Pressan - 16.06.1993, Blaðsíða 15
SKOÐANIR
Miövikudagurinn 16. júní 1993
Sng -Snpítnl
Stœrsta minnismerkið um
framsóknarmennsku
STJORNMAL
Biðin langa
Við bæjarmörk Reykjavíkur
og Mosfellsbæjar er jörðin
Korpúlfsstaðir. Um þessa jörð
hefur leikið meiri dýrðarljómi
en nokkra aðra jörð í landinu.
Hún hefur verið höfð til
marks um framsýni og stór-
hug í upphafi aldarinnar.
Danskur búðarpiltur, sem
hafði efnast á útgerð, tók sér
fyrir hendur að breyta þessu
koti, sem hann hafði keypt af
Einari Benediktssyni skáldi, í
danskan herragarð með
vinnuhjúum. Tæknilegar for-
sendur fýrir búrekstri voru
óbreyttar um aldir. Hringrás-
in var: Gras, afurð, kúaskítur,
gras o.s.ffv. Tilbúinn áburður
var ekki til.
Framkvæmdir hófust árið
var ótrúlegur. Kjósendur í
Reykjavík deila í dag um það
hvort kostnaður við Ráðhús
og Perlu hafi farið úr öllum
böndum en kostnaður við
byggingu Korpúlfsstaða var
meiri en bygging Ráðhúss
Reykjavíkur.
Aður en lengra er haldið er
rétt að líta til baka og hugleiða
ástand mála á íslandi árið
1925.
Iðnbyltingin, sem hófst í
öðrum löndum með uppfinn-
ingu James Watt, gufuvélinni,
hélt innreið sína á íslandi rétt-
um hundrað árum eftir iðn-
byltinguna í Evrópu. Iðnbylt-
ingin á Islandi hófst með vél-
væðingu bátaflotans og tog-
araútgerð upp úr síðustu alda-
mótum. Vélvæðingin í land-
búnaði var þúfnabani og
rakstrarvélar, dregnar af hest-
um.
Búðarpilturinn hafði eign-
ast togara og hann taldi að
hægt væri að iðnvæða land-
búnaðinn á sama hátt. En
hann gleymdi því, að þótt ís-
land væri vel fallið til útgerðar
og fiskvinnslu var ekki víst að
landið væri jafnvel fallið til
landbúnaðar.
Við lestur ævisögu búðar-
piltsins, Thors Jensen, sem er
skráð af Valtý Stefánssyni, bú-
fræðingi og ritstjóra, er hvergi
gerð grein fýrir þeim fjárhags-
legu forsendum sem þessi
stórframkvæmd byggðist á.
Það þurfti ekki að spyrja að
því hvað hlutirnir kostuðu,
því afkoma útgerðarinnar var
slík að hún þoldi þennan
bagga, sem uppbygging á búr-
ekstri var. Búreksturinn var
Thor hugsjón. Má því segja
um hann að hann hafi verið í
hlekkjum hugarfarsins. Hug-
tökin vextir, afkastavextir og
fórnarkostnaður var ekki til
hjá þessum góðu herrum.
En það hallaði undan fæti í
útgerðinni og búreksturinn
stóð ekki undir kostnaði við
gleðileg staðreynd að kaup-
máttur launa þeirra, sem
höfðu atvinnu á kreppuárun-
um, var mjög hár. Þessi laun
hafði búreksturinn ekki efni á
að greiða.
Búreksturinn á Korpúlfs-
stöðum var frá upphafi einn
allsherjar misskilningur og átti
sér aldrei neinar fjárhagslegar
forsendur. Sú skýring að af-
urðasölulög og stofnun
Mjólkursamsölunnar hafi
knésett búrekstur á Korpúlfs-
stöðum er röng. Hagkvæmni
staðsetningar og stærðar vann
ekki upp stofn- og rekstrar-
kostnað í búrekstrinum.
Reykjavíkurborg keypti all-
ar jarðeignir Thors Jensen í
nágrenni bæjarins, að undan-
skildu Lágafelli, árið 1941.
Thor var þá orðinn gamall
maður og uppgefinn á bú-
skapnum.
Thor andaðist 1947 og hafa
aðdáendur hans haldið því á
loft að hann hafi orðið fórnar-
lamb ofsókna hugsjóna ffam-
sóknar- og samvinnumanna. I
raun var það framsóknarmað-
urinn í honum sjálfum sem
varð honum kostnaðarsamur.
En ekki er öll vitleysan eins.
Nú hefur Reykjavíkurborg átt
jörðina í 50 ár. Fyrstu 25 árin
var þar hefðbundinn búrekst-
ur en ffá því um miðjan sjö-
unda áratuginn hafa hús á
Korpúlfsstöðum verið nýtt
sem geymslur.
