Pressan - 30.09.1993, Blaðsíða 20

Pressan - 30.09.1993, Blaðsíða 20
MENNINGARMYNDIR 20 PRESSAN / / / ✓ / USTAHATH) IREYKJAVIK - KVIKMYNDAHATIÐ1993 Fimmtudagurinn 30. september 1993 KVIKMYNDIR BRETLAND High Hopes, Life is Sweet og Naked eftir leikstjórann Mike Leigh. Leigh er mjög þekktur í heimalandi sínu og víðar fyrir mikla hæfileika í kvikmynda- gerð og einstakt næmi í per- sónusköpun. Kvikmyndin Naked sló í gegn á kvik- myndahátíðinni í Cannes fyrr á þessu ári en hinar myndirn- ar eru eldri. Mike Leigh verð- ur viðstaddur kvikmyndahá- tíðina. London Kills Me eftir Hanif Kureishi. Úthverfalíf í Lund- únaborg séð með augum götustráksins Clints. Raining Stone eftir Ken Lo- ach. Fyndin en jafnframt mannleg mynd um fjölskyldu sem reynir að fegra líf sitt og komast af við þröngan kost. Loach er talinn með virtari leikstjórum í Bretlandi í dag. BANDARÍKIN Frameup, The Bed You Sleep In og AIl the Vermeers in New York eftir Jon Jost. Leik- stjórinn reynir að komast að kjarnanum í sálarlífi Amerík- ana en hann fer eigin leiðir við að koma hugmyndum sínum á framfæri. Jon Jost er hálf- gerður furðufugl sem er þekktur fyrir að gera ódýrar myndir. Hann verður við- staddur kvikmyndahátíðina. Simple Men, Trust og The Unbelievable Truth eftir Hal Hartley. Hartley er þekktur fyrir að sjá afar óvenjulegan vinkil á tilverunni og myndir hans þykja skemmtilega „off- beat“. Hartley hefur fengið fjölda viðurkenninga og átti að vera viðstaddur kvik- myndahátíðina, en kemst því miður ekki. Poison eftir Todd Haynes. Þrjár sögur, sjálfstæðar en innbyrðis tengdar, undir sterkum áhrifum verka eftir Jean Genet. Erótískt kvik- myndaverk sem jafnframt byggist á fáránleikanum. BELGÍA Man Bites Dog eftir Rémy Belvaux, André Bonzel og Benoit Poelvoorde. Ofbeldisfull svört kómedía sem hlaut mikla athygli á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes árið 1991. Menn eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti hennar. DANMÖRK Russian Pizza Blues eftir Ste- en Rasmussen og Michael Wikke. Örlögin haga því þannig til að sex einstaldingar eyða saman nokkrum klukku- stundum í Kaupmannahöfn. Grínmynd í anda The Mystery Train. Leikstjórarnir eru þekktir í heimalandi sínu fyrir sérstæðan húmor. Þeir verða báðir viðstaddir kvikmynda- hátíðina. FINNLAND Zombie & the Ghost Train eftir Mika Kaurismaki. Hinn þunglyndi Zombie er einum of mikið fyrir flöskuna og dekkri hliðar tilverunnar. Margir telja að leikstjóranum hafi oft tekist betur upp. GRIKKLAND Suspended Stride of the Stork eftir Theo Angelopoulos. Ungur fréttamaður kynnist fyrir tilviljun lífinu á mjög sér- stökum stað, einskonar bið- stofu fyrir flóttamenn. Mynd um vonleysi tíunda áratugar- ins. Leikstjórinn er mjög virt- ur í kvikmyndaheiminum og ekld síst í heimalandi sínu. HONG KONG Autumn Moon eftir Clöru Law. Nýir menningarstraum- ar ryðja sér til rúms í Kína. Horft um öxl með blöndu af gríni og eftirsjá. INDLAND Perumthachan eftir Ajayan. Mynd byggð á goðsögninni um Kerala, sem var ótrúlegur handverksmaður en féll í skuggann af syni sínum á effi árum. Hann deyðir son sinn í afbrýðisemikasti. Mynd um indverska tilveru, fátækt og stéttamun. ÍRAN Nasreddin Shah Actore Ci- nema (Once Upon a Time Cinema eftir Mohsen Makh- malbaf. íranski einvaldsherr- ann, sem á 84 konur og 200 konur, er mótfallinn kvik- myndum. Þegar hann sér sína fyrstu mynd verður hann óstjórnlega ástfanginn af aðal- leikkonunni. Hann gerist leik- ari til að geta nálgast sína heittelskuðu. Myndin