Pressan - 16.06.1993, Qupperneq 34
PRESSAN
B I O 8t SJONVARP
Miðvikudagurínn 16. júní 1993
SJONVARP
Sjáið:
• Hale and Pace ★★★ á Stöð 2 á miðvikudagskvöld. Þeir félagar
hafa tileinkað sér brokkgengan húmor en eru á köflum óborganlega
fyndnir.
O NBA-körfuboltinn á Stöð 2 á miðvikudagskvöld. Fyrir hina f]öl-
jjiörgu körfúboltaaðdáendur á landinu. Bein útsending ffá viður-
eign Phoenix Suns og Chicago Bulls.
• Vinstri fóturinn ★★★★ MyLeftFootá lýðveldisdaginn á Stöð 2.
Hjartaknúsarinn Daniel Day-Lewis hlaut Óskarinn fyrir túlkun sína
á bækluðum manni sem reynist gáfaðri en nokkum gat órað fyrir.
Tárfellir.
• Svanur á RÚV á laugardagskvöld. Islenskar myndir skila sér oft
illa í sjónvarpi en þar sem Láms Ýmir leikstýrir þessari telst það
áhættunnar virði að horfa á hana.
• Grunnskólinn ★★★★ Obecná skola á RÚV á sunnudagskvöld.
Tékkneska kvikmyndin sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna sem
besta erlenda myndin um leið og Bömin hans Friðriks.
Varist:
• ABBA 9 á RÚV 2 miðvikudagskvöld. Tónleikar haldnir í
Lundúnum árið 1979. Þreyttara getur það vart verið.
• Aðrar 48 stundir ★ Another 48 Hours á Stöð 2 að kvöldi lýð-
veldisdags. Kemst ekki með tæmar þar sem fyrri myndin hefur
hælana hvað varðar snerpu, grín og spennu.
• Aflífi ogsál ★ Stepping Outá Stöð 2 á föstudagskvöld. Hver
megnar að horfa á Lizu Minnelli leika listir sínar í fávísri sápu-
ópem í hálfa aðra ldukkustund?
• Eftirför 9 DangerZone II: Reaper’s Revenge á Stöð 2 á laugar-
dagskvöld. Ein af mörgum ódýmm og lélegum myndum sem hafa
þann tilgang einan að fyUa upp í dagskrána.
• Roseanne ★ á RÚV á sunnudagskvöld. Digrir Ameríkanar
vekja jafhan lítinn áhuga. Afar útvatnað sjónvarpsefni.
-KVIKMYNDIR
Algjört möst
• Spillti lögregluformginn ★★★★ Bad Lieutenant Harvey
Keitel var góður í Reservoir Dogs en gerir enn betur í þessari.
Myndin fær umsvifalaust bestu meðmæli. BtoborginnL
• Feilspor ★★★ Annar blær yfir ofbeldinu. Miklu raunsærri
en við eigum að venjast ff á Hollywood og jafhffamt mun
mannlegri. Laugarósbíói.
• Sommersby ★★★ Vel gerð, vel leikin og oft unaðslega falleg
mynd um kunnuglega sögu. Bíóborginni.
• Dagurinn langi -k-k-kGroundhog Day Brilljant handrit og
.Bill Murray hárréttur maður í réttri mynd. Sætur boðskapur
sleppur undan að verða væminn. StjömubíóL
• Mýs og menn ★★★ OfMice and Men Sæt útgáfa af Stein-
beck-sögunni, mestmegnis laus við væmni. John Malkovich
góður að vanda. Háskólabíói.
• Siðleysi •k'k'kDamage Jeremy
Irons leikur af feilcnalcraffi þing-
mann sem ríður sig út af þingi.
Helst til langar lcynlífssenur nema
fýrir þá sem hafa byggt upp þol.
Regnboganum.
• Stuttur Frakki ★★★ Þriggja
stjömu fýrir hlé, rennur svo að
mestu út í sandinn. Frakkinn stutti
bjargar því sem bjargað verður.
Sögubíói.
