Pressan - 30.09.1993, Blaðsíða 10

Pressan - 30.09.1993, Blaðsíða 10
F R ETT I R 70 PRESSAN Fimmtudagurinn 30. september 1993 Barnaverndaryfirvöld og rannsóknarlögreglan rannsaka kynferðislega misnotkun ó börnum Rannsdkn á misnotkun barna hjá tveimur danmmðrum Með skömmu millibili í sumar komu upp tvö tilfelli þar sem kynferðisleg misnotk- un barna tengdist starfsemi dagmæðra. Bæði málin hafa verið send Rannsóknarlög- reglu ríkisins, en annað sætir kærumálsmeðferð. Barna- verndarnefnd hefur haft af- skipti af báðum málunum. Báðar dagmæðurnar starfa í Reykjavík, en að öðru leyti eru tilfellin harla ólík. Það mál sem komið er lengra í rann- sókn tengist meintri misnotk- un á sex ára stúlkubarni sem vistað var hjá dagmömmu. Grunur beindist strax að sautján ára vangefnum syni dagmömmunnar þegar málið kom upp. Óstaðfestar ffegnir herma að hann hafi játað, en eftir því sem komist verður næst mun hann ekki hafa náð að skaða barnið líkamlega þar sem fyrst og ffemst var um til- raun til samræðis að ræða. Þetta mál sætir kærumeðferð hjá RLR. Hitt tilfellið er enn til með- ferðar hjá barnaverndaryfir- völdum, enda ekki ljóst hvað gerðist. Þar sýndu tvö börn á aldrinum fjögurra til fimm ára, hvort af sínu kyninu, af- brigðilega hegðun sem talið var að mætti rekja til kynferð- islegrar misnotkunar. Mun dagmamman sjálf hafa orðið til að vekja athygli móður stúlkubarnsins á að ekki væri allt með felldu. Þegar síðan annað barn sýndi svipaða hegðun beindist kastljósið að heimili dagmóðurinnar, enda var vist þar það eina sem börnin áttu sameiginlegt. Aðr- ir þættir úr umhverfmu eru þó einnig til skoðunar, þar með talin heimili barnanna. Málið hefur verið sent til RLR en engin kæra verið lögð fram. Dagmóðirin hefúr verið kölluð til skýrslutöku hjá RLR, „án þess að nokkur grunur beinist að henni“, sagði heimildamaður. Fyrstu mál sinnar tegundar Mál þessi hafa komið miklu róti á þá sem láta sig dagvist- armál barna einhverju varða. Bæði er að þetta er í fyrsta skipti sem slíkar grunsemdir vakna um gæsluvist dag- mæðra og hitt að mörgum þykir sýnt að kerfið sé ekki til- búið að meðhöndla mál af þessu tagi. Hefur verið bent á að starfs- leyfi beggja dagmæðranna hefur ekki verið affurkallað á meðan rannsókn stendur, þó að í fýrra tilfellinu sé rétt að taka ffam að þar eru böm ekki lengur í gæslu. Dagvist barna hefur haft frumkvæði að því að biðja konuna að hafa ekki börn á meðan á rannsókn stendur. Dagvistin hefúr hins vegar ekki treyst sér til að aft- urkalla starfsleyfið. Samkvæmt reglugerð um starfsemi dagmæðra er það Dagvist barna í Reykjavik sem veitir og afnemur starfsleyfi. Einnig fer Dagvistin með eft- irlitshlutverk, sem felst í því að þrjár umsjónarfóstrur starfa undir stjórn Dagvistarinnar. Hlutverk þeirra er að fylgjast með því að dagmæður upp- fylli skilyrðin sem í umsókn- urn þeirra felast. Á meðal dagmæðra sjálfra, sem eðlilega eru mjög áhyggjufúllar yfir þessu máli, heyrast miklar gagnrýnisradd- ir á stjórn Dagvistar. Telja þær að allt of rúmar heimildir séu fyrir veitingu starfsleyfa. Þá sé eftirlitshlutverkið brotakennt og benda þær á að aðeins ein umsjónarfóstra sé á hverjar hundrað dagmæður á meðan hlutfallið á hinum Norður- löndunum sé ein umsjónar- fóstra á hverjar 25 dagmæður. Gagnrýnt aö veita starfsleyfi í félags- legum íbúðum Einnig gagnrýna dagmæður harðlega að starfsleyfi séu veitt dagmæðrum sem búa í félags- legu húsnæði, en önnur dag- móðirin sem hér um ræðir býr í slíku húsnæði í Breiðholti. Það skal þó skýrt tekið ffam að ekkert bendir til þess að dag- móðirin sjálf eigi á neinn hátt hlut að máli. Það kom fram hjá Bergi Fel- ixsyni, framkvæmdastjóra Dagvistar barna, að ef starfs- leyfi væri veitt aðila í félagslegu húsnæði þá væri leitað til leigusala, í þessu tilelli Félags- málastofnunar Reykjavíkur- borgar, og heimilda leitað þar. Það væri skýlaus regla, en að öðru leyti væru ekki gerðar til þeirra sérstakar kröfur. Við efnisöflun sína heyrði blaðamaður það viðhorf oftar en einu sinni að félagslegar íbúðir af ákveðinni tegund gætu seint talist heppilegur vinnustaður fyrir dagmæður, þó ekki væri nema vegna þess hve útivistaraðstaða, sem kveðið er á um í reglugerðum, er yfirleitt lítil. Nýjar reglur kveöa á um að sakavottorð