Pressan - 16.06.1993, Síða 28
SKALDIN KVEÐASTA
28 PRESSAN
Miövikudagurinn 16. júní 1993
MIÐVimjDAGURINN
1 6. JÚNÍ
Leikhúsin
• Pé-leikhópurinn frum-
sýnir leikverkin Konan
hans Guðs eftir Kristínu
Omarsdóttur og Knútur og
Emma, Gummi og Góa
eða G-bletturinn eftir Arna
Ibsen á Listahátíð í Hafn-
arfirði. Leikstjóri er Andr-
és Sigurvinsson. Bæjar-
bíói kl. 20.30.
FOSTUDAGURINN
1 8. JÚNÍ
Klassíkin
• Ghena Dimitrova.og
Sinfóníuhliómsveit Is-
lands halda tónleika á
vegum Listahátíðar í Hafn-
arfirði. Stjórnandi er
Christo Stanischeff.
Kaplakrika kl. 20.30.
Leikhúsin
• Ara-leikhúsið frumsýnir
verkið Experimental
Workshop Theatre World
Performance eftir Jón Frið-
rik Arason. Leikstjóri er
Rúnar Guðbrandssoo og
meðal leikenda eru Arm
Pétur Guðiónsson og
Steinunn Olafsdóttir.
Listahátíð í Hafnarfirði.
Straumi kl. 20.30.
•Hafiö. Þaö er skemmst
frá bví að segja að áhorf-
andans bíða mikil átök og
líka húmor. Leikferö Þjóð-
leikhússins. Seyöisfiroi kl.
20.30.
• Ríta gengur mennta-
veginn. Fyrir þá leikhús-
gesti sem ekki eru að elt-
ast við nýiungar, heldur
gömlu goðu leikhús-
skemmtunina. Leikferð
Þjóöleikhússins. Blöndu-
ósi kl. 20.30.
LAUGARDAGURINN
1 9. JÚNÍ
Klassíkin
• Carl Pontén, sænskur
píanóleikari sem búsettur
er á Italíu, heldur tón-
leika. Norræna húsinu kl.
16.
• Sigurður Flosason og
Norræni djasskvintettinn
halda tónleika á vegum
Listahátíðar í Hafnarfirði.
Hafnarborg kl. 20.30.
Leikhúsin
• Pé-leikhópurinn sýnir
verkin Konan Jians Guðs
eftir Kristínu Omarsdóttur
og Knútur og Emma,
Gummi og Goa.eöa G-
bletturinn eftir Arna Ib-
sen, á Listahátíð í Hafnar-
firði. Bæjarbíói kl. 20.30.
• Hafið. Leikferð Þjóöleik-
hússins. Neskaupstað kl.
20.30.
• Ríta gengur mennta-
veginn. Leikferö Þjóöleik-
hússins. Sauðárkróki kl.
20.30.
SUNNUDAGURINN
20. JÚNÍ
Klassíkin
• ÓJafur Árni Bjarnason
og Olafur Vignir Alberts-
son halda tónleika á Lista-
hátíö í Hafnarfiröi. Hafnar-
borg kl. 20.30.
• Salonisti, svissneskur
kvintett, heldur tónlejka.
Listasafn Sigunóns Olafs-
sonar kl. 14.30 og 17.
Lelkhúsin
• Ara-leikhúsið sýnir
verkið Experimental
Workshop Theatre World
Performance eftir Jón Frið-
rik Arason, á vegum Lista-
hátíðar í Hafnarfírði.
Straumi kl. 20.30.
• Hafið. Leikferð Þjóðleik-
hússins. Egilsstöðum kl.
20.30.
• Ríta gengur mennta-
ri. Leikfe
hússins. Akureyri
20.30.
r
• Kæra Jelena.21.
er í lífshættu
Það hefur færst mjög í vöxt á
seinni árum að skáld sendi ffá
sér ljóð sem þau tileinka öðr-
um skáldum. Einhverjir vilja
tala um tískufár í þessu sam-
bandi. En hvaða augum sem
menn líta þá iðju er víst að
skáld okkar af yngri kynslóð
virðast hafa af þessu nokkra
ánægju og eru óspör á tileink-
anir.
Óskar Árni Óskarsson segir
að erlendis hafi þetta tíðkast í
miklu meira mæli en hér á
landi. Hann nefnir amerísku
beat- skáldin og bætir við að
bandarísk skáld stundi almen-
nt þann sið að yrkja til skáld-
bræðra sinna. „Með tileink-
unum er verið að kinka kolli
til kolleganna, sýna þeim virð-
ingu,“ segir hann. Óskar Árni
segir einnig að þótt eldri skáld
íslensk hafi ekki tileinkað koll-
egum ljóð þá megi víða í ljóð-
um þeirra finna tilvísanir í
ljóð annarra og slíkt jafngildi
vitaskuld tileinkun.
