Pressan - 24.06.1993, Blaðsíða 12

Pressan - 24.06.1993, Blaðsíða 12
S KOÐA N I R 12 PRESSAN Fimmtudagurinn 24. júní 1993 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14 -16, sími 64 30 80 Faxnúmer: Ritstjóm 64 30 89, skrifstofa 64 3190, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborös: Ritstjóm 64 30 85, dreifing 64 30 86. tæknideild 64 30 87 Áskriftargiald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu Hreinsaðu til í Hafharfirði, Össur Fyrsta verk össurar Skarphéðinssonar umhverfisráð- herra var að fara að Stálverksmiðjunni í Hafharfirði til að skoða þar 100 tonn af stáhyki sem liggja þar á opnu svæði, eins og PRESSAN benti á fyrst fjölmiðla fyrir tveimur vikum. Áff amhaldandi rannsókn blaðsins, sem greint er ffá í dag, leiðir í ljós að allt að eitt tonn af PCB, hættulegum úrgangi sem safnast fyrir í lífkeðjunni, getur hafa runn- ið niður í jarðveginn undir verksmiðjunni. Það væri eitt stærsta mengunarslys sem íslendingar hafa orðið fyrir. Þetta mál sýnir að það er ekki nóg að setja reglur um mengunarvarnir fyrir verksmiðjur á borð við þessa. Þær eru einskis virði ef ekki er fylgzt með ffamkvæmd þeirra. Það var ekki gert í þessu tilfelli. Umhverfisráðuneytið gaf út starfsleyfi fyrir verk- smiðjuna sem leit mjög vel út á pappírnum. Það reynd- ist hins vegar nákvæmlega einskis virði þegar til átti að taka. Fyrrum ffamleiðslustjóri metur það svo að af 46 ákvæðum í starfsleyfinu hafi 44 verið þverbrotin strax ffá upphafi — án þess að neinn skipti sér af því. Stálverksmiðjan var ekkert venjulegt fyrirtæki, eins og lesendur PRESSUNNAR hafa kynnzt. Fyrirtækið var ekki stofnað til að reka hér stálverksmiðju, heldur sem hluti fjárplógsstarfsemi nokkurra Svía sem ætluðu að græða á bláeygum íslendingum og Hollendingum og tókst það bærilega. Það er ein skýringin á því hvernig fór í mengunarmálum, en hitt er jafnljóst að íslenzk umhverfisyfirvöld hafa gersamlega brugðizt í effirlits- hlutverki sínu. í kjölfarið hljótum við að gera kröfu til þess að umhverfisráðuneytið taki sér tak og þó ekki síð- ur hins, að þeir, sem þannig ganga um landið þvert á settar reglur, verði látnir gjalda fyrir dýru verði. Það er heilt ár ffá því umhverfisráðuneytið fékk upp- lýsingar um að ýmsu væri ábótavant við mengunarmál verksmiðjunnar. Þaðan hefur þó ekkert heyrzt og virð- ist málið hafa verið látið danka á meðan eitrið seytlaði ofan í jörðina. Það er vondur dómur um störf þessa nýja og mikilvæga ráðuneytis. Það væri góð byrjun hjá hinum nýja umhverfisráð- herra að taka til hendi þar sem forveri hans svaf. Þá hefðu ráðherraskipti Alþýðuflokksins skilað einhverju sem máli skipti. BLAÐAMENN Bergljót Friöriksdóttir, Friörik Þór Guömundsson, Guörún Kristjánsdóttir, Gunnar Haraldsson, Jim Smart Ijósmyndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaöur, Pálmi Jónasson, Sigríöur H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Snorri Ægisson útlitshönnuöur, Steinunn Halldórsdóttir, Telma L. Tómasson. PENNAR Stjórnmál: Árni Páll Árnason.Einar Karl Haraldsson, Guðmundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hrafn Jökulsson, Hreinn Loftsson, Möröur Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéöinsson. Llstir: Einar Örn Benediktsson, mannlíf, Guömundur Ólafsson, kvikmyndir, Gunnar Árnason, myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal Ieiklist. Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Kristján ÞórÁrnason, Snorri Ægisson, Einar Ben. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: 0DDI STJORNMAL Herinn burt „Skal að því steffit að her- MÖRÐUR inn hverfi af landi brott í ÁRNASON áföngum á kjörtímabilinu.“ Þetta er að vísu eftir minni, en nokkurnveginn svona lærðu menn utanað þann kafla sem skipti allra mestu máli í stjórnarsáttmála vinstri- stjórnarinnar frá 1971. Og þetta á að vera nokkurnveg- inn rétt því að einhvern Fyrsta des í Háskólabíói var ég hafð- ur með í vinstriþjóðernispólit- ískum leiklestri og hann end- aði sín stykki á því að flytja þennan kafla úr stjórnarsátt- málanum í afar dramatískum talkór sem endaði í kross svip- að og byrjunin á Sá ég spóa: Skal að því stefnt. Skal að því stefnt. Skal að því stefnt... Ætli þetta hljóti ekki að hafa verið allra óvinsælasti mála- miðlunarkafli í síðari tíma stjómmálasögu? fhaldið hamaðist náttúrlega á þessari stefnu nýju vinstri- stjórnarinnar og setti í gang umfangsmestu undirskriftar- söfnun sem enn hefur orðið í landinu með viðeigandi hasar og málsóknum: VL — með stjarfa hönd á pung einsog ffægt varð úr vísu sem ég er því miður í svipinn búinn að gleyma höfundi hennar. Þeir sem umffam allt vildu herinn burt vom líka óánægð- ir og fundu strax uppgjafalykt af setningunni, auðvitað af sagnliðnum þar sem stjómar- flokkarnir komu sér saman um stefnu en ekki fram- kvæmdir, og ekki síður orða- laginu „í áföngum" sem ýms- um fannst ófýrirgefanleg eftir- gjöf. Og svo var ekkert minnst í áföngum! loksins að ráðamenn höfðu hingaðtil reiknað með því að það sem var mundi alltaf verða. Og sífellt meira og meira af því. í raun og vera ættum við að vera öllsömul ákaflega glöð yf- ir því að vera loksins að losna úr þeirri blóðlausu en grimmilegu borgarastyrjöld sem hefur einkennt alla sögu lýðveldisins og snúist um svo- kölluð utanríkismál, herinn og Nató. Og ennþá ánægðari ættu menn að geta verið vegna þess að henni lýkur eig- inlega með jafntefli. Natóand- stæðingar standa ífammi fýrir því að það sem einusinni var einföld táknmynd fyrir heims- valdastefnu hins illa er nú orðið flókin og margræð fjöl- þjóðaráðstefna í fyrstaheimin- um með sérstök öryggisverk- efhi fyrir Sameinuðu þjóðirn- ar. Þeir sem hafa farið ham- förum að styðja Keflavíkur- herinn undir kjörorðinu Var- ið land hafa nú misst öll sín rök fyrir að halda með her- stöðinni, nema þá hina ein- földu röksemd beininga- mannsins. Veit nú ekki nokk- ur maður hvernig landið er varið og fyrir hvaða óvini eftir að Norðurpóllinn og ná- grenni er orðinn að lygnu og ffiðsamlegu innhafi sem sam- an tengir bestuvini og banda- menn. Þegar menn loksins átta sig á Islandi er komin alveg ný staða í pólitíkina, staða sem ekki hefur verið uppi síðan í stríðslok fyrir næstum fimm áratugum, —- að það er hægt að ná sáttum um nýja stefiiu í á Nató. Þegar frá leið voru það. þó sennilega sjálfir flokkárrilr sem stóðu að ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar hinni fyrri sem allra síst blossuðu af kæti útaf þessari stefriusmíð sinni í stjórnarsáttmálanum. Lengi vel slapp þetta á því að land- helgismálið hafði algeran for- gang. Og þegar landhelgismál- ið var búið með forganginn þá var meira og minna ljóst að ríkisstjórnin væri búin líka. Síðan hefur eiginlega ekkert gerst að gagni í þessu hermáli. Fyrren rétt síðustu mánuði