Pressan - 24.06.1993, Page 30

Pressan - 24.06.1993, Page 30
S K I LABOÐ 30 PRESSAN Fimmtudagurinn 24. júní 1993 Við þurfum aðal íslenskan Öllum að óvörum var Jón Sigurðsson ráðinn yfirbanka- stjóri í Seðlabankanum sem í tíð forvera hans, Jóhannesar Nor- dal, breyttist úr lítilli skúflfu í Landsbankanum í risavaxna, kjarnorkusprengjuhelda höll með flygil íyrir Birgi ísleif. Jó- hannes Nordal var kvaddur um helgina af kollegum sínum á ’iícrðurlöndum. Norður í landi fengu þeir heilan veitingastað að láni og sporðrenndu meðal annars heilsteiktum nautalund- um með rauðvínssósu og kon- íaksristuðum sveppum en litu síðan á landið bláa úr lofti. Þótt Jóhannes sé kvaddur er hann ekki horfinn því nú er verið að byggja sérstaka hæð fyrir hann í Seðlabankanum svo hann geti stundað rannsóknir. Úttaugað- ir stjómmálamenn hafa nú fyllt allar banlcastjórastöður, sendi- herrastöður og forstjórastóla ríkisfyrirtækjanna en enn bíða margir eftir virðiflegri útgöngu- leið. Það er allt of dýrt að eyða mikilvægum stólum undir þessa menn, ekki af því að kaupið sé of hátt, heldur eru þeir sérfræðingar í að eyða um efni fram. Þjóðin þarf því að koma sér upp íslenskum aðli. Aðalstign mundu þá hljóta allt of dýrir einstaklingar sem þurfa virðingarvott eftir áralanga þjónustu. Þeir væm því á ráð- herralaunum í aðlaðri effi deild sem ekkert ákvörðunarvald hefði en væri búinn virðulegur staður á Þingvöllum. Þar þarf að byggja upp aðstöðu fýrir þessa þjóðarleiðtoga og þótt kostnaðurinn yrði mikill yrði hann aldrei í líkingu við þann kostnað sem hlýst af því að fela þeim ákvörðunarvald og leyfi til ótakmarkaðrar eyðslu á al- mannafé. ‘Tvífarar Það er músíkin sem gerir þá svona líka, Björn Jörund Frið- björnsson, bassaleikara í Nýdanskri, og hinn bandaríska tvífara hans, sem spilar á bassa í kvikmyndinni The Thing Called Love. Báðir spilar þeir sama takt; sá bandaríski í hallœriskántrímúsík og Björn í hallcerisiðnaðarpoppi. Þess vegna er sami svipurinn á þeim, þótt Björn reyni með litlum árangri að klæða svipinn af sér með sólgleraugum og húfu. Pathfinder-bóksalan lætur ekki mikið yfir sér, en hún er staðsett á horni Klapparstígs og Hverfisgötu á annarri hæð. Ef þeir sem bíða í röð- inni við Bíóbarinn láta svo lít- ið að horfa til himins blasir við þeim andlit Malcolm X í glugganum. Bóksalan er heimilislegri en maður á að venjast og gestum og gangandi boðið kaffi ef samræðurnar dragast á lang- inn. Afgreiðslutíminn er ekki alveg hefðbundinn. Það er opið eftir vinnu á föstudög- um og í hádeginu á laugar- dögum. I hillunum em bæk- ur og rit margra helstu kommúnista- og sósíalista- leiðtoga heimsins og ber mest á ritum Kúbumannanna Fid- els Castro og Che Guevara (sem reyndar var fæddur í Argentínu), Marx og Engels, Leníns og Trotskís og blökkumannaleiðtoganna Malcolms X og Nelsons Mandela. Nú skyldi margur ætla að hugmyndafræði Marx og fé- laga væri dauð úr öllum æð- um eftir hrun kommúnism- ans í Austur-Evrópu, en svo er greinilega ekki, ef marka má starfsemina á Klappar- stígnum. PRESSUNNI lék forvitni á að vita örlítið meira um starf- semi bóksölunnar og hug- sjónabaráttuna og náði tali af Sigurlaugu Gunnlaugsdótt- ur, sem rekur Pathfinder- bóksöluna. Pathfinder er bandarískt útgáfufýrirtæki sem hefur starfsemi í ýmsum löndum og við spurðum Sig- urlaugu fýrst út í stefnu Pathfinder: „Stefnan er að gefa fólki sjálfu orðið. Þeir sem hafa leitt félagsleg umskipti fá sjálfir orðið og geta kennt öðrum, þannig að það ér eftki einhver annar sem túlkar það sem þeir hafa verið að segja. Þannig fær ungt fólk í dag, og vinnandi stéttir, aðgang að boðskap þessara manna. Þetta eru bæði þekkt nöfn og minna þekkt. Mikið af því sem Pathfinder gefur út fjallar um bandaríska verkalýðssögu og kemur það til af því að for- lagið er stofnað í Bandaríkj- unum. Pathfinder tók ekki al- veg á sprett fýrr en Malcolm- X var myrtur, en þá tók það sig til og gaf út verk hans. Það sem er kannski ólíkt með þessu forlagi og öðrum er að það kostar mikla vinnu að selja þessar bækur. Þær selja sig ekki sjálfar. Það eru aðal- lega tvær leiðir til að selja. I fýrsta lagi að selja bókasöfn- um eða þá að maður fer með bókaborð og stillir bókunum upp, ýmist í menntaskólum eða háskólum.