Jón Stefánsson segir að á
seinni árum hafi félagslegum
boðskap verið úthýst úr ljóð-
um ungskálda. Skáldin hafi
um leið tekið að huga meir að
Ijóðagerð félaga sinna og sýni
gjarnan virðingu sína með til-
einkunum.
„Af löngun til aö hitta
Þig“
Bragi Ólafsson býr að þeim
heiðri að eiga heila bók sem
er, eins og vinur hans Jón
Hallur Stefánsson segir „meira
eða minna tileinkuð honum“.
Bragi orti fyrir nokkrum ár-
um kráarljóð og skoraði á fé-
laga sína að gera slíkt hið
sama. Þeir Einar Melax, Einar
Örn, Jóhamar, Jón Hallur, Ól-
afur Engilbertsson, Sjón, Þorri
Jóhannsson og Þór Eldon
urðu við áskoruninni og af-
raksturinn birtist í bókinni
Kráarljóðin. Bókin var síðan
þýdd á ensku og spænsku.
Hún er að sögn eins aðstand-
enda hennar „toppurinn á
KOLBRÚN
vinaprójektinu“.
Brennandi krá neíhist ljóð-
ið sem Jón Hallur tileinkaði
Braga og endar svo:
aflötigutt til að hitta þig
heyrist mér eitihver hvísla
innati um tieyðarópin.
gamlifornsalinn stóð úti í
glugga oggaf mérgœtur.
Neðar ígötutmi sátu maður
ogkona á tröppum með
hvítan plastpoka á milli sín,
það glamraði í gleri.
Bragi svarar þessu ljóði. Hér
er upphafið:
Fornsalann hefég áður hitt.
Hann seldi mér hillur undir
Evelyn, Kristján ogde
Bragi orti til Gyrðis Elías-
sonar í bók sinni Ansjósum.
Skáldin kynntust í gegnum
bréfaskriftir. Þá bjó Bragi á
Spáni og skáldin skrifúðust á í
tæpt ár áður en þeir hittust.
Ljóð Braga nefnist Glugga-
póstur. Hér eru lokalínumar:
Ég er í lífshættu staddur
ódrukkinn að morgni við
svalirsem horfa í norður
í úthverfi draums
í elsta hluta borgarinnar
hundrað metra yfir sjávar-
ttiáli;
ég er að rifja upp merkingu
bréfa.
I splunkunýrri ljóðabók
Braga er að finna ljóð sem
hann tileinkar Óskari Árna
Óskarssyni. Tilefnið má rekja
til þess að Bragi orti eitt sinn
ljóð sem hann nefhdi Spansk-
græna og íhugaði að nefna
ljóðabók því nafni. Seinna
rakst Bragi á ljóð eftir Óskar
Árna sem bar sama nafn. I því
ljóði segir Óskar Ámi frá ferð
sinni til fornsala. í loldn segir:
Þegar ég leit við sá ég að
Kostrowitzky. En þótt éggeti
ekki sagt með fullri vissu að
ég haft hittfólkið tneð plast-
pokann hvíta ogþaðan af
síður heyrtglamrið ípokan-
um, þá varð ég einn dagintt
fyrir svolítilli uppljótttun á
tttiðri Grettisgötunni.
í nýjustu ljóðabók sinni til-
einkar Geirlaugur Magnússon
Óskari Árna svonefndar And-
hækur. Því var hvíslað að höf-
undi þessarar greinar að Geir-
laugur hefði skrifað þær í eld-
húsi Óskars Árna.
Óskar Árni hefur tileinkað
Geirlaugi og bræðrunum
Gyrði og Sigurlaugi Elíasson-
um hækuflokk, lýsingu á öku-
ferð til Sauðárlcrólcs.
Gyrðir hefur einnig ort ljóð
til Óskars Árna og fleiri
skálda.
I bók Gyrðis Vetraráform-
um um sumarferðalag er
prósaljóð til Einars Braga.
Upphafslínurnar eru:
Á úthéraði sá ég blakkan
hestsem hímdi einsamall í
girðingarhólfi ogstarði út í
tnorgunþokuna.
Einar Bragi segir: „Mér þyk-
ir vænt um þann góða hug
sem Gyrðir sýndi mér með
þessu Ijóði. Við erum góðir
vinir og ég hef ætíð haff mild-
ar mætur á honum. Hann er
gott skáld og yndislegur
drengur."
