Pressan - 24.06.1993, Blaðsíða 13

Pressan - 24.06.1993, Blaðsíða 13
SKOÐA NIR Fimmtudagurinn 24. júní 1993 PRESSAN 13 Að öðlast eilíft líf „Sá sem telur mögulegt að byggja allan sinn rekstur upp á sauðkindinni, Austur- Evrópu ogAfríku er óhœfur til starfs síns. Viðskipti við þessi menningarsvœði leiða afsér sambœrileg lífskjör ogþar eru. “ í viðtalsbók Matthíasar Jo- hannessen við Tómas Guð- mundsson skáld, „Svo kvað Tórnas", segir skáldið frá því hvernig hann ætlaði að gera minningu sína eilífa. Á bökk- um Sogsins, fljótsins helga, var stór steinn. Steinninn hafði verið þar um árþúsundir og skáldið taldi að steinninn yrði þar um eilífan aldur. Því meitlaði skáldið nafn sitt, TÓMAS GUÐMUNDSSON, í steininn. En skyndilega breyttust að- stæður og það sá skáldið ekki fyrir. Ráðamönnum úr Reykjavík hugnaðist að virkja Sogið. Og við virkjunarfram- kvæmdirnar fór steinninn með TÓMAS GUÐMUNDS- SON undir vatn. Og eflaust væri Tómas Guðmundsson gleymdur, ef hann hefði ekki ort sín fögru ljóð, sem munu halda nafni hans á loft. Þessi saga austan úr Sogi kemur ávallt í hugann þegar framkvæmdir hefjast og ný fyrir fyrirtæki eru stofnuð. Og þau skulu standa og verða starfrækt um eilífan aldur. En ekki er tekið tillit til breyttra aðstæðna. í Reykjavík hafa verið byggðar verslunarmið- stöðvar, sem ekki svara lengur til þeirra þarfa og venja, sem nú ríkja í verslunarháttum. Við Hólmgarð stendur verslunarmiðstöð, sem er orð- in auðn, sjoppa og mynd- bandaleiga. Á horni Austurstrætis og Lækjargötu var Haraldarbúð, ein glæsilegasta verslun bæjar- ins. Þar er nú krá og pizzuhús. Ekki er lengur banki í Versl- un Marteins Einarssonar við Laugaveg eftir að íslandsbanki hf. lokaði, þar sem áður voru höfuðstöðvar Alþýðubankans hf. Við Laugaveg hafa verið byggð verslunarhús án þess að þarfir hafi verið skilgreindar fyrir byggingu. Og Miðbæjarsamtökin reyna að lífga við starfsemi í kvosinni. Eitt sinn stóð til að byggja verslunarsamstæðu, „mall“, á svæði á milli Hótels Borgar og Nýja bíós. En af húsfriðunar- ástæðum og sundurlyndi varð ekki af framkvæmdum. Því var byggð Kringla í Kringlu- mýri. Um þessar mundir gengur \fir hrina greiðslustöðvana og gjaldþrota. Forsvarsmenn fýr- irtækja tfunda þær ástæður, sem Íeiddu til erfiðleikanna. Ástæðurnar eru „ytri aðstæð- ur“ og „háir vextir“, en slíkt er „utan áhrifasviðs þeirra er rekstur stunda“, segja þeir sem ldúðra sínum rekstri. En hugum aðeins að því hvers vegna illa fer. Þegar fýrirtæki er stofhað er það vís vegur til glötunar að enduftaka það sem aðrir hafa gert. Það getur einnig verið hættulegt að fmna aftur upp hjólið. Og þegar nýir aðilar taka við blómlegum rekstri við kynslóðaskipti er voðinn vís, ef heiðra á minningu for- veranna með þvi að hafa allt eins og áður var. En hvað gera menn þá? Þegar athafnamenn hefja rekstur verða þeir að setjast niður og staðsetja sig í rekstr- arumhverfmu. Þeir verða að finna sína „hillu“, fmna út hvaða þörfúm reksturinn ætl- ar að fullnægja og hvemig það verður gert betur en hjá öðr- um. Þegar nýr framkvæmda- stjóri hefur störf verður hann að kynna sér vel þann rekstur, sem hann ætlar að stýra, og finna hvaða þættir í rekstrin- um