Pressan - 16.06.1993, Page 12
12
PRESSAN
F I K N I E F N
Miðvikudagurinn 16. júní 1993
Fíkniefnaheimurinn stjórnast af framboði og eftirspurn
Fíkniefnaviðskipti lúta lög-
málinu um framboð og eftir-
spurn á sama hátt og önnur
viðskipti og því reynir lög-
gæslan bæði að slá á framboð-
ið og eftirspurnina. Þegar hald
er lagt á stórar sendingar er
það nær undantekningarlaust
við innflutning eða mjög
skömmu eftir hann, áður en
efnin eru komin í dreifingu.
Slíkar aðgerðir slá tímabundið
á framboð efnanna. Eftir-
spurnin er einnig vandamál
og því er samhliða reynt að
gera sölumönnum og neyt-
endum lífið leitt með stöðugu
effirliti. Þjóðfélagið er lítið og
það gerir slíkar aðgerðir
áhrifameiri hérlendis en víða
annars staðar. Með þessu
móti er einnig hægt að kom-
ast í samband við aðila í fikni-
efhaheiminum sem geta gefið
upplýsingar um stöðu mála
og leitt til árangurs í stærri
málum.
Áhersla á smásölu eða
innflutning?
Á milli ára eru miklar sveifl-
ur í hversu mikið magn af
fíkniefnum hald er lagt á og
skiptir miklu máli hvort
áhersla er lögð á að hefta
framboð eða eftirspurn. Árið
1991 virðist áherslan frekar
hafa verið lögð á smærri mál
og þannig slegið á eftirspurn-
ina. í fyrra virðist þessu hafa
verið öfugt farið. Árið 1991
voru 632 aðilar handteknir en
varðhaldsdagar voru aðeins
34.1 fyrra voru hins vegar að-
eins 457 aðilar handteknir en
varðhaldsdagar voru 210.
Haldlagt efhi var óvenjulítið
árið 1991, en árið í fyrra var
metár í haldlögðu efhismagni.
Sem dæmi má nefna að í fyrra
var lagt hald á 20 kíló af hassi
en einungis 5 kíló árið áður og
haldlagt kókaín var í fyrra
1.300 grömm en einungis 3
grömm árið áður. Mörg stór
fikniefnamál voru rannsökuð
í fyrra. Kókaínmálið vakti
mesta eftirtekt, en þar var
maður handtekinn með 1.200
grömm af kókaíni. Einn karl-
maður var tekinn með 2 kOó
af hassi, fjórir karlmenn með
3 kíló, einn var tekinn með
nærri hálft kíló af amfetamíni
og tveir karlmenn með 400
grömm af amfetamíni og
nærri 3 kíló af hassi. Þá var
karlmaður tekinn með með 6
kíló af hassi og 200 grömm af
amfetamíni, og kona játaði
innflutning að 2,2 kílóum af
hassi. Þá má nefna að tveir fs-
lendingar voru teknir með ÍCT
kíló af hassi á Spáni sem þeir
höfðu flutt frá Marokkó og
ætluðu að flytja hingað. Það
magn er ekki inni í tölum um
haldlagt efni.
Atvinnuiausir karlar á
þrítugsaldri
Af þeim sem handteknir
voru í fyrra var nær helming-
ur atvinnulaus en fjórðungur
þeirra flokkast sem verka-
menn. Sjómenn og nemar
mældust 7 prósent hvor hóp-
ur. Karlmenn eru um 85 pró-
sent af þeim sem teknir eru,
og ríflega tveir af hverjum
þremur eru á þrítugsaldri.
Þriðjungur handtekinna var
tekinn í fyrsta skipti, en tveir
af hverjum þremur voru
þekkt andlit hjá fíkniefnalög-
Helstu fíkniefni í umferð á Islandí
(Gröftn sýna magn af bverju SuiiefBÍ fyrir ag sem laet hefur verið
haid á árlegj)
Hass er langalgengasta fíkniefnið hér
á landi. Er unnið úr Kannabisplönt-
unni sem er ættuð úr Himalayafjöll-
um og á sér 5.000 ára neyslusögu.
Efnið er yfirteitt mulið niður og reykt
úr einhvers konar pípum. Efnið verk-
ar slævandi en langtímaneysla getur
valdið tilfinningaslökun og svefn-
drunga. Grammið selst á um L500
krónur.
