Pressan - 16.06.1993, Síða 17
VILLTA NORÐRIÐ
Miðvikudagurinn 16. júní 1993
PRESSAN 17
Umfangsmikil rannsókn ó meintum lögbrotum sýslumannsins í Siglufirði:
EMBÆTTIÐ MiIÐSTOÐ
SMYGLS OG SPILLINGAR
Rætt um smygl á reiðtygjum og áfengi í mörg ár7 varning-
urinn rakinn til Herberts „Kóka“ Ólasonar í Þýskalandi,
sem framleiðir hnakka og reiðtygi í Póllandi. Sonur Kóka í
gæsluvarðhaldi. Sonur sýslumannsins dæmdur fyrir tilraun
til að smygla fálkaungum til Þýskalands. Sýslumaðurinn,
framkvæmdaraðili aðfarargerða, „mætti“ fyrir hönd gerðar-
beiðenda og fékk þrjúþúsundkall í hvert skipti. Ráðstöfun
eigna þrotabúa og reikninga í lánastofnunum til skoðunar.
Erlingur Óskarsson Sjálfur sakaöur um að hafa smyglaö varningi frá Þýskalandi og um ýmis önnur
embættisafglöp. Sonur hans var nýlega dæmdur fyrir smygl á fálkaungum, handtekinn í Danmörku
á leiðinni til Þýskalands.
Rannsókn Rannsóknarlög-
reglu ríkisins, Ríkisendur-
skoðunar, dómsmálaráðu-
neytis og Ríkistollstjóra vegna
meintra embættisafglapa og
lögbrota Erlings Óskarssonar
sýslumanns og Gunnars Guð-
mundssonar, yfirlögreglu-
þjóns í Siglufirði, gerist nú æ
umfangsmeiri. Samkvæmt
heimildum PRESSUNNAR
nær rannsókn þessara aðila til
fjölmargra sviða og teygir
anga sína allt til Þýskalands.
Er talið að lengi hafi verið
kunnugt um ýmsar misfellur í
starfi sýslumannsins og yfir-
lögregluþjónsins, án þess að
gripið hafi verið til aðgerða.
Erlingur hefur gegnt stöðu
sinni frá því hann var „pólit-
ískt skipaður" af Friðjóni
Þórðarsyni dómsmálaráð-
herra í upphafi síðasta áratugar.
Sýslumaöurinn rukk-
aði gerðarbeiðendur
sem fulltrúi beirra
Eins og kunnugt er var Er-
lingur Óskarsson tekinn fyrir
meint smygl á reiðtygjum og
áfengi, sem flutt var inn í
nafni eiginkonu sýslumanns-
ins. Honum var vikið úr emb-
ætti og í kjölfarið sömuleiðis
Gunnari Guðmundssyni yfir-
lögregluþjóni.
Fyrir utan meint lögbrot á
tollalöggjöfinni hefur farið
ffarn rannsókn á vegum Rík-
isendurskoðunar á embættis-
verkum Erlings og fjárreiðum
embættisins almennt; á inn-
heimtum tekjum og í hvað út-
gjöld embættisins hafa farið.
Ríkisendurskoðun hefur
reyndar þegar sent dóms-
málaráðuneytinu greinargerð
um málið. Mjög veigamikill
kafli í þeirri greinargerð er
taka Erlings sýslumanns á svo-
kölluðum mótaþóknunum,
sem einfaldlega eru kallaðar
Mót. Við hinar ýmsu aðfarar-
gerðir; nauðungarsölumeð-
ferð, kyrrsetningar, lögbanns-
og löggeymslugerðir og út-
burðar- og innsetningargerð-
ir, geta lögfræðingar fengið
aðra löglærða menn til að
mæta fyrir sig, komist þeir
sjálfir ekki á vettvang. Þeir
sem mæta þannig fyrir hönd
gerðarbeiðenda fá í þóknun
Mót, sem alla jafna er tæplega
þrjú þúsund krónur fyrir
hvert skipti.
I tilfelU sýslumannsins mun
hann hafa tekið að sér að
mæta fýrir ýmsa gerðarbeið-
endur og innheimt Mót fýrir.
