Pressan - 30.09.1993, Blaðsíða 18

Pressan - 30.09.1993, Blaðsíða 18
18 PRESSAN Fimmtudagurinn 30. september 1993 Villilirnöni’nnnrsli ■vninln Tinililn ftoWœ Böddi, sem hefur þann starfa að elda mat ofan í gesti veitingastaðarins Óperu, eld- aði á laugardagskvöldið ofan í bestu vini sína og sjálfan sig hráefni sem hann hafði fyrir að veiða sjálfur. Tilefnið var 25 ára afmælisáfanginn. Eingöngu karlmenn sátu með honum til borðs fyrripart kvölds en þegar líða tók á streymdu stúlkurnar inn-á Ægisíðunni, hver annarri... Veislan var fjölmenn og víst mjög fjörug. Valhallar-Valdi hefur sjálfsagt fengið aö bragöa á bráöinní. Svip- urinn ber þess merki. Skvísur bæjarins; Tinna, Birna Björk og Fríöa, þekk- jast því miöur vart í sundur; þaö eru beru axlirnar, keimlíkt háriö og nistið. Minnir óneitaniega á karl- menn og jakkaföt. Gísli Blöndal flutti ræöu. Nema hvaö! Sverrir Bertelsson teppasali innan um diskasafn hjónanna. EHen Kristjánsdóttir söng sig inn í Esther f Pe|sinum. hjörtu veislugesta. Valdimar og glæsikvinnan Helen í sínu fínasta. Árni Páll Hansson sýpur á bjór, sjálfsagt til aö hraöa meltingunni. Áslaug, sú sem Frakkarnir á Sólon héldu ekki vatni yfir. Eitthvaö þótti þeim hún minna á Marilyn Monroe. Ekki slæm samlíking þaö. Hálfrar aldar afmæli i Garðabænum . Hjótiin Helen í Plexiglas og Valdimar í Gunnars-mœjonesi héldu upp á fimmtugsafmœli bóndans á heimili sínu í Garðabœ. Þar var margt fyrirmenna og forvitnilegra gesta, og nokkrir „frcegir og ríkir.u Þarna varfólk — allskonar fólk — að skemmta sér og njóta veglegra veitinga. Það var, eins oghin afmœlin, haldið að kveldi laugardags. Ætii hann sé alltaf svona? Kári Jónsson, sá sem segir okkur aö spara í sjónvarpinu. Gunnar Jóns- son, eigandi Gunnars- mæjoness og faöir Helenar, á tali viö Reyni fast- eignasala. Steini og Auður, fyrr- verandi hótelstýra á Valhöll. FRYÚÐ MEGASAR OC MESTA EFNIÐ Nokkur spenna lá í loftinu á Hressingarskálanum á fimmtu dagskvöld þegar loks mátti vœnta tóna frá meistara Megasi, en í honum hefur lítið heyrst að undanförnu. Hann var samur við sig og lagði meðal annars út af Móðuharðindun- um á sinn hátt. Áður en tónleikarnir hófust hitaði hljóm- sveitin Yrja upp, en hún er eitthvert mesta efni núlif- andi íslenskra unghljóm sveita og hefur það framyfir flesta að vera öðruvísi. Má segja að hún sé mitt á milli Spilverks þjóð anna og Þursaflokksins sáluga; spilar sýrða þjóðlagatónlist, hvað sem það nú er. En frábœrt samt. Megas var hagmæitur aö vanda. Kristbjörg Kari Sólmundar- dóttir var frá- bær á sviöinu meö Yrjunni. Hún er ný Diddú. á ríkissjón- varpinu, Gísli Mar- teinn Baldurs- son, sprang- aöi inn á Hressó á síöum frakka og strigaskóm ásamt vinum sín- um. Allir virtust þeir vera í góöum kunningsskap viö meö- limi Yrjunnar. Inga og vin- konur henn- ar úr Kvennalist- anum fylgd- ust meö nýjungum t tónlistinni. Aldarfjórðungsafmæli Paolos þjóns Annað aldarjjórðungsafmœli fór fram í hentii Reykjavík á laugardagskvöldið. Það var afineli Paolos sem þjónar gestum Sólons lslandusar. Var efri hteð Sólons lögð undir veisluna. Paolo er, auk þess að vera þjónn, kunnur fatafellir hér í borg og var eitt aðalnúmerið í Berlínardelunum svokölluðu. I þetta skiptið var hann bara penn og hélt vinum sínum veglega veislu. Ogfagurlega skreytta. Setiö viö nægtaborðið á efri hæö Sól- ons íslandus- ar. Umhverfis eru listaverk Barkar Arnar- sonar og Svans Krist- bergssonar. Ekki af verri endanum um- hverfið þar. Afmælisbarniö Paolo og hinn hárprúði Alfaro þjóna dagsdaglega gestum Sól- ons íslandusar. Og það hreint ágætlega. Sara var seiömögnuð meö sígarettuna. Róbert Árni Hreiðarsson og fylgdarfrú voru meöal gesta. Elín og Hafdis fylgjast meö einhverju sem enginn veit hvaö er.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.