em sterkar hliðar og gætu átt framtíð fýrir sér og hvaða þættir eru veikir og ekki er hægt að reka áffam. Þetta var ekki gert hjá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga og því er komið sem komið er. Sá sem telur mögulegt að byggja allan sinn rekstur upp á sauðkindinni, Austur-Evr- ópu og Afríku er óhæfur til starfs síns. Viðskipti við þessi menningarsvæði leiða af sér sambærileg lífskjör og þar eru. En hefur þá aldrei neitt ver- ið vel gert í rekstri fýrirtækja á íslandi? Hafa öll kynslóða- skipti endað með skelfingu? Svo er alls ekki. Það eru mörg fyrirtæki, sem hafa aldrei kvartað yfir háum vöxt- um, eins og „lúserarnir11 hafa gert. í því sambandi er vert að huga að nokkrum vel reknum fýrirtækjum, sem hafa náð at- hyglisverðum árangri. Fyrir hálfri öld var stofnuð Prentsmiðjan Oddi hf. Sá sem kemur í Odda hf. í dag kynni að halda að starfsemin væri í mesta lagi tíu ára gömul. Frumherjarnir skiluðu arftök- unum góðum stofni og arf- takarnir hafa spilað vel úr spil- unum og starfsemin, sem þar er rekin, stenst kröfur hvar sem er í heiminum. Fyrir fjórtán árum urðu forstjóraskipti í hf. Eimskipa- félagi íslands. Hinn nýi for- stjóri tók sér tíma til að móta hugmyndir sínar og hefur fylgt þeim eftir af festu. Árangurinn hefúr verið mjög athyglisverður og á sér ekki hliðstæðu í íslensku atvinnu- lífi. Fyrir fimm árum samein- uðust Sjóvátryggingafélag Is- lands hf. og Almennar trygg- ingar hf. í Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Sú sameining var ekki gerð út úr neyð og var hugað að sameiningunni í góðæri. Góður árangurinn er mjög greinilegur þegar á móti blæs. Allt eru þetta dæmi um að fræðigreininni „stjórnun" er beitt með árangri á íslandi. En forráðamenn þessara fýrirtækja, sem og þeirra ann- arra er vel ganga í dag, skulu íhuga það sem Steinn Steinarr segir í kvæði sínu, „Þriðja bréf Páls postula til Korintu- manna“: Og drottinn gefur öllum eilíft líf Eti eilíft líf er ekki til, því miður. FJÖLMIÐLAR Nixon lifir hjá Sjónvarpinu Lítil dæmisaga: Yfirmaður í ríkisstofnun spreðar almanna- fé í það sem virðist vera óþarfi og vitleysa á tímum spamaðar og niðurskurðar; eyðir tug- þúsundum á fáum dögum í leigubíla. Fjölmiðill fréttir af þessu og kemur því á ffamfæri við þá sem eiga peningana, skattgreiðendur. Yfirmaður- inn ber á móti málavöxtum, en fjölmiðillinn birtir samt fréttina, enda traustar heim- ildir fýrir henni. Fjármálastjóri ríkisstofnunarinnar staðfestir síðar efnisatriði og kveðst ekki hafa séð aðra eins eyðslu á löngum ferli sínum. Hver eru viðbrögð yfir- mannsins? Biðst hann afsök- unar eða gerir einhvers konar yfirbót? Ónei. Hann tekur starfsmenn sína á teppið og yfirheyrir þá um hver hafi veitt fjölmiðlinum upplýsing- ar. Hann skrifar að auki bréf þar sem hann minnir starfs- menn á ákvæði hegningarlaga um trúnað í starfi. Hann merkir við lagagrein þar sem segir að allt að eins árs fangelsi liggi við því að veita upplýs- ingar sem eiga að vera trúnað- armál. Þessi dæmisaga var af fram- kvæmdastjóra Sjónvarpsins. Og snúum þá blaðinu við. Hrafn Gunnlaugsson er af ’68-kynslóðinni, þeirri sem boðaði ferskan andblæ, vildi innleiða nýja siði í