Pressan - 30.09.1993, Blaðsíða 13

Pressan - 30.09.1993, Blaðsíða 13
S KOÐA N I R Fimmtudagurinn 30. september 1993 PRESSAN 13 DAS KAPITAL Tannpína ogfúlmennska í Alþýðubókinni íjallar Halldór Laxness um ofan- greint efni og gerir sérstaka grein fyrir athugun sinni á tannheilsu alþingismanna á árinu 1925. Taldi hann að þá væri aðeins einn alþingismað- ur vel tenntur og það væri Sig- urður Eggerz. Skáldið heldur áfram og segir að aliir sem vilji vita hvað nýjustu rannsóknir færustu sérfræðinga hafi leitt í ljós um áhrif tannskemmda á líkama mannsins og sálarlíf skilji hvílíkt afskaplegt alvöru- mál sé hér um að ræða. Nefnir skáldið sem dæmi að mörg ís- lensk stúlka hafi misst af góðu gjaforði af því hún gleymdi að hreinsa á sér munninn eftir að hafa borðað fisk, en stúlka með óhreinar og skemmdar tennur er alls ekki boðleg vara nema fyrir dóna. Ekki ædar dálkhöfundur að halda því fram að allir þing- menn í dag þjáist af tannpínu og þaðan af síður fúlmennsku. Það er von skrifara að þing- menn falli í kosningum af öðru en óhreinum munni. Þó getur hreinn munnur skapað vandaðan talanda og menn sem eru óþarflega grófir í kjaftinum á að taka með valdi og láta gera upp í þeim tenn- urnar á almannakostnað, svo enn sé vitnað í skáldið. Við útkomu skattskrár í ág- úst ár hvert sést hver staða ráðherra og þingmanna er í þessu Iandi. Fátækt og búk- sorgir hafa tekið við af tann- pínu og fúlmennsku. Fylgi- fiskar fátæktar og búksorga eru þeir sömu og tannpín- unnar: gigt, hjartveiki, brjóst- veiki, magakvillar, auk alls kyns taugatruflana, sem aftur koma fram í hvers kyns skap- brestum, heimsku, afturhalds- semi, glapsýni, leti og fleiru, sem leiðir til hreinnar brjál- semi. Ráðherrar og þingmenn eru þriðja og fjórða flokks menn í launakjörum meðal opinberra starfsmanna. I fyrsta flokki eru bankastjórar ríkisbankanna, sem láta bankaráðin skammta sér laun eftir þörfum. Þeir hafa um 10 milljónir í árslaun. Á eftir þeim koma embættismenn í opinberri stjórnsýslu, ráðu- neytisstjórar og ríkisforstjórar, en þeir láta ráðherra skammta sér yfirvinnugreiðslur og nefndasporslur eftir þörfum. Árslaun þeirra eru 5-6 millj- ónir. Árslaun ráðherra eru 4 milljónir, en árslaun þing- manna 2,5 milljónir. Launakjör ráðherra og þingmanna eru ekki nýtt vandamál. I ævisögu Ólafs Thors kemur fram að Ólafur ráðlagði Bjarna Benediktssyni að taka sér frí frá þingstörfum eitt kjörtímabil til að koma undir sig fótunum Qárhags- lega méð lögmannsstörfum. Ólafur virtist þekkja til fjár- hagsvandræða þingmanna af eigin raun. Hermann Jónas- son var gerður að „lögfræði- legum ráðunauti11 Búnaðar- banka íslands þegar hann lét af embætti forsætisráðherra 1942. Það er því ekki nýskeð að launakerfi opinberra starfs- manna er sprungið og komið úr öllum böndum. Kjaradóm- ur tók á þessu máli fyrir rúmu ári. Niðurstaða hans varð sú að starfskjör hinna kjörnu fulltrúa væru ákveðin í ein- hverju samræmi við aðra op- inbera starfsmenn. En Alþingi götunnar með Ásmund og Ögmund verkalýðsrekendur skók líftóruna úr þingmönn- unum og ríkisstjórnin taldi að brýna nauðsyn bæri til að fella úrskurð Kjaradóms úr gildi. Hinir nýju siðferðispostular, blaða- og fréttamenn, höm- uðust með og töldu úrskurð Kjaradóms ósiðlegan, hvað sem það nú þýðir. Á Alþingi götunnar er talið að allar efna- hagsráðstafanir byrji og endi með því að lækka laun alþing- ismanna. Með öðrum orðum: Að launareglur skyldu aðeins vera fyrir suma, en fyrsti og annar flokkur, bankastjórar og ráðu- neytisstjórar, áttu áfram að sveigja kjarasamninga að sín- um vilja, svona eins og íslend- ingar hafa myrkrahöfðingjann alltaf eins og hund í bandi. Og önnur stétt manna, sem sat eftir, var hæstaréttardóm- arar. Þeir sömdu sérstaklega við forsætisráðherra og dóms- málaráðherra um fastar yfir- vinnugreiðslur til að leiðrétta launakjör sín og þar með var nýr úrskurður Kjaradóms hafður