Pressan - 16.06.1993, Síða 30

Pressan - 16.06.1993, Síða 30
BARÞJONAR TAKAST A 30 PRESSAN Miðvikudagurinn 16. júní 1993 NAIN KYNNI 14*1*41*' Eitt er að fara út á lífiö og annað aö skemmta sér. Það er þessi skrítni vorhugur sem rekur mann áfram í leit að gleði og skemmtun. Með allri þessari fiölgun bara og kaffi- húsa mætti ætla að þaö væri létt að finna eitthvað við sitt hæfi. O ekkí. Af einhverjum ástæðum viröast margir fá þessa sömu hugmynd og ég: Að fara út og skemmta sér á sama tíma og þar með troðfylla barina. Þessar biðraðir eru hreint og beint óþolandi. Að húka í röð og hlusta á misvitrar sam- ræður eöa þá fjöldasöng einhvers þjóðræknisfélagsins. Biðtíminn í röðinnl er mismikill en það er alltaf einhver sem fær aö fara inn á undan mér, er í klíkunni eöa eitt- hvað svoleiðis. Fyrir þetta ætti að taka, mér liggur alveg jafnmikið á og næsta manni. Eln lausnin á þessu biðraðavandamáli hlýtur að vera hreinlega bara aö útdeila skemmtanatímum til almenn- ings til aö forðast þessar raðlr. Kannski er það ekki nógu hentugt, því fólk fér nú út til að hitta aöra, jafnt vini sem ókunnuga. Það gæti þá farið svo aö sumir hittu aldrei kunningjana. Það væri hægt að leyfa nokkrum sinnum að skipta á tímum en einungis ef brýna nauðsyn bæri til; brúðkaup eða stórafmæli. Önnur lausn værl hreinlega að fjölga stöðum. Enn önnur væri að hækka áfengið enn meira í verði, binda það við eitthvert vísitölustig þannig að einungis þeir efnameiru féngju að drekka. Þá myndi snar- fækka á stöðunum og biðraðimar heyra sögunni til. Ég komst loksins inn. Og ekki tók betra viö; aftur röð við barinn. Enn og aftur voru einhverjir sem bara veifuðu í þjóninn og hann kom til baka með veigamar. Ekki gat ég þetta og mín þörf var enn sú sama. Þessi saklausa hug- mynd mín, að gera mér smádagamun, var aö breytast í martröð. Það var komið að mér og ég bar fram erindið en bætti svo viö: „Það er hart að bíða svona lengi eftir drykk,“ — hér meinti ég nú allt stússið frá því ég fékk fyrst þessa hug- mynd um þennan dagamun minn — „það mætti alveg bæta við staffi fyrst ég er nú að styrkja þennan stað.“ „Þú ert ekki að styrkja þennan stað, þaö erum við sem erum að hjálpa þér í þínum alkóhólisma. Takk fyrir.“ Mitt saklausa eðli átti ekki von á þessu, mér hreinlega brá það mikið að ég missti lyst á drykknum. Þama stóð ég með fullt glas og vissi hreinlega ekki hvað ég átti af mér að gera. Svifu þá ekki að mér þrjár stúlkur, íðiifagrar, og spurðu: „Ertu frægur?" „Nef,“ sagði ég, „en ég verö það kannski á morgun.“ Smáhúmor hjá mér, en þá þustu þær bara í burtu. Ég dreypti ögn á drykknum og ég hlýt aö hafa gleymt mér í einhverrí sælu því ég tók ekki eftir rúllandi fylllbyttu sem slengdist utan í mig með þeim afleiðingum að drykkurinn minn flaug úr hendinni og smallaöist í gólfinu. Því næst var þrifið í hnakkadrambiö á mér og mér tiikynnt af dyraverði: „Svona óróaseggir fá ekkl aö vera hér inni.