Pressan - 24.06.1993, Page 4

Pressan - 24.06.1993, Page 4
4 PRESSAN BÍÓDAGAR Fimmtudagur 24. júní 1993 fær Jionn Hergpórsson bæjorfulirnliíHafnorfirði ... fyrir að vera nógu ósvifhm til að gagnrýna skiildasöj'niin bœjarins þrátt fyrir tnilljóna- hundruðih sem skatt- greiðendur eiga hjá Fórnarlambitiu lif. debet Guðmundur Árni Stefánsson kredit Formaður í fjölmiðlum „Það hefurfengist upplýst að kynningarfyrirtœki hafi haft samband viðfiölmiðla til að koma stjómatformanninum Sveini Andra Sveinssyni á framfceri. Varþað ef til vill á kostnað SVR? Hið skondna er að sá hinn sami stjórnarfor- rnaður hefur lýstyfir sérstakri undrun og vanþóknun á því að okkar samtök og þeir sem þar eru ífyrirsvari, hvortsem er í Starfsmannafélagi Reykja- víkurborgar eða heildarsam- tökunum BSRB, hafi tekið upp okkar málstað. “ Bjarni Jónsson í DV. Sveinn Andri Sveinsson, stjómarformaður SVR: „Umrætt fyrirtæki, sem sér um öll kynningarmál fyrir SVR, hefur svo sannarlega ekki það hlutverk að koma mér á framfæri persónulega, hvorki við fjölmiðla né aðra. Borgarstjórinn í Reykjavík fékk fyrirtækið til að annast kynningu á tiUögum um að breyta SVR í hlutafélag; út- búa fféttatilkynningu og koma upplýsingum til fjöl- miðla. Burtséð ff á þessari staðreynd er mér í fyrsta lagi ómögulegt með öUu að sjá samhengi greinarinnar og í öðm lagi er mér fyrirmunað að sjá spaugilegu hliðina á málinu.“ „Guðmundur Árni er röggsamur maður og fylginn sér og ákveðinn, en á þó afar gott með að starfa með öðm fóUd. Hann er skjótur til ákvarðana. Alla tíð hefur hann verið ákaflega hreinskiptinn,“ segir Tryggvi Harðarson, blaðamaður og hugsanlegur arftaki ráðherrans í bæjarstjórastólnum í Hafn- arfirði. „Guðmundur leitast við að vera skilvirkur stjórnandi og er oft áræðinn. Mjög verðugur pólitískur andstæðingur og getur verið harðsnúinn. Mjög afgerandi stjórnandi kratanna hér í bænum. Þetta er besti drengur," segjr Eflert Borgar Þor- valdsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í bæjarstjóm Hafn- arfjarðar. „Guðmundur er mjög afgerandi maður, geysUega af- kastamikill, sennilega besti blaðamaður sem ég hef kynnst. Hann er firamagjarn og ákafur og góður félagi og vinur vina sinna. Fer beint að hlutunum, stundum of beint,“ segir Ingólf- ur Margeirsson, samferðamaður Guðmundar í blaða- mennskunni, allt fiá Helgarpósts- og Alþýðublaðsárum Guð- mundar. „Það var gott að starfa með Guðmundi í meirihlut- anum á síðasta kjörtímabili, hann var heill í þvi samstarfi, mað- ur getur treyst því sem hann segir. Hann kemur hreint ffam, er mikill verkmaður og vill láta hlutina ganga hratt. Hann er fljót- ur að gripa hugmyndir og gera þær að sínum og koma þeim í verk,“ segir Magnús Jón Árnason, bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins í Hafnarfirði, en þeir Guðmundur Ámi sátu forðum saman í Æskulýðsráði Hafnarfjarðar sem og í bæjar- stjóm. Óbilgjarn og með gassagang — eða mjög verðugur pólit- ískur andstceðingur? Guömundur Árnl Stefánsson er nýsklpaöur ráöherra hellbrlgöls- og trygglngamála. „Getur fokið upp en er fljótur að sættast aftur við menn,“ segir Tryggvi Harðarson, blaðamaður og fornvinur