Pressan - 16.06.1993, Síða 31

Pressan - 16.06.1993, Síða 31
AÐ L I F A LIFINU Miðvikudagurinn 16. júní 1993 PRESSAN 31 Fyrsta plata Bogomils Font og Milljónamæringanna kemur út á afmælisdegi lýöveldisins. Nú er von til þess að mambóa megi heima í stofu. Það væri synd að segja annað en Bogomil Font og Milljónamæringamir hafi verið heitir sólargeislar í skuggsýnum gleðihúsum landsins allt frá því þeir hófu að spila saman. Frá og með morgundeginum gefst aðdáendum hljómsveitarinnar líka kostur á að ylja sér við tónsmíðar Bogomils og félaga heima í stofu, en þá kemur út fyrsta skífan með hljómsveit- inni, undir nafninu Ekki þessi leiðindi. „Titillinn kemur ffá ástsælum rótara okkar, Steina rót, sem brá þessari setningu oft fyrir sig. Þetta er fyrsta ballplatan sem gefin hefur verið út hérlendis, í þeirri merkingu að hér er um að ræða úrval laga sem tekin voru upp á tveimur dansleikjum í Hlégarði í mars. Þá var spil- að fyrir kexfullu húsi og þar var mikið fjör,“ segir Sigtryggur Baldursson, umboðsmaður Bogomils. Á plötunni er engin virðing borin fyrir tungumál- um og er á henni að finna kúbverska mambóa og amerísk djass- og dægurlög ásamt fáeinum íslensk- um lögum. „Ég gerði alvarlega tilraun til að snara út- lendu textunum yfir á íslensku en útkoman varð ónothæft bull. Það var því ákveðið að láta textana standa í óbreyttri mynd.“ Að auki er aðeins eitt lag- anna ffumsamið. „Slíkt efhi var í fyrstu blótsyrði og bannorð en þegar yfir lauk reyndist eitt laganna vera ffumsamið; Marsbúa-tsjatsjatsja. Þetta lag er stolið og stælt, en textinn fjallar um danssnillinga lands- • u rns. Ekkert launungarmál er að Bogomil er afar hrifinn af listamannsferli Hauks heitins Morthens og ósjald- an glittir í fyrirmyndina þegar Bogomil þenur radd- böndin. „Platan er tileinkuð minningu hans, en ástæða þess að ég tók ástfóstri við Hauk er sú að ég tel hann vera ókrýndan konung dægurlaganna og finnst hann jafnffamt standa stórum nöfnum á borð við Frank Sinatra og Nat King Cole fyllilega á sporði.“ Tónleikaför þeirra Bogomils og félaga hefst með útgáfutónleikum á Ömmu Lú í kvöld, miðvikudags- kvöld, en í sumar hyggjast þeir spila víða um land. Einnig er ætlunin að halda mambó-blast reglulega á föstudagskvöldum í ömmu Lú. Ekki er von til þess að mikið heyrist frá hljómsveitinni á vetri komanda, því Sigtryggur heldur utan til Ameríku ásamt fjöl- skyldu sinni síðla sumars. Hyggur spúsa hans á dokt- orsnám í lífefnaffæði meðan Sigtryggur sinnir upp- eldis- og húsmóðurhlutverkinu, auk þess sem hann mun banka eitthvað í trommur. Pouilly-Fuissé Dry Réserve, Máconnais, er þurrt Búrgundar- vín með góða fýllingu. Þetta vín bragðast óskaplega vel eitt og sér eða með mat; fiskréttum, súpum, salötum og ostum svo eitt- hvað sé nefht. Eini gallinn mun vera sá að það er heldur dýrt en heilflaskan kostar 1.690 krónur. Allir fá einhvern tíma tækifæri iNGIBJðRG GRÉTA GÍSLADÓTT1R leikkona flytur einþáttunginn „Dvínandi rödd“ eftir Sigurö Pálsson á Óháöu listahátíöinni. Fjölleikur er leiklistarsýning sem er meðal dagskrárliða Óháðu listahátíðarinnar. Að henni standa ungir leikarar og hljómlistarfólk, en um er að ræða fjóra einleiki og einn einþátt- ung. Meðal flytjenda er leikkonan Ingibjörg Gréta Gísladóttir, sem flytur verk eftir Sigurð Pálsson rithöfund, Dvínandi rödd, í Hafnar- húsinu. „Ég kom að máli við Sigurð þegar ég var við nám í Leiklistarskólanum og bað hann að skrifa fýrir mig verk. Hann hristi þetta ffam úr erminni og það gladdi mig mjög,“ segir Ingibjörg Gréta, sem margir kannast við úr út- varpi en einnig úr myndinni Stuttum Frakka. Verkið fjallar um unga stúlku sem kemur í prufu fyrir leikverk. Hún mætir heldur seint og fer því móð og másandi með textann