allra heimilismanna liggi fyrir Segja má að smám saman hafi verið reynt að setja upp í göt varðandi eftirlit og síðasta vetur var gefin út reglugerð á vegum félagsmálaráðuneytis- ins um dagmæður. Þar er meðal annars kveðið á um að þeim beri að skila inn sakavott- orði sínu og allra heimilis- manna yfir sextán ára aldri. Einnig eru í hinni nýju reglu- gerð mun strangari ál<væði um brunavarnir. Þau starfsleyfi sem nú eru í gildi hafa ekki verið veitt eftir þessari nýju reglugerð, en við endurnýjun þeirra verður stuðst við hana. Eftir því sem komist verður næst er fágætt, þegar slíkir hlutir koma upp á yfirborðið, að þeir dugi til að svipta dag- mæður starfsleyfi. Fyrir nokkr- um árum varð þó stjóm Dag- vistar barna að grípa tO slíkra ráða gagnvart konu sem tekin hafði verið fyrir fíkniefna- smygl. Var sú kona svipt starfs- leyfi. Umsjónarfóstran vildi stöðva starf- semina En annað þeirra mála sem hér eru til umræðu hefur blandast inn í félagspólitík innan Samtaka dagmæðra. Hluti þeirrar stjórnar sem starfaði með Selmu Júlíus- dóttur og varð undir í kosn- ingurn síðasta vetur hefur fýlkt sér bak við dagmóðurina í Breiðholtinu. Hafa þær með- al annars mótmælt starfsað- ferðum umsjónarfóstrunnar, þar sem lagt var til að dag- mamman hætti starfsemi sinni á meðan rannsókn færi fram. „Það stendur skýlaust í regl- um okkar að okkur beri skylda til að tilkynna það ef okkur finnst eitthvað athuga- vert við barn sem við erum með. I þessu tilviki gerir dag- móðirin það, en því miður snýst málið í höndum um- sjónarfóstra á móti henni. Okkur finnst ekki rétt að svipta hana starfsleyfi, því að urn leið og búið er að svipta hana starfsleyfi út af svona máli er búið að skerða mann- orð hennar til þessarar starf- semi um ókominn tíma,“ sagði Guðbjörg Ellertsdóttir, ein þeirra dagmæðra sem tek- ið hafa málstað dagmóður- innar sem hér um ræðir. Hafa þær meðal annars skrifað bréf til lögfræðideildar borgarinn- ar þar sem þær mótmæla ffamvindu málsins. — En hvað um þau rök að það sé það mikið í húfi að ekki sé verjandi að hafa hörn ígceslu á stað sem er utidir rannsókn? „Ja, þá er fyrir bí þessi reglugerð okkar. Ef okkur ber ekki að tilkynna að bam hagi sér ekki eðliiega þá er náttúru- lega verið að segja okkur að þegja yfir því ef rannsóknin á ætíð að beinast að okkur og svipta okkur starfsleyfi,“ sagði Guðbjörg, en tók jafnframt skýrt fram að hún teldi það eftir sem áður skyldu dag- mæðra að tilkynna um óeðli- lega hegðun barna. Það kom einnig fram hjá Guðbjörgu að þær teldu að starfsfélag dagmæðra, Samtök dagmæðra, hefði ekki veitt dagmóðurinni aðstoð sem skyldi og því hefðu nokkrar konur sem létu sig þessi mál varða komið henni til hjálpar þar sem þær teldu á henni brotið. Sigurður Már Jónsson GLÆSILEG SUMARHUS Höfum til afhendingar í vor tvö stórglæsileg T-sumarhús á samliggjandi lóðum í landi Snæfoksstaða í Grímsnesi. Einnig höfum við til sölu og afhendingar nú þegar 42,2 fm. T-sumarhús í Borgarfirði byggt árið 1985, fullbúið og í fyrsta flokks ástandi. Verð kr. 3.500.000. SUMARHUS STOFNAÐ 1925 HJALLAHRAUNI 10-220 HAFNARFIRÐI - SÍMI 51070 - FAX 654980 ÁRATUGA REYNSLA TRYGGIR GÆÐIN Bergur Felixson, framkvæmdastjóri Dagvistar barna: Við getum leitað eftir álits- gerð um valdsvið okkar Bergur Felixson, fram- kvæmdastjóri Dagvistar barna, sagðist ekki geta tjáð sig um einstök tiKak. „Við getum leitað álits- gerðar lögfræðinga um vald- svið okkar og hvemig starfs- mönnum okkar ber að fýlgja eftir reglugerðinni um dag- gæslu á einkaheimilum. En það er stjóm Dagvistar barna sem ákveður hvort leyfis- svipting eigi að koma til vegna ætlaðra brota á reglu- gerð,“ sagði Bergur. Bergur benti einnig á að í raun væru dagmæður með sjálfstæða starfsemi sem íýrst og fremst byggðist á samn- ingi milli þeirra og foreldra. Efúrlit yrði því einnig að vera meðal foreldranna sjálffa. Þá benti Bergur á að síð- asta vetur hefði verið sett ný reglugerð um starfsemi dag- mæðra sem kvæði mun skýr- ar á um eftirlit með þeim. Þar væri þess meðal annars getið að þær ættu að skila inn saka- vottorði fyrir alla heimilis- menn. Sagði Bergur að við endurnýjun starfsleyfa, sem nú er framundan, yrði farið efúr þessurn nýju reglum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.