Pressan - 28.01.1993, Page 26

Pressan - 28.01.1993, Page 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. JANÚAR 1993 B I Ó POPP VEITINGAHÚS BARIR POPP FIMMTUDAGUR • Brass-bandið er nýstofnuð blásara- sveit sem tekur lagið í fyrsta sinn á Gauki á Stöng. •Lipstick Lovers hefja helgina á Púlsinum, eftir að eigenda- skipti áttu sér stað. Nú hafa þau Ólafur, Guðmunda, Gunnar Steinn og Kolbrún tekið við af Jóhanni G. Nýju eigendurnir eru fólkið á bak við barinn. •Vincent Laurent leikur af fingrum fram á Café Romance. • Guðmundur Rúnar Lúð- víksson, hinn landskunni trúba- dúr og fagurkeri, verður á Fóg- etanum. • Haraldur Reynisson trúba- dúr á Feita dvergnum. • Þorsteinn Gíslason kráarp- íanisti verður í Djassi í Ármúlan- um. • Brass-bandið hefur á að skipa tólf tónlistarmönnum, þar af sex blásurum og þremur söngvurum. Þeir koma fram í annað sinn á Gauki á Stöng. Bandið býður ekki upp á frum- samið efni og er því með mun eldra efni en Júpíters. •Bogomil Font og Milljóna- mæringarnir ætla að endur- vekja gleði síðustu helgar á Púlsinum, þó svo sagt sé að maður eigi aldrei að endurtaka sig. •Hljómar, Kuba Libra og allir hinir uppvakningarnir verða á Hótel fslandi. •Hljómsveit hússins & Söngvaspé verður í Danshús- inu Glæsibæ um helgina. Fram koma Eva Ásrún, Raggi Bjarna, Haukur Heiðar, Ríó tríó, Smellir og fleiri. Hægt er að snæða þrí- réttaða máltíð á tilboðsverði í tilefni 20 ára afmælis Danshúss- ins. •Vincent Laurents heldur uppi heilmiklu fjöri á Café Ro- mance. • Björgvin Halldórsson og hljómsveit hans halda sig sem fastast á Hótel Sögu. Ætli það sé Ifm á sviðinu? •Hermann Ingi jr. verður á Fógetanum fram á sunnudags- kvöld. •Blúsbrot er að byrja aftur, en hún var í eina tíð vinsæl blús- hljómsveit sem fór í dvala en er að komast á skrið aftur á Blús- barnum. LAUGARDAGU R • Haraldur Reynisson trúba- dúr aftur á Feita dvergnum. •Júpíters verður með risaball á Hressó um helgina. Sveiflurnar verða í stærra lagi. Auk þeirra verða skífuþeytararnir Styrmir og Krissi á svæðinu, en þeir hafa um árabil haldið uppi miklu fjöri á diskótekum bæjarins. Þeim er í lófa lagið að halda uppi partí- stemmningu. •Bogomil Font og Milljóna- mæringarnir halda áfram að gera sér dælt við ungu stúlkurn- ará Púlsinum. • Hljómarnir og hinir orginal- arnir verða á Hótel (slandi. • Söngvaspé & Hljómsveit hússins sem skipuð er flestöll- um ellipoppurum landins fyrir utan Evu Ásrúnu, verður á Dans- barnum. •Vincent Laurents skemmtir elítu bæjarins á Café Romance. •Björgvin Halldórsson verð- ur með spé og söng á Hótel Sögu. •Hermann Ingi hinn slyngi er á Fógetanum. • Blúsbrot kyrjar aftur blús á Blúsbarnum, en þeir eru í hópi hinna fjölmörgu uppvakninga sem komnir eru á kreik á ný. SUNNUDAGUR • Magnús Einarsson er einn hinn íslensku Fána en verður nú með sóló á Feita dvergnum. • Haraldur Reynisson trúba- dúr var á Feita dvergnum en færir sig yfir á Fógetann, ekki öllu verri stað. • Dan Cassidy & George Grossmann leika saman bláa tónlist á Blúsbarnum. SVEITABÖLL