sinn. Áhorfendur eru í hlutverki dómnefndar og fá það verkefni að dæma innra með sér um frammistöðu stúlkunnar. Það á vel við að Ingibjörg Gréta skuli flytja verkið nú, því hún var nýbúin að dusta af því rykið fyrir sýningu á sviði Þjóðleikhússins í tengslum við atvinnuumsókn, þá fyrir alvöru dómnefnd. „Það dugði ekki til að koma mér inn í leikhúsið í þetta sinn, en það kemur ekki að sök, því ég trúi að allir ungu og atvinnu- lausu leikaramir fái tækifæri þegar þeirra tími kemur. Heillavænlegast er að halda ró sinni á meðan og halda áffam að vinna að listinni, en þátttaka mín í óháðu listahátíðinni er ekki síst liður í því að slá ekki slöku við.“ Á sumrin starfar Ingibjörg sem flugreyja, en það eru nánast einu tryggu tekjumar sem hún hefur yfir árið. Einnig hefur hún stjómað út- varpsþáttum á Bylgjunni að vetri til og sannar þar að hún er svo sannarlega ekki af baki dott- in. I því sambandi ber að geta þess að hún komst á lista yfir tíu verstu útvarpsmennina í síðasta tölublaði PRESSUNNAR, en þar var um hana sagt að hún talaði „jafiiverstu íslensku sem heyrst hefur í íslensku útvarpi“. Ingibjörg hlær að þessu, segist ekki kannast við að vera illa máli farin og telur það sér til hróss að menn skuli hafa munað eftir sér. „Það má vel vera að viðkomandi álitsgjafi hafi hlustað á mig þegar ég var illa upplögð, slíkt kemur fyrir alla. Að öðra leyti vísa ég þessum ummælum á bug.“ BOLL M IÐVI KU DAG URlNNj 16. JÚNÍ • Listahátíðarpopp í Faxa- skála. Alls koma fram tíu hljómsveitir í Faxaskála (gegnt Kolaportinu) fyrir unga sem aldna. Þetta eru meðal annars sveitirnar Blimp, Þór Mjölnir, Synir Rapsodíusar, Lipstick Lovers, Óskírt og ekki síst SSSól. Tískusýning og ekkert aldurstakmark, eða að minnsta kosti fremur lágt. • Jökulsveitin með söngkon- unni Margréti Sigurðardóttur spilar þjóðhátíöartónlist á Plúsnum. • Tólf hljómsveitir í Tunglinu venga útgáfu „0“. Hljómsveit- irnar eru Dr. Gunni, Kolrassa krókríðandi, Yukatan, Púff, Curver, Hún andar, Saktmóð- ígur, Stilluppsteypa, íslenskir tónar, Rosebud, Fylgian og SSSpan. Öll eiga þau lög á „Núll og nix“, sem kemur út meö „0". • Lipstick Lovers halda út- gáfutónleika vegna plötu sinnar My dingaling. Margir hafa trú á þessari hljómsveit, jafnvel Dr. Gunni, ef vel er að gáö. • Richard Scobie er illa viö aö vera kallaður Ijóska, þótt þaö sé ekki verra en hvað annað. Hann er ágætur og syngur hjá vini sínum Reyni Kristinssyni á Scala í kvöld. • Svartur pipar: Fæst orö bera minnsta ábyrgð. Þaö má víst lítið segia annaö en þaö að Margrét Eir og Gylfi eru meðal meðlima sveitarinnar. Þau veröa á Gauki á Stöng fram á aöfaranótt laugardags. • Pelican; Pétur Kristjáns- son, Guðmundur Jónsson og allar grúppíurnar koma til með að hanga í loftræstikerf- inu ef góð stemmning skap- ast. Þeir ætla í þaö minnsta að meika’öa. • Diskó-kynslóöin kemur saman á Hótel Islandi í kvöld. Tákngervingar hennar eru menn á borö viö Magnús Le- ópoldsson og Magnús (fína) Kristjánsson, sem voru innstu koppar í búri í Holly- wood. Þeir halda utan um skemmtunina. Þess má geta að diskóendurnar voru undan- farar uppanna: Ég fer í Ijós þrisvar í viku, og égfer reglu- lega í líkamsrækt. Eg fer í Hollywood um helgar... FIMMTU DAGU R I N N I 1 7, JÚNÍ I • Pláhnetan verður í mið- bænum í dag. • GCD einnig. Smokkadreif- ing ekki enn hafin. • Júpíters spila í garðinum á Hressó í tilefni dagsins. Margir munu hafa veriö kall- aöir en fáir útvaldir. Júpíters ætla aö endurtaka leikinn frá í fyrra og skapa gardenpartí. • Svartur pipar og þjóöhátíö- arstemmning á Gauki á Stöng. FOSTUDAGURINN | 1 8. JÚNÍ I • Hinir skuldbundnu eða ðí Commitments á Plúsnum. Þetta eru fjölbrautaskóla- krakkarnir úr Breiöholtinu sem slógu rækilega í gegn á skólaskemmtun í vetur og hjá Hemma Gunn. • Baby Ford og Shakara eru skífuþeytarar sem snúa munu plötum í framhaldi af spileríi hljómsveitanna Bubble Flies, T- World, Spaceman Spliff, Bong og fleiri. Tískusýning frá Skaparanum og Kjallaranum. I-D-Iiðið fylgist með. Þaö er því eins gott aö haga sér vel í Tunglinu, svo orðspor íslend- inga í útlöndum megi haldast gott. • Jötunuxarnir síkátu leika fýrir gesti Hressingarskálans. Mottó þeirra er: „Brennivínið bjargaöi okkur frá íþróttaböl- inu.