og misseri. Þá vakna Islendingar uppvið það að þokunni hefur alltíeinu létt í veröldinni, en hér eru menn enn í sömu skotgröfunum og 1971, eða 1956, eða 1949. Sumir era að vísu heldur guggnir yfir að Rússinn skuli aldrei hafa komið en hugga sig við að geta þó talið sig hafa haff rétt fyrir sér í þrætunum við vonda kommúnista öll þessi ár. Aðrir vilja helst afrieita því að nokkuð hafi gerst sem dragi úr glæstri — en ffemur einmanalegri — ffammistöðu við að sýna góðum málstað sí- fellda tryggð. Og ennþá eru allir hálfruglaðir — nema Suðurnesjamenn sem voru fýrstir að fatta að það var komið annað veður og skildu „Þegar menn átta sig er komin alveg ný staða í pólitíkina, staða sem ekki hefur verið uppi síðan í stríðslok fyrir nœstum fimm áratugum, — aðþað er hægt að ná sáttum um nýja stefnu í utanríkis- og ör- yggismálum. “ utanríkis- og öryggismálum. Sú stefna hlyti auðvitað að byggjast á samvinnnu við grannríki okkar, meginvið- skiptalönd og sögulega sam- ferðamenn, hvort sem Nató verður helsti vettvangur þess samstarfs í ffamtíðinni eða það byggist upp kringum aðr- ar stofhanir. Hún yrði líka að byggja á því að endurskil- greina hlutverk flugvallarins á Miðnesheiði og annarra mannvirkja sem Bandaríkja- her hefúr komið hér upp. Ein leið til eftirlits- og öryggissam- vinnu gæti byggst á gamalli tillögu frá Halldóri Ásgríms- syni um alþjóðlega björgunar- sveit á KeflavíkurveUi í sam- vinnu ríkjanna við Norður- Atlantshaf og Norður-lshaf, — en þannig að tryggt væri eðlilegt forræði íslendinga og full yfirráð á landi sínu. Meira að segja æstustu VL- menn eru farnir að átta sig á því að herstöðin syðra er ekki lengur hin óbifanlega brjóst- vörn og sífeUda guUuppspretta sem einusinni var. Og meðan við sem nú erum uppi reyn- um að valda okkar sögulega hlutverki að ná íslenskum sáttum í þeim erfiðu málum sem hafa klofið þjóðina í and- stæðar fylkingar í næstum hálfa öld, þá er kannski soldiU húmor í því hingað og þangað að nú eru aUtíeinu allir orðnir sammála um hina feikilega óvinsælu stefnu vinstristjóm- arinnar ffá 1971-74 í málefri- um stöðvarinnar á Keflavíkur- flugveUi: Herinn burt? jájá olræt, en í áföngum! bara í nógu mörg- um og litlum áföngum... Höfundur er íslenskufræðingur. Á að setja krana á Dettifoss? ÓLAFUR G. EINARSSON BIRGIR ÞORGILSSON JÓNAS EGILSSON SIGHVATUR BJÖRG VINSSON HALLDÓR BLÖNDAL Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra: „Ég á mjög auðvelt með að svara því að mér finnst að það eigi ekki að setja krana á Detti- foss. Það viU nú svo tíl að ég vann í landmælingum fyrir Raforkumálaskrifstofuna á háskólaárum mínum og kom þá fýrst sem slíkur að Detti- fossi árið 1956. Þá voru mikl- ir spekúlantar þarna, þeir vora búnir að leggja veg ofan í gljúfrið og ég veit ekki hvað. Það átti bara að fara að virkja, held ég. Ekki leist mér þá á blikuna og ekki ffekar núna. Ég vona að við eigum nóg af ám tU að virkja, jafrivel þó að við ætlum að gera það í stór- um stíl, án þess að gera þetta.