Með öðrum orðum tók sá.
sem framkvæmdi aðfarar-
gerðina að sér að mæta fyrir
gerðarbeiðendur, sem felur
vitaskuld í sér mikla hags-
munaárekstra.
Ráðstöfun tveggja
sumarhúsa úr þrota-
búum til skoðunar
Hvað aðrar embættisfærsl-
ur varðar hefur PRESSAN
fengið staðfest að meðal þess
sem til skoðunar hefur verið
sé ráðstöfun eigna úr nokkr-
um gömlum þrotabúum í
Siglufirði. Hér er átt við þrota-
bú Búts hf., Tréverks hf.
(dótturfélag Búts), Húsein-
inga hf. og ísafoldar hf., en
liðin eru á milli þrjú og sex ár
frá því þessi félög voru úr-
skurðuð til skipta. Þrjú þau
fyrsttöldu voru í aðaleigu
Konráðs Baldvinssonar. Sam-
kvæmt heimildum blaðsins
nær rannsókn þessara mála
meðal annars til þess hvort
Erlingur Óskarsson hafi sem
sýslumaður og skiptaráðandi
keypt tvö sumarhús af þrota-
búi Húseininga, en það fýrir-
tæki var í eigu sömu einstak-
linga og Bútur og Tréverk.
Bústjórinn er Hallgrímur Ól-
afsson, lögffæðingur í Reykja-
vík, og voru gerðar ítrekaðar
en árangurslausar tilraunir til
að ná af honum tali. Er með-
ferð þessara þrotabúa sögð
með eindæmum, meðal ann-
ars áframhaldandi rekstur
Búts og Tréverks, sem leitt
hafi til þess að þrotabúið sjálft
varð gjaldþrota og að í kjölfar-
ið hafi ýmsum eignum verið
ráðstafað ódýrt eða hreinlega
gefnar. Þrotabú Búts/Tréverks
fór í mál við Sigíufjarðarbæ og
krafðist hárra fjárhæða vegna
framkvæmda við „Gamla
bakaríið“ svokallaða, en tap-
aði málinu í undirrétti. Það er
nú fýrir Hæstarétti.
Þá munu hafa verið skoð-
uð, í tengslum við rannsókn á
fjárreiðum embættanna, mál-
efni útibús íslandsbanka í
Siglufirði og Sparisjóðs Siglu-
fjarðar. Komu menn að sunn-
an frá þessum lánastofnun-
um.
Sendingar sonar Kóka
„ tollskoðaðar“ í Siglu-
firði______________________
Alvarlegustu meintu afbrot-
in hjá Erlingi og Gunnari
tengjast þó smyglmálinu, en
Erlingur er æðsta yfirvald á
staðnum og Gunnar Guð-
mundsson umsjónarmaður
tollskoðunar auk þess að vera
yfirlögregluþjónn. Erlingur og
tengdasonur hans, sumar-
afleysingamaður í lögreglunni,
munu hafa verið að festa
hestakerru með hinum vafa-
sama varningi þegar tollarar
að sunnan stöðvuðu þá. Hef-
ur jafnframt verið fullyrt að
þeir hafi verið stöðvaðir of
snemma; að ekki hafi verið
beðið eftir því að mennirnir
affermdu varninginn.
Fullyrt er að reiðtygi frá Er-
lingi hafi verið til sölu á Norð-
urlandi um nokkurt skeið og
þótt ódýr. Meðal annars hafi
þau verið til sölu á Sauðár-
króki, þar sem búa meðlimir
fjölskyldu Gunnars Guð-
mundssonar.
Það er annars um þennan
varning að segja að hann barst
til Reykjavíkur frá Þýskalandi.
Hestakerran var ekki tollskoð-
uð í Reykjavík, heldur áfram-
send til Siglufjarðar til toll-
skoðunar þar. Talið er fullljóst
að um fjölmargar slíkar send-
ingar hafi verið að ræða und-
anfarin misseri. Vegna þessa
hefur maður í Reykjavík ver'ið
hnepptur í gæsluvarðhald. Sá
er Asgeir Svan Herbertsson
hestakaupmaður. Hæstiréttur
staðfesti gæsluvarðhaldsúr-
skurðinn síðastliðinn mánu-
dag. Ásgeir starfar í nánum
tengslum við föður sinn, Her-
bert „Kóka“ Ólason, sem rek-
ur hestabúgarð nálægt
Hannover í Þýskalandi — og
hnakka- og reiðtygjafram-
leiðslu í Póllandi. Það er ein-
mitt Kóki sem er hinn meinti
sendandi hestakerranna til
sýslumannsins með þeim
varningi sem talið er að hafi
fýlgt í hvert sinn; reiðtygjum
og áfengi.