Fyrir nokkrum árum datt
nokkrum hugsjónamönnum
nútímans í hug að reisa lista-
miðstöð á Korpúlfsstöðum og
halda áffam með brjálsemina
frá 1925. Þeir voru í veiðitúr
og kann það að skýra frum-
lega tillögu.
Hugsjónamennirnir ganga
á fund borgarstjóra, sem einn-
ig er stórhuga hugsjónamað-
ur, og leggja hugmyndina fýrir
hann, en með viðbiti: Reykja-
víkurborg standi til boða að fá
að gjöf myndasafn Errós.
Hugsjónamennirnir telja Erró
heimsfrægan listamann, þótt
hans sé hvergi getið í helstu
yfirlitsritum um nútíma-
myndlist.
En borgarstjóra fannst hug-
myndin snjöll. Tímasetningin
var góð. Borgin yrði jú að hafa
eitt gæluverkefhi undir hverju
sinni.
Enn heldur misskilningur-
inn áfram. Nú ætla sjálfstæð-
ismenn í Reykjavík að gera
minnismerki framsóknar-
mennskunnar ódauðlegt.
Ástandið á Korpúlfsstöðum er
mjög slæmt. Ekki verður hægt
að tala um endurbætur heldur
verður um að ræða endur-
byggingu.
En gæluverkefni geta falið í
sér skynsemi. Einn er sá vaxt-
arbroddur, sem einhverju
gæti skilað af sér í íslenskt
þjóðarbú. Það er móttaka
ferðamanna, sem borga fýrir
sig. En aðstöðuna vantar.
Reykjavíkurborg er í þeirri
einstöku aðstöðu að geta fljót-
lega hafið byggingu ráðstefnu-
miðstöðvar, sem yrði sam-
keppnisfær við aðrar slíkar er-
lendis. Óbeinar tekjur Reykja-
víkurborgar munu skila sér í
Borgarsjóð.
Enn er von og vonandi
mun hljóma í eyrum Markús-
ar Arnar kvæði Steins Stein-
ars, að breyttu breytanda:
Borgarstjóri tók handfýlli af
leir,
en skynsemin sagði ekki
meir, ekki meir...
„Ég vil vera metin að verð-
leikum í pólitík. Enga kvóta
og enga kvennalista, takk!“
„Konur þurfa bara að herða
sig og hætta þessu væli. Þær
geta sjálfum sér um kennt ef
þær komast ekki til æðstu
metorða.“
Ég veit ekki hversu oft setn-
ingar af þessu tagi hafa verið
sagðar í mín eyru. Gildir einu
hvort rætt er við karla eða
konur. Komist konur ekki til
valda er það vegna þess að
þær eru lurður og hafa ekki í
sér þann dug og það kapp sem
hleypur vöskum karlmönn-
um í kinn í hvert sinn sem
lyktin úr kjötkötlunum berst
að vitum þeirra. Ádrepan
glymur í eyrum í óteljandi út-
gáfum en skilaboðin eru alltaf
þau sömu: Valdaleysi kvenna
er þeim sjálfum að kenna. Þær
standa sig ekki nógu vel.
Hverjum er um að kenna
að Rannveig Guðmundsdóttir
þingkona hreppti ekki hnoss-
ið þegar ráðherrastólum Al-
þýðuflokksins var útdeilt til
tveggja nýliða nú á dögunum?
Hafði Rannveig svona litla
reynslu úr pólitík? Hafði hún
aldrei áður gegnt trúnaðar-
störfum fyrir flokk sinn? Er
Rannveigu ekki treystandi? Sé
einhver ekki viss, þá er svarið
við þessum spurningum NEI.
Rannveig er nefnilega stjórn-
málamaður af ráðherrakal-
íber, eins og einhver orðaði
það, og fær í flestan sjó. En
samflokksfólk hennar ákvað
að það væri ekki rúm fyrir
aðra konu í íslensku ríkis-
stjórninni. Það þurfti að koma
strákunum að. Ungum
„spúttnikkum" með valda-
glampa í augunum. Mönnum
sem ekki geta beðið.
En Rannveig Guðmunds-
dóttir má bíða líkt og íslenskar
konur hafa gert öldum sam-
an. Bíða eftir því að það henti
körlum að þær taki sæti sem
þeir vilja ekki verma lengur.
Þá er óhætt að hleypa konu
að. En helst bara einni í einu:
Einni konu í ríkisstjóm, einni
konu í hæstarétt, o.s.ffv., því
„Á sama tíma og Alþýðuflokksmenn uppi
á íslandi hafna konu sem ráðherra til-
nefna Tyrkir konu sem forsœtisráðherra
og í Kanada er kona að taka við stjórn-
taumunum. “
1925 og lauk árið 1929.
Kostnaður við fram-
kvæmdir á Korpúlfsstöðum vinnuhjú. Það er nefnilega
FJOLMIÐLAR
Skipta leiðréttingar engu máli?