FÖSTUDAGUR númerið Joe. •Sjallinn, Akureyri fær öngva aukvisa f heimsókn því aðal- kvöld eru Jet Black LAUGARDAGU R •Þotan, Keflavík heldur upp á eíns árs afmæli sitt í kvöld með stórhljómsveit fslands, Sálinni hans Jóns míns. (tilefni dagsins má vænta fjölda óvæntra uppá- koma. •Sjallinn, Akureyri Skriðjökl- arnirverða með dúndrandi stuð. • Hótel Selfoss hljómsveit Ingu Eydal (dóttur Ingimars) skemmtirá opnu þorrablóti. Líbanskur matur & magadans Marhaba er Ifbanskt í einu og öllu og þarer hvorki sparað í þjónustu né mat. Líbaninn Aladin Yasin rekur staðinn og eiginkona hans, Gabriella Garizani Yasin, er veitingastjóri. Vart líður sá dagur að ekki spretti upp nýr veitingastaður í miðborginni. Þeir eru þó mis- góðir og frumleika hefur ekki gætt í þeim efn- um að undanförnu þar til nú fyrir viku er veit- ingastaðurinn Marhaba var opnaður á Rauðar- árstígnum, nánar tiltekið í hinu gamla verk- smiðjuhúsi Egils Skallagrímssonar. „Þeir sem kynnst hafa líbönskum mat segja hann þann besta í heimi. Líbanskur matur er bragðmikill án þess þó að vera sterkur og mjög fjölbreyttur,“ sagði Aladin Yasin sem rekur nýja staðinn, en hann er Líbani og hefur ver- ið búsettur hér á landi undanfarin ár. Það kemur ekki til af góðu að líbanskur mat- ur hefur breiðst svo ört út, því margir líbanskir matargerðarmenn flúðu land vegna stríðsins sem ríkti þar í ein fimmtán ár. Landið var áður vinsæll griðastaður ferðamanna, enda var þar mikil velsæld, svo mikil að Beirút var gjarnan kölluð París austursins. Sem dæmi um vinsælan líbanskan rétt má nefna Mezzah, sem eru heitir og kaldir smáréttir með ídýfum. Réttur þessi er jafnan borinn fram með líbönsku brauði sem kallast Khubitz og er ekki ólíkt brauðinu sem borið er fram með mörgum miðausturlenskum mat. Margur lætur sér ekki nægja þann rétt ein- göngu og fær sér 1 aðalrétt kryddlegna kjötrétti, en Líbanir leggja einnig mikið upp úr græn- meti og fiskurinn fær að fljóta með. Vínið sem fæst á Marhaba er einnig líbanskt, bragðmik- ið rauð-, rósa- og hvítvín. Anísdrykknum Arak, sem sjálfsagt á eftir að ná nokkurri útbreiðslu hér á landi, er gjarnan skolað niður með matnum. Reyndar er æski- I legt að blanda drykkinn með vatni þar sem hann er 54% að styrkleika. Ferskasta nýjungin á þessum skemmtilega hannaða líbanska veitinga- stað verður þó að teljast hin líbanska frjálslega vaxna magadansmær Catherine Selford, sem hefur ekki hinn hefðbundna 90-60-90-vöxt. Hún kemur inn í salinn nokkrum sinnum á meðan fólkið situr að snæðingi og dillar sér fram og til baka, öll- um — þó sérstaklega karlmönnunum — til mikillar gleði. Þess má geta að Hótel Reykjavík og Café Kim eru rekin undir sama hatti og er Kaupgarður eigandinn. Búningarþjónanna eru óneitanlega skrautlegir. Perluvín Það er ekki á hvaða veitingastað sem er sem maður rekst á vín sem er sérstaklega tappað á flöskur fyrir veitingastaðinn sem upp á vínið býður. Þó er eitt slíkt á vín- lista Perlunnar og ber einfaldlega nafnið Perluvín. Vínið sem um