Kóki: 30 manns í Pól-
landi framleiða
hnakka og reiðtvdi
Herbert „Kóki“ Ólason var
á árum áður umsvifamikill í
tískufatabransanum á Akur-
eyri, rak búðina Sesar í sam-
vinnu við Faco í Reykjavík.
Síðar keypti hann bújörðina
Króksstaði við Eyjafjörð og
sneri sér að hestamennsku.
Króksstaði seldi hann 1982 og
hélt upp úr því til Þýskalands.
í viðtali sem Þorgrímur
Þráinsson tók við Kóka fyrir
Mannlíf haustið 1991 sagði
Kóki meðal annars að hann
væri byrjaður með hnakka- og
reiðtygjaframleiðslu í Pól-
landi, þar sem störfuðu 29
manns á hans snærum og
væri fýrirhugað að selja afurð-
irnar til Islands, auk annarra
landa. Aðalstarf hans þá sem
nú var rekstur hestabúgarðs
með kaupum, tamningu og
sölu á íslenskum hestum. Það
kom og ffarn hjá Kóka að sex
aðrir íslendingar væru í sams
konar rekstri og hann í Þýska-
landi. Hann gaf annars hesta-
mennsku á íslandi sína verstu
einkunn: „I þessum bransa er
varla hægt að treysta nokkr-
um manni. Þetta er hrikalega
rotið.“
Sonur sýslumannsins
dæmdur fyrir að
smvala falkaunaum
Þeir Þorsteinn Óskar Er-
lingsson, 23 ára sonur sýslu-
mannsins, og Vilhelm Ulfar
Vilhelmsson, 27 ára systur-
sonur eiginkonu sýslumanns-
ins, voru handteknir af lög-
reglunni í Herning í Dan-
mörku með tvo fálkaunga, en
út fóru þeir með þá með Nor-
rænu frá Seyðisfirði tveimur
dögum fýrr. Ætlunin var aug-
ljóslega að selja ungana og
voru mennirnir á leiðinni til
Þýskalands. Þeir voru færðir
til íslands og þann 8. ágúst
fundu rannsóknarlögreglu-
menn tvo smyrilsunga í kjall-
araíbúð Þorsteins Óskars við
Reynimel í Reykjavík.
Þorsteinn og Vilhelm ját-
uðu brot sín skýlaust. í Dan-
mörku þurffi að aflífa annan
fálkaungann vegna fótbrots og
á íslandi var ákveðið að aflífa
annan smyrilsungann vegna
þess hve fjaðrir voru mikið
skaddaðar, líklega sviðnar.
I Héraðsdómi Reykjavíkur
þótti Sverri Einarssyni það
verka refsingu til þyngingar að
þeir frömdu brot sín gegn við-
kvæmri náttúru landsins í því
skyni að hagnast verulega á
þeim og að ekki yrði annað
séð en fuglarnir hefðu sætt
illri meðferð mannanna.
Sverrir dæmdi hvorn þeirra í
þriggja mánaða óskilorðs-
bundið fangelsi og 200 þús-
und króna sekt.
Þessu áffýjaði ákæruvaldið
og vildi fá þyngri refsingu. I
Hæstarétti dæmdu málið
Hrafn Bragason, Garðar
Gíslason og Guðrún Erlends-
dóttir. Þar brá svo við að
dómararnir féllust ekki á
þyngingu og ekki nóg með
það; tveir mánuðir af þremur
voru skilorðsbundnir hjá Þor-
steini Óskari. Vilhelm átti að
baki dóm vegna hegningar-
lagabrots.________________
Friðrik Þór Guðmundsson
ásamt Sigurði Má Jónssyni
Þýskalandi og verksmiðju í Póllandi sem framleiðir hnakka og
reiðtygi. Sonur hans situr í gæsluvarðhaldi vegna sýslumanns-
málsins í Siglufirði.