“ Nýr hollenskur mjöður, sem barst meö gám til lands- ins, verður kynnturí leiöinni. • Valdimar Flygenring veröur á einkaflippi á Scala í kvöld. • Svartur pipar heldur uppi fjörinu á Gauki á Stöng, í síð- asta sinn í bili. • Meira listahátíöarpopp í Faxaskála gegnt Kolaporti. Yukatan, Tjalzgissur, Texas Jesus, Kolrassa krókríöandi, Niöur, Down of Bad, Heiöa og fleiri leika fyrir unga sem aldna. • Sniglabandiö með blökku- manna-Motown-fíiing á Tveim- ur vinum. Þeir í Sniglabandinu eru auðvitað létthallærislegir en ekki síöur skemmtilegir. Textarnir eru skemmtilega eitthvaö... LAUGAR DAGU R I N N 19. JÚNÍ • Hinir skuldbundnu endur- taka vonandi fjöriö á Plúsn- um. • Friörik XII. heldur stutta kynningu á hirösiöum slnum í kvöld á Hressó. Sá sem situr heima þetta kvöld fyrirgerir rétti sínum til að hljóta út- nefningu til fálkaoröunnar. • Eyjólfur klútur Kristjáns- son verður væntanlega á rómantísku nótunum á Scala viö Hlemm í kvöld. • Deep Jimi and the Zep Creams og Bone China fá aö spila jafnmikið á sviðinu á Gauki á Stöng. Þessi veisla er tengd Ólétt '93, eða Óháðu listahátíöinni. • Enn meira listahátíöar- popp í Faxaskála. Ólétt '93 poppar í miðbænum: Cata Tonic, Natasha I, Maöurinn á ■ kassanum, Pulsan, Bíllinn, Stilluppsteypa, Maumin, Svið, Leiksvið fáránleikans og hvaö þær nú heita allar. Fyrir alla sem vilja. Tískusýning Kol- brár, Silju og Ástu Guðrúnar. • Mannakorn Pálmi og Magnús og allir hinir meö all- ar Ijúfu ballööurnar á Tveimur vinum. Ef að líkum lætur veröur þetta Ijúft kombakk. SUNNUDAGURINN 20. JÚNÍ • Peiican Pétur, Gummi og allir aðrir meðlimir gömlu Pel- ican ætla að meika það t sumar, hvaö sem það kostar. Þeir verða bæöi sunnudags- og mánudagskvöld á Gauki á Stöng. SVEITABÖLL M IÐVI KUDAGURINN 1 6. JÚNí • Höföinn, Vestmannaeyjum Pláhnetan fær þar vonandi betri aðsókn en á Hótel Is- landi um síðustu helgi. Dans- lagatónlist síðustu ára t al- gleymingi. • Sjallinn, Akureyri Stjórnin heldur áfram að troöfylla þótt fáir hefðu trú á því í upphafi vertíöar. • Eskifjöröur einhvers staöar þar t bæ munu Skriöjöklarnir leika fyrir Alla rtka og hans * fólk. FIMMTU DAG U R I N N 17.JÚNÍ • Sjallinn, Akureyri Stjórnin leikur „unplugged” eöa raf- magnslaus fyrir Akureyringa, svona t tilefni dagsins. • Eskifjörður Þjóðhátíðar- stemmning með Skriðjöklum bæði um daginn og kvöldiö. Barnaball að deginum og full- orðinsbarnaball um kvöldiö. FÖSTUDAGURINN I 18. JÚNÍ • Hótel Lækur, Siglufiröi Plá- hnetan heilsar upp á þá sem komu undir t stldarstemmn- ingunni. • Seyöisfjöröur þar ætla Skriöjöklar aö raska ró al- mennings þetta kvöld. • Valaskjálf, Egilsstöðum Stjórnin, bæði t kvöld og ann- aö kvöld, t tilefni torfæruhá- ttöar. • Sjallinn, Akureyri Nýdönsk á heimaslóöum. LAUGAR DAG U R I N N 19. JÚNÍ • Ýdalir, Aöaldal GCD dreifir smokkum meö hverjum miða og óskar þess aö allir komi heilir heim. • Miögaröur, Skagafiröi Plá- hnetan þeysist alla leið norö- ur t Varmahlíö meö hjálp Speis. • Valaskjálf, Egilsstööum Stjórnin enn og aftur. Torfær- an enn. • Vopnafjörður og nú er það í heimabæ Lindu Pé sem Skriöjöklarnir skemmta. • Sjallinn, Akureyri Nýdansk- ir enn á heimaslóöum, eöa því sem næst.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.