sýnir brot úr mörgum eldri írönsk- um myndum. ÍTALÍA Ultra og La Scorta eftir Ricky Tognazzi. Karlmenn, maffan, svik og afbrýðisemi eru aðal þessara mynda. Fótboltastrákar eru í burðar- hlutverki í kvikmyndinni Ultra. KANADA Careful eftir Guy Maddin. Sifjaspell og þráhyggja ein- kenna líf íbúa í litlu nítjándu aldar fjallaþorpi. Vestur-ís- lendingurinn Maddin, sem gerði myndina Gimli Hospi- tal, verður viðstaddur kvik- myndahátíðina, en hann fer ótroðnar slóðir í kvikmynda- gerðinni. Léolo eftir Jean-Claude Lauz- on. Þetta er önnur mynd leik- stjórans og hún gat sér gott URGA eftir Nikita Mikhalkov. Fjölskylda lifir fábrotnu lífi á steppum Mongólíu. Frændi einn kemur í heimsókn og færir þeim gjafir. Myndin er frá árinu 1991 og þykir af- burðagóð. MEXÍKÓ Solo don tu Pareja (Love in the Time of Hysteria) eftir Alfonso Cuarón. Ofvirkur kynlífsfíkill leitar ásta kvenna samtímis því sem hann berst við að koma frá sér mildlvægu verkefni. Skopmynd sem gerir létt grín að mexíkósku samfé- lagi. NOREGUR Flagermusvinger (Batwings) eftir Etnil Stang Lund. Safn sagna um ástina, dauðann og eðlishvötina byggt á verkum norska rithöfundarins Hans Kinck. Leikstjórinn er lítt þekktur utan heimalands síns. PÓLLAND White Marriage eftir Magdal- enu Lazarkiewicz. Ferðalag unglinga á milli timaskeiða. Kvikmyndin er tilraun leik- stjórans til að frelsa pólska kvikmyndagerð úr viðjum sósíalismans og „uppvakn- ingu vitundarinnar“, eins og leikstjórinn kemst sjálfur að orði. All that really matters eftir Robert Glinski. Átakasaga um innrás Sovétmanna í Pólland árið 1939. RÚSSLAND Love (Llubov) eftir Valeri To- dorovski. Óður til unglingsár- anna. „Ástæða þess að ég réðst í gerð myndarinnar var ótti minn við að gleyma unglings- árunum og ósk mín um að fá að upplifa ungar ástríður ögn lengur,“ segir leikstjórinn. orð meðal gagnrýnenda á kvikmyndahátíðinni í Cannes þrátt fyrir að hafa engin verð- laun hlotið. Að sögn snertir myndin álíka viðkvæmar taugar og mynd Fellinis Am- arcord og mynd Truffauts The 400 Blows gerðu. SA-ASÍ A/ J APAN Southern Winds samstarf leikstjóra frá Indónesíu, Fil- ippseyjum, Tælandi og Japan. Kvikmynd í fjórum hlutum sem sýnir það besta sem lcvik- myndagerð í þessum heims- hluta hefur upp á að bjóða. SPANN Sevillanas eftir Carlos Saura. Tónlistarmynd sem segir afar sérstaka sögu. Myndrænar lausnir frábærar og tónlistin er einstök. Enn er óstaðfest hvort Saura verður viðstaddur kvikmyndahátíðina. ÞÝSKALAND Die Zweite Heimat eftir Edg- ar Reitz; Die Zeit der ersten Lieder, Zwei fremde Augen, Eifersucht und Stolz, Angsg- ars Tod, Das Spiel mit der Freiheit, Kennedys Kinder, Weihnachtswölfe, Die Hoch- zeit, Die ewige Tochter, Das Ende der Zukunft, Zeit des Schweigens, Die Zeit der vie- len Worte og Kunst oder Lie- be. Litlar sögur sem sýna þró- un yfir tíma. Sjö ár tók að gera myndina, en hún er framhald af kvikmyndinni Heimat, sem tekur margar klukkustundir að sýna og tók fimm ár að fullklára. Er af mörgum talin langloka. 