“ Birgir Þorgilsson ferðamála- stjóri: „Mér finnst þetta ffá- leit hugmynd og almennt að menn skuU vera að eyða tím- anum í að leika sér með hluti sem þessa, þar sem ekki er fýrirsjáanlegt að menn standi í biðröðum til að kaupa af okkur orkuna. Ekki einu sinni á því verði sem er í dag. Þetta sýnir bara að menn gera sér ekki grein fýrir þeirri framtíð sem býr í íslenskri ferðaþjónustu. Þetta er álíka fráleit hugmynd og að loka fyrir Gullfoss eða Þingvelli, það er að loka fýrir náttúru- fyrirbrigði sem tU þessa hafa verið aðalaðdráttarafl til að laða hingað erlenda ferða- menn. Þeir skila okkur svo miklum gjaldeyri að þetta er orðinn annar stærsti gjaldeyr- isskapandi atvinnuvegur þjóðarinnar. Ef menn ætla að fara að leika sér með fjörcgg af þessu taginu held ég að það sé tími kominn til að endur- skoða vonir og væntingar manna í sambandi við ís- lenska ferðaþjónustu.“ Jónas Egilsson, formaður Lífsoglands: „Égerekkertá móti því, sem slíku. Hins veg- ar vil ég láta athuga hvaða áhrif þetta myndi hafa fyrir umhverfi og ferðamál. Yfir vetrartímann er hvort sem er allur aðgangur að fossinum takmarkaður. Vegurinn er lokaður þannig að túristar geta ekki notað hann. Til dæmis var vegurinn lokaður núna um mánaðamótin maí/júní, þannig að það er í raun og vera enginn sem fer að fossinum. Mér finnst að það eigi að athuga þetta mál og á grandvelli þeirrar niður- stöðu á að taka ákvörðun. Það á ekki að setja umhverfið í formalín og geyma. Þetta er náttúraauðlind og hún verð- ur ekki auðlind nema við get- um nýtt hana. Ef það á að geyma umhverfið í óbreyttri mynd, alveg endalaust, er það ekki auðlind. Þess vegna er sjálfsagt að kanna þetta. Ég get auðvitað ekki tekið af- stöðu á þessu augnabliki en finnst sjálfsagt að athuga þetta.“ Sighvatur Björgvinsson iðn- aðarráðherra: „Ég kem bara af fjöllum, eins og Dettifoss. Ég veit ekki til þess að menn séu að vinna með það hér í 8 þessu ráðuneyti að setja krana á Dettifoss. En það yrði sjálf- sagt nokkuð myndarlegur krani. Það er náttúrulega al- veg ljóst að þessar umfangs- miklu virkjunarframkvæmdir á Austurlandi, ef af þeim verður, munu hafa umhverf- isáhrif. Síðan verða menn bara að vega það og meta hvorum megin á þá sveif menn vilja hallast. Ég segi eins og er að þetta mál hefur verið algjörlega órætt við mig ég veit ekkert um það annað en að mér finnst að sjálfsögðu ekki koma til greina að spilla náttúruperlu eins og Detti- fossi.“ Halldór Blöndal landbúnað- ar- og samgönguráðherra: „Nei, það á ekki að gera það. Mér er sagt að það séu ein- hverjir áratugir síðan uppi voru áætlanir um að sökkva Hólsfjöllunum, en turninn á Möðrudalskirkju átti að standa upp úr! Ég geri ekki ráð fyrir að þetta sé bókstaf- lega rétt, en við erum búnir Tlllögur þess efnis að breyta farvegi Jökulsár á Fjöllum og hleypa vatni einungls á Dettifoss á há- annatíma í feröaþjónustu hefur vakiö heiftarleg vlö- brögö margra sem telja aö meö því sé veriö aö eyöi- leggja merkilegt náttúru- undur. að gera mjög miklar og alvar- legar vitleysur í fjárfestingar- málum virkjana hér á landi, og af því erum við að súpa seyðið núna. Blönduvirkjun er mjög gott dæmi um það og við höfum auðvitað ekki haft nema kostnað af þeim frarn- kvæmdum, enn sem komið er, sem við höfum lagt í fýrir austan. Ég held að það sé áríðandi fýrir okkur að finna skynsamlegar áætlanir til að nýta þá orku sem við erum búnir að beisla, eða Iangt komnir með að beisla, áður en við förum að sökkva okk- ur f einhverjar nýjar hug- myndir. Mývatnsöræfin og Hólsfjöll era mjög viðkvæmt gróðursvæði og jarðvatns- stuðullinn liggur svo langt niðri að það eru sums staðar margir metrar niður á vatn. Það kemur því auðvitað ekki til greina að þurrka Jökulsá upp.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.