Pressan - 16.06.1993, Side 2

Pressan - 16.06.1993, Side 2
FYRST & FREMST 2 PRESSAN Miðvikudagurinn 16. júní 1993 ÞÓRÐUR ASGEIRSSON. Lét fjölskylduna hafa góöan samning en var tekinn fyrir á einkavæðingarfundi í staðinn. SlGURÐUR HELGASON. Fokkerarnir farnir að tínast úr landi og Ijóst að leigan dugar ekki fyrir kaupleigunni. ÞÓRÐUR SKRMMTAR FJOLSKYLD- UNNI VERK- EFNI.________________ Nýlega upplýstist um þá ætlun Þórðar Asgeirssonar, nýráðins Fiskistofustjóra, að gefa út blað í samvinnu við útgáfufélagið Farveg. Það fýr- irtæki er rekið af Þórunni Gestsdóttur, sviikonu Þórðar. Þá mun kona Þórðar einnig vinna eitthvað við útgáfuna. Útgáfa blaðsins komst inn í umræðu á einkavæðingar- fundi í síðustu viku og varð það til þess að Þórður ákvað að taka auglýsingar úr blað- inu, enda þótti fundargestum blasa við að það yrði í sam- keppni við önnur blöð á sjáv- arútvegssviðinu. Ef af hefði orðið hefði útgáfa blaðsins verið nokkuð traust fjárhags- lega, en engin útboð fóru þó fram áður en tekin var ákvörðun um útgáfu þess. FLUGLEIÐA- MENN BORGA MEÐ FOKKERN- UM._________________ Enn einu sinni hafa dunið yfir landsmenn tíðindi um tapið á innanlandsflugi Flug- leiða, eins og Sigurður Helga- son forstjóri hefur upplýst. Um leið hefur verið opinber- að að ein af Fokker 50-flugvél- um félagsins hafi verið leigð erlendu flugfélagi. Sem kunn- ugt er keyptu Flugleiðamenn vélar þessar á kaupleigu og þurfa því að borga af þeim mánaðarlega. Eftir því sem komist verður næst dugar leigugjaldið ekki fyrir mánað- arlegum afborgunum og hef- ur heyrst að munurinn á mánuði sé um 20.000 dollarar eða 1,3 milljónir króna á mánuði. Tæpast getur það tal- ist góður bissness. KALT A MILLI OSSURAR OG KARLS STEIN- ARS._____________ Eins og rækilega var rakið á sínum tíma var mjög spenn- andi kosning á milli þeirra Rannveigar Guðmundsdótt- ur og össurar Skarphéðins- sonar í þingflokki alþýðu- flokksmanna í síðustu viku. Eins og gefur að skilja voru menn búnir að leggja nokkuð línumar áður en til kosningar kom. Var meðal annars gert ráð fyrir að Karl Steinar Guðnason styddi Össur í kosningunni og hafði hann gefið ádrátt um það. Annað kom á daginn og hefur síðan verið kalt á milli þeirra. Hefur meðal annars verið haft á orði að stóll forstjóra Trygginga- stofhunar sé ekki eins tryggur fyrir Karl Steinar og menn gerðu ráð fyrir. GUNNAR BIRG- ISSONMEÐ 140 MILLJONA KRONA VERK FYRIR HITA- VEITUNA.___________ Nú mun hafa verið tekin ákvörðun um að leggja bund- -ið slitlag á veg þann sem al- mennt hefur verið kallaður Nesjavallavegur og liggur meðfram hitaveitulögninni frá Nesjavöllum til Reykjavík- ur. Mörgum finnst þetta skjóta skökku við, því flestar framkvæmdir við virkjunina og veginn em búnar og þá em engir þungaflutningar mögu- legir á veginum hvort sem er. Nú þykir flestum ljóst að það verði Klæðning hf., fyrirtæki Gunnars Birgissonar, sem fær verkið, en þegar munu vera hafnar þarna einhverjar framkvæmdir á veginum. Aðrir verktakar eru hissa á þessu, því ekki er kunnugt um að neitt útboð hafi farið ffarn við þetta verk, sem mun vera upp á um 100 til 140 milljónir króna. SÚSANNA FEST- IR RAÐ SITT. Einhverra hluta vegna þykja það alltaf gleðileg tíðindi ef fólk ákveður að deila lífinu með einhverjum öðrum en sjálfu sér, svona ffamrni fyrir guði og mönnum. Það hlýtur að vera merki um ást og ein- drægni og allt það. Þó þykja STEN DU R TIL AÐ RIFA NYTT HUS IÐNAÐARHÚSNÆÐIÐ VIÐ VORÐUBERG Fokhelt og verður að öllum líkindum látið víkja fyrir íbúðarbyggingum. Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt að breyta Vörðubergi, sem er á mörk- um Hafnarfjarðar og Garða- bæjar, gegnt Kaplakrika, úr iðnaðar- og þjónustuhverfi í íbúðarhverfi. Það er í sjálfu sér ekki í ffásögur færandi á tímum þegar lítil sem engin eftirspum er effir þess konar húsnæði. Það sem er þeim mun effirtektarverðara er að þar stendur nú fyrir tveggja ára fokhelt iðnaðarhúsnæði, eitt og yfirgefið, sem passar engan veginn inn í íbúðar- byggðina sem þar mun eiga að rísa í ffamtíðinni. Stendur jafiivel til að rífa húsið. „Það er ekki búið að ákveða hvort húsið verður látið fara, en sá kostur er tal- inn hagkvæmastur fyrir nýj- an eiganda, sem keypti svæðið með öllu tilheyr- andi,“ segir Jóhannes Kjar- val, formaður skipulags- nefndar Hafnarfjarðarbæjar. Sá aðili sem upphaflega átti að sjá um byggingu þjón- ustu- og iðnaðarhúsnæðis í Vörðubergi var byggingar- fyrirtækið Reisir, sem náði eingöngu að byggja þetta eina hús og varð svo gjald- þrota. Sá sem hefur nú yfir- umsjón með byggingunum er verktakafyrirtækið Hag- tak. Skipulag svæðisins er ekki enn tilbúið, en vangaveltur hafa verið um það undanfar- ið ár. Eins og áður segir hef- ur bæjarráð þegar samþykkt breytingarnar — úr iðnaðar- og þjónustuhverfi í íbúðar- hverfi — og bæjaryfirvöld hafa lagt blessun sína yfir landnotkunarbreytingarnar, en skipulagið sjálft liggur ekki enn fyrir. þau tíðindi alltaf merkilegri ef nafhtogaðar manneskjur eiga í hlut. Um páskana mun hafa kviknað ný ást í huga Sús- önnu Svavarsdóttur, hins skelegga leiklistargagnrýnanda Morgunblaðsins, og jafhffamt í huga manns að nafiii Ásgeir Bjarnason, sem er efhaffæð- ingur að mennt. Og það sem meira er; þau eru gengin í það heilaga, og það fyrir þó- nokkru. GUMMI BRAGA VAKTI ATHYGLI KANANNA. Nýlega tóku Islendingar þátt í keppni á smáþjöðaleikunum á Möltu. Frammistaða körfu- knattleikslandsliðsins vakti mikla effirtekt þar, enda mjög glæsileg. Fremstur í flokki fór Guðmundur Bragason, körfuknattleiksmaður úr Grindavík, sem hefur leikið fádæma vel undanfarið tíma- bil. Mun frammistaða hans hafa vakið mikla eftirtekt út- sendara frá bandarískum há- skólaliðum og er ekki að efa að Guðmundur hefði fengið tilboð frá þeim væri hann yngri. GERVIEFNA- VOLLUR A LAUGARVATN. Á næsta ári er gert ráð fyrir að landsmót UMFÍ fari fram á Laugarvatni, en mótinu hefur verið ffestað um ár. Það vekur athygli margra að ætlunin er að byggja upp mikla íþrótta- aðstöðu á Laugarvatni vegna þessa móts sem á síðan að nýtast fyrir íþróttamiðstöðina í framtíðinni. Þetta felst meðal annars í uppsetningu gervi- efha á hlaupabrautir og yrði þá Laugarvatn þriðji staður- inn á landinu með slíkt. Margir telja hins vegar að þessari fjárfestingu sé illa varið þar sem Laugarvatn sé nokk- uð úr alfaraleið og ffekar hefði átt að byggja völlinn á Selfossi. Rankveig Guðmundsdóttir. Hefur orsakað kulda milli Össurar og Karls Steinars. ÞÓRUNN GESTSDÓTTIR. Svilinn lét hana hafa góðan samning með nýtt blað í sjávarútvegin- um. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON. Hættur að tala við Karl Steinar eftir kosninguna um ráðherraembættið. KARL STEINAR GUÐNASON. Nú er spurningin sú hvort honum hefnist fyrir að hafa stutt Rannveigu í ráðherrasiagnum í Alþýðuflokknum.GUNNAR BlRGISSON. Kominn afstað með risavaxið verk fyrir Hitaveituna við að malbika vegsem enginn vissi af. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR. Er komin í hnapphelduna með efnafræðingi. UMMÆLI VIKUNNAR „Styttan af Ingólfi Arnarsyni er nokkuð vel á sig komin miðað við að hún er 70 ára gömul og hefur ekkert verið haldið við. “ Pétur Bjarnason myndhöggvari. Strax byrjaður að plata! „Mig langaði ekkert sérstaklega til að verða ráðherra, þetta er eins og hvert annað starf.“ Guömundur Árni Stefánsson, tilvonandi niðurskurð- Hi'jsri. (zonœi ítió xnmáfamaSux itjc Ef mér verður boðið að tala og það veldur ekki mikli : EX (ítta? iklumó óþægindum þá mun ég auðvitað þiggja boðið.“ Dalai Lama, leiðtogi fjallabúa. FERILLINN í HNOTSKURN „Það er ekkert í hendi, en vænlegir fuglar í skógi.“ Jón Sigurösson, á milli starfa. cÞettaen.eútA,0(j,ci&lúlaíihottii$áJé/i „Dagmar er kærð fýnr brot á lögum um skottulækningar en þar sem hún hefur ekki stundað skottulækningar þá sé ég ekki að hún hafi brotið neitt af sér.“ Ragnar Hall verjandi. Alveg eins og ég sjálfur „Kerfið er tregt og það er þungt og andsnúið breytingum.11 Eiður Guðnason, umhverfisvænn sendiherra.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.