“ Bóksalan deilir húsnæð- inu með Málfúndafélagi al- þjóðasinna, eru það pólitísk samtök? „Já, það eru pólitísk sam- tök. Það er sósíalískur um- ræðuhópur sem hefur tekið vikublaðið The Militant upp á sína arma.“ En er ekki kommúnisminn dauður á Íslandi? „Ég held að það hafi aldrei verið neinn kommúnismi á Islandi. Þú spyrð á þeim al- menna grunni sem fólk er að tala um. í Sovétríkjunum voru alltaf til bækur til dæmis eftir Marx, Engels og Lenín. Þessar bækur voru alltaf til á bókasöfnum og víðar og sumir lásu þær. En þetta voru steindauð verk sem skiptu gjörsamlega engu máli, því forsendurnar til að nota þau voru aldrei til staðar. I þess- um löndum var ekki komm- únismi, heldur einungis stalínískt einræði, einhvers konar miðaldasamfélag sem fór affur á bak. Það tryggir í raun og veru ekki neitt að fólk hafi þessar bækur. Fólk verður alltaf að upplifa ein- hverja hluti og taka þátt í fé- lagslegri baráttu tU að fá áhuga. I einu landi er slíkt aldrei hægt. Ég held því að kommúnisminn hljóti að verða alþjóðlegt fýrirbæri. I raun og veru á því enn eftir að prófa hvort kommúnism- inn er dauður eða lifandi.“ SlGURLAUG GUNNLAUGSDÓTTIR rekur Pathfinder-bóksöluna á horni Klappar- stígs og Hverfísgötu. Þar fástýmis rít sem erfrtt getur reynst aofínna annars staðar. Stjórnin og Todmobile tróna á toppnum Ef marka má lauslega sam- ins virðast allir spádómar um antekt PRESSUNNAR á að- velgengni Pláhnetu Stefáns sókn að sveitaböllum sumars- Hilmarssonar hafa brugðist. Eyþór og Andrea Njóta mikilla vinsælda þrátt fvrír að hafa aðeins sent frá sér e'rtt og eitt lag. Breiðskífa kemur út með haustinu. Með betri meðalaðsókn en Pláhnetan til þessa eru hvorki meira né minna en Todmo- bile, Stjómin, Nýdönsk, Sólin og GCD. Á aðsóknartoppnum nú tróna Todmobile og Stjómin. Þessar sveitir hafa náð til sín að meðaltali fjögur hundruð manns á dansleik í sumar. Slík velgengni Todmobile er afar forvitnileg í ljósi þess að hún ætlar ekki að gefa út plötu fýrr en rökkva tekur. Stjórnin sendi hins vegar nýlega nýlega ffá sér skífuna Rigg. Á dans- leiki SSSól og Nýdanskra hafa mætt að meðaltali ríflega þrjú hundruð manns, en þess ber að geta að Nýdanskir hafa spilað mun minna en SSSól í sumar, enda leggja meðlimir sveitarinnar yfirleitt lítið upp úr sveitaböllunum en spila þeim mun meira á skólaböll- um. GCD hefúr fengið til sín að meðaltali tæplega þrjú hundruð gesti, en Pláhnetan er rétt tveimur tugum fýrir of- an tvö hundruð manns. Sem kunnugt er gáfú GCD og Plá- hnetan báðar út geisladisk í vor. Nokkm fýrir neðan Plá- hnetuna er svo Pelican. Það má taka fram að hljómsveitirnar hafa spilað í mismunandi stórum húsum — sumar eiga enn eftir að spila í stóru húsunum — og því gætu þessar tölur hafa riðlast nokkuð að mánuði liðnum. Fyrir skömmu náði Pláhnetan þó að fýlla skemmtihúsið Inghól sem staðsett er á Selfossi. Þeir eiga því enn von. Hann heitir Ceres þessi og er upprunninn úr Danaveldi, þar sem ríkir öðruvísi loftslag en hjá okkur. Enda þurfa frændur vorir að svala sér blessaðir þegar eyði- merkurhitinn skellur á þeim. En það er önnur saga. Þeir baunamir kunna svo sannar- lega að brugga bjór, því þetta er eðalffamleiðsla ffá Árósum, ljós og bragð- mikil, enda finnur mað- ur örlítið byggbragð í gegn. Varast skyldi þó að byrja of snemma dags að sötra þennan, því hann er rótsterk- ur, heil 7,7%. Tilval- inn til drykkjar með góðu fólki sem fer vel með vín, því of margar flöskur af honum þessum gætu vakið upp óminnishegrann. Ceres er sérinn- fluttur og fæst því ekki í ríkinu, en áhugasamir drykkjumenn gætu nálgast hann á veit- ingastaðnum Pasta-Basta, >em hann gegn vægu gjaldi. Danskur og sterkur

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.