ræðir er milliþurrt Riesling-hvít- vín, og eins og segir á flöskunni á það vel við með innbökuðum fiski, steiktum silungi, fuglarétt- um, réttum úr kálfakjöti eða bara eitt og sér. „Vínið hefur mælst mjög vel fyrir, enda nánast engin þurr fyrsta flokks þýsk hvítvín á markaði hér. Það er einnig mjög algengt að gestirnir vilji halda upp á flöskuna, enda myndin á henni mjög falleg," segir Hafldór Sigdórsson, yfirþjónn í Perlunni. Myndin sýnir Perl- una í sinni fegurstu mynd og má geta þess að Björn Blön- dal, ljósmyndari PRESSUNNAR, tók myndina. Raunverulegt heiti vínsins er Kiedricher Wasseros Ries- f f R f, A N lingKabinett og er valið eftir mikla íhugun af veitinga- mönnum Perlunnar. Það kostar 2.710 krónur í Perlunni. Fyrirþá sem áhuga hafa á að sérpanta vínið í gegn- urn áfengis- verslunina má geta þess að heild- verslunin Austurbakki er umboðs- aðili þess. Dagur í dósaverksmiðju INRI VIÐNÁMSHVÖRF ★ Einu sinni starfaði hljómsveitin INRI í Breiðholti og spiiaði ágætt nýbylgjurokk. Magnús A.G. Jensen spilaði á bassa í þeirri sveit en nú virðist hann hafa tek- ið nafnið traustataki og notar á nýtt sólóverkefni; níu laga snældu sem kom út nýlega í 100 tölusettum eintökum og má finna í nokkrum plötubúðum í höfuðborginni ef leitað er vel. Verksmiðjutónlist, hin svo- kallaða „industrial" tónlist, á sér langa forsögu og rekur ættir st'nar allt aftur til fúturista og dadaista. í byrjun síðasta áratugar héldu enskar sveitir á borð við Throbb- ing Gristle uppi merkinu og enn í dag er „industriar tónlist mikið stunduð í Evrópu,' alltaf mjög langt undir yfirborðinu. Á Islandi eru það m.a. sveitirnar Reptilic- us, Inferno 5 og nú INRI sem leita í þungavélagnýinn. í eðli sínu er diskótakturinn mjög vél- rænn og því augljós möguleiki að blanda þessu saman í vélræna verksmiðjuheild. Útkoman er ör- sjaldan merkileg eða spennandi, enda er melódíum oftast hent út tii að fuilkomna hin vélrænu áhrif. Framleiðsla Magnúsar er svo sem ekki verri en tónlistin sem hann vitnar í; hann kemst ágæt- lega ffá sínu en er því miður bara að vinna í löngu mettuðu tónlist- arformi. Flutningurinn er högg- þéttur en fulllítil fjölbreytni í gangi til að áhugi hlustandans haldist lengi. Textamir eru talaðir eða tjáðir með reiðum ópum. Þeir virðast ættaðir úr visku- brunni dr. Bjarna H. Þórarins- sonar; eru sem sagt gjörsamlega óskiljanlegt ogþreytandi tuð með tæknilegum og „listrænum“ for- merkjum. Spólan líður hjá eins „Textarnir eru talaðir eða tjáðir með reiðum ópum. Þeir virðast œttaðir úr viskubrunni dr. Bjarna H. Þórar- inssonar; eru sem sagt gjörsamlega óskiljan- legt ogþreytandi tuð með tœknilegum og „ listrœnum “formerkj- um. “ og tilbreytingarlaus dagur I dósa- verksmiðjunni, og sem fýrrum starfskraftur þar get ég fullyrt að af tvennu illu þá er „Viðnáms- hvörf ‘ skárri kostur. Umbúðirnar eru veglegar og nokkuð flottar, svo kannski ætti Magnús að snúa sér að auglýs- ingateikningu. Gunnar Hjálmarsson

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.