I sömu bók er að finna ann-
að prósaljóð, öllu glaðlegra,
tileinkað Kristínu Steinsdótt-
ur:
Fyrir löngu komst seyðfirsk-
ur hestur í bala með rabar-
baravíni sem hafðigleymst
drykklattga stund úti á
tröppum í bakgarði.
Kristín segir: „Við Gyrðir
eigum rætur í Borgarfirði
eystra þótt við lcynntumst ekki
fyrr en bæði bjuggum á Akra-
nesi og þá tókst með okkur
góður vinskapur. Mér þótti og
þykir mikið til Gyrðis koma
og saknaði hans þegar hann
flutti burt. Einn dag kom
hann með ljóðið til mín og
spurði hvort hann mætti til-
einka mér það. Mér þykir
ósköp vænt um ljóðið og að
hann skyldi gera þetta.“
Kristín Ómarsdóttir fékk
sendingu í næstu ljóðabók
Gyrðis, Mold í skuggadal.
Gyrðir tileinkaði henni
skemmtilegt og fallegt prósa-
ljóð þar sem William Blake og
Samuel Palmer eiga viðræður.
Gyrðir sýndi Kristínu ljóðið
nokkru áður en það kom á
prent. „Mér þykir vænt um
þetta ljóð og ég hugsa oft um
það,“ segir Kristín. Hún orti
seinna ljóð til Gyrðis. „Ég
hugsaði um hann meðan ég
var að yrkja það,“ segir hún.
Ljóðið birtist í Tímariti Máls
og menningar, án tileinkunar.
Það er kyrrlát og friðsæl
stemmningarmynd í stíl
Gyrðis:
Drengur liggur við tjöm
ogfleytir orðum...
Undir lok ljóðsins segir:
og orð drengsins berast með
gárum
og vindi en hann blístrar
þeim
á hinn tjamendann.
„Drekkum hundraö
ára gamalt myrkur“
Hrafh Jökulsson orti Makt
myrkranna II til Jóns Stefáns-
sonar. Hér er brot:
Vakna á ókunnum stað
t gluggalausu herbergi
á gömlutn dívan
Á veggintt gulan
hefur éinhver neglt Ijós-
myndina
sent Tryggyi Gunnarsson
tók
af Fjallaskáldinu árið 1869
Hattkúfurinn hallast
alltafjafn tnikið til hægri
ogflaskan er hálffull
Flaskan hálffull!
Teyga hundrað ára gatnalt
tnyrkur
og einhvernveginn
nær sólitt
að brjótast inn.
Hrafn segir um tilurð ljóðs-
ins: „Það er stúdía á ýmsum
sameiginlegum óhollum
áhugamálum sem við Jón átt-
um á álcveðnu tímabili á ævi
okkar og deildum með Krist-
jáni Fjallaskáldi, sem kemur
einmitt við sögu í báðum
kvæðunum, en við Jón slupp-
um ólíkt betur en Kristján.“
Þegar Jón var spurður álits
á ljóði Hrafns sagði hann
„Þetta er vitanlega slcrambi
gott ljóð.“ Jón segir að Hrafn
hafi sent sér ljóðið í bréfi „...
og eins og maður svarar bréf-
um svaraði ég þessu ljóði með
öðru sem ég orti eina kvöld-
stund. Ég hringdi síðan í
Hrafn og las það upp“.
Ljóð Jóns nefnist Makt
myrkranna III og er birt í gljá-
nýrri ljóðabók hans. Ljóðinu
fylgja þessar línur Fjallaskálds-
ins:
„Látþá, vinur, áfengt öl
örva hjartadreyra. “
Um þá tilvitnun segir Hrafn
fremur þurrlega: „Þetta hús-
ráð reyndi Kristján á sjálfum
sér og það fór nú eins og það
fór.“
Ljóð Jóns hefst á orðunum:
Entt einu sinni
komumst við upp með
að drekka hundrað ára
gamalt tttyrkur
bruggað af tuttugu ogsex
ára götnlum unglingi
Hrafn segir um ljóð Jóns:
„Ljóðið er gott, öllum hlutað-
eigandi til sóma, þótt það beri
vott um dálítið rómantíska
veruleikafirringu skáldsins.“
Eitthvað mun um að ljóðelsk-
ar ungmeyjar hafi ort til
Hrafns. Þau ljóð munu ekki
gerð að umtalsefni hér. En El-
ísabet Jökulsdóttir, systir
skáldsins, orti til hans ljóð
sem enn hefur ekki birst á
prenti:
Þegarþjáningin rúmastekki
lengur í líkkistu
hvernig væri þá að hengja
ltana t hæsta gálga hútnors-
ins?
Ég orti þetta af því mér þykir
svo vænt um hann,“ segir El-
ísabet. Viðbrögð Hrafns:
„Systir mín hefur Iöngum