Pressan - 16.06.1993, Síða 11

Pressan - 16.06.1993, Síða 11
FIKNIEFNI A ISLANDI Miövikudagurinn 16. júní 1993 PRESSAN I I Innflytjendur fíknlefna geta hagnast um milljónir og jafnvel tugmilljónlr króna. Allur þorri fíkniefna berst frá Hollandi og kemur yfir- leitt sjóleiöina meö fragt- og fiskiskipum. Tölurnar hér aö ofan sýna kaupverö innflytjandans í Hollandl á elnu kílói af hassl og einu kílól af amfetamíni. Hagnaöurinn er gríöarlegur hvort sem hann kýs aö afhenda drelfingaraölla efnlö á íslandl eöa sjá sjálfur um smásöluna. Áætlaö magn fíkniefna sem berst ólöglega til landsins er nálægt 300 kílóum og söluverömæti efnanna en nærri hálf- um milljaröi króna. Heróínmarkaður að Fíkniefnamarkað urinn árlega 375 milljónir kr. 60 milljónir kr. 20 milljónir kr. Innflutnings hagnaður Kaupverð í Verð til Hollandi dreifingar af hassi kíló af amfetamíni af kókaíni Vferð a götunni 1 kg hass 200.000 800.000 1.500.000 1 Iití amf Qflfl myndast á íslandi Allt bendir til að innan skamms verði heróínneysla að alvarlegu vandamáli hér á landi. Heróín er það fíkniefni sem menn hræðast mest, enda víman best og eyðilegg- ingin mest. Löngum hafa gengið tröllasögur um heróín í umferð, en fíkniefnalögregl- an hefur einungis þrisvar lagt hald á smávægilegt magn af efninu. Þó er talið fullvíst að ÞORSTEINN PÁLSSON Nauösynlegt er aö fela einu ráöuneyti höfuöábyrgö í þessu efni, til aö tryggja markvissari framkvæmd og ákveönari aögeröir. nokkurt magn hafi verið í umferð ekki alls fyrir löngu. Enn sem komið er þó útilok- að að verða háður efninu hér á landi þar sem framboðið er einfaldlega ekki nægilegt. Reynsla annarra þjóða sýnir hins vegar að þróun í átt til heróínneyslu er óumflýjanleg. Réttur jarðvegur virðist kominn fýrir neyslu á heróíni. Sprautusjúklingar eða „djönk- arar“ eru orðnir fjölmennur hópur á íslandi, en þetta er það fólk sem náð hefur botn- inum í eiturlyfjaneyslu. Þeir hafa prófað aílt og eru reiðu- búnir að sprauta sig með hverju sem er til að komast í vímu. Víman er það eina sem skiptir máli, skynsemin er horfin og eigið líf skiptir ekki einu sinni máli lengur. Þeir sem hafa prófað heróín segja að það gefi bestu vímu sem þeir hafi nokkru sinni komist í og eftir það virðist ekki affur snúið. Nú þegar hefur fjöldi íslendinga komist í kynni við efhið og vitað er að nokkrir Is- lendingar hafa orðið háðir efninu, bæði í Danmörku og í Hollandi. Hér á landi nota „djönkararnir“ einkum am- fetamín og fortral, sem þeir sprauta sig með. Fortral cr sterkt verkjadeyfandi lyf sem sumir læknar útvega með lyf- seðli, en efnið hefur svipaða verkun og heróín. Orðrómur um heróín í umferð er litinn mjög alvar- legum augum hér á landi og á meðan tekst að halda fram- boðinu í algeru lágmarki er ekki mögulegt að heróínsjúk- lingar geti þrifist hér á landi. Ef að líkunr lætur er þetta þó vandi sem við verðum að glíma við í náinni framtíð. Fíkniefnin koma sjoleiöina frá Hollandi Talið er að nálægt 300 kílóum