arkitekta sem stunduðu nám i Englandi, Noregi, Dan- mörku og Bandaríkjunum. Opið virka daga kl. 9-16 og um helgarkl. 13-17. • Paul Nedergaard. Sýning Ijósmyndum Pauls Ne- dergaard af gömlum íslensk- um húsum stendur yfir í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Víkin og Viðey, sýning í Nýhöfn á fornleifum frá land- námi til siðaskipta í Reykjavík, á vegum Árbæjarsafnsins. n

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.