Guðmundar. „CJerir sér ekki grein fyrir því að áræðninni fýlgir oft meiri ábyrgð en ella. Þegar hann svo hverfur af vettvangi þá virðast vopnin vera tekin úr höndum þeirra sem eftir em í meirihlut- anum. Getur verið óbilgjam. Ég býst við að hann sé of stjóm- samur sem leiðtogi bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins. Getur ver- ið bráður en er fljótur að sættast ef svo ber undir,“ segir Ellert Borgar Garðarsson, sjálfstæðismaður í minnihluta bæjarstjómar Hafnaríjarðar. „Guðmundur Árni er fljótfær, talar áður en hann hugsar, en hefur þó slípast með ámnum. Hann er svo mikill atorkumaður að hann gleymir sér stundum og segir þá oft óheppilega hluti. Guðmundur kann alla menúettana og er lunkinn í pólitískri refskák. Það verður spennandi að sjá hann, því hann er enn ómótaður og kemur af vernduðum vinnustað úr Hafharfirðinum með enga þingreynslu. Stund- um svolítill gassagangur á honum. Mér finnst hann oft á tíð- um lyppast niður á endasprettinum ef hann mætir þá of mik- illi mótstöðu. Hefur ekki nægt úthald og þarf að fylgja hlutum betur eftir,“ segir Ingólfur Margeirsson rithöfundur. „Hann sést ekki alltaf fyrir og veður þá gjaman áffam án þess að hugsa sig um og gleymir stundujn að leita ráða eða spyrja samverkafólk sitt hvað því finnist,“ segir Magnús Jón Ámason, einmana allaballi í bæjarstjóm Hafnarfjarðar. Bræöurnir i Bíódögum Síöustu vikur hefur stað- iö yfir mikil leit aö aöal- leikurum í nýjustu mynd Friöriks Þórs Friöriks- sonar, Bíódaga. Myndin fjallar um líf tíu ára drengs í Reykjavík í byrjun sjöunda áratugar- ins, og mun bernska Friöriks Þórs sjálfs flétt- ast inn í atburöarásina. Nú hefúr verið valið í aðal- hlutverk myndarinnar, bræðranna Tómasar og Níku- lásar, og koma þau í hlut tveggja yngissveina: Örvars Jens Amarssonar, tíu ára úr Hafnarfirði, og Orra Helga- sonar, fjórtán ára unglinga- vinnuverkamanns úr Reykja- vík. Að sögn Orra leggst þessi sumarvinna vel í hann, og betur en arfatínslan í ung- lingavinnunni á Miklatúni. „Það er heilmikið að gera hjá mér í sumar, því ég spila fót- bolta með Framliðinu í fjórða flokki og við förum í leik- ferðalag til Skotlands í júlí og komum heim í byrjun ágúst. Þá fer ég beint í upptökurnar á myndinni.“ Orri, sem fer með hlutverk Níkulásar, eldri bróðurins, er ekki ókunnugur leiklistinni, því hann fór með hlutverki í Ovitum í Þjóðleik- húsinu og í Höll Sumarlands- ins í Borgarleikhúsinu. Litli bróðir Orra í Bíódög- um, Örvar, er aftur á móti að stíga sín fyrstu skref á leiklist- arbrautinni. „Ég er líka í fót- bolta, spila með sjötta flokki FH, og áhugamálin mín eru körfubolti og fótbolti. Ég var heilmikið spenntur yfir því hvort ég yrði valinn í hlut- verkið, því það voru svo margir aðrir strákar sem vildu leika í myndinni. Ég ætlaði að fara til Stykkishólms, þar sem pabbi minn vinnur sem veiði- eftirlitsmaður á sumrin, en kemst ekki út af myndinni.