stjómmál- um, opnara stjórnkerfi, vald- dreifingu og upplýsingu. Þessi kynslóð var að taka út pólit- ískan þroska sinn þegar Wat- ergate-málið kom upp í Bandaríkjunum. Það snerist meðal annars um símhleranir fjölda embættismanna, sem Nixon og Kissinger grunuðu um að leka upplýsingum, og nokkurra fréttamanna, sem sögðu óþægilegar fréttir. Hrafn er ekki í aðstöðu til að hlera síma og myndi kannski ekki gera það; þess í stað veifar hann hegningar- lögunum og minnir á fangelsi. Það er tilviljun að þess er minnzt nú í vikunni að tíu ár eru liðin frá andláti annars ’68-kynslóðarmanns og æsku- vinar Hrafns, Vilmundar STJÓRNMÁL en sjálfsagt Siðlaust - Getur verið að litli, íslenski Alþýðuflokkurinn eigi að flytja lögheimili sitt suðrá ítal- íu? Já, segir Ólafur Ragnar Grímsson. Þar gætu kratar velt sér uppúr foraði spilling- arinnar daginn út og inn. For- ingjar jafnaðarmanna gætu óáreittir leikið sitt matador með bitlinga og skákað mönnum út og suður, og þætti varla tiltökumál. Finnst Ólafi Ragnari Grímssyni. Umræðan um „bitlingahríð Alþýðuflokksins“ er raunaleg um flest. Ekki vegna þess að hrókeringar flokksins séu ekki tilefni umræðu og gagnrýni; heldur vegna þess að sá stjórnmálamaður er vand- fundinn sem er í aðstöðu til að skipuleggja sólarlandaferð Alþýðuflokksins til Ítalíu. Og í fullri vinsemd og virð- ingu: Ólafur Ragnar Gríms- son er ekki maðurinn í djobb- ið. Hinsvegar gæti hann sem best tekið að sér fararstjórn, sem þrautreyndur krókmak- ari úr fjármálaráðuneytinu. Bregðum okkur sem snöggvast í aðra utanlands- ferð, að þessu sinni vestur um haf. Árið 1988 valdi George Bush ungan og bjartleitan pilt úr öldungadeildinni sem varaforsetaefni, J. Danforth Quayle hét sá og átti með æskuljóma sínum að skapa mótvægi við hinn roskna Ge- orge. Allt gekk vel í fyrstu. Ungi vatnsgreiddi drengurinn ffá Indiana heillaði kjósendur með tannkremsbrosi og hjali um sjálfan sig og ameríska drauminn. Svo þurfti J. Dan- forth Quayle að mæta í sjón- varpið ásamt varaforsetaefni demókrata, Lloyd Bentsen, gamalreyndum kappa með yfirbragð arnarins. Eins og við mátti búast gerði gamli Bent- sen ungan aldur Dans og reynsluleysi að umtalsefni. Dan litli lét sér hvergi bregða, leit einarðlega beint í auga myndavélarinnar og byijaði á þulunni sem kosningastjór- arnir höfðu kennt honum: John F. Kennedy var á mínum aldri þegar... Þetta var tækifærið sem haukurinn Bentsen hafði beð- ið eftir. Hann var ískyggilega rólegur þegar hann þaggaði niður í litla pattanum: Ég þekkti Jack Kennedy. (Þögn.) Jack Kennedy var vinur minn. (þögn.) Þingmaður, þú ert enginn Jack Kennedy. Rothögg. Þegar Dan Quayle skreiddist loksins á fætur var það einungis til að sýna að hann kynni ekki einu sinni stafsetningu. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson krefst „siðvæðingar stjórnmálanna“ talar hann um „litlu Ítalíu Alþýðuflokks- ins“ og klykkir út með því að vitna í fleyg orð Vilmundar Gylfasonar, „löglegt en sið- laust!