Pressan


Pressan - 16.06.1993, Qupperneq 35

Pressan - 16.06.1993, Qupperneq 35
S K I L A B O Ð Miövikudagurinn 16. Júní 1993 r l PRESSAN 35 i s&- ýWk ■ & þú verður að smakka það! 5 Continents er ný kaffiblanda frá SKIPUN TRYGGYAJ STOÐU BÆJARSTJORA MERKIUM STYRK GUÐMUNDAR ARNA... Eitt af þeim málum sem enn á eftir að afgreiða er ^L/ skipun í stöðu bæjarstjóra í Hafnarfirði. Þar eru margir kaJlaðir en fáir útvaldir. Viðurkenndir um- sækjendur eru Tryggvi Harðarson, Jóna Ósk Guðjónsdóttir og Ingvar Victorsson, en þau eru nú í bæjar- stjómarflokki Hafnarfjarðar. Sumir vilja jafnvel vera ffumlegir og leita út fyrir hópinn en samstaða mun vera meðal þremenninganna um að eitthvert þeirra hreppi hnossið. Val- ið í embætti bæjarstjóra verður einnig til marks um styrk Guð- mundar Áma Stefánssonar, nýskip- aðs heilbrigðis- og tryggingaráð- herra. Tryggvi er einn dyggasti stuðningsmaður hans og ef hann fengi ekki starfið yrði það áfall fyrir Guðmund. Ja, nema Tryggvi verði skipaður sendiherra! LÆRÐIDALEIÐSLU UTANSKQLA QG SATAFSERDOM... e> FRIÐRIK SOPHUSSON TIL PARISAR... , Enn gefast menn ekki upp á I því að velta fyrir sér hvað verði um uppstokkunina hjá sjálfstæðismönnum. Ein frurn- legasta kenningin er sú að Friðrik Sophusson fjármálaráðherra sé á útleið úr pólitík. Hefur hann meðal annars verið orðaður við sendi- herrastöðuna í París, sem Albert Guðmundsson hefur gegnt til þessa. Staðan er einhver sú feitasta í utanríkisþjónustunni og verður æ mikilvægari eftir því sem Evrópubandalagið þjappast saman. Talið er að kona Friðriks, dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, vilji gjarnan komast til Parísar. SÍMALÍNUR RAQÐ- GLOANDIUPPII EFSTALEITI... , Þeim var ekki öllum I skemmt landsmönn- um þegar morgun- þáttur Rásar 2, í lausu lofti, fór í loftið um daginn. í þætt- inum slógu stjórnendurnir, Sigurður Ragnarsson og Kle- mens Arnarson, að venju á létta strengi og settu á svið samtal við Mário Soares, for- seta Portúgals, sem þá var um borð í einkaþotu sinni á leið til Islands. Þeir félagar náðu tali af forsetanum í háloftun- um og ræddu ffjálslega við hann með aðstoð túlks. Fram kom að forsetinn áformaði að semja við landsmenn um kaup á saltfiski og hefði í hyggju að fá íslenskar fegurð- ardísir til að kynna þann eð- alvarning í Portúgal. Þeir fé- lagar enduðu sprellið með þeirri ábendingu, að Soares ætlaði að skella sér á ærlegt kvennafar um helgina, ásamt ríkisstjórninni allri. Ummæli þeirra piltanna fóru greini- lega fyrir bijóstið á mörgum hlustandanum, því símalínur voru rauðglóandi uppi í Efstaleiti langt ffameftir degi. Séra Heimir Steinsson út- varpsstjóri. lét sér fátt um finnast. Ólafur Ólafsson land- læknir hefur nú með sérstakri auglýsingu varað almenning við dáleiðslu- fúski. Friðrik Páll Ágústsson, sem rekur sérstakan dáleiðslu- skóla, hefur séð ástæðu til að taka vamaðarorð landlæknis til sín og skal engan undra. Það má rifja það upp að PRESSAN fjall- aði sérstaklega um Friðrik þenn- an í október 1990, en hann var þá aðeins tvítugur. Þar kom fram að dáleiðsluna hefði Frið- rik þá lært að mestu utanskóla, „við og við í tvö ár“, að eigin sögn. Á sama tíma og þessi utanskólalærdómur fór ffam hafði Friðrik það af að reka fyr- irtæki, verja sig í erfiðu dóms- máli og loks sitja af sér þriggja mánaða fangelsisdóm. Nánar tiltekið rak hann fyrirtækið Am- eríska bíla og hjól, en fýrirtækið varð gjaldþrota og Friðrik fékk á sig tólf mánaða dóm fyrir fjár- drátt og fleira, þar af þrjá mán- uði ósldlorðsbundna. Á þeim tíma vísaði Friðrik á kennara sinn í Bandaríkjunum. Þegar blaðið hafði samband við þann mann kannaðist sá við að Frið- rik hefði fyrst haff samband mánuði fyrr og að hann hefði fengið sendar ffá honum upp- tökur — á íslensku. Að öðru leyti brást Friðrik hinn versti við fyrirspurnum blaðsins og neit- aði að sýna þau skírteini sem hann kynni að hafa aflað sér. TALAÐU VIÐ OKKUR UM BÍLASPRAUTUN ÉTTINGAR Auðbrekku 14, a'mi 642141 Sumarfrí í Evrópu! Evrópa bíður, full af spennandl ferftamögulelkum. Fjölmargir gistimöguleikar í boði, allar upplýsingar eru að finna í SAS hótelbæklingnum. Flogið er til Kaupmannahafnar alla daga, allt að þrisvar sinnum á dag. Hafðu samband viö söluskrifstofu SAS eða ferðaskrifstofuna þína. Sumarleyfisfargjöld SAS Keflavík - París 29.900,- Keflavík - Vín 30.900,- Keflavík - Hamborg 29.900,- Keflavík - Zurlch 30.900,- Keflavík - Frankfurt 30.900,- Keflavík - Mflanó 30.900,- Keflavík • Miinchen 30.900,- Keflavfk - Barcelona 30.900,- Verð gildir til 30. september og miðast við dvöl erlendis í 6 - 30 daga. Barnaafsláttur er 33%. Bókunarfyrirvari 21 dagur. Innlendur flugvallarskattur 1.310 kr., þýskur flugvallarskattur 237 kr., franskur flugvallarskattur 199 kr., austurískur flugvallarskattur 225 kr. og ítalskur flugvallarskattur 545 kr. M/str SAS á íslandi ■ valfrelsi í flugi! Laugavegi 172 Sími 62 22 11 JÁL MAKlINiJ i MtfAlCU. heildsala & dreifing; S: 686 700 100% ARABICA KAFFI YDDA F42.55 / SÍA

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.