Pressan - 24.06.1993, Blaðsíða 14

Pressan - 24.06.1993, Blaðsíða 14
F R E T T I R 14 PRESSAN Fimmtudagurinn 24. júní 1993 Pólitískar mannaróðningar og úthlutun biliinga Ur olgusjo stjornm í örugga höfn Það kom engum á óvart þegar Sighvatur Björgvinsson ákvað að skipa Jón Sigurðs- son í stöðu Seðla- bankastjóra. Hann gat veifað samþykkt meirihluta stjórnar- sinna í bankaráði Seðlabankans og ver- ið viss í sinni sök um að enginn gæti vænt hann um að skipa óhæfan mann til starf- ans. En mál Jóns er ekki einangrað. Á allra vitorði er að stöðuveiting hans er aðeins liður í viða- meiri uppstokkun. Eiður Guðnason, frá- farandi umhverfisráð- herra, verður sendi- herra. Karl Steinar Guðnason þingmaður verður forstjóri Trygg- ingastofnunar ríkisins. Pólitískar mannaráðningar í feit- ustu embættin og úthlutanir ráð- herra á hinum ýmsu bitlingum hafa verið lenska í gegnum árin. Áður fyrr á árum var það fámenn stétt manna sem gat með góðu móti tek- ið að sér hin veigameiri embætti. Sá þröngi rammi víkkaði eftir því sem menntun jókst og fólki fjölgaði. En þótt kröfur hafi aukist um menntun og sérfræði innan embættiskerfisins eru pólitískar mannaráðningar og úthlutanir bitlinga enn sterk ein- kenni á íslenska stjórnkerfinu. í öðru tilvikinu er verið að koma misjafnlega þreyttum ráðherrum eða þingmönnum fyrir í góðum embættum. 1 hinu tilvikinu eru ráð- herrar og samstarfsmenn þeirra að koma vel völdum flokksmönnum íyrir í góðum embættum. Alþýðuflokkurínn stórtæk- astur hin síðari misseri Af ráðherrum og þingmönnum sem fengið hafa feit embætti hefúr verið minnst á Jón Sigurðsson, Eið Guðnason og Karl Steinar Guðna- son. Guðmundur í. Guðmundsson, fyrrverandi ráðherra, afsalaði sér þingmennsku 1965 og varð sendi- herra. Sigurður Ingimundarson hætti á þingi 1970 og varð forstjóri Tryggingastofnunar. Þar hafa máls- metandi kratar verið mann frá manni um langt skeið. Sigurður var ráðinn af Eggerti G. Þorsteinssyni og Eggert sjálfúr leysti síðan Sigurð af hólmi fyrir tilstuðlan Magnúsar Á. Magnússonar árið 1979. Og nú á Karl Steinar von bráðar að leysa Eggert af. Af fyrrum ráðherrum flokksins hafa að minnsta kosti tveir aðrir en Guðmundur orðið sendiherrar; Kjartan Jóhannsson og Benedikt Gröndal, og Eiður bætist væntan- lega í hópinn. í Landsbankanum situr fyrir hönd flokksins Björgvin Vilmundarson, en í stól hans sat áð- ur Emil Jónsson, fyrrum ráðherra flokksins. Af bitlingum krata er af nógu að taka. Nefna má skipan Guðmundar Einarssonar og Birgis Árnasonar til starfa í Evrópu. Jón Baldvin Hanni- balsson skipaði Stefán Friðfinnsson forstjóra Islenskra aðalverktaka og bróður hans, Björn Friðfmnsson, sem ráðuneytisstjóra. Nýlega var Magnús Jónsson gerður að Veður- stofustjóra. Af öðrum og eldri dæmum má nefna skipan Finns Torfa Stefánssonar sem upplýsinga- fulltrúa dómsmálaráðuneytisins 1979, er Vilmundur Gylfason réð þar ríkjum, skipan Sighvatar Björg- vinssonar sem framkvæmdastjóra (kommissar) Framkvæmdastofn- unar 1979, ráðningu Björgvins Guðmundssonar í viðskiptaráðu- neytið og ráðningu Sigurðar E. ÚR ARGAÞRASINU í EMBÆTTIN FEITU JÓN SIGURÐSSON Eitt fyrsta verk eftirmannsins var aö skipa Jón Seölabankastjóra. Enginn efast þó um hæfni um- sækjandans. ALBERT GUÐMUNDSSON Forystumönnum krata og íhalds þótti þjóöráö aö gera Albert aö sendiherra og losna þannig viö hann. SVERRIR HERMANNSSON Leysti Jónas Haraiz af hólmi í Landsbankanum 1988. Flokksgæöingurinn valinn framyfir fagmanninn. TÓMAS ÁRNASON Settist í framsóknarstól Guömundar Hjartarsonar. Fékk áöur bitlinginn kommissar í Framkvæmdastofn EGGERTG. ÞORSTEINSSON Sem