Pressan - 30.09.1993, Blaðsíða 2

Pressan - 30.09.1993, Blaðsíða 2
FYRST OG FREMST 2 PRESSAN Fimmtudagurinn 30. september 1993 JÓNflS FR. JÓNSSON. Tapaði í SUS og hreinsanir fylgja í kjölfarið. Formanns- sonurinn fær rússneska kosningu í Heimdalli. ÓLflFUR B. SCHRflM. Þarf að finna arftaka Gunnars K. Gunnarssonar sem framkvæmdastjóra HSÍ. Rússnesk kosn- ing í Valhðll________ I kvöld, fimmtudagskvöld, verður aðalfundur Heimdallar haldinn í Valhöll. Eftir óvenjuhatrammar deilur í sumar er búið að bera klæði á vopnin og í kvöld verður boð- ið upp á rússneska kosningu. Kjartan Magnússon hættir sem formaður Heimdallar og formannssonurinn Þorsteinn Davíðsson tekur við, án mót- ffamboðs. Þótt hann hafi stutt Jónas Fr. Jónsson í formanns- kosningunum í SUS gátu stuðningsmenn sigurvegar- ans, Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar, vel sætt sig við Þor- stein. Einnig verður sjálfkjörið í stjórn Heimdallar. Áfram munu sitja Hákon Sveinsson og Sigurjón Pálsson, sem studdu Guðlaug, og Þórður Þórarinsson, Kristinn Tryggvi Þorleifsson og Ás- laug Magnúsdóttir, sem studdu Jónas Fr. Nýir í stjóm verða Andrés Andrésson, Kristján Jónsson, Gunnlaug- ur Jónsson, Harpa Halldórs- dóttir, Vala Ingimarsdóttir og Ragnar Hannes Guð- mundsson. Nýliðarnir munu lítið sem ekkert hafa tengst formannsslagnum í SUS í sumar. Nýr fram- kvapmdasti óri HSI__________________ Á síðasta fundi stjórnar HSl barst óvænt uppsagnarbréf frá Gunnari K. Gunnarssyni, framkvæmdastjóra HSl. Gunnar lagði inn uppsögn sína frá og með 1. október næstkomandi, þannig að nýr maður verður væntanlega ráðinn fýrir 1. janúar. Ástæð- an fyrir uppsögn Gunnars mun vera sú að hann hefur fengið starfstilboð sem hann treystir sér ekki til að hafna launalega séð. I uppsagnar- bréfinu tekur hann fram að hann bjóðist til að hætta fýrr eða seinna ef það henti HSÍ. Nú þarf því Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, að auglýsa þetta erfiða starf, en fjárbagsstaða HSl er með þeim hætti að enginn er öf- undsverður af starfinu. Fjárdráttur í feróaiðnaði__________ Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fjórum aðil- um vegna rekstrar Ferðamið- stöðvarinnar Veraldar á árun- um 1988 til 1989. Það em þau Andri Már Ingólfsson, Sig- urður Öm Sigurðarson, Sig- urður H. Garðarsson og ís- laug R. Aðalsteinsdóttir sem eru ákærð. Ákæran lýtur að fjárdrætti á rúmlega 1,2 millj- ónum króna sem félagið átti að standa skil á vegna lífeyris- sjóðs og félagsgjalda. Það voru Sigurðamir, sem löngum hafa verið kenndir við Hagskipti, sem áttu fyrirtækið fyrst og hét það þá Ferðamiðstöðin. Andri Már var framkvæmda- stjóri fýrirtækisins ffá 1. janú- ar 1989 og var því þá nafn- breytt í Ferðamiðstöðina Ver- öld. Lífeyrissjóðurinn og stétt- arfélagið sendu inn kæm í maí 1990 þannig að rannsókn málsins hefur ekki fengið neina flýtismeðferð! Þetta mál er óskylt gjaldþrotamáli Ferðamiðstöðvarinnar Ver- aldar, en þaðan er að vænta niðurstöðu fljótlega. Miklar rannsóknir