að spotti í æðsta dóm- stól lýðveldisins. Af slíku háttalagi spretta margar spumingar. Sú fyrsta er: Getur slíkur dómstóll talist sjálfstæð- ur og óháður framkvæmda- valdinu? Svari hver fyrir sig. Eftir að prófkjör voru tekin í brúk til að velja menn til setu í sveitarstjórnum og á Alþingi eiga ýmsir með fallegan tal- anda greiða leið til setu í kjörnum stjórnum. Sumum dugar að bursta aðeins tenn- urnar til að fá fallegan talanda án þess það komi nokkuð af viti út. Sérstaklega er þetta al- varlegt þegar mörg af betri dætrum og sonum þessa lands hafa ekki efni á að taka sæti á Alþingi. Þetta hefur því í för með sér að gæðum löggjafar- valds hrakar, en völd og áhrif embættisrfianna vaxa á móti, en það er tilræði við lýðræðið. Dálkhöfundur telur að launakjör alþingismanna og ráðherra eigi að vera þannig að þeir geti lifað áhyggjulausu lífi á meðan þeir sinna störf- um á löggjafarsamkomunni.* Höfundar Das Kapital eru frammámenn i fjármála- og viöskiptalífi, en vilja ekki láta nafns getið. „Launakjör ráðherra ogþingmanna eru ekki nýtt vandamál. í œvisögu Ólafs Thors kemurfram að Ólafur ráðlagði Bjarna Benediktssyni að taka sérfrífrá þingstörfum eitt kjörtímabil til að koma undir sig fótunum fjárhagslega með lög- mannsstörfum. “ STJÓRNMÁL Sameiningarmenn allra sveita sameinist! Það er ekki ofsagt hjá Þór- arni Vaff að þær sameiningar- tillögur sem á að kjósa um núna í nóvember séu munað- arlausar. Reyndar hefur hing- aðtil litið út fyrir að þær séu nánast einskonar hrepps- ómagar sem hin réttbornu yfirvöld reyna að koma af höndum sér með sem allra minnstum tilkostnaði, — þeir sveitarstjómarmenn sem ekki eru beinlínis á móti samein- ingu hafa farið kringum málið eins og köttur um heitan graut, og það var ekki fyrren nú í vikunni sem sjálfur fé- lagsmálaráðherra tók af skarið um afstöðu sína. í öðrum málsmetandi svokölluðum aðilum hefur ekkert heyrst og mun ekki heyr- ast nema knúið verði rækilega á: Enginn ætlar að tapa pólitísku kapítali á tillög- um sem allt lít- ur nú útfyrir að verði felldar hver af annarri hringinn um landið. Nema VSÍ, sem þjóðin skuldar alltíeinu þakkir fyrir djarflegt frum- kvæði í þessum íramfaraefnum. Nú er það auðvitað svo því miður að enda- laust má finna að framgangi tillagnanna um sameiningu sveitarfélaga og undirbúningi málsins af hálfii ríkisins, um- dæmanefnd- anna og hinna kjörnu fulltrúa í sveitarstjórnun- um. Menn finna réttilega að því fram og aftur að rétt rúmir tveir mánuðir séu harla lítill tími til kynningar og umræðna um afdrifaríkar breytingar. Það má vel vera — einsog formað- ur Sveitarfélagasambandsins sagði í DV — að þessi mál hafi verið rædd lengi og ræki- lega á fundum sveitarstjórnar- manna — en það eru óvart ekki þeir sem eiga að greiða atkvæði. Eigi umbætur einsog þessar að takast verður að gefa almenningi góðan tíma til að velta málinu fyrir sér, og búa í haginn fyrir röklegar opinber- ar samræður. Að sjálfsögðu er kvartað undan því líka að aðeins einn kostur er í boði á hverjum stað, og oft ekki þeir sem helst hafa verið ræddir. Hefði ekki verið eðlilegra, er spurt, að bjóða fleiri kosti, og lengia þá sjálft valferlið til að auka ein- drægni í héraði og tryggja bet- ur bæði framgang málsins og framtíð þeirra stjórneininga sem valdar verða? Ekki síst er það klaufalegt og alvarlegt að engan veginn er Ijóst hvernig á að leysa óteljandi vandamál sem upp koma eftir sameiningu. Það er til dæmis augljóst að stórar einingar á sveitarstjórnarstig- inu munu kalla á einhvers- konar „heimastjórnir“ í ein- MORÐUR ÁRNASON stökum hlutum sameinaðs stórbyggðarlags. Það er ein- faldlega ekki skynsamlegt að nefndarfundur Eyfirðinga inná Akureyri sé að veltast með ákvörðun um aðkeyrslu inná bensínstöðina á Ólafs- firði. Á höfuðborgarsvæðinu er sérstaklega brýnt að tryggja meiri íbúaáhrif á sín hverfis- mál samfara stækkun — bæði sameiningarmál hinumegin