“ Drengirnir sögðust báðir vera spenntir og hlakka til að takast á við þessa frumraun sína á hvíta tjaldinu. Handrit myndarinnar fékk sem kunnugt er annan af tveimur ffamleiðslustyrkjum Kvikmyndasjóðs Islands ásamt fjárframlögum úr Evr- ópusjóðnum EURIMAGE og Norræna kvikmyndasjóðn- um. Tökur á Bíódögum hefjast 7. júlí næstkomandi, en myndin verður tekin bæði í Skagafirði, nánar tiltekið á Höfðaströnd norðan við Hof- sós, og svo í Reykjavík síðla sumars. Með hlutverk foreldra drengjanna fara Rúrik Har- aldsson og Sigrún Hjálmtýs- dóttir. Önnur hlutverk eru í höndum Guðrúnar Ás- mundsdóttur, Jóns Sigur- bjömssonar, Eddu Heiðrúnar Backman og Jóhanns Más Jó- hannssonar (bróður Krist- jáns). Auk þess koma Skag- firðingar til með að taka mik- inn þátt í hópsenum. Með leikstjóm Bíódaga fer Friðrik Þór Ériðriksson, aðstoðarleik- stjóri er María Sigurðardóttir og um kvikmyndun sér Ari Kristinsson. Sjóðasukk í Sólheim- um „Raunin er sú að ákveðnir stjórnarmenn haga sér eins og lénsherrrar... En það sem vekur mesta athygli í sam- bandi við styrktarsjóðinn er að allar gjafir til Sólheima renna beint í hann. Spurningin er hvort gefendur viti aðpening- areða annað sem þeirgefa til heimilismanna á Sólheimum rennur beint í heilsuheimili eða listaverkagarð. Einnig við- gengst það að gjafavara eins og fiskur og kex er í raun gerð upptcek af styrktarsjóðnum og síðan seld heimilisfólki. Aftur getur hver dæmtfyrir sig um það siðgœði sem þarna rikir." SigríSur Sigurjónsdóttir og Ólöf Jóns- dóttir í Morgunblaðinu. Tómas Grétar Ólason, vara- formaður framkvæmda- stjómar Sólheima í Gríms- nesi: „Umrædd grein tveggja starfsmanna Sólheima sam- anstendur af órökstuddum dylgjum, eins og fýrri skrif um starfsemina. Við sem eig- um sæti í ffamkvæmdastjórn Sólheima tókum þá stefnu strax í upphafi að leyfa því dæmalausa skítkasti, sem að okkur hefúr beinst að und- anfömu, að ganga yfir og svara því svo.“ PRESSAN/JIM SMART Borgar- stjóri flott- ur áþví „Ég var að lesafrásögn í sunnudagsblaðiMbl. ...um fólk statt hér á landi áfundi sem Sævar Karl Ólason skipu- leggur. Það kemur mér ekkert við og snertir mig ekki neitt. Það sem mér kemur við og ég vil mótmæia er að borgarstjóri Reykjavíkur haldi móttöku, fyrir almantiafé, fyrirfólk sem hefur það eitt sameiginlegt að vera eigendur „finni og dýrari búða“. Ég telþað ekki í verka- hring borgarstjóra að halda einkaklíkum boð á kostnað hins opinbera. Efhann í framtíðinni hefur áhuga á að hitta svona hópa þá verður hann að gera það heima hjá sér og á sinn kostnað!“ Kristín Halldórsdóttir i Morgunblað- inu. Markús Öm Antonsson, borgarstjóri í Reykjavík: „Það hefur tíðkast um ára- tugaskeið að borgarstjóri taki á móti erlendum gestum, sem sækja hingað fundi og ráðstefnur af ýmsum toga. Það er hlutverk borgarstjóra að sýna slíkum hópum gest- risni og bjóða þeim í mót- töku í húsakynnum borgar- innar. Sævar Karl Ólason bað um leyfi fyrir erlendu gestina að skoða Ráðhúsið og var það vitanlega sjálfsagt mál. Hópurinn dvaldi í Ráð- húsinu í um hálfa klukku- stund og ég staldraði örstutt við og sagði sögu Ráðhúss- ins. Gestirnir þáðu kók og smákökur og nokkrir fengu sér sérríglas. Mér er annars spurn: Hvað er orðið af hinni margrómuðu íslensku gestrisni, úr því að fundið er að slíku?“ Orbi Helgason OG ORVAR JENS Arnarsson í löunnar-peysunum frá 1964, tilbúnir í tökur.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.