fóm í gang vegna þess máls en þar voru aðrir menn að verki. Margklofinn minnihluti Á fundi sem Kvennalistinn gekkst fyrir á mánudag um sameiginlegt ffamboð í borg- arstjórnarkosningum voru fundarmenn yfirleitt sammála um að vera ósammála og geta að óbreyttu ekki boðið fram sameiginlega. Sigrún Magnús- dóttir veifaði ályktun fram- sóknarmanna þess efnis að ekki verði farið út í sameigin- legt ffamboð og ekkert verður af frekari viðræðum fyrr en eftir áramót. Ein hugmynd á þó eitthvert fylgi, sem sagt að allir bjóði ffam hver í sínu lagi en sameinist um að gera Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur að borgarstjóra falli meirihluti sjálfstæðismanna. Ekki er reiknað með að Ingibjörg bjóði sig sjálf fram, en bug- myndin er að hún viki af þingi til að taka starfið að sér. Með því yrði friðvænlegra í þing- flokki Kvennalistans, þar sem enn ríkir spenna og einhver öfund í hennar garð. Ólga í Framsókn Við sögðum frá því fyrir nokkru að þingmenn Fram- sóknarflokksins væru farnir að hugsa sér til hreyfings gegn Páli Péturssyni þingflokksfor- manni. Það eina sem talið er Meistarapjálfarinn beit frá sér efTir að hafa iapað í sjómanni Fregnir af sérstæ&ri kæru Einars Kárasonar rithöf- undar á hendur Guðjóni Þóráarsyni, þjálfara Skagamanna og fyrrum lög- regluþjóni á Akureyri, veana líkamsárásar hafa valdð mikla athyqli. Mun ástæðan fyrir ósætti þeirra me&al ann- ars hafa verið sú a& Einar vann Guðjón í sjómanni á há- tíö knattspyrnumanna. Aö sögn tí&indamanna vildi Gu&- jón fá að reyna sig aftur viö Einar, en þá mun Einar hafa látið háðuleg orö falla um að Guðjón ætti að finna ein- hvern við sitt hæfi til að glíma við. Þá var Guðjón mjög óhress með að Einar skyldi lít- ið koma inn á afrek Skaga- manna í sumar í ræðu sinni, en Einar flutti hátíðarræð- una. Var eaar ekki , því ]Dar • til af fram eru ramferði )að upphafið að viðureign þeirra. Fyrir menn kunnuga á Skaganum vekur málið hins vegar ekki svo mikla furðu margar sögur meistaraþjálfarans, sem þyk- ir harðdrægur í glasi. Fyrr í sumar reyndi PRESSAN ít- rekað að fá botn í sögu um að Guðjón hefði bitið sveit- unga sinn í bakið, en þá þaqði Skaginn þunnu hljóði, enaa óttast menn áhrif þess- ara mála á gengi Skagaliðs- ins. Þar gengur boltinn fyrir öllu. geta ógnað Páli er ef Halldór Ásgríms- son gefur kost á sér til þingflokksfor- mennsku, en það hefur hann hingað til aftekið. Talið er líklegt að við það myndu raskast hlutföll stuðnings- manna þeirra og til dæmis myndi Finnur Ingólfsson snúast á sveif með Halldóri, en hann mun hafa stutt for- mennsku Páls í fýrrahaust. Þetta yrði áfall íýrir Pál, enda hefur Finnur hing- að til gegnt hlutverki sáttasemjara í þessum átökum innan þingflokksins. Áfengt öl fyrir Versl- ingq____________________________ Það var ekki dónalegt tilboðið sem nemendum Verslunarskólans var gert í nýjasta hefti skólablaðsins, sem ber nafnið Kvasir. Þar auglýsti veitinga- staðurinn Hrói höttur níu tommu pizzu og ölkönnu á aðeins 950 