Enginn er óskeikull — allra
síst fjölmiðlamenn. Það er
eins og það fylgi starfinu að
verða á í messunni, það er
staðreynd sem enginn fjöl-
miðlamaður getur komið sér
undan. I amerískum hand-
bókum um blaðamennsku er
gefin upp prósentuóvissa um
skrif blaðamanna þegar þeir
fjalla um efni sem getur fallið
undir sérfræðiþekkingu ein-
hvers. Mig minnir að þá megi
gera ráð fyrir á milli 10 og 15
prósent óvissu — eða svo
segja Kanar.
Yfirleitt virðist hægt að
skipta athugasemdum í blöð-
um í tvennt: Annarsvegar eru
gerðar athugasemdir vegna
staðreynda þar sem eitthvað,
sem að öllu jöfnu þyrfti ekki
að deila um, hefur skolast til.
Oftast nær er einfalt mál að fá
leiðréttingu mála varðandi
það. Blaðamönnum er jú ljúft
og skylt að birta leiðréttingar
þegar þeim verður á, það lýtur
einfaldlega að heiðri blaða-
mannsins. Hins vegar er um
að ræða athugasemdir við efiii
eða efnistök. Þá er oftar um
það að ræða að viðkomandi
finnst blaðamaður hafa skotið
yfir markið, dregið rangar
ályktanir eða yfirhöfuð tekið
ranglega á málurn. Þá er oft
erfiðara að komast að niður-
stöðu. Oft fer málið út í karp
þar sem báðir hafa nokkuð til
síns máls og eru lyktir þess oft
að birta hlutlausa athuga-
semd.
En skipta leiðréttingar ein-
hverju máli? Blaðamönnum
er oft legið á hálsi fyrir að
þegja athugasemdir í hel eða
grafa þær einhvers staðar inni
í blaði. Það gefur augaleið að
athugasemd verður aldrei birt
með jafnáberandi hætti og
fféttin sjálf. Vanalega lúta at-
hugasemdir að afmörkuðum
þætti fréttarinnar og eiga því
alls ekki skiiið að fá mikið
rými. Það væri eins og ef
kæmi í ljós að ákveðinn hluti
bíls væri ótraustur, þá yrðu
bílar þeirrar tegundar fram-
leiddir með risavöxnu víra-
virki þar sem bilunarinnar
varð vart í stað þess að leysa
vandamálið með heildar-
hönnun bílsins í huga.
Það Iiggur hins vegar fyrir
að athugasemdir og leiðrétt-
ingar vekja vanalaga töluvert
meiri athygli en rými þeirra
gefur til kynna. Þessi einföldu
orð; Athugasemd eða Leið-
rétting, kalla nefnilega á
nokkra athygli.
En þá kemur að kjarna
þeirrar spurningar sem hér er
sett fram í fyrirsögn. Skipta
leiðréttingar einhverju máli?
Því er þannig háttað að ef
kemur til kasta dómstóla út af
frétt, vegna þess að einhverj-
um þykir vegið að æru sinni,
skipta leiðréttingar engu máli.
I krafti úreltrar löggjafar er
hægt að stefna fyrir leiðrétt
ummæli sem þar með hafa í
reynd verið dregin til baka af
þeim er þau skrifar. Hér á
landi hafa fallið dómar þar
sem ummæli sem búið var að
„Blaðamönnum er
jú Ijúft og skylt að
birta leiðréttingar
þegar þeim verður
á, það lýtur ein-
faldlega að heiðri
blaðamannsins. “
draga til baka voru dæmd
dauð og ómerk. Það má vera
að finna megi einhverjar júr-
istískar skýringar á þessari
þverstæðu en ekki skil ég
hana. Á móti má að sjálfsögðu
spyrja: Til hvers eiga blaða-
menn að hafa fýrir því að leið-
rétta skrif sín ef dómstólar
PRESSAN 15
að þess er vandlega gætt innan
gömlu stjórnmálaflokkanna
að „of margar“ konur komist
ekki að.
íslenskum karlmönnum
ætlar seint að skiljast að svo ná
megi jafnri stöðu kynjanna
verða þeir að færa einhverjar
fórnir. Það segir sig sjálft að
fjölgi konum í ríkisstjórn eða
á Álþingi verða einhverjir
karlar að láta í minni pokann
og tapa sínum sætum. En
körlum lætur illa að tapa og
lætur vel að leggja allt í söl-
urnar fyrir stólana. Stöku
sinnum rétta þeir eitthvert lít-
ilræði að hinu kyninu og telja
sig bara nokkuð góða. Annað
var ekki að heyra á Jóni Bald-
vini Hannibalssyni en hann
undraðist heimtufrekju Rann-
veigar að gera sér ekki að góðu
formennsku í þingflokki Al-
þýðuflokksins, sem hann bar
saman við ráðherradóm. Nú
má Rannveig stýra þingflokki
jafnaðarmanna, enda össur
búinn að ljúka sér af og á leið
upp metorðastigann.