á landinu. Að Sunnlendingar úrskurðuðu um sameiningar- mál á Norðurlandi og öfugt, Austfirðingar um Vestfirði og svo framvegis. Þannig hefði helst verið von til að skynsemi og rök réðu úrslitum en ekki íhaldssemin, hrepparígurinn og óttinn við hið ókunna. Fyrst það er nú ekki er rétt að hugsandi menn átti sig á því að í þessum kosningum verður tekist á um miklu meira en hreppamörk. Og nú þarf að leggja fram rökin og knýja menn og félög til af- stöðu. Hvað segir til dæmis verkalýðshreyfingin? Eða „Það er vel athugað hjá Svanfríði Jónasdóttur á Dalvík að snjallast hefði verið að láta hvert hérað kjósa um sameiningarmál hinumegin á landinu. Þannig hefði helst verið von til að skynsemi og rök réðu úrslitum en ekki íhaldssemin, hrepparígurinn og óttinn við hið ókunna. “ í einstökum hlutum borgar og bæja, og ekki síður innan- sveitar í dreifbýli á því svæði þarsem fólki finnst það að öðrum kosti lent í stöðu ný- lendunnar. Þessi grasrótarvöld verður erfiðara að byggja upp eftirá en fyrirffam. Það er klaufalegt að hafa ekki staðið betur að þessu, en svona er þetta nú einusinni ákaflega oft hjá okkur íslend- ingum, og það skiptir ekki lengur höfuðmáli. Nú ríður á að mönnum takist að stíga þetta framfaraspor til hagræð- ingar, hagsbóta og byggða- jöfnunar. Eigi sveitarfélögin að geta tekið að sér þau sam- ræmdu verkefni sem eðlilegast er að þau hafi á sinni könnu verða þaú einfaldlega að vera af ákveðinni stærð. Og þær gríðarlegu samgöngubætur sem skattborgararnir hafa lagt út fyrir síðustu áratugina (í fé- lagi við ótölulegan fjölda ófæddra íslendinga) verða einfaldlega að fara að skila árangri með hagræðingu í stjórnsýslu á landsbyggðinni. Það er vel athugað hjá Svanfríði Jónasdóttur á Dal- vík, í grein um þetta í hinu svarfdælska gæðariti Norður- slóð, að snjallast hefði verið að láta hvert hérað kjósa um stjórnmálaflokkarnir? Ætlar Alþýðubandalagið til að mynda að tala gegn samein- ingu með röddu Kristins H. á Bolungarvík? Hver er afstaða Halldórs Blöndals í kosning- unum á Norðurlandi? Og hvar eru nú öll þau merkilegu samtök og djarfhuga einstak- lingar sem í fyrra höfðu gríð- arlegar meiningar um ffamtíð landsins og evrópskt efna- hagssvæði, og vildu óðfús í kosningar? Það er athyglisvert fyrir Reykvíkinga að niðurstaðan í sameiningarkosningunum á höfuðborgarsvæðinu ræðst ekki hér í borginni heldur inní Kjós og útá Nesi. Atkvæða- greiðslan í Reykjavík snýst þessvegna um almennan stuðning við sameiningarhug- myndina sem slíka: við erum í rauninni að kjósa fyrjr landið allt. Og eindregin úrslit í lang- fjölmennasta kjördæminu mundu gera þeim erfiðara fyrir sem þvælast fyrir og þrjóskast við annarstaðar. Og vígorðið í kosningun- um? Það er alveg augljóst, og liggur þar að auki eitt og yfir- gefið á glámbekk: Sameining- armenn allra sveita, sameinist! Höfundur er íslenskufræðingur. Á UPPLEIÐ f EINAR KÁRASON RITHÖFUNDUR Það fór þó aldrei svo að Frammarar næðu ekki ein- hvern veginn fram hefnd- um gegn Skagamönnum. STEINGRÍMUR HERMANNSSON FORAAAÐUR FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS Hann var heppinn að taka ekki eftir því þegar for- maður Framsóknarflokks- ins gerði samning við stjórnarformann Tímans. Annars hefði hann liklega verið plataður. KRISTJÁN JÓHANNSSON ÓPERUSÖNGVARI Heimsffægðin hlýtur að vera rétt hinum megin við hornið úr því sjálfir Danir og Bröste eru búnir að upp- götva hann. Á NIÐURLEIÐ l HAUKUR HAUKSSON EKKIFRÉTTAAMÐUR Hann er að skíttapa í sam- keppninni við nafna sinn í Moskvu. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON UMHVERFISRÁÐHERRA Það þarf sérstaka sýn á tilveruna til að halda að fuglabjarg sé það skynsam- legasta sem ríkið fjárfestir í í miðri kreppunni. ÁSGEIR SIGURVINSSON FYRRVERANDI ÞJÁLFARI FRAM ÖIl hans þýsku fótbolta- fræði dugðu skammt gegn bit-tækninni af Skaganum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.