S R
£
Marijuana
Marijuana var áberandi hér á landi
um og upp úr 1970 og tengdist þá
einkum vamarliðinu í Keflavík og
Suðurnesjum. Síðustu árin hefur Irtið
borið á efninu enda óhagkvæmt í
innfiutningi. Marijuanablöðin eru
reykt í pípu eða „jónum" eins og
hassið, enda unnið úr sömu plöntu/
flhrifin eru svipuð og af hassi.
flmfetamín
Amfetamín kom fram upp úr 1930
sem lækninga- og megrunarlyf. Varð
fljótt mikið notað enda ekki talið
hættulegt og var til dæmis mikið
notað í stríðinu. Hvítt duft sem sogið
er upp í nefið, étið eða sprautað í
æð. í byrjun er neytandinn jákvæður
og ör til orðs og æðis en efnið veldur
lystarleysi. Langtímaneysla veldur
ofsóknaræði. Varð fyrst áberandi hér
fyrír tiu árum en neyslan eykst hratt.
Grammið selst á 4-5.000 krónur.
£N£?2?!í>SPL',S02>SSt''Ö9u>to,''e9o>®*Ht'io>
2222222°!0i0>0>0>0>0>0>0>0>0>0>0>0>0>
'9 X W ..
fc£:!i:£:£:!J:£:~í82?S9 00 00 00 00 00 00 00 0>0>0>0>
S0l0!0!0!0!0>0>0>0>0>0>0>0>0>0>0>0>0>0>0>0>
HHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH
Kókaín
£!CS!5í5tS02?SaSISS:!2ÍS!529SSS!£'S2
N.NK.NIsNNKCOOOOOOOQOCOOoOOOOOO<J)Ó)<fiCh
ojOioiaiaioiajCíaiaioiaiaiaioioaiaiciaiCDoi
Kókaín er hvítkristallað duft, unnið
úr blöðum kókarunnans, og neyslan
á sér minnst 5.000 ára sögu. Efnið
hefur örvandi verkun, eykur úthald
og sjálfsöryggi og dregur úr næring-
arþörf. Verkun efnisins er stutt og
neysla því oft stöðug með skömmu
millibili enda afar ávanabindandi.
Efnið er oftast sogið upp t nef, étið
eða sprautað í æð. Neyslan hefur
aukist mikið síðustu ár. Grammið
selst á um 10.000 krónur
LSD varð vinsælt hér á landi um og
upp úr 1970 og tengdist þá ekki síst
frjálsræðisbyltingunni sem kennd var
við '68 kynslóðina. LSD er ofskynjun-
arlyf með miklar aukaverkanir en
notkun þess kemur í bylgjum. Sýran
er á pappaspjöldum. Verkun hefst
eftir 1-2 klukkustundir og varir í
fjóra tíma eða lengur. Varanlegur
reglunni. Árlega eru um 700
aðilar teknir til yfirheyrslu,
gerðar eru á annað hundrað
húsleitir og um 20 manns
sendir í röntgenrannsókn.
Vanbúin fíkniefnadeild
Margir telja fíkniefhadeild-
ina vanefhum búna, hvað
varðar mannskap, fjármagn
og tæki. Löggæsla úti á landi
er erfiðleikum háð vegna
manneklu og yfirvinnukvóti
gerir mönnum óhægt um vik
að fylgja málum eftir á höfuð-
borgarsvæðinu. Þá hefur það
einnig verið gagnrýnt að
stjórnvöld skuli ekld hafa
markað ákveðna stefnu í þess-
um efnum. Reglur um starf-
semi deildarinnar eru mjög af
skomum skammti, éins og tíl
dæmis kom fram í kókaín-
máfinu á dögunum. Þá reyndi
á hluti eins og notkun hlemn-
arbúnaðar og tálbeitu. í
dómnum yfir Steini Armanni
Stefánssyni var vísað til al-
mennra réttaröryggisreglna
þar sem lagareglur skorti. Þá
er það vandamál hér á landi
sem annars staðar að þeir sem
stunda viðskipti með fíkniefhi
hafa úr miklu fjármagni að
spila og lögreglumönnum
hefur verið boðið talsvert fé
fyrir að loka augunum og gefa
upplýsingar. Við fíkniefna-
deildina starfa fjórtán lög-
reglumenn en auk þess sinnir
tollgæslan mikilvægu hlut-
verki við leit að fíkniefhum.
