Pressan - 28.01.1993, Page 29

Pressan - 28.01.1993, Page 29
t- + FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. JANÚAR 1993 29 Andhverfur HARALDUR JÓNSSON GERÐUBERGI Haraldur er einn af Parísarung- liðunum, ásamt Sigurði Árna Magnússyni og Hallgrími Helga- syni, sem hafa jafnt og þétt verið að bora sig inn í vitund þjóðarinnar. Það má líklega kalla Harald skúlp- túrista, þótt ég sé farinn að efast um gagn- semi slanguryrðisins skúlptúr í seinni tíð, á sama hátt og það var orðið býsna ankannalegt að nota „höggmynd" sem al- mennt heiti yfir þrívíð afrek á myndlistar- sviðinu. Það er sök sér þegar myndin er bundin við hinar þrjár evklíðsku víddir, en þegar sú fjórða er komin í spilið og óskilgreinanlegar hugtakavíddir bætast við, þá vandast málið. Sem dæmi má taka ansi nett verk eftir Harald í kjallaragangi Gerðubergs. Á gólf- inu er kringlótt form, eins og gólfmotta úr gúmmíi eða málmplata. Ekki mjög ris- mikill skúlptúr. Titillinn virðist gjörsam- lega óviðeigandi, „Göng“. Það er ekki fyrr en maður áttar sig á því úr hverju verkið er gert — tveimur speglum — að það fer að renna upp fyrir manni ljós. Það sem við sjáum er bakhlið á kringlóttum spegli sem snýr niður. Væntanlega (þetta er „Áhorfand- anum er ekki leyft að stilla sér uppfyrir framan framhlið verksins og horfa inn íyfirborð þess, heldur verður hann að geta sér til um hvað býr innra með því, “ segir Gunnar meðal annars ígagnrýni sinni á sýningu Haraldar Jónssonar. ágiskun) snýr hinn spegillinn að honum, þannig að þeir mynda spegil-samloku. Nú fýrst er hægt að „skoða“ verkið. Hvað sést þegar horft er á spegil? Það sem end- urspeglast í honum. En fið horfum inn í spegil, eins og það sé eitthvað handan hans. Spegill er eins og gegnsær gluggi, sem opnar manni sýn inn í annan heim, en er ósýnilegur sjálfur. (Auga: spegill sál- arinnar.) Þar er líklega komin skýring á nafngiftinni „Göng“; spegilsamlokan er eins og op rnilli tveggja heima. Göng gefa í skyn éinhverja fjarlægð milli tveggja gangaopa — en hver er fjarlægðin milli tveggja spegilopa í spegilsamloku? Og enn er spurt: I hvaða víddum skal mæla „skiftptúr“ sem þennan? Þannig má leika sér með líkingar ad absurdum. Flest eru verkin unnin í efni sem heitir tex, sem ég er ekki kunnugur. Það lítur út fýrir að vera einhvers konar einangrunar- efni, loðið og gljúpt eins og gisið masónít. Ég býst við að þetta sé efni sem er yfirleitt á bak við eða undir yfirborði. Enda virðist Haraldur gera sér að leik að rugla saman yfirborði og innra borði, framhlið og bak- hhð. Svipað og með spegilverkið er áhorf- andanum ekki leyft að stilla sér upp fyrir framan framhlið verksins og horfa inn í yfirborð þess, heldur verður hann að geta sér til um hvað býr innra með því. Það eru skemmtilegir hlutir í gerjun í verkunum, en útfærslurnar eru yfirleitt óþarflega lágstemmdar og óspennandi. Haraldur mætti gjarnan bjóða upp á æv- intýragjarnara sjónarspil. En það er lík- lega ómögulegt að koma slíku við í þess- um sýningarafkima í Gerðubergi. Gunnar J. Árnason BÍLASPRAUTUN Auóbrekku 14, simi 64 2141 Og brœður munu berjast BLÓÐBRÆÐUR BORGARLEIKHÚSIÐ / STÓRA SVIÐIÐ SÖNGLEIKUR EFTIR WILLY RUSSEL ÞÝÐANDI: ÞÓRARINN ELDJÁRN TÓNLISTARSTJÓRI: JÓN ÓLAFSSON LEIKSTJÓRI: HALLDÓR E. LAXNESS IÁ sama hátt og maður veit ekki alveg hvað það er sem hrífur mann á leiksýningu — maður kemur ekki að því orðum — þá gerist hitt, þótt sjaldnar sé, að manni finnst eitt- hvað að, eitthvað vanta, eitthvað ekki „gera sig“ án þess að maður geti komið að því orðum skýrlega