1 leiðindum
• Ósiðlegt tilboð ★★ Indecent proposal Svo hæg að það er varla
að hún festist í minni. Demi Moore bjargar því sem bjargað
verður. Bíóhöllinni og Háskólabíói.
• Löggan, stúlkan og bófinn •k'kMad Dog and Glory Ágæt
saga í slappri mynd. Bill Murray og Robert De Niro eins og þeir
eiga að sér. Segir fátt af affekum Umu Thurman. HáskólabíóL
• Lifandi •k'kAlive Átakanleg saga, en persónusköpun er eng-
in og mannátið eins huggulegt og kostur er. Háskólabíói.
• Loffskeytamaðurinn ickTelegrafisten Skandinavískþvæla,
en þó má hafa gaman af góðum leik og fallegum konum. Regn-
boganum.
Bömmer
• Malcolm X ★ Vond mynd sem
gerir Malcolm að meiri bjána en
hann var nokkum tíma. Fær eina
stjörnu fýrir leik Denzels Wasliing-
ton og fýrir að halda áhorfandanum
vakandi á fjórðu klulckustund. Bíó-
höllintn.
• Goðsögnin &Candyman Þoku-
kennd hugmynd og ennþá þoku-
kenndari útfærsla. Vond mynd.
Regnboganum.
• Lögmál götunnar 9 Myndin er
eins óspennandi og hugsast getur, svona álíka og að horfa á sjálf-
virka þvottavél. Laugarásbíói.
• Leikföng 9 ToysÓbærilega leiðinlegt kökuslettugrín. Robin
Williams ætti að hafa vit á að velja betri handrit. Sögubíói.
Lausir í reipunum
TV ASLAUG DORA
Vaknað með
kántríbæ
Nýverið hóf göngu sína
þátturinn Slett úr klaufunum
sem verður á dagskrá Sjón-
varpsins annan hvern mið-
vikudag í sumar, en að hon-
um standa þeir Felix Bergsson
leikari og Bjöm Emilsson auk
fjölmargra annarra. Fyrsti
þátturinn hefur þegar verið
sýndur, en hann hlaut afar
misjafhar móttökur, sem ekld
er óvanalegt þegar íslenskt
léttmeti er annars vegar. „Það
er köllun effir efhi sem þessu
og áhorfendur Sjónvarps eiga
rétt á að sjá fleira en hádram-
atískt efni. Persónulega er ég
mjög ánægður með viðtök-
urnar sem fyrsti þátturinn
fékk, þótt þær hafi að sjálf-
sögðu verið misjafhar eins og
við var að búast. Allflestir líta
þó þessa gamansemi jákvæð-
um augum og þeim sem leið-
ist ætti ekki að verða skota-
skuld úr því að slökkva bara á
sjónvarpstækinu sínu,“ segir
Felix.
Það var Björn Emilsson
sem fékk hugmyndina að því
að gera léttan sumarþátt.
Grunntónninn er, eins og
þeim er kunnugt sem þegar
hafa séð hann, að talca sig ekld
of alvarlega, sem kemur ef til
vill gleggst fram í því að stiga-
gjöfin í keppninni er ekki al-
veg eins og áhorfendur hafa
vanist fram að þessu. „Við
reynum að hafa andann léttan
og skemmtilegheitin aukast
því á kostnað hreinnar
keppni. Keppendur hafa svig-
rúm til að sletta vel úr ldauf-
unum því allar reglur eru afar
Þáttur Felix Bergssonar og Björns Emilssonar, Slett úr klaufunum, hefur fengiö misjafnar viötökur
eins og venjan er þegar íslenskt léttmeti er annars vegar.
lausar í reipunum."
Auk gríns og gleði er fjöldi
manna og kvenna teldnn tali
með það fýrir augum að sýna
líf og störf að sumri. „Það er
mikið að gerast á sumrin og
skemmtilegt að kynnast öllum
þeim sem hafa eitthvað
áhugavert fýrir stafni. Að vísu
getur reynst vandasamt að ná
í fólk og því verður eilítið til-
viljunarkennt hvemig raðast í
þættina. Ég lít þó á það sem er
kost fremur en galla, því
mátuleg óreiða er alveg í stíl
við uppbyggingu þáttanna.“
Flestir eru sammála um að
Felix hafi staðið sig vel í sínu
stykki en sjálfur segist hann þó
hafa verið fremur óöruggur.
