Pressan


Pressan - 16.06.1993, Qupperneq 36

Pressan - 16.06.1993, Qupperneq 36
36 PRESSAN Miðvikudagurinn 16. júní 1993 Guömundur 39 mörk Guðmundur Steinsson hef- ur löngum verið drjúgur við að skora. 1 leik Víkinga gegn Þór á miðvikudaginn skoraði hann 99. mark sitt í fyrstu deildinni. PRESSAN tók þennan skotglaða mann tali í tilefni þess að 100. markið er í sjónmáli. Hvemig leggst hundraðasta markið í þig, Guðmundur? „Það leggst bara ágætlega í mig. Það hundraðasta kemur bara vonandi í næsta leik.“ Ætlarðu að skora það með stæl? „Það væri gaman, en bara ef það verður skorað, þá er það nóg. Það skiptir engu máli hvort þau em falleg eða ekki.“ Er eitthvert mark á ferlin- um þér minnisstæðara en önnur? „Það er ekkert sérstakt nema síðasta markið hverju sinni og auðvitað fyrsta mark- ið. Það var 1978 í leik á móti FH á Hafnarflötinni í mínum fyrsta leik. Ég skoraði meira að segja tvö mörk í fyrsta leiknum." Nú er Ingi Björn marka- kóngur með 126 mörk. Ertu farinn að hugsa svo langt fram í tímann? „Nei. Það er nokkuð langt í það ennþá.“ En þú átt nóg eftir? „Já, já. Ég er í góðu formi og skrokkurinn í góðu lagi. Maður er ekkert að hugsa um að hætta strax.“ Shawn Bradley og Manut Bol Verða þeir í sama liði? Val NBA-liðanna í háskólaboltanu Verða himnalengjurnar í sama liði? Nú 30. júní verður há- skólavalið í bandaríska körfuboltanum. Einn þeirra leikmanna sem töluverða at- hygli hafa vakið er Shawn Bradley, sem er hvorki meira né minna en 228 sm, eða sjö fet og 6 tommur. Bradley er semsagt næst- um jafnhár og Manut Bol ffá Súdan. Bol þykir reyndar fremur takmarkaður leik- maður, en haft er á orði að með hann í liðinu leiki liðið einum fleiri í vörn en einum færri í sókn. Bol hefur flakk- að dálítið á milli liða en hann leikur nú með Philadelphia 76ers. Svo vill reyndar til að Philadelpia á annan valrétt í háskólavalinu og þá kemur Bradley að öllum líkindum til úthlutunar. Það er hins vegar óvíst að Philadelphia leggi í að stilla upp liði með þessum tveimur slánum. Gárungarnir eru reyndar þegar búnir að finna nýtt nafn á Philadelphia 76ers, nefnilega Philadelphia Seven Foot Six-ers! En hvernig er það með ykk- ur Víkingana. Farið þið ekkert að hressast á næstunni? . „Við áttum að vinna þenn- an leik gegn Þór en lukkudís- irnar eru ekki alltaf hliðhollar okkur.“ Það var kvartað yfir því að leikurinn gegn Þórsurum hefði verið afspymu leiðinleg- ur. Hvað segið þið leikmenn um það? „Já. Ég held að hann hafi ekki verið mikið fyrir augað þessi leikur, en þetta var bar- áttuleikur." Þú hefur nú löngum skorað milcið. Heldurðu að þú eigir eftir að skora mörg mörk í sumar? „Ég er að vonast til þess, já.