og snarlega. Þannig var það með þessa sýningu. Væri maður tilneyddur að segja eitt- hvað yrði það líklega að fáum þeirra sem stóðu að þessari sýningu virðist hafa þótt tiltakanlega vænt um verkefhi sitt. Það var eins og sýningin væri gerð meira með höfðinu en hjartanu. Annars veit ég það ekki... Efni verksins er í sjálfu sér áhugavert. Það er hvað umhverfið mótar manneskj- una. Tvíburar (eins) eru aldir upp að- skildir — fá mismunandi efnalegar að- stæður að lifa við. Þótt sá sem býr við fá- tækt fái að því er manni sýnist meiri óeig- ingjarna ást, þá verður fátæktin honum til falls. Þetta er tiltölulega haganlega skrifað stykki, þó að kvarta megi yfir snöggsoð- inni lausn eins og að allt í einu getur móð- ir tvíburanna tekið sig upp úr fátæktinni og komið sér fýrir í dýrindis húsi uppi í sveit, af því að það hentar plottinu að hún flytjist nálægt fjölskyldu hins burtgefna tvíbura. Og sagan er allstaðbundin — snertir Breta örugglega af mun meira afli .en okkur. Margt er mjög gott um þýðinguna að segja þó að það braki stundum í henni í flutningi leikaranna. Tónlistin er ágæt og „Fáum þeirra sem standa aðþessari sýningu virð- istþykja tiltakanlega vœnt um verkefni sitt. Það er eins ogsýningin ségerð meira með höfðinu en hjartanu. “ flutt af krafti. Ragnheiður Elfa hefur skemmtilega söngrödd sem maður er hissa á að hafa ekki heyrt meira af áður. Leikmyndin er með bestu verkum Jóns Þórissonar. Hljóðtæknin er óaðfinnanleg að rnínu mati (smekksatriði hve hátt á að stilla). Strákarnir í titilhlutverkunum eru einlægir og bjóða upp á ferskustu augna- blik sýningarinnar, sérstaklega Magnús Jónsson. Það er eins og leikstjóranum, Halldóri E. Laxness, takist betur upp í samvinn- unni við yngri og óreyndari leikarana en þá sem jafnan skrýða svið Borgarleik- hússins. Hann leggur mikla alúð í að tengja vel saman atriði og myndskreyta söngtextana með atburðum á sviðinu, en það er eins og það dugi ekki alveg til að heilla mann. En ekki hef ég uppástungur um hvernig hefði átt að gera frekar. Það lifhar bara of sjaldan. Maður hefur tilhneigingu til að býsnast út í það þegar verið er að gera hluti með hangandi hendi eða á fölskum forsend- um, því finnst mér ekki vera til að dreifa hvað varðar þessa sýningu. Ég sá enga ranga ákvörðun í sambandi við sýning- una aðra en mögulega þá að taka söng- leikinn til sýningar bara af því að hann hefur gengið svo vel annars staðar. Eða var það ekki þannig? Lárus Ýmir Óskarsson LAUGAVEGI 34A Símar 13088 og 11690 BRAUTARHOLTI 22 Agæta foreldri Nú fer í hönd tími ferminganna. Potturinn og pannan c/o Matreiðslumeistarinn hf. hefur um árabil sérhæft sig í veislum og veis- luþjónustu í heimahúsum og sölum á höfuðbor- garsvæðinu, jafnframt rekstri veitingastaðanna Potturinn og pannan og Steikhúsið Laugavegi 34, og viljum við með þessu bréfi bjóða fram þjónustu okkar. TILBOÐ I Kalt borð: 1.590.- kr. á mann* Reyktur og grafinn lax, roastbeef, reykt svínalæri, kjúklingar, djúpsteiktur svínapottréttur með sætsúrri sósu og hrísgrjónum. Meðlæti: Heitar steiktar kartöflur, hrásalat, kartöflusalat, sinnepssósa, remólaði, kokteilsósa, grænmeti, rauðkál, steiktur laukur, heit brún rjómasósa og brauð. Kransakaka fylgir öllum matarveislum. TILBOÐ II Kaffihlaðborð: 1.090.- kr. á mann* Tveggja hæða áletruð marsipanterta, súkkulaði- terta, peruterta, þrjár tegundir af snittum, tvær tegundir af brauðtertum, flatbrauð með hangikjöti og rúlluterta. "Lágmarksíjöldi: 25 manns uias IFERÐAR

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.