ráöherra skipaöi hann Sigurö Ingimundarson forstjóra Tryggingastofnunar. Eftirmaöur Eggerts skipaöi svo hann sjálfan sem eftirmann Siguröar. BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON Sigur í sæti sjálfstæöismanna í Seölabankanum, leysti af hólmi Geir Hallgrímsson, sem tók viö af Davíö Ólafssyni. BITLINGAR ÞEGNIR ÚR HÖNDUM RÁÐHERRANNA ÖNUNDARSON Matthías Bjarnason geröi hann aö tryggingayfir- lækni gegn vilja tryggingaráös. HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Hann heföi ekki oröiö lektor á sínum tíma nema fyr- ir tilstilli fiokksiega vilhalls ráöherra. R. HELGASON Svavar Gestsson geröi hann aö forstjóra Brunabóta- félagsins, en fimmtán sóttu um. Boröleggjandi fiokksieg ráöning. FINNUR TORFISTEFÁNSSON Sjálfur fjandmaöur kerfisins númer eitt, Vilmundur Gylfason, notaöi tækifæriö í minnihlutastjórn krata til aö búa til embætti upplýsingafulltrúa og ráöa Finn Torfa. EINARSSON Steingrímur Hermannsson geröi hann aö flugmála- stjóra gegn vilja meirihluta flugráös, sem vildi Leif Magnússon. HRAFN GUNNLAUGSSON Engum öörum en pólitískt vilhöllum ráöherra Sjálf- stæöisflokksins heföi komiö til hugar aö ráöa brott- rekinn dagskrárstjóra sem sjónvarpsstjóra. MAGNÚSJÓNSSON Eiöur Guönason valdi hann úr hópi margra umsækj- enda um stööu Veðurstofustjóra. Guðmundssonar sem forstjóra Húsnæðisstofnunar. Sjálfstæðisflokkurínn á likast til metið Það hefur löngum verið á allra vitorði að ffarn á þennan dag hafa Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur skipt með sér öllum helstu stöðunum í dómsmálakerfinu; sýslumönnum, fógetum, dómur- um, tollstjórum og fleiru. Af nokkr- um eldri dæmum um góðgerðir við forystumenn má nefna að 1965 af- salaði Gunnar Thoroddsen sér þingmennsku til að gerast sendi- herra, sama gerði Einar Ingimund- arson árið eftir til að gerast bæjar- fógeti, sama gerði Davíð Ólafsson 1967 til að gerast Seðlabankastjóri og sama gerði Sigurður Bjarnason 1970 til að gerast sendiherra. Sjálfstæðisflokkurinn „á“ nokkur bankastjórasæti. í Seðlabankanum situr Birgir ísleifur Gunnarsson, sem leysti þar af hólmi Geir Hall- grímsson, fyrrum ráðherra, sem aft- ur leysti fyrrnefndan Davíð Ólafs- son af hólmi. Sverrir Hermannsson varpaði frá sér löggjafarstarfmu 1988 til að gerast Landsbankastjóri og fylla þar með sæti Jónasar Har- alz, sem aftur hafði á sínum tíma tekið við af Pétri Benediktssyni. Sverrir er borðleggjandi dæmi um að flokksgæðingur hafi verið tekinn framyfir fagmanninn. Flokkurinn var með eignarhald á einu sæti í Út- vegsbankanum. Undir það síðasta sat þar Lárus Jónsson, fyrrum þing- maður, sem leysti af hólmi Jónas G. Rafnar, sem aftur hafði tekið við af Jóhanni Hafstein, fýrrum ráðherra. Flokkurinn átti einnig sæti í Búnað- arbankanum. Þar sat lengi Magnús Jónsson frá Mel og stóð til að Lárus Jónsson tæki það sæti, en vegna pólitískra ýfinga við framsóknar- menn varð fagmaðurinn Jón Adolf Guðjónsson fyrir valinu. Hann var þó talinn til sjálfstæðismanna. Skipan Alberts Guðmundssonar sem sendiherra er sérstakt tilfelli. Þótt Albert hafi verið í Borgara- flokknum er talið borðleggjandi að ráðningin hafi ekki síst verið hugs- uð til þess að koma í veg fyrir end- urkomu hans í valdataflið innan Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur verið duglegur við bitíingana. Með frægari dæm- um hin síðari ár er skipan Guð- mundar Magnússonar sem for- stjóra Þjóðminjasafnsins, skipan Hannesar Hólmsteins Gissurarson- ar sem lektors við Háskólann, skip- an Hrafns Gunnlaugssonar sem framkvæmdastjóra ríkissjónvarps-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.