Fimm leitarhundar eru í land-
inu og þar af hefur fíkniefna-
deildin tvo og tollgæslan einn.
Tveir eiga að vera staðsettir í
Keflavík en annar þeirra
drapst nýlega og staðgengill
hans kemur innan fárra mán-
aða.
Meðferð fyrir
ffhniefnaneytendur
Árlega leita um 300 manns
sér lækningar vegna neyslu
ólöglegra fikniefna. í langflest-
um tilvikum er um misnotk-
un á kannabisefhum og am-
fetamíni að ræða. Árlega eru
um eða yfir 1.500 einstakling-
ar sem hljóta meðferð á
sjúkrastofnunum SÁÁ og um
15 prósent þeirra eða um 250
teljast misnotendur á kanna-
bisefni. Þá er miðað við að
viðkomandi hafi neytt kanna-
bisefna vikulega eða oftar í eitt
ár eða lengur. Hlutfall þeirra
sem mælast misnotendur á
amfetamíni er um eða yfir 10
prósent. Tiltölulega fáir mæl-
ast stórneytendur á kókaíni.
Af þeim sem leituðu sér með-
ferðar hjá SÁÁ í fyrra voru
fimmtán sem höfðu notað
kókaín reglulega í hálft ár eða
meira.
Meðferð fíkniefhaneytenda
er í meginatriðum sú sama og
hjá þeim sem hafa misnotað
áfengi. Afeitrunin er nokkuð
frábrugðin og í meðferðinni
er einnig reynt að koma til
móts við sérþarfir þessara ein-
staklinga. Eins og aðrir sjúk-
fingar fara þeir fýrst í gegnum
sjö daga meðferð og síðan 28
daga eftirmeðferð. Samtals er
kostnaður af þessum legudög-
um nærri 150.000 krónum.
Mælingar sýna engan sjáan-
legan mun á batalíkum þeirra
sem eiga einungis við áfengis-
vandamál að stríða og þeirra
sem misnota kannabisefni.
Varanlegar batalíkur þeirra
sem koma til meðferðar í
fyrsta sinn og ljúka meðferð er
um 60 prósent. Erfiðara er að
gera sér grein fýrir þeim sem
misnota amfetamín þar sem
þeir hafa oft verið áður í með-
ferð. Batafikur þeirra sem hafa
verið áður í meðferð eru um
30 prósent.
Það var ekki fýrr en um
1970 að ólögleg fíkniefna-
neysla varð fýrst vandamál hér
á landi og þá einkum notkun
kannabisefna, en einnig
þekktist misnotkun á ofskynj-
unarlyfinu LSD. Notkun á
kannabisefnum jókst aftur til
muna eftir 1980 en hefur ver-
ið nokkuð stöðug síðan. Mið-
að við tölur SÁÁ hefur heldur
dregið úr kannabisneyslu hjá
þeim sem eru eldri en 25 ára
en aukist hjá þeim sem eru
yngri en 20 ára. Tölurnar
benda til þess að neyslan í
heild hafi dregist saman. Um
þriðjungur þeirra sem leita sér
meðferðar hefur notað
kannabisefni tíu sinnum eða
oftar.
Amfetamín varð ekki áber-
andi fýrr en á níunda áratugn-
um þótt notkun efnisins væri
vel þekkt á þeim áttunda.
Mælingar sýna að þá hafi am-
fetamínneytendur nær und-
antekningarlaust gengið í
gegnum misnotkun á kanna-
bisefnum en á síðustu árum
virðist notkun þessara efha
ekki vera eins nátengd. Tölur
SÁÁ benda til þess að notkun
amfetamíns sé mun sveiflu-
kenndari. Neyslan virðist hafa
náð hámarki um miðjan síð-
asta áratug og dalað nokkuð
eftir það en sé nú að ná svip-
aðri útbreiðslu aftur. Sprautu-
notkun virðist einnig hafa
verið mest um og effir miðjan
síðasta áratug. Árlega nota um
hundrað sjúklingar sprautur
en mun færri nota þær reglu-
lega.
ÞÓRARINN TYRFINGSSON
Meöferö fíkniefnaneytenda er í meginatriöum sú sama og hjá
þeim sem hafa misnotaö áfengi