“ — þá fer ekki hjá því að maður hugsi til Bentsens gamla og segi sem svo: Þing- maður, þú ert enginn Vil- mundur Gylfason. Því miður. Hefur Ólafur Ragnar Grímsson raunverulegan áhuga á „siðbót“ í íslenskum stjórnmálum? Eða má ekki greina spunahljóð tómleikans í rödd riddarans hugumstóra? Það væri nóg að rifja upp nokkur dæmi um sukk Ólafs Ragnars þegar hann sat við kjötkatlana. Og því miður er það svo að fáir eða engir stjórnmálamenn geta gerst siðbótarriddarar án þess að hefja um leið stórfellt grjótkast úr glerhúsi. Stjórnmálamenn geta metist um það eitt, hvaða flokkur er spilltastur. Það er ófrjó og tilgangslaus umræða. Hinsvegar þarf svo sannarlega að siðvæða íslensk stjórnmál og brjóta upp sam- tryggingarkerfi fimmflokks- ins. Það á að reka pólitísku gæðingana uppá örfoka affétti en ekki beita þeim á gróður- sælar bitlingalendur. Þingsæt- um eiga ekki að fylgja sjálf- krafa áskriftir að hálauna- djobbum. Stjórnmálamennirnir vita að það er siðleysi. Hinsvegar virðast þeir líta svo á að þetta siðleysi sé sjálfsagt í pólitískri refskák þar sem tilgangurinn helgar meðalið. Þann hugsunarhátt þarf að uppræta.____________________ Höfundur er rithöfundur og blaðamaður. „Það á að reka pólitísku gœðingana uppá örfoka afrétti en ekki beita þeim á gróð- ursœlar bitlingalendur. Þingsœtum eiga ekki aðfylgja sjálfkrafa áskriftir að há- launadjobbum. “ Gylfasonar. Vilmundur var boðberi upplýsingar og opins stjórnkerfis, gegn lokuðu valdi sem leggst á einstaklinga. Það er ekki erfítt að ímynda sér viðbrögð hans við dæmisög- unni hér að ofan: fjölmiðlar áttu að segja frá bruðlinu og starfsmenn eiga hrós skilið fýrir að vekja athygli á því. Það eimir Iítið eftir af arf- leifð Vilmundar á íslandi. En skelfilegt er til þess að hugsa að jafnaldrar hans skuli vera búnir að gleyma svo miklu að aðferðir Nixons og Kissingers séu það fýrsta sem þeir grípa til þegar fjölmiðlar flytja fréttir af óþægilegum málum. Karl Th. Rirgisson „Þessi kynslóð var að taka útpólitískan þroska sinn þegar Watergate-málið kom upp í Bandaríkjun- um. Það snerist meðal annars um símhleranir fjölda embœttismanna, sem Nixon og Kissinger grunuðu um að leka upp- lýsingum, og nokkurra fréttamanna, sem sögðu óþœgilegar fréttir. “ Á UPPLEIÐ GEIRWAAGE FORMAÐUR PRESTAFÉIAGSINS Venjulegir launþegar fá eng- ar kauphækkanir, en hann fer fram á 46 prósenta gjaldskrárhækkun fyrir presta á fáum mánuöum og kemst líklega upp meö þaö. ATLIHELGASON FYRIRLIÐI VÍKINGS Því eru lítil takmörk sett hvaö Víkingur getur tapaö stórt í næstu leikjum eftir frammistööuna gegn Skaga- mönnum. Þaö veröur alltaf framför. FRIÐRIK SOPHUSSON FJÁRMÁLARÁÐHERRA Eftir tveggja ára setu var kominn tími til aö einhver tæki eftir því hver er fjár- málaráöherra. Nú bíöum viö eftir hvaöa ríkisstofnanir hann ætlar aö leggja niöur. Á NIÐURLEIÐ UNNUR STEINSSON ÞUIA Þaö kom á óvart hvaö hún nær Bjarna Fel. ótrúlega vel, en hún staöfesti um leiö gömlu spekina: „Haitu kjafti og vertu sæt. “ VALGEIR GUÐJONSSON TÓNLISTARMAÐUR Þaö er langt fall frá Spil- verkinu og Stuömönnum í aö gefa út nýaldarmúsík fyr- ir lífsfirrta Kaliforníubúa í fótlagaskóm. LÁRUS ÝMIR ÓSKARSSON KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR Nú er þjóöin búin aö sjá Svaninn og þá veröur allt í einu skiljanlegra af hverju Hrafn fjarlægöi hann af páskadagskránni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.