“ Vonsvikinn stóð ég fýrir utan staðinn, ekki alveg búinn aö átta mlg á þessum snöggu umsklptum. Ég jafnaði mig nokkuð fljótt, klukkan var að nálgast þrjú hvort sem var. Þá fékk ég þá hugmynd að fá mér pylsu. Beint á pylsubar- Inn og viti menn; þar var biðröð. Daginn eftir vaknaði ég ótimbraður og glorsoltinn. Einar Ben. POPP Núll og ttix—ýktfjör! Tímaritið Núllið ákvað í byrjun árs að saína saman því helsta og merkilegasta úr þeim tveimur óskyldu deild- um dægurtónlistarinnar sem einna mestur vaxtarbroddur er í; danstónlistinni (einnig nefnt sveim, reif, techno, hard core, trance o.fl.) og öðruvísi rokki (einnig nefnt ræflarokk, pönk, new wave, indie o.fl.). Ákveðið var að gefa út disk sem myndi fylgja með fyrstu eintökum næsta tölublaðs. Brátt þróuðust mál þannig að ákveðið var að hafa útgáfúna tvöfalda, því fram- bærilegt efni bókstaflega streymdi að úr öllum áttum. Nú er pakkinn loksins kom- inn út, heitir Núll og nix — ýkt fjör, og inniheldur 33 lög með 33 hljómsveitum. Tíma- ritið Núllið er væntanlegt fyr- ir helgi og heppnir kaupend- ur fá annan diskinn í kaup- bæti. Til að fagna útgáfunni verður Tunglið tekið her- skildi í kvöld og á föstudags- kvöld. I kvöld troða rokk- böndin upp; Stilluppsteypa, Púff, SS Span (áður Xerox), Saktmóðígur, Hún andar, Dr. Gunni, Kolrassa krók- riðandi, Yukatan, Curver og íslenskir tónar. Sveitirnar gefa góða mynd af hinum ýmsu hliðum sem eru upp á rokkteningi augnabliksins. Gamanið hefst kl. 9 og stend- ur til kl. 3 og borgar sig að mæta snemma til að missa ekki af neinu. Það sama má segja um föstudaginn þegar stuðið hefst kl. 8. Þá koma fram dansböndin Bubble flies, T- World, Spaceman spliff, Passive agressive, Secret Ag- ent, Agzilla & DJ L.s.k., Love unlimited hooligans, Bong, Mind in motion og Maskína. Böndin verða að til miðnætt- is, þegar fer ffam tískusýning á vegum Kjallarans og Skap- arans. Plötusnúðarnir DJ Shakra og Baby Ford magna síðan upp heitan dansseið til kl. 3. Þess má einnig geta að út- sendarar breska tískublaðsins I-D koma til landsins í tilefni af útkomu Núllpakkans og blaðsins og munu gera mál- inu góð skil á síðum I-D. wmmt BÓKMENNTIR Heimsborgari á Króknum GEIRLAUGUR MAGNÚSSON: SAFNBORG MÁL OG MENNING 1993 ★★★ Geirlaugur Magnússon hef- ur marga fjöruna sopið; num- ið meðal annars í Frakklandi og Póllandi. Hann er heims- borgari, gerkunnugur bók- menntum Evrópuþjóða en hefur árum saman búið á Sauðárkróki. Geirlaugur var lengi vel hálfgert utangarðs- skáld og sá sjálfúr um útgáfú bóka sinna. Hann var þá læri- sveinn og félagi Dags Sigurð- arsonar. Líkt ög Dagur hefur Geirlaugur haft áhrif á yngri skáld og ber þar sérstaklega að nefna til sögunnar Gyrði El- íasson. Geirlaugur var eitt þeirra skálda sem kvöddu sér hljóðs upp úr 1970. Á þeim tíma kepptist heil kynslóð við að senda frá sér ljóð sem voru merkilega laus við ljóðrænu. Þau líktust lesendabréfum í ljóðformi og þar var þusað og gjammað út í vonsku heims- ins. Það er umhugsunarvert hversu fáar ljóðabækur frá þessum árum hafa reynst líf- vænlegur skáldskapur. Hin gagnrýnu skáld hefðu sitthvað getað lært af Þorsteini frá Hamri, sem