1-11. október. STUTTMYNDIR SVISS/ÞÝSKA- LAND BiIIi eftir Priska Forter. BRETLAND Creature Comforts eftir Nick Park Loves me... loves me not eftir JejfNewitt. Revolver eftir Chester Dent UNGVERJALAND Mind the Steps eftir István Orosz Hungary. BRASILÍA Llha das flores og Esta nao e a sua vida eftir Jorge Furtado. BANDARÍKIN Nietzche Pops eítir Ben Hill- man. NOREGUR Avsporing eftir Unni Straume. ÞÝSKALAND Schwarzfahrer eftir Pepe Danquart. SVÍÞJÓÐ Stenhjárta eftir Christian Lindblad. ÍSLAND Debutante eftir Sigurð H. Sigurðsson. Hvað ætla þau að siá á kvikmyndahátíö... og hvaá ekki? Einar Logi Vignisson Hreyfimyndafélaginu: Mér finnst þær myndir sem koma frá Bandaríkjunum merkilegastar, en það þyrfti að vera eitthvert „konsept" á hátíðinni þvi úrvalið er of til- viljunarkennt og fer eftir ákvörðunum nefhdarmanna og því hvaða myndir fást til landsins. Þetta er sldljanlegt í ljósi þess að hátíðin er aðeins haldin á tveggja ára fresti en nauðsynlegt væri að hún færi fram árlega. Myndir sem vekja óhuga minn eru: • Allar myndir Jons Jost, en hann framleiðir myndir sínar fyrir svipaðan pening eða minni og við gerum hér heima. Það er mjög spenn- andi að fá hann hingað til lands. • Sevillanas því þetta er ný mynd eftir hann og er talin mjög góð. Það hefði verið gaman að fá fleiri myndir eft- ir hann. • Léoló stendur upp úr. • URGA er mjög góð. • Ultra hefúr mig lengi lang- að til að sjá. Ég sakna þess að sjá ekki franskar myndir á listanum, en þeir hafa tregðast við að senda myndir sínar á hátíðir sem þessa í seinni tíð. Þær myndir sem ég myndi síður fara ó: • Russian Pizza Blues sem er fremur slöpp. • Man Bites Dog sem er voðaleg. • Zombie 8c the Ghost Tra- in sem er aumasta afkvæmi Kaurismálds. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður: Þær myndir sem vekja einna helst áhuga minn eru: • Léoló mæli ég eindregið með og lfklega er hún besta kvikmyndin á hátíðinni. • Urga er mjög góð mynd og ein af fáum sem skilja mann eftir með þá tilfinn- ingu að maður hafi upplifað eitthvað. • Autumn Moon. • Myndir Hals Hartley, en hann er einna merkastur af þeim leikstjórum sem starfa að hinum „óháða“ geira kvilanyndagerðarinnar. • Myndir Jons Jost vegna þess að hann er mjög merki- legur kvikmyndagerðarmað- ur og ef einhveijar reglur eru til í kvikmyndagerð reynir hann að brjóta þær. • Allar myndir Mikes Leigh þar sem hann er einna merk- astur breskra kvikmynda- gerðarmanna í dag. Lengi hefur verið reynt að fá kvik- myndir hans hingað heim og er mjög ánægjulegt að það skuli loks hafa tekist. Þær sem ég myndi si&ur fara a eru: • Zombie 8c the Ghost Train sem er ekki merkilegasta verk leikstjórans, þótt hún sé í í lagi- • Nasereddin Shah Actore Cinema, en menn þurfa að hafa áhuga og þekkingu á ír- anskri kvikmyndagerð þar sem hún vísar töluvert til gamalla mynda sem þar hafa verið framleiddar. • Flagermusvinger sem ég hef ekld trú á. Kristín Jóhannesdóttir kvik- myndagerðarmaður: ÁIHIegar myndir • URGA sem er skínandi falleg og hefúr mjög sterka myndrit- un. Ljómandi skemmtileg saga. • Léoló sem er mjög spenn- andi mynd og gríðarlega magn- að verk. Leikstjórinn tekur mikla áhættu í frásagnarmáta, en það heppnast frábærlega • Raining Stones er mynd sem maður lætur ekld framhjá sérfara. • Careful er effir Guy Maddin, en hann heyrði ég tala um myndina eitt sinn og hún vakti forvitni mina • Suspended Stride of the Stork sem er eftir einn af kvik- myndafrömuðum Evrópu. Það er spennandi að fylgjast grannt með honum. • Sevillanas því það er alltaf gaman að sjá myndir eftir Saura. • Die Zweite Heimat sem sýnd er hér í heild sinni, en það er mjög merkur viðburður. ,£g sakna þess að sjá ekki nýja mynd leikstjórans Kieslowskis, Blár, rauður og hvítur. Ef á heildina er litið finnst mér einn- ig að menn hafi reynt að fara vítt og breitt á kostnað sterkari dagskrár. Þetta er þó eini vett- vangur þess að íslendingar fái að sjá myndir sem annars væri útilokað að nálgast."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.