af fíkniefnum sé smyglað til landsins árlega, einkum hassi en einnig þó- nokkru magni af amfetamíni og kókaíni. Algengast er að efnin berist með skipum sem leggja að við hinar ýmsu hafnir landsins en einnig koma fíkniefni með farþeg- um sem fara um Keflavíkur- flugvöll og nokkurt magn kemur með pósti. Holland er miðstöð fyrir fíkniefni í Evrópu og þaðan koma nær öll þau fíkniefni sem berast hingað til lands, nema kókaín, sem kemur yfirleitt í gegnurn Bandaríkin eða beint frá Suður-Amer- íku. Núorðið er Spánn orð- inn miðstöð fyrir kókaíninn- flutning frá Ameríku og berst efnið þaðan inn í Evrópu, eins og raunin var með kóka- ínið sem Steinn Ármann kom með til landsins. Sú staðreynd að Island er eyja gerir innflutning efnanna ekki erfiðari. Strandlengja landsins er víðáttumikil og eftirlit, einkum á landsbyggð- inni, miklum erfiðleikum háð. Þegar um stórar send- ingar er að ræða eru efnin því í langflestum tilfellum keypt í Hollandi og flutt sjóleiðina til landsins, bæði með fiskiskip- um og fraktskipum. Áhætta við innflutning er tiltölulega lítil en hagnaðarvonin að sama skapi mikil. Mikið magn fíkniefha kemur einnig í gegnum flugstöðina í Kefla- vík, en magnið sem hver far- þegi getur komið með er tak- markað. Nokkurt magn kemur einnig með pósti. All- ur erlendur póstur berst á sama staðinn og hundar hafa því fundið nokkurt magn efna. Þeir eru hins vegar ekki fullkomnir og má nefna að LSD er lyktarlaust með öllu. Finnur Ingólfsson „Alþingi á aö marka stefnu þar sem tll dæmis veröi ráögert aö uppræta alla fíkniefnaneyslu á næstu 4-5 árum, aö ís- land yröl án eiturlyfja 1995.“ ITALIA 'HEILLAR ÆVINTÝRAFERÐIR TIL RÓMAR ▲ Stórkosrlegur ferðamöguleiki í ævintýraferð til Rómaborgar. Flogið er til Kaupmannahafnar á miðviku- dögum og gist eina nótt í Copenhagen Star-hótelinu rétt við Ráðhústorgið. Næsta dag er flogið með ítalska flugfélaginu Alitalia til Rómaborgar. Dvalið í Róm í sex daga og gist á Fiotel Brasil, sem er þriggja stjörnu hótel í hjarta borgarinnar. ▲ I Róm gefst kostur á að fara í margskonar skoðunar- ferðir svo sem dagsferð til Napólí og Kaprí með viðkomu í Bláa hellinum. Verð á mann kr. 7.500. ▲ Stórkostlegar skoðunarferðir með enskumælandi far- arstjórum. I boði bæði hálfsdags- og heilsdagsferðir: Co- losseum, Vatíkanið, Péturskirkjan. Fornminjar og meist- araverk endurreisnartímans eru alls staðar og magn- þrungin listin heillar. Verð frá kr. 1.500. A Sértilboð fyrir ALÍS-farþega. Verð aðeins kr. 64.500. Innifalið er flug Keflavík-Kaupmannahöfn- Róm-Kaupmannahöfn- Keflavík, gisting eina nótt í Kaupmannahöfn, fimm nætur í Róm (miðað við tveggja manna herbergi), morgunverður, flugvallarskattur á Is- landi, Danmörku og á Italíu. Örfá sæti laus í ódýru BILLUND-FERÐIRNAR. Verð kr. 26.900 með ölíum flugvallargjöldum. Ferðatímabil 16. júní til 25. ágúst. FERÐAVEISLA SUMARSINS j FERÐASKRIFSTOFAN ALÍS, SÍMI: 91-652266 1

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.