hefur löngum verið meistari ádeilunnar án þess að misbjóða formi, efni eða stfl. Geirlaugur hóf feril sinn af nokkrum vanefhum og gekk í gjammliðið. Frá þeim árum er Ijóðið Trú. Þar segir: í nótt var það systir mín í Chíle í nótt er það bróðir ininn íAngóla aðeins eitt get égfærtykkur systur bræður vantrúna á vopnið. En Geirlaugur hefur, ólíkt nrörgum heimsósómaskáld- um áttunda áratugarins, end- urnýjað ljóðgerð sína og er kominn óralangt ffá því kjaft- fora og dálítið banal skáldi sem hann var. Með árunum hefúr hann öðlast lífsreynslu og þroska sem skáld og mað- ur. Ákveðin stilla og sálarró einkennir ljóðin í nýjustu bók skáldsins, Safnborg. Ljóðin eru um leið íhugul á örlítið þunglyndislegan hátt. Geir- laugur er ekki lengur að yrkja gegn heiminum heldur um sinn eigin heim, hlutskipti sitt. Skáldskapurinn er persónu- legri og innilegri. Ljóðrænan, sem með árunum hefúr vakn- að til lífs í skáldskap hans, nýt- ur sín hvergi betur en hér. I bókinni er að finna ljóðið „málverk“ sem ég vil kalla gyrðislegt, því það gæti mæta- vel verið komið úr ljóðabók eftir Gyrði Elíasson. Fyrr í þessum pistli var Geirlaugur nefndur sem áhrifavaldur á ljóðagerð Gyrðis, en því má velta fyrir sér hvort áhrifin séu ekki gagnkvæm: málverk vetrarmorgun kemur út ogsérð að gleymst hefur að mála náttúruna antiað hvortgrœna eða skjanna- hvíta —jafnvel dökkbláa skœrrauða til hátíðabrigða en auðvitað skortir þig málningu pensil ogþor Svo yrkir nú skáldið sem áður og fyrrum skrifaði ber- orð brýningarljóð. Geirlaugur hefur engan veginn látið hugfallast vegna vonsku heimsins: en hefur fundið nýjan mótherja að glíma við — sjálfan sig. Stöndum andspœnis ég ogég stöppum niður fótum einsog stífþijóskustu túnrollurn- arforðum hvergi víkja skal ekki komast upp með að storka mér hérstendég églœt mig aldrei segir Geirlaugur í síðasta ljóði bókarinnar og einu því besta, „Hér stend ég“. Á árum áður vildi skáldið ffelsa heiminn, eins og við var að búast tókst það ekki. En Geirlaugur tekur þeim úrslit- um með æðruleysi og still- ingu. Hann virðist hafa kom- ist að þeirri niðurstöðu að það sem mestu varði sé að gefast ekki upp — og segir okkur nú í ljóðum sínum að glíman við mann sjálfan útheimti engu minni styrk en fangbrögð við heiminn. Safnborg er tvímælalaust besta bók Geirlaugs til þessa. Sigurlaugur Elíasson á heið- urinn af mjög smekklegri og stílhreinni kápu. Athugasemd I ritdómi um Uglubækur Máls og menningar, sem birt- ist hér fyrir tveimur vikum, var fjaUað um bókina Föður- landið. Þar hafði undirrituð skrifað að Joseph Kennedy hefði verið Bandaríkjaforseti árið 1964. Áður en blaðið fór í prentun rak starfsmaður Pressunnar augun í þessa frétt, þótti söguþekkingu gagnrýnandans afar ábótavant og breytti nafninu í John F. Kennedy. Hið rétta er að höf- undur bókarinnar breytti gangi sögunnar allnokkuð ffá því sem við þekkjum við samningu bókar sinnar og gerði Joseph Kennedy að Bandaríkjaforseta. Kolbrún Bergþórsdóttir

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.