krónur. Tilboðið rann út 26. september. Vel boðið sosum en einn hængur var þó á; flestir nemendur Verslunarskólans er undir tvítugu og máttu þarafleiðandi ekki nýta sér tilboðið. Þeir voru þó væntanlega einhverjir sem gátu keypt sér ölið, sumir eru jú fimm ár að ná prófinu og svo eru aðrir og eldri sem stunda kvöldskólann. Ekki er vitað hve margir nýttu sér tilboðið, en eflaust voru það þó nokkrir undir aldri. Væntanlega hefur hinum siðavanda skólameistara, Þorvarði Elíassyni, ekki verið hlátur í hug þegar hann las auglýsinguna, ef hann hefur þá séð hana. Golli gleymdi Dollq Þeir sem hlustuðu á átakalitla lýsingu Adolfs Inga Erlingssonar á rás tvö af leik Akraness og Feyenoord hafa lík- lega ekki vitað að átökin voru meiri við að koma Adolf á leikinn. Og ekki bara að Ingólfur Hannesson, yfirmaður íþróttadeildar RÚV, gleymdi að panta flugfar fýrir hann, heldur gleymdist einnig að hugsa fýrir því hvar kappinn ætti að gista. Adolf komst með morg- unfluginu til Hollands en þegar PRESSAN fór í prentun var ekki vitað hvar næturstaður Adolfs yrði. Kannski fær hann að fljóta með stuðnings- mönnum Skagamanna með kvöld- fluginu. Ja, þeir Golli og Dolli. Nýr Hqukur?__________________ Mennirnir á bak við haukinn Hauk Hauksson, þeir Hjáimar Hjálmarsson og Þorsteinn Joð, verða ekki bara við míkrófóninn í vetur heldur ætla þeir að gera sig sjáanlega, með einhverjum hætti, í dægurmálasjónvarpinu Dags- ljósi. Þeir félagar standa að einhverri týpu, en hvort það verður ekkiffétta- maðurinn eða einhver gáfulegri ka- rakter er óljóst ANDRI MflR INGÓLFSSON. Ferðamiðstöðin Veröld ákærð fyrir rúmlega 1,2 milljóna króna fjárdrátt. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR. Þrátt fyrír sundrungu er vonast eftir að hún verði borgarstjóraefni. PÁLL PÉTURSSON. Þingmenn Framsóknar vilja að Halldór taki við þingflokksformennsku. PORVARÐUR ELIflSSON. Nemendur hans fá freistandi bjórtilboð. INGÓLFUR HANNESSON gleymdi að panta far og gistingu. HJÁLMAR HJALMARSSON. Mennirnir á bak við Haukinn hanna nýja týpu. UMMÆLI VIKUNNAR „Pólitík Morgunblaðsins felst í því sem það lcetur ósagt, uppsetningu frétta og hvenœr hœtt er aðfjalla um mál oghvaðfalið er inni á innsíðum. Það er hœgt að reka áróður með þögninni og tala svo í landsföðurstíl. “ Jón Kristjánsson Tímaritstjóri. Mínir menn eru vonlausir! „Nýi Serbinn þarf að vera ansi lélegur svo hann gæti ekki hjálpað okkur eitthvað.“ Gunnar Gunnarsson Víkingsþjálfari. Tvífararnir Jóka og Jim Beam „Þrátt fyrir ýmsar uppákomur á milli Jó- hönnu og Jóns Baldvins eru þau þrátt fýrir allt mjög líkir stjórnmálamenn, sem geta vel unnið saman.“ Halldór Halldórsson Hafskipsbööull. )vAllt umtal er mjög pósitíft.“ Kristján Jóhannsson óperusöngvari. Sighvatur og Þorsteinn! „Mér finnst ástæðulaust fyrir okkur að hefja kalda stríðið aftur en mér finnst sjávarútvegsráðherra óþarf- lega hvumpinn." Sighvatur Björgvinsson, saknað í heilbrigöisráöuneyti.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.