Á sama tíma og Alþýðu-
flokksmenn uppi á Islandi
hafha konu semnáðherra til-
nefha Tyrkir konu sem for-
sætisráðherra og í Kanada er
kona að taka við stjórntaum-
unum. I annan tíma hefði það
þótt frétt til næsta bæjar að
tyrkneskir stjórnmálamenn
væru framsýnni en starfs-
bræður þeirra hérlendir. I
Kanada hafa menn einnig haft
vit á að glopra ekki niður
tækifæri til að koma konu til
valda, en þvl er ekki að heilsa
hér á landi. Þannig virkar
nefnilega gervijafnréttið á Is-
landi. Á forsendum
karla og fýrir karla. Ójöfh-
uðurinn í Jafnaðarmanna-
flokki Islands hefur sjálfsagt
aldrei verið meiri en einmitt
nú, árið 1993.
Eitt má þó telja jákvætt við
atburðina í Alþýðuflokknum.
Þeir
hafa sýnt konum svo ekki
verður um villst að karlar
hyggjast ekki hleypa þeim að í
íslenskum stjórnmálum. Það
skiptir engu hversu málefna-
leg eða klár þú ert, eða hversu
mikið þú herðir þig þegar á
móti blæs. Þegar að úthlutun
ráðherrastóla kemur verður
þú ekki metin að verðleikum.
Þá veistu það.
Höfundur er stjórnmálafræðingur
taka ekki mark á því þegar til
kastanna kemur? Þessu er
reyndar fljótsvarað: Blaða-
menn láta dómstóla ekki segja
sér fýrir verkum. Auðvitað ber
ekki að taka á misfellum af
léttúð, það heldur því enginn
fram sem vill láta taka sig al-
varlega að það sé allt í lagi að
slá einhveiju fram — alltaf sé
hægt að leiðrétta síðar. Málið
er að blaðamenn verða að fá
frið til að starfa út frá þeim
forsendum sem starfið sjálft
setur þeim. Það fer enginn
fram á að þeir fái að lifa í
tómarúmi en þeir hljóta þó að
eiga rétt á að tekið sé tillit til
sérstöðu starfs þeirra, sem
verður alltaf á mörkurn hins
mögulega._______________________
Sigurður Már Jónsson
f
BJÖRK GUÐMUNDSDÓTT1R
SÖNGKONA
Þrátt fyrir aö líta út eins og
Kínverji er hún líklega á
góbri leib meb ab veröa
frægust allra íslendinga. Má
gera ráb fyrir aö þjóbin fylg-
ist í andakt meö lagi hennar
skríba upp um eitt og eitt
sæti breska vinsældalistans
næstu vikurnar.
BJÖRN TH. BJÖRNSSON
ÞING VALLA FRÆÐINGUR
Hann vissi reyndar ekki um
áletrunina á Þingvöllum þótt
hann ætti aö vita allt um
þennan forna þingstaö, en
hinu er ekki aö neita aö
hann var fljótur aö útskýra
krassiö þegar hann skoöaöi
það.
JÓN SIGURÐSSON
TILVONANDI SEÐLABANKA-
STJÓRI
Þaö heföi engum nema snill-
ingi á leiöina í Seölabank-
ann tekist aö útskýra fyrir
náttúruunnendum fyrir norö-
an aö Dettifoss yröi miklu
fallegri og langlífari ef Jök-
ulsá yröi virkjuö.
ÓLAFUR TÓMASSON
PÓST- OG SÍMAMÁLA-
STJÓRI
Þaö hlýtur aö vera eitthvaö
bogiö viö þaö símkerfi sem
bilar alltaf þegar gert er við
þaö. Svo viröist sem sím-
kerfi höfuöborgarsvæöisins
hafi ofnæmi fyrir starfs-
mönnum Pósts og síma.
ÁRNIBERGMANN
FYRRVERANDI RITSTJÓRI
Hann er hættur aö berjast
viö stjórnmálamenn og hef-
ur snúiö sér aö forstjórun-
um. Einhvern veginn fínnst
manni aö þar leggist lítiö
fyrir mikinn hugsjónamann,
eöa er hann kannski kominn
á rétta kúrsinn nú?
FRIÐRIK ÓLAFSSON
SKRIFSTOFUSTJÓRI OG
STÓRMEISTARI
Þetta fyrrum átrúnaöargoö
þjóöarinnar viröist eldast
hraöar en aörir gamlir skák-
menn. Þaö er ferlegt hjá
honum aö láta konurnar í
Vín fara svona með sig.