Hann er þess hins vegar fitll-
viss að það muni lagast þegar
frá líður, einkum og sér í lagi
vegna þess að Siggi Zoom
veitir honum mikinn og góð-
an stuðning, en honum er
leyft að leika sér með kvik-
myndatökuvélina að vild.
Siggi þessi heitir reyndar réttu
nafni Gunnar Pálsson og er
innanhússmaður hjá Sjón-
varpinu, en þeir Felix hafa
þekkst frá því þeir voru guttar.
Að viku liðinni mæta félag-
ar í Fallhlífaklúbbi Reykjavík-
ur vöskum stangveiðimönn-
um í keppni og eru svindltil-
raunir þeirra að sögn með
ólíkindum.
10:00 Kántn'messa Jim og
Tammy Bakker. Heiö-
ursgesturer BillyRay
Cyrus.
11:00 Kúrekar norðursins.
Friörik Þór sýnir meö-
al annars kántrí-
messu aö norðlensk-
um sið.
13:00 Sumo-glíma. Valdir
kaflar og úrslit dags-
ins.
13:30 Bein útsending frá Ak
þingi. Önnur umræöa
um krókaleyfi smá-
báta.
15:00 Hlé
Þættimir Þjóð í hlekkjum
hugarfarsins endur-
sýndir hægt, án
hljóös, í staö stillÞ
myndar.
18:30 Lucy Ball
19:30 Þjóöin. Þáttur með
blönduðu efni um þaö
helsta sem er aö ger-
ast í menningar- og
mannlífi hér á landi.
20:00 Fréttir. Aö hefðbundn-
um siö.
20:30 Fréttaskýring. Kafað
dýpra í þær fréttir
semeru efstá
baugi.
21:00 Fræösluþáttur. Heill-
andi lífríki borðtusk-
unnar.
22:00 Sænskur vandamála-
framhaldsmyndaflokk-
ur. Max von Sydow T
aöalhlutverki.
23:00 Casablanca
01:00 Robin Byrd sýnir sín-
ar bestu hliðar fram-
eftir nóttu.
Dagskrárlok
KVIKMYNDIR
Dómstóll drottins
SPILLTI LOGREGLUFORINGINN
(THE BAD LIEUTENANT)
BÍÓBORGINNI
★★★
GUÐMUNDUR
ÓLAFSSON
öll menningarsamfélög
hafa búið til ævintýri þar sem
sögupersónum er kippt ger-
samlega úr sambandi við
efnahagskerfi síns tíma. Alí
Baba, greifinn af Monte
Christo og James Bond eru
dæmi um þess konar persón-
ur. Oftar en ekld hafa þær
einnig yfirskilvitlega hæfileika
svo sem hvað snertir afl,
ffamsýni og visku. Hér áður
fýrr, meðan menn voru trú-
aðri, hélst þessum persónum
misjafnlega á því ftillkomna
frelsi sem þeim var úthlutað í
ævintýrinu, sluppu venjulega
með skrekkinn, því menn
vildu ekki ógna veldi guð-
anna með mögnuðum
mannlegum verum. I kvik-
myndum kaldastríðsins varð
hins vegar frelsi James Bond-
anna algert. Engin þraut var
svo mikil að þeir gætu eldd
leyst hana, ekkert verk svo
tælcnilega vandasamt að ekki
fyndist lausn á því í tækja-
smiðju einhverrar leyniþjón-
ustu og engin kona svo stórlát
að ekki kæmu þeir fram þrot-
lausum vilja sínum. Enda
veitti ekki af að róa menn í
hræðslunni við Jvinn voðalega
óvin, sem milljónir manna
höfðu atvinnu af að vara
menn við. Almenningur varð
að trúa því að engin hætta
væri á ferðum ef leyniþjón-
ustumennirnir, lögreglu-
mennirnir og hermennirnir
hefðu nægjanlegt frelsi, ffelsi
til að drepa, eins og það var
orðað.