“ En geturðu spáð einhverju um úrslitin í deildinni? „Það er erfitt en auðvitað eru ákveðin lið líklegri en önnur... Skagamennirnir og KR-ingamir. Svo hafa Keflvík- ingar byijað mjög vel og virð- ast vera spútnildiðið núna. En þetta er fljótt að breytast." Á meðfylgjandi töflu má sjá hvað Guðmundur Steinsson hefur skorað mörg mörk í fyrstu deildinni í gegnum árin. Arin ’82 og ’83 lék hann með Öster í Svíþjóð og 1987 lék hann aðeins hálft sumarið. Árið 1991 flutti hann sig úr Fram yfir í Víking og varð markakóngur það sama ár. I fyrra átti hann við meiðsl að stríða, fór í uppskurð í haust en er orðinn góður. GUDMUNDUR STEINSSON hefur fjórum sinnum fengið bronsskó, einu sinni silfurskó og einu sinnigullskó á ferl- inum. Það verður forvitnilegt að sjá hvort hann bætir í safnið í sumar. Af hverju er Michael Jordan svona góöur? Þessarar spurningar spyrja aðdáendur fremsta íþrótta- manns heims í dag þegar flest bendir til þess að Chicago Bulls ætli að verja „heims- meistaratitilinn" í NBA-defld- inni þriðja árið í röð og verða fyrstir til að gera það síðan Boston Celtics tókst það á miðjum sjöunda áratugnum. Jordan kom inn í NBA árið 1984 eftir að hafa nýunnið ólympíugull með Patrick Ew- ing. Þetta endurtóku þeir síð- an síðasta sumar. Hann er því búinn að vera níu ár í deild- inni, sem margir töldu einmitt að yrði liðinu til trafala; Jord- an væri orðinn þreyttur og mettur. En þar vanmátu þeir Jordan. Jordan, sem er 198 sm á hæð og 99 kg, er án efa besti íþróttamaðurinn í deildinni. Þessi skotbakvörður hefur ótrúlegan stökkkraft, sem gaf af sér ævintýralegar troðslur, enda varð það vörumerki hans fljótlega á ferlinum. Það er oft eins og Jordan eigi ósýnilega lendingarpalla í loft- inu þegar hann svífur í gegn- um vörn andstæðinganna. Þegar allt þetta fer saman við gífiirlegt keppnisskap er út- koman: Jordan vinnur og vinnur. Meira að segja í golf- íþróttinni er hann sigurvegari; kominn niður í 0 í forgjöf þótt það hafi ekki forðað honum ffá því að tapa umtalsverðum fjárhæðum. En með 2.300 milljóna lcróna árstekjur (laun og auglýsingar innifalið) hefur hann efni á að tapa nokkrum dollurum. Jordan fékk hins vegar að heyra það í fjölmiðl- um (nokkrum, flestir tóku málstað Jordans enda fór hann með pabba sínum í fúll- komlega löglegt spilavíti!) vegna spilavítisferða sinna en svaraði fýrir sig inni á vellin- um. Einbeitingu Jordans í leik er viðbrugðið; það er afskaplega fátítt að hann missi stjórn á skapi sínu þrátt fýrir að vera skotmark andstæðinganna í hverjum leik. Gjarnan sitja tveir til þrír leikmennn um að stöðva hann með öllum ráð- um en allt kemur fyrir ekki. Eins og kom ffam í viðureign- inni við Knicks töldu þeir mun vænlegra að reyna að setja Scottie Pippen (næst- besta manninn í besta liðinu) úr jafnvægi heldur en að snúa sér að Jordan. Það tókst reyndar því Pippen var útilok- aður í einum leik fyrir vikið. Menn vita hins vegar að svona brögðum verður ekki beitt á Jordan. Það sjá það allir sem vilja; Jordan ætlar sér titilinn. Þegar komu ffam tölur um það í vetur að hittni hans væri að dala tók hann sig til og hóf séræfingar. Og viti menn; hittnin er komin í samt lag. Hann skammar og hvetur samherja sína áffam í leik og það blasir við að hann fari með þá alla leið. Nú er bara spurningin: Tekst þetta í fjórða skiptið? Michael Jordan og John Starks Mikið var látið með einvígi þeirra í viðureign Chicago og New York Knicks. Svipurinn á þeim segir allt um hvernig fór.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.