Kvikmyndin „Spillti lög-
regluforinginn“ er dæmisaga
um það hvert þessi sjúki
áróður um fullkomið ffelsi til
handa valdsmönnum hefur
leitt olckur. Hún segir ffá lög-
regluforingja sem er á kafi í
öflugum geðlyfjum, áfengi
jafnt sem kóki og heróíni.
Jafnframt veðjar hann stór-
um upphæðum við vini sína í
lögreglunni og er kominn í
miklar kröggur. Þetta leiðir til
þess að hann fer að kanna
mál nunnu sem er nauðgað
af unglingum, sem hún hafði
vildð góðu að. Þetta mál er þó
ekld á hans könnu, en verð-
launafé til höfuðs nauðgur-
unum ffeistar Jiins spillta lög-
reglumanns. Þannig er sögu-
þráðurinn á yfirborðinu.
Undir niðri er heimspeldleg
og trúarleg pæling, enda hefði
ekki annað komið til mála í
kvikmynd sem Harvey Keitel
leikur í.
Þegar leikarar komast á
þann stað þar sem Harvey
þessi Keitel er ráða þeir að
verulegu leyti rullum sínum,
þeir geta að minnsta kosti
valið og hafnað. Kemur þá í
ljós hvem mann þeir hafa að
geyma. Það má til dæmis al-
veg treysta því að mynd sem
Robert Redford leikur í er
ómerkileg þvæla. Sömu sögu
er að segja af þeim hjóna-
kornum Melanie Griffith og
Don Johnson, allt sem þau
koma nálægt núorðið er
vemmilegt rugl. Auðvitað er
nauðsynlegt að ffamleiða létt-
meti í bland við erfiðari kvik-
myndir, en metnaðarfullar
myndir em samt sorglega fá-
tíðar. Harvey Keitel leikur
helst ekld í öðruvísi kvik-
myndum en að þær jaðri við
að vera óskiljanlegar.
SpiUti lögregluforinginn er
ógnvekjandi mynd. Hún sýn-
ir eina hlið hættunnar sem
ffamundan er þegar vestræn
menning hefur misst ytri
óvin sinn, kommúnismann,
og snýr sér nú af fullum kraffi
að innri óvinum á borð við
eiturlyf og ofbeldisglæpi með
takmarkalitlu frelsi valds-
manna ríkisins. En það hafa
svo sem verið gerðar ágætis-
myndir um hættuna á spill-
ingu valdsmanna. Það sem
gerir þessa mynd sérstaka er
að hinn spillti lögregluforingi
er dreginn fyrir dómstól
drottins í bókstaflegri merk-
ingu. Réttlæti mannanna er
stillt upp gagnvart auðmýkt
og fýrirgefningu trúarinnar
og dæmi nú hver fýrir sig.
Með falli kommúnismans
hætti vestræn menning að
horfa í vitlausa átt. Hún
stendur nú ffammi fýrir
sjálfri sér og öllum þeim
meinum sem ekki hefúr verið
tekið á svo lengi. Á næstunni
má búast við að listamenn og
hugsuðir takist á við þessi
verkefni. Sú tilraun sem fór
út um þúfur með falli
kommúnismans hófst með
ffönsku byltingunni, þar sem
til stóð að hengja síðasta að-
alsmanninn í görnum síðasta
klerksins. Það er hugmyndin
um að mannkynið geti skap-
að réttlátt allsnægtaþjóðfélag,
fyrir tilstilli skynseminnar
einnar, sem hefur beðið skip-
brot Þess vegna er eðlilegt að
menn leiti nú aftur til trúar-
innar þegar mælikvarðar
skynseminnar hafa reynst
gagnslitlir. Það er þessi trúar-
lega vídd sem er kjarninn í
myndinni og gerir hana
óvenjulega. Fjalla hefði mátt
meira um þennan kjarna á
kostnað alls ógeðsins sem
hinn veiklundaði maður get-